Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.08.1967, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 04.08.1967, Síða 2
f ... ..=V^ ÍJjróttasíáa A.M. Sigurður Dagsson varði oft mjög vel í leiknum. Hér bjargar hann föstu skoti Akureyringa. Þorsteinn er einnig til vamar, en Þormóður og Reynir sækja að. Ljósm.: H. T. Verða Akureyringar íslands- meistarar í knattspyrnu 1967? Unnu 6. leikinn í röð, nú Val með 2:1 AKUREYRINGAR hafa nú góða möguleika til að hljóta íslands- meistaratitilinn í knattspyrnu 1967. Eftir lélega byrjun í ís- landsmótinu, töpuðu þrem fyrstu leikjum sínum öllum með 2:1, hafa þeir unnið sex leiki í röð og skipa nú efsta sætið í I. deild með 12 stig. Valur hefur einnig 12 stig, en markahlutfall Akur- eyringa er mun liagstæðara. Fram getur einnig blandað sér í bar- áttuna um íslandsmeistaratitilinn, en þeir eru með 10 stig að átta leikjum loknum. Aðeins þessi lið hafa möguleika til sigurs í mót- inu. — Ilvaða lið fellur úr I. deild í ár er ekki á lireinu ennþá, þó að telja verði að Akurnesingar séu vonlitlir úr þessu. - Giæsilegt norðlenzkt framtak (Framhald af blaðsíðu 1). Síðari leikur Akureyringa og Vals í íslandsmótinu var háð.ur á Akureyri sl. miðvikudags- kvöld í ágætu veðri. Áhorfend- ur voru mjög margir og víðs- vegar af landinu, og var mikil spenna meðal þeirra allan leik- inn út, enda var hann skemmti legur og vel leikinn. Akureyringar kusu að leika á suðurmarkið og höfðu því sól ina heldur í bakið. Fyrstu 15 mínúturnar voru Akureyringar öllu meira í sókn en Valur átti þó snögg upphlaup, sem Reynir Jónsson og Hermann Gunnars- son sköpuðu með hraða sínum. Á 20. mín. hrekkur knötturinn til Hermanns eftir mistök varn- arinnar, og skoraði hann fallegt mark með föstu skoti. Þar með hafði Valur tekið forustuna með einu marki. Á 25. og 30. mín. á Kári Árna son tvö gegnumbrot, en bæði runnu út í sandinn. Rétt fyrir leikhlé þurfti Kári að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, og inn kom nýliðinn Rögnvaldur Reyn isson. Stóðu því leikar 1:0 fyrir Val eftir fyrri hálfleikinn. Voru nú margir uggandi er Akureyringar höfðu misst Kára. En strax í upphafi síðari hálf- leiks tóku Akureyringar leikinn í sínar hendur, og á 3. mín. jafna þeir leikinn með fallegu marki sem Magnús Jónatans- son skorar með skalla eftir send ingu frá Þormóði Einarssyni. Fagnaðarlæti voru mikil og innileg meðal áhorfenda. Og Akureyringar halda sókninni áfram og ná nú tökum á miðj- unni. Á 4. mín. á Skúli Ágústs- son fast skot á Valsmarkið en Sigurður Dagsson markvörður Vals varði meistaralega. Smá deyfð færðist yfir leikinn næstu mínútur, en á 20. mín. á Val- steinn Jónsson gott skot á Vals markið, sem Sigurður bjargar naumlega í horn. Og á 26. mín. tóku Akureyringar svo forust- una. Valsteinn sendi knöttinn fyrir markið og Rögnvaldur, ný liðinn, henti sér á hann og skall aði mjög fallega í Valsmarkið. Áhorfendur létu óspart í ljósi hrifningu sína, sem heyra mátti langar leiðar. — Eftir markið drógu Akureyringar sig í vörn og sóttu þá Valsmenn mun meira. Á 35. mín. áttu Vals- menn gullið tækifæri til að jafna leikinn, er Hermann komst einn innfyrir vörnina, en Samúel Jóhannsson markvörð- ur bjargaði