Víðir


Víðir - 08.11.1952, Blaðsíða 1

Víðir - 08.11.1952, Blaðsíða 1
XXIV. Reykjavík, laugardaginn 8. nóvember 1952. 28. tölublað. Fískinnflutningurinn til Bandaríkjanna fyrstu 8 mánuði ársins. nam 33.333 lestum, — og er það 22% meira en á sama tímabili árið 1951. 1959: 1951: Kawada IS.001 lest 18.216 lestir fsland 10.213 -- 7.366 — Ndregur 2.547 lestir 1.442 — Danmörk 1.006 — 72 — England 019 — 5 — Holland 539 — 37 — Þýzkaland 383 — 76 — Það eft irtektarvei ðasta við' skýrslu þessa er, hve hlutur Islands er orðinn stór í þess- um innflutningi, og sérstak- lega er það athyglisvert, að í ár hefur liann aukizt um 40%, á meðan innflutningur stærsta innflytjandans, Kanada, hef- ur heldur minnkað. Það' er einnig mjög athygiisverð til- raun annarra þjóða til að ryðja sér til rúms á þessum vandlátasta, en um leið eftir- sóttasta markaði heims. Fiskframleiðsla Ný- fundnalands fyrra misseri 1952. Heildarframleiðsla Ný- fundnalands á fiskflökum og unnum fiski í janúar—júní 1952 var nokkru meiri en á sama tímabili árið áður: 1952 7747 lestir 1951 7008 lestir 30. júní voru fyrirliggjandi birgðir alls 803 lestir á móti 543 lestum á sama tíma árið 1951. ý Það er san er um eftirtektarvert, að 200% meiri nú en í fvrra. En karfi var aftur á móti 50%, meiri í fyrra. Auðlindir hafsins. Fiskveiðirannsóknunum er aldrei hægt. að Ijúka til fulln- ustu, heldur verður að halda þeim áfram, svo lengi sem fiskveiðar eru stundaðar, og eftir því sem fiskveiðarnar aukast, þeim mun nauð- synlegri verða fiskveiðirann- sóknirnar. (Dr. phil. Erik M. Poulsen). Ríkisútgjöldin hafa hundraðfaldazt á 50 árum. Ríkisútgjöldin í Svíþjóð eru nú að krónutölu hundrað sinnum hærri en þau voru um aldamótin síðustu. Yiðskiplasamninga snemma. ískyggilegt útlit með freðfiskbirgðirnar. Það heitir svo, að útflutn- ingsverzlunin sé í höndum íramleiðenda, en hún verður það ekki nema að nokkru leyti vegna þess fyrirkomu- lags, sem ríkir nú í mörgum löndum, að viðskiptum verð- ur ekki komið á nema fyrir atbeina ríkisstjórnanna. Þarf þá oftast að semja um inn- flutning jafnhliða, og eru þetta allt flókin og vandasöm mál. Gæti þjóðin tryggt sér fyrirfram sölu á verulegum hluta útflutningsins fyrir ára- mót eða í ársbyrjun hverju sinni væri mikið unnið. Það hefur gengið vel með sölu flestra útflutningsvar- anna nema freðfisksins og þorskalýsisins. Þorskalýsið fer nú þó heldur hækkandi í verði, og eftirspurnin er vax- andi. En það eru sömu erfið- leikarnir með sölu freðfisks- ins. Er nokkur kvíði í mönn- um í því efni. Það er komið fast að vertíð og frystihúsin hálffull af fiski. Aðalhættan liggur þó í, að nokkur fiskur í Evrópuumbúðum þorni, sem kallað er, sem er stór skemmd, en að því eru nú nokkur brögð í sumum frystihúsunum. Ameríkumarkaðurinn hefur tekið við miklu af freðfiski í ár, en það er ekki allt aukin sala, sem skýrslumar sýna, heldur er hér um verulega birgðasöfnun ytra að ræða, sem gripið var til til þess að forða einstökum fryisthúsum frá stöðvun vegna rúmleysis. Það er ekki sem bjartast yfir sölu