Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.08.1967, Qupperneq 5

Alþýðumaðurinn - 04.08.1967, Qupperneq 5
£ Sigurður Guðmundsson, formaður S.U.J.: Er varnarlið nanðsynJegt á MEÐFYLGJANDI grein eftir Siguro Guðmundsson formann Sambands ungra jafnaðarmanna birtist í Alþýðublaðinu fyrir nokkru og þar sem Alþýðublaðið er ekki keypt nema af fáum Ies- endum AM, tökum við okkur það bessaleyfi að endurprenta grein. Sigurðar. Hér er rætt um mál er varðar þjóðina alla á hleýpidóma- lausan hátt. Hér lieyrið þið Sigurð. Þcgar ríkisstjóm íslands samdi um hervernd landsins haustið 1951 horfði uggvænlega um frið. Kóreustyrjöldin var í algleymingi og kommúnistar höfðu með stuðningi sovézkra Sigurður Guðmundsson. herja gleypt hvert smáríkið í Evrópu af öðru allt fram til þess tíma. Koma vamarliðsins var því rökstudd með því tvennu, að öryggi landsins krefðist þess og það væri eðli- legt og áhjákvæmilegt framlag til sameiginlegra varna NATO- Eins mikill afli, eins og allt árið í fyrra Húsavík 2. ágúst. G. H. FLI hefur verið góður að undanfömu á litlu bátana og mun Fiskiðjusamlag Húsa- vikur vera búið að fá jafn mik- ið hráefni til vinnslu og allt sl. ár. Um síðustu helgi komu 3 síld arskip hingað inn með 6—700 tonn í bræðslu. Voru það bát- arnir Dagfari, Náttfari og Ör- firisey. Hér hefur verið fádæma kalt að undanförnu. Heyskapur mun stutt á veg kominn víðast hvar í sýslunni og er víða mikið kal í túnum. f........ COO-’....... . BENZÍN HÆKKAR IDAG hækkar verð á benzíni hjá öllum olíufélögunum og hækkar líterinn um 17 aura, kostaði áður kr. 7.40 og hækk- ar þannig upp í kr. 7.57. Dieselolía hækkar ekki að sinni, en svartolío hækkar. ríkjanna. Síðan hefur varnar- liðið dvalið hér og andstaðan við dvöl þess minnkað með ári hverju, hörðustu andstæðingar þess nefna það vart á nafn leng ur. Rúm 15 ár eru nú liðin frá því að vamarliðið kom til lands ins og síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Heimsmál og alþjóðapólitík hafa tekið algjör um stakkaskiptum, ástandið í Evrópu hefur gjörbreytzt frá því að það kom, mat manna á gildi varna og varnarstöðva og skoðanir á fyrirkomulagi þeirra eru gjörólíkar þeim, sem voru efstar á baugi, og vopn þau og verjur, sem þá þóttu bezt eru nú gjörsamlega úrelt. En þrátt fyrir þessi gjörbreyttu viðhorf á öllum sviðum hefur íslending um ekki þótt ástæða til að end- urskoða afstöðu sína til her- 'verndar í landinu, fyrir þeim er kalda stríðið enn í algleym- ingi. En er ekki tími kominn til að staldra við, hljóta ekki hin breyttu viðhorf að hafa áhrif á skoðanir okkar, gætu þau ekki breytt afstöðu okkar til dvalar varnarliðsins í landinu? Óneit- anlega virðist svo. Er vamarliðið enn óhjá- kvæmilegt fyrir öryggi lands- ms? Er varnarliðið á íslandi sá hlekkur í öryggis-kerfi NATO, sem ekki verður komist af .án? Þetta eru mikilvægar spurning ar, sem skoða verður frá mörg- um hliðum og engin leið er að gera þeim tæmandi skil í stuttu máli sem þessu. En niðurstaðan getur þó tæpast orðið sú, að 1 brýna nauðsyn beri til, öryggis | landsins vegna og að öllu óbreyttu, að varnarliðið dvelji áfram í landinu. Skal þó fram tekið, að með því er ekki sagt að ekki eigi að gæta öryggis þess eins og það verður bezt gert. Vissulega hljóta allir lýð- ræðissinnar að vera sammála I um það. En skyldi fámennt og illa búið herlið á Keflavíkur- flugvelli vera bezt fært um það? Tæpast verður það ætlað. Öryggi landsins verður bezt tryggt með tryggu stjórnmála- ástandi í Evrópu og eftir atvik- um annars staðar og með því, ’ að það verði, hér eftir sem hing : að til á áhrifasvæði Atlantsríkj- anna, áhrifasvæði, sem gætt er með ýmsum öflugum og áhrifa ríkum hætti. Vissulega gæti landið svo eftir sem áður með þátttöku sinni í vamarsamtök- skaplegum hætti. En til þess gagnar ekki illa búið og fá- mennt varnarlið. Til þess þarf öflugar eftirlits- og athugunar- stöðvar, sem íslendingar gætu sjálfir sem bezt átt þátt í að reka. íslendingar þurfa að gefa þessu máli miklu meiri gaum en þeir hafa gert seinni árin. í