meistaralega í horn. Þar höfðu Akureyringar sannar lega heppnina með sér. Ekki urðu mörkin fleiri í þessum leik, og mega Akureyringar vel við una. Akureyringar áttu meira í leiknum og v-ar -vörnin sérstak-. lega góð. Guðni Jónsson lék nú sinn bezta leik á sumrinu og var sívinnandi. Hef ég ekki séð framvörð skila sínu hlutverki öllu betur í leik. Jón Stefánsson var einnig mjög góður og stöðv uðust flestar sóknarlotur Vals- manna á honum. Ævar Jónsson, Samúel Jóhannsson, Jón Frið- riksson og Pétur Sigurðsson skiluðu sínum stöðum allir vel. Valsteinn Jónsson, Skúli Ágústs son og Kári Árnason hafa oft áður átt betri leiki. Magnús Jónatansson var duglegur, en aukaspyrnurnar hjá honum voru afar lélegar. Rögnvaldur Reynisson kom skemmtilega á óvart og gerði margt laglegt. En sá maður, sem mesta athygli vakti í framlínu Akureyringa, sérstaklega í síðari hálfleik, var Þormóður Einarsson. Hann var nú óþekkjanlegur frá fyrri leikjum sínum í sumar og átti mjög skemmtilegan leik. Valsliðið er nokkuð frískt. Sigurður Dagsson markvörður var mjög góður, sérstaklega eru gripin falleg. Þorsteinn Frið- þjófsson og HaHdór Einarsson voru sterkustu menn í vörn- inni. í framlínunni bar mest á Hermanni Gunnarssyni og Reyni Jónssyni. Þeir eru báðir fljótir og hættulegir. Reynir virðist hafa afar erfitt knatt- spyrnuskap og hættir til að vera grófur. Dómari var Magnús Péturs- son, og var greinilegt að hann vildi halda leiknum niðri og forðast alla hörku. Sumir dóm- ar hans voru nokkuð vafasam- ir, en í heild kom hann vel frá sínu. Hermann og Reynir voru greinilega undir smásjá hjá Magnúsi. Línuverðir voru Karl Jóhannsson og Baldur Þórðar- son. — Þ. STADAN STAÐAN í I. deild Islandsmóts ins er nú þessi: Akureyri 9 6 0 3 21:11 12 Valur 9 5 2 2 17:15 12 Fram 8 3 4 1 10:8 10 Keflavík 9 3 2 4 7:9 8 K. R. 8 3 0 5 13:15 6 Akranes 9 2 0 7 9:19 4 krafa Norðlendinga og aUra ís- lendinga að stjórnvöld landsina hlúi að þessari mikilvægu iðn- grein svo að hún geti fullkom- lega orðið samkeppnisfær við erlendar skipasmíðastöðvar, því að íslenzkir iðnaðarmenn hafa sannað verkhæfni sína svo vel að eigi verður Véfengd og vill því AM gera orð Alþýðublaðs- ins, aðalmálgagns Alþýðuflokks ins, að sínum, en þar segir í leiðara þar sem vikið er að smíði Eldborgar m. a.: „Ástæða er til að reyna að þurrka út þann mun, sem gert hefur smíði erlendis hagstæðari útvegsmönnum en smíði heima. Stöðvar eru nú til í landinu, tæknikunnáttu vantar ekki að iðnaðarmenn okkar eru tví- mælalaust vandanum vaxnir. Og enga iðngrein virðist eins eðlilegt að íslendingar stundi og skipasmíðar. Til mála hefur komið að láta smíða innanlands strandferðaskip fyrir Skiþaút- gerð ríkisins, sem nú eru fyrir- huguð. Er ekki óhugsandi að smiði skipanna, sem verða eitt eða tvö, verði aðeins boðin út innanlands. Verði það unnt, mundi smíði strandferðaskips marka tímamót í íslenzkri at- vinnusögu11! Urri leið og AM tekur undir þessi orð Alþýðublaðsins óskar AM forstjóra og öllu starfsfólki Slippstöðvarinnar tH hamingju með þetta glæsilega afrek, er blaðið vill fullyrða að sé einn stærsti atburðurinn í atvinnu- sögu höfuðstaðar Norðurlands.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.