á þorski í Bandaríkjun- um eins og er, samkeppni fer þar harðnandi, og margt fleira kemur til. Um hina aðalútflutnings- vöruna, saltfiskinn, gegnir nokkuð öðru máli. Þó dregizt hafi nokkuð að flytja hann út, er þar þó bót í máli, að hann er svo til allur seldur fyrir ágætt verð og nú mikið til farinn. En hvernig verður það næsta ár? Framleiðslan verður vafalaust aukin til stórra muna frá því sem er í ár, og var hún þó mikil. Hin miklu afköst flotvörpunnar munu njóta sín enn betur í ár, því nokkuð var komið fram á vertíðina, er hún var tekin í notkun, og svo æfist þetta. Þá mun verða lagt meira kapp á veiðar í salt við Grænland og meira lagt á land hér en í ár. Þá mun salt- fiskur vélbátanna lílca verða meiri, bæði vegna meiri afla og getulevsis frystihúsanna til þess að taka á móti fiski vegna rúmleysis nema úr rakni verulega. í þessu sam- bandi má geta þess, að Italir þeir, sem keypt hafa fisk hér undanfarið, hafa nú gengið saman í félagsskap um kaup á öllum innfluttum saltfiski til Italíu. Þó að þetta eigi ekki að geta haft áhrif á neyzluna, verður það ekki til þess að hækka verðið. Það er í hæsta máta óeðli- legt að vera alltaf að selja gamlan fisk. Neýzluþjóðirnar þurfa að torga fiskinum nokk- urn veginn jafnóðum, ef vel á að vera. Það er vafasamt, að nokkur þjóð sé jafnaítar- lega með sölu og útflutning á sínum sjávarafurðum og Is- lendingar. Aðrar þjóðir eru oft búnar að metta markaðina, þegar Islendingar taka við sér, þó að hér séu auðvitað marg- ar undantekingar. Það verður aldrei lögð nógu mikil áherzla á mikilvægi þess að selja snenima, og ]jað verður að vera föst ófrávíkjanleg stefna. Við það vinnst það, að við- skiptaþjóðirnar hafa trvggt sér viðkomandi vöru, og þá er erfiðara um vik hjá þeim, sem á eftir koma. Þá yrði miklu meira öryggi í atvinnu- lífi landsmanna og urint að auka framleiðsluna til muna, þegar framleiðendurnir væru ekki í stöðugum ótta um, að varan seljist ekki eða skennn- ist í höndunum á þeim. Fram- Jeiðslukostnaður yrði líka minni. Ríkisstjórnin þarf því að láta þessi mál alveg sérstak- lega til sín taka og ekki sízt, eins og nú horfir, og það strax. Gera þarf heildarframleiðslu- og söluáætlun með framleið- endum fyrir næsta ár og fara þegar að vinna að því að hrinda henni í framkvæmd með viðskiptasamningum og föstum fyrirfram sölum, þar sem því verður við komið. Flutningsmarkaðurinn. A ameríska flutningsmark- aðinum er mikil eftirspurn eftir skipum, og talið er, að f 1 utningsgjöldin muni bráð- lega hækka. islenzkur fiskur fluffur til Þýskalands - affur fil Ísiands - síðan fil U.S.A. Fregnir hafa borizt um það til N. F. I., að fjórir íslenzkir togarar, sem seldu fisk í Þýzkalandi í september, hafi orðið fyrir vonbrigðjum með verðið, og að eitt skip hafi snúið aftur til Islands með karfaveiði sína til að frysta hana fyrir Bandaríkjamarkað. Verðið í Bretlandi hefur sömuleiðis reynzt ófullnægj- andi fyrir Islendinga, og af- leiðingin hefur orðið sú, að meira af íslenzkum fiski leit- ar inn á markaðinn í Banda- ríkjunum. En