Víðir


Víðir - 27.10.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 27.10.1951, Blaðsíða 3
I ¦> Hærra gullverS? Ástralía krefst nú mjög ein- dregið hærra gullverðs vegna síhækkandi kostnað'ar við íiámuvinnsluna. Vaxandi traust á Þýzkalandi. j Hlutabréf í þýzkum fyrir- Á tækjum og þýzk mörk, sem ( hafa verið bundin, hafa verið ' að stíga undanfarið. Síðan í apríl hefur Þýzkaland haft Qieiri út- en innflutning. Virð- ist nú gæta meiri bjartsýni, hvað snertir framtíð Þýzka- j lands og lánstraust almennt ; en áður. Nýir U. S. A. miljarSir ti! aðstoðar verzluninni. Truman forseti hefur und- irritað lög um, að möguleikar Et- og innflutningsbankans Verði auknir um 1 miljarð', Upp í 4% miljarð dollara, til að auka viðskiptin milli U. S. A. og erlendra ríkja. HllarverSiS hækkar enn. Ullarverðið hefur enn rok- ið upp úr öllu valdi, og minna kaupin nú mest á, þegar keypt Var án tillits til verðsins. Hækkaði verðið um 15% á einni viku. Framleiðendur U]]arefna eru nú farnir að slá varnagla fyrir væntanleg- Um hækkunum, þegar um pantanir til afgreiðslu 1952 er að ræða. Danir flytja út epli. Dönsk epli hafa verið hér á boðstólum. En Danir hafa víðar selt eph. Þannig hafa þeir selt til Sviss, þar sem I eplauppskeran var aðeins j 34% af því, sem var s.l.' ár. , Svisslendingar vilja viðhalda N éplamarkaði sínum erlendis og flytja því út sín epli, en ætJa að' nota dönsku eplin á heimamarkaðinum. Saráffan gegn áfenginu. Dagana 22. október til 3. nóvember halda fulltrúar frá 10 löndum fund í Kaup- mannahöfn til þess að ræða baráttuna gegn áfenginu. Fundurinn er undirbúinn af danska ríkinu í samvhmu við Sameinuðu þjóðirnar og Al- heims heilbrigðisstofnunina. Ekki er ísland nefnt meðal þátttökulandanna. Slæm reynsla Dana af Sureau Yerifas, Danski flotinn viðurkennir ekki v lengur hið þekkta franska klössunarfirma Bureu Veritas, og landvarnamála- ráðuneytið hefúr tilkynnt, að framvegis muni það ekki nota upplýsingar þess við kaup á skipum. Tilefni þess er, að B. V. sagði amerískt strandgæzlu- skip, sem danski flotinn keypti, gott, en síðar reyndist það vera. með svepp og svo fúið að rífa varð skipið. Tveir menn úr flotanum höfðu samt ásamt B. V. skoð'að skipið og ekki séð neitt athugavert. VIDIR Albafa. Fyrrum fjármálaráðherra Breta, Stafford Cripps, sem hefur verið 11 mánuði í Sviss, er nú kominn aftur til Eng- lands. Svissnesku læknarnir segja hann nú albata, en hann segir sjálfur, að hann ætli ekki að snúa aftur til stjórnmál- anna, a. m. k. ekki næsta ár. Dularfullur áreksfur. Norska skipið Pacific Ex- press, 3.401 lest, rakst á At- lantshafinu á eitthvað í kafi, eftir því sem Lloyds í London skýrir frá. Sjór hefur farið í nokkra botntanka skipsins, en bæði vélarúm og lest sluppu. Skipið var með bananafarm til New York. Bergmálsdýpfarmælir í norska sjómannaskóla. Bendix-verksmiðjurnar Ameríku hafa gefið tvo dýpt armæla til norskra sjómanna skóla, og umboð'smenn verk- smiðjunnar í Noregi hafa gef- ið þann þriðja. Síðan byrjað var að selja Bendix-dýptarmælirinn fyrir 5 árum, hefur hann verið seld- ur í 800 norska fiskibáta. Evrópisk flugsamsfeypa. Fyrrverandi utanríkisráð- herra Itala, Carlo Sforza, hef- ur stungið upp á, að komið verið á evrópiskri flugsam- steypu sem skrefi í áttina til sameiningar Evrópu. Þýzkf nei fil Sven Hedin. Yfirvöldin í Sch]eswig-Hol- stein hafa afþakkað boð Sven Hedins um að koma til Flens- borg og ferðast um sambands- lýðveldið. Dr. Hedin hafði einkum ætlað sér að kynna sér þýzka flöttamannavanda- málið. Sven Hedin mun nú hætta við ferðalagið. Danskar