Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.08.1967, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 17.08.1967, Blaðsíða 5
Við höfum ekki fengifi svar frá bæjaryfirvöldum ennpá STAKAN okkar i segir ARMANN ÞORGRIMSSON, framkvæmdarstjóri Iðju hi. ¥jAÐ ER eins og kvíði liggi í loítinu- jafnt meðal fólks hér á Akur- eyri og í sveitum í kring og eflaust Iengra austur. Erfitt tíðar- far til lands og sjávar mun gera sitt til, og margir óttast atvinnu- leysi þá er vetur þeysir í garð. AHir atvinnuvegir eru í sárum, en ríkisstjórnin virðist hafa Iagzt í dvala yfir sumarmánuðina líkt og skógarbjörninn á sléttum Rússlands yfir svölustu vetrarmánuðina. AM veit ekki um hvað birnirnir á flesjunum þar austur frá dreym ir um, en blessaðri ríkisstjórn íslands hlýtur að dreyma um óþrjót- andi gjaldeyrisvarasjóð. Og minni postulamir, t. d. virðulegt bæj- arráð Akureyrar, virðist liafa tekið seinláta ríkisstjóm sér til fyrir- myndar í draumförum. Það er langt síðan að AM vissi það að Iðja, trésmíðaverk- etæði við Kaldbaksgötu 5, hafði lagt fram beiðni til bæjarráðs Akureyrar um byggingarlóðir fyrir 20 einbýlishús úr timbri er 'byggð yrðu á þessu ári og því næsta. AM fagnaði á sínum tíma sigri þessa fyrirtækis, þá er vitað var að það hafði hlotið það verkefni að smíða 10 íbúð- arhús fyrir Kísiliðjuna í Mý- vatnssveit. AM hefur alltaf trú é dugandi ungum mönnum og Iðjumenn eru ungir og hafa sýnt einnig að þeir séu dugandi í verki. Núna á dögunum rakst ég á Ármann Þorgrímsson fram kvæmdastjóra Iðju við bakdyr Ferðaskrifstofunnar Sögu og innti hann tíðinda og þá jafn- framt falaði viðtal, en Ármann var að senda landsfræg Iðju- amboð til Húsavíkur. Ármann tók málaleitan minni vel og í morgunsárinu í gær leit hann inn á skrifstofu AM, þá er svarta þoka gi"úfði yfir bænum, hress að vanda, lífsglaður og sýndi í engu veifiskatahátt þótt bæjarráð okkar telji sér í enga vansæmd að taka björninn á sléttum Sovét að vetrarlagi sér til fyrirmyndar. Er bæjarráð búið að svara? spyr ég fyrst Ármann. Nei, því miður. Við höfum ekki fengið svar frá bæjaryfir- völdum ennþá. Hvenær skrifuðuð þið Iðju- Itnenn bréfið? Það er dagsett 17. apríl. Ég hefi hérna afrit af því og tel það ekki neitt trúnaðarbrot þó ég sýni þér það. Ég les það. Þar er engin ókurteisi og með leyfi Ármanns er bréfið birt hér orðrétt. Til bæjarráðs Akureyrar, Akureyri. ?•*, Eins og háttvirtu bæjarráði jil. er kunnugt, hefur fyrirtæki b -okkar fengið það verk, að jk byggja 10 íbúðarhús fyrir Kísil- Siðjuna h.f. í Mývatnssveit. Þetta verkefni, sem við mun um vonandi geta leyst af hendi á tilsettum tíma, mun færa okk ur dýrmæta reynslu, reynslu, sem við viljum hagnýta okkur við byggingu íbúðarhúsa hér í bænum. Því förum við þess á leit við 'háttvirt bæjarráð, að það sjái sér fært að úthluta fyrirtæki okkar eða byggingasamvinnu- félagi, sem stofnað yrði, bygg- ingasvæði fyrir 20 stöðluðum einbýlishúsum úr timbri, sem byggð yrðu á þessu ári og því næsta. Við höfum í huga 80—100 m2 hús og leggjum við hér með teikningu af einu slíku húsi, sem sýnishorn af því sem til greina kæmi. Við væntum vinsamlegs svars yðar við fyrstu hentugleika. Og svo áframlialdið? spyr ég Ármann. Jú, svo líður og bíður og það ríkir þögnin ein og 23. maí skrif um við byggingamefnd Akur- eyrar eftirfarandi bréf. Til byggingarnefndar Akur- eyrar. .Ég leyfi mér hér með að beina þeirri fyrirspurn til bygg ingarnefndar hvort umsókn byggingasamvinnufélags um 10 lóðir sem veittar yrðu á næsta ári norðan Álfabyggðar vestan Mýravegs, yrðu tekin til greina. Síðan hefur það gerzt að byggingarnefnd hefur vísað málinu til skipulagsnefndar bæjarins, en skipulagsnefnd aftur til bæjarráðs og ekkert svar er þaðan komið enn. Ég skal játa það, að við Iðjumenn höfum sótt þetta mál ailfast að undanförnu, þar sem við höf- um lagt áherzlu á að geta hald- ið þeim aukna mannskap, er við þurftum að ráða til okkar vegna bygginganna við Mý- vatn. Sökum þess, hvað bæjar- yfirvöld voru sein til svars gripum við til þess ráðs að leita fyrir okkur annars stað- ar, ef vænta mætti meiri skiln- ings. Við höfum þegar fengið 5 lóðir á Norðfirði, án nokkurra skilyrða, einnig höfum við leit- að fyrir okkur á Seyðisfirði og verið vel tekið, en þrátt fyrir allt erum við Iðjumenn ennþá bjartsýnir á að lokasvar bæjar- yfirvalda á Akureyri verði já- kvætt, og ég tel það verða svo, þó eigi væri nema um 5 lóðir að ræða. Minna má það ekki Ármann Þorgrímsson. vera, þá er ekki um neina stöðlun að ræða. En munu umsóknir ykkar eitthvað stangast á við skipu- Iag bæjarins? Aðrir eru færari að svara þessari spumingu en ég, eða þeir, sem ábyrgð bera á þess- um málum. Annars virðist mér skipulagsmál bæjarins vera komin í algjöra sjálfheldu. Þú veizt, að 20 lóðir voru auglýst- ar í sumar undir einbýlishús, og fregnað hefi ég, að 100 um- sóknir hafi borizt um þær. — Samkvæmt skipulagi bæjarins munu ekki vera til staðar nema um 40 einbýlislóðir á næstu 2 árum. Hitt eru blokkaríbúðir. Annars virðist mér, ef ég má vera hreinskilinn, að gatnamál og allt skipulag bæjar okkar sé komið í algert öngþveiti. Bær- inn er þaninn yfir móa, mela og sund, ef svo má að orði komast, og þetta kostar margra kílómetra gatnagerð á næstu árum, svo fremi að ekki sé at- vinnuleysi og kreppa á næsta leiti. En hvemig liafið þið hugsað ykkur framkvæmdir í sam- bandi við byggingar hér á Ak- ureyri? Því er fljótsvarað, og kemur það raunar fram í bréfinu til bæjari’áðs. Við bendum á