þar af leiðir, að verðið fer einnig lækkandi þar. Á meðan halda áfram að berast kvartanir til N. F. I. frá fisksölum í ð I ið-vestur- ríkjunum vegna lélegra gæð'a þessa fisks. Það er mjög mik- ilvægt, að fiskurinn, sem boð- inn er amerískum neytendum, sé ávallt fvrsta flokks að gæðum, hvaðan sem liann kemur, annars munu allar fiskafurðir, sem verzlað er með í Bandaríkjunum, verða illa þokkaðar. Framleiðsla Brefaveldis á hraðfrysfum fiski. Árið 1951: Jan.-jimí ’52: Þorskur o. fl. 14.410 lestir 7.364 lestir Síld 2.908 — 689 — Makríll 432 — 7 — Hrogn og’ svil 402 — 106 — Alls 18.152 lestir 8.166 lestir Til samanburðar má geta þess, að Islendingar frvstu í fýrra rúmlega helmingi meira magn en Bretar gerðu. Þjóðverjar veiða mest við island. Fiskveiðar Þjáðverja á fyrri árshelmingi 1952: Norðursjórinn 14.354 lestir Sundin 2.990 — Island 72.810 — N orégsst rengu r 46.643 — Barentshat' 25.586 •— Bjarnareyjar 1.390 — Ymsir staðir 10.324 — Alls 175.140 lestir 1. júlí 1952 átti þýzka sam- bandslýðveldið 209 togara, 107 reknetaskip ti! síldveiða í Norðursjónum, 1590 vél- báta og 1807 hálfopna og opna báta til strandveiða. 85% af auglýsingunum beinf fil neyfendanna. Sænski rithöfundurinn og hagfræðingurinn Karl-Erik Wiirneryd hefur gert athug- un á 19 auglýsingaskrifstof- um. Arið 1949 var veltan hjá þeim sein svarar um 180 milj. ísl. kr., og af þessari upphæð voru 53% frá iðnaðarfyrir- tælcjum. Hitt skiptist milli heildverzlana (10%), smá- söluverzlana (12%,) og ann- arra atvinnugreina (25%). Heildartala auglýsinganna var árið 1949 um 750.000, og þar af voru um 80% auglýs- ingar á ýmsum framléiðslu- vörum. Af öllum þessum aug- lýsingum var um 85%, beint til neytendanna, meginhlut- inn varðandi neyzluvörur. 50 kúfferar frá Esbjerg eiga í vetur að stunda lax- æiðar í Evstrasalti. 27 þeirra eru þegar komnir þangað. Portúgölsku fiskxskipin, sem stunda veiðar við Ný- fundaland og við Vestur- Grænland, vilja nú skipta um veiðarfæri, hafa verið með handfæri, en byrja nú með línu. Leitað er aðstoðar til þessara framkvæmda hjá dönskum fiskveiðisérfræðing- um. Evrópa er þýttbýl- asta heimsálfan. Nú í dug eru íbúar heimsins um 300 til 400 milj. fleiri en fyrir stríðið. Þeir voru um 2.300 milj. iirið 1947, en um 2.000 milj. árið 1939. Meira en helmingur af íbúum jarð- arinnar bvr í Asíu, en þar eru íbúarnir um 1253 milj. Mestur er íbúafjöldinn í Kína og Indlandi, áætlaður um 463 milj. í Kína og 457 milj. í Indlandi. Evrópa er þéttbvlasta svæðið með alls 393 miljónir íbúa, og svarar það til 78 manna á hvern ferkílómetra. A Tslandi er 1.5 á ferkílómetra. Eftir stríðið hefur giftingum og barnsfæðingum fjölgað mjög víðast livar í heiminum. Það fæddust fleiri drengir en stúlkur árin 1946—48, en í flestum löndum Evrópu eru ]ió enn fleiri konur en karlar. í SFISKSÖLUR: Söludagur: Skipsnafn: Sölust.: Lestir: Meðalv. kg.: 4. nóv. Jón Þorláksson. Rvík Cuxhaven 188 £6038 kr. 1.45 5. — SvaJbakur, Akureyri Bremerhaven 198 £6415 — 1.50

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.