kýr fil Egypfa. Egyptar hafa keypt 15 rauðar danskar mjólkurkýr. Þrífast þær vel í Egyptalandi, gera Danir sér von um meiri útflutning. KORN. Hversu auglýsingastarf- semin er mikil í Bandaríkjun- um, má meðal annars sjá á því, hve kostnaðurinn við auglýsingar er mikill. Ári'ð 1950 var hann allt að 5600 milj. dollarar, sem samsvarar 91.300 milj. ísl. króna. • Vanajastir. — Þjófarnir, sem læstu inni eigandann og veitingamanninn í veitinga- krá einni í Manhattan og stungu af með 2350 dohara í reiðufé og 200 dollara í tékk- um, skildu eftir 3 dollara sem drykkj upeninga. Ég er ekki lengur sá maður, sem ég var, en það hef ég réyndar aldrei verið. Það er gull í hafinu. Gert er ráð fyrir, að í öllum sjón- um séu um 2300 milj. lestir af gulli. • Efnafræðingar geta nú framleitt „sjó", sem er að samsetningu nákvæmlega eins og sjálfur sjórinn, en sjávar- gróður eða dýralíf þróast ekki í honum. Ef látinn er í þenn- an tilbúna „sjó" aðeins örlítill sjór, blómstrar þar líf þegar í stað. Enn er a]lt á huldu um, hvað valdi þessum skyndilegu breytingum. Þegar nýlega var lögð fram fyrir þingmennina í Banda- ríkjunum l tillaga um að hækka skatta, minntust þeir þess, sem einn starfsbróðir þeirra hafði sagt í líku tilfelli, þegar Roosevelt var forseti: „Það er hægt að rýja sauð einu sinni á ári, en það er ekki hægt að flá hann nema einu Tacitus og hjónabandiS. Hinn gamli rómverski sögu- ritari Tacitus hefur fengið nýja viðurkenningu í Norður- Noregi! Þegar sjóari á eyju nokkurri þar norður frá ætl- aði dag nokkurn að sækja ný- beittan línustamp í beituskúr- inn, hafði stór, grár köttur gleypt eina beituna og fest sig á önglinum og dregið' alla lín- una í flækju. Karlinn ætlaði að stúta kettinum, sem var trylltur af hræðslu, en áður en hann var búinn að láta til skarar skríða, kom kona þjótandi . inn í skúrinn og hrópaði: — Þú mátt ekki drepa hann Tacitus minn. Hann er bezti köttur í heimi. Þegar kisi kom auga á mat- móður sína, stilltist hann strax, svo að hún gat náð önglinum úr munni hans. Sjómaðurinn krafðist bóta fyrir skemmdir á línunni, en konan bara hló að honum og sagði: — Það' var heiður fyrir þigr að hann Tacitus virti þig svo mikils að bragða á beitunni. hjá þér. — Jæja, þá var það víst heiður, hló karlfuglinn, en næst drep ég köttinn, ef hann tekur upp á því að stela beitu af krókunum og flækja fyrir mér línuna. Konan hafði farið hálfrar mílu veg til að leita að kisa sínum, og þegar karlinn heyrði það, bauð hann henni inn í stofu upp á kaffisopa. Segir svo ekki meira af kynn- um þeirra nema það', að nokkru seinna voru þau vígð saman í heilagt hjónaband, og hafði Tacitus þannig ekki til einskis lagt leið sína í naust- ið, þó að það hefði nærri kost- að hann lífið. svo fer, að Verkamannaflokk- urinn myndar stjórn að nýju, getur það orðið til þess, að lækka verði útgjöldin til land- varna. Persia. Brottförin frá Abadan er tilfinnanlegur álitshnekkir fyrir Stóra-Bretland. Það kann svo að fara, að stjórnar- andstaðan í Englandi geri samt of mikið úr þessu í kosn- ingabaráttunni. En það mun þó reyndar brátt koma í ljós, að hin mjög svo óhappasælu málalok í þessari viðureign munu hafa alvarlegar af- leiðingar. Hvað gerir Irak? Aht málið er klaufalega með- farið. En eftir er að koma í ljós, hversu Persum tekst að losna við olíuna, — án þess að hafa olíuskipaflota. ..Hrossakaupin" í SvíþjóS. Erlander, forsætisráðherra, hefur gert það, sem Svíar kalla „pólitískt bragð", \það l'yrsta, eftir því sem margir segja. Stjórnarmyndunin hef- ur verið' lengi á döfinni, en fyrst fyrir tæpum