þessum efnum má hvorki láta afstöðu kommúnista og fylgi- fiska þeirra hræða sig né blinda. Herlið með fámennri þjóð er henni jafnan umhugs- unarefni og alvörumál, sem jafnan þarf að vera ofarlega á baugi. Og sízt af öllu má það heldur að farið verði að h'ta á það sem sjálfstæðan og eðlileg- an hlut á hvérjú sem gengur. Því eru þessar línur skrifaðar. f —sW— ' —v^ PIPER CUB J-3 Nýlega bættist ný flugvél í flugflota okkar Akureyringa. Er það flugvél af gerðinni Piper Cub, J—3, og er Norðurflug h.f. eigandi vélarinnar. Akureyringar eru ekki með öllu ókunnir þessari vélategund, en hún hefur sveimað yfir höfðum þeirra um árabil, þó ekki síð- ustu árin. Hyggst Norðurflug h.f. nota flugvélina til kennslu- og leigu flugs, og gefst mönnum nú aft- ur tækifæri að læra að fljúga á þá flugvél, sem langflestir af starfandi atvinnuflugmönnum í heiminum í dag, (þ. á. m. á ís- landi) hafa byrjað sitt flug- nám á. „Cubbinn“, hefur mjög skemmtilega og holla flugeigin- leika, eins og kennsluflugvél þarf að hafa, hún er fremur hægfleyg, svo flugneminn hefur tíma að hugsa um hlutina, um leið og hann framkvæmir þá, og ekki skemmir, að þetta er stélhjólsvél, en þær eru taldar erfiðari í flugtaki og lendingum, en nefhjóls- vélar. Sá sem nær góðu valdi á þessu tvennu á Piper Cub, má telj- ast fær í flestan sjó hvað það snertir. Hægt er að opna báðar hliðar flugvélarinnar á flugi, og gerir það hana einkar heppilega til Ijósmyndafíugs. Framleiðsla Piper Cub hófst árið 1938, í Lock Haven í Banda- ríkjunum, hjá Piper flugvélaverksmiðjunum, en þær eru umfangs- mestar í smíði smáflugvéla þar í landi, og raunar heiminum öllum. Til þessa hafa verið framleiddar 19.798 flugvélar af þessari gerð, þar af 5.673 til hernaðarþarfa, og er það vafalaust mesti fjöldi sem smíðaður hefur verið af einni og sömu gerðinni. UM FLUG OG FLUGVÉLAR um vestrænna þjóða, lagt fram sitt lið með mikilvægari hætti en dvöl herliðsins, t. d. með staðsetningu miðunarstöðva og athugunarstöðva í landinu eins og rejmdar nú er. Er reyndar ekki að efa, að stöðvar þessar eru hinu sameiginlega varnar- kerfi stórum mikilvægari en dvöl herliðsins í landinu. Senni lega er það lítils virði sem varn arlið, sennilega er megin nyt- semd þess sú, að það er tákn þess að landið sé á áhrifasvæði vesturveldanna, dvöl varnar- liðsins er helgun landsins af hálfu vesturveldanna. Sjálf- sagt er ísland ómissandi þáttur í varnar- og öryggiskerfi vest- rænna þjóða og það á að halda áfram að vera aðili að því á komandi árum, verði allt með !| STAKAN okkar 1 NÚ HEFJUM við stökuþátt- inn að nýju eftir alllangt 1; hlé og eru birtir í dag botn- arnir við fyrripart Magnúsar Kristjánssonar, en svo hljóð- ji aði fyrripartur Magnúsar og '! koma botnarnir hér á eftir, en ! svo skulum við bíða eftir dómi Magnúsar um hver botn i| anna sé beztur. ji Magnús kvað: ii Kafaldsbylur kominn er, i; klakinn hylur rúðiu-. i: Frá St. G. i; Einniánuður ætlar sér, i; ekki að vera prúður. ; j i; FráS. B. .] 1: En er vora aftur fer, i; angar lífsins brúður. 'j ii Frá S. B. !; Samt ei dylur, sunnan fer !; sumarylur prúður. IFrá J. J. Hver einn skilur, hvar sem fer, kuldi er „ylur“ prúður. Frá B. B. , !; Feginn að ylur í faðmi þér !; er frostsins bylur lúður. 1; Frá S. D. !; Meðan til er tvöfalt gler, !; tekst í ylnum slúður. i| Frá R. F, ;; Er garri þylur, glatt er niér, !; glöggt þú skilur, Þrúður. i; Frá H. H. í; Frá sumri, hylur er í minni ; i mér, ;i hann mikið dylur klúður. ;] Frá C. C. ;! Hver sem skilur, að fer sem ; fer> i; þó finni yl hjá brúður. !! Frá Klóa. 1; Ég leita því yls í laun hjá þér i; er logana átt og púður. i; Frá N. N. Þótt Kári þylji, kátt er mér ;; að komast í sæng hjá brúður. i; Frá P. P. P. !; Þá eru stolnar stundir mér . ;; stórkostlegast púður. i; FráX+Y. ;i Þá Iogar þbin ylur í lífi þér og ljúfur þinn hylur, brúður. !; Svo bíðum við spenntir eft- ;; ir úrskurði Magnúsar um það ; hver af þessum 13 botnum sé í; beztur. i; Sælir að sinni lesendur.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.