tveim mán- uðum varð það ljóst, að jafn- aðarmenn óskuðu þess að dreifa ábyrgðinni yfir á ein- hvern annan flokk. Og þá var valinn til þátttöku í stjórn- inni sá flokkur, sem áður var einnig náin samvinna við, — Bændaflokkurinn, að dæmi Per Albin og Bramstrop fi"á árunum um 1930. Og þar með hefur átt sér stað sú þróun, sem mörgum virðist vera eðli- leg og fullkomin: Fulltrúar verkamannastéttarinnar og bændastéttarinnar mynda sameiginlega stjórn, — auð- vitað af því að þeir' tveir flokkar eru í stjórnmálum hlynntastir skipulagningu og styrkveitingum. Þegar sænsk- ur jafnað'armannafl. getur haft samvinnu við' svo ihaldssam- an flokk sem Bændaflokkinn, sýnir það greinilega, hversu veik hin sósíalistiska stefna er orðin með tilliti til þjóðnýt- ingar framleiðslutækjanna. Flokkarnir eru komnir alveg yfir á skipulagningarlínuna fyrir tilbeinatveggja öflugustu stéttarsamtakanna: LO (Al- þýðusamb.) og Stéttarsamb. bænda. Slík er þróun jafn- aðarstefnunnar í stjórnmál- um. Það er þróun, sem vekur mikla athygli, og er svo að sjá sem þjóðfélagið hafi verið byggt upp á nýjan hátt stjórn- arfarslega. Það er ekki lengur um að ræð'a baráttuna milli hinna auðugu og hinna fá- tæku, heldur milli þeirra, sem fylgja fast fram skipulagn- ingu annars vegar og þeirra, sem unna frjálsræðinu hins vegar. Bændaflokkurinn seldi þátttöku sína dýru verði, ekki að því er tekur til f jölda ráð- herra — 4 af 16 —, heldur varðandi stjórnarstefnuna. Reglugerðin um aukinn stuðning til landbúnaðarins er gerð enn víðtækari. Bænda- flokkurinn vill ekki eiga neitt á hættu, og nú hefur hann tryggt sig gegn öllu því sem fyrir kann að koma. Styrk- veitingar verða víðtækari, ekki eftir því sem fjárlögin þola eða almennt þjóðfélags- lega séð, heldur eftir kröfum landbúnaðarins. Það var svo miklu auðveldara að fá þessu framgengt, þar sem Skold, fjármálaráðherra, hefur alltaf barizt fyrir framgangi þessara mála, þó stundum í andstoðu við sína eigin flokksbræður. Af öð'rum atriðum í stefnu- skránni, sem ríkisstjórnin hef- ur hallazt að, eru eignaskatt- urinn ( án eftirlits), útflutn- ingsskattur (ekki nýtt) og eftirlit með lánastarfsemi af hálfu ríkisins, en áfram lágir vextir. Ef þetta kæmist í framkvæmd, mundi verðbólg- an stöðugt halda áfram að vaxa, auðvitað ekki sízt vegna þess að ríkisstjórnin er neydd til að halda áfram auknum niðurgreiðslum, sumpart vegna Bændaflokksins og sumpart vegna LO (Alþýðu- sambandsins). Peningaflóðsstefnan er þannig tryggð. Hún felur í sér góð'ar tekjur fyrir alla fé- lagsbundna, gott verð á land- búnaðarafurðum, lága húsa- leigu og lág skuldabréfalán. Kringumstæðurnar eru mjög líkar því, sem er í Nor- egi, að því undanskildu að í Noregi er samsteypustjórn ekki hugsanleg af öðrum á- stæðum. Norski bændaflokk- urinn hefur þrátt fyrir allt fleiri róttækar — í merking- unni kröfuharðar — tilhneig- ingar heldur en Bændaflokk- urinn sænski. Sósíaldemókratar munu hafa mikinn tæknilegan hagn- að af „hrossakaupunum". Nú hafa þeir náð sér í strákinn Tuma, og ef það sem gerist á árunum fram að næstu kosn- ingum til ríkisþingsins, leiðir til ófarsældar, þá er hægt að' skella skuldinni á hann. Verði úrslit kosninganna betri en síðast (106 fulltrúar af 230), er hægur vandi að reka Bændaflokkinn úr stjórninni og mynda stjórn með aðeins meiri hluta. En fari kosning- arnar illa, mun halda áfram hin óheppilega samvinna, og sá af „sigurvegurunum" sem á meiru fylgi að fagna, ræður þá öllu í stjórnirini, en hinn verður að sætta sig við að vera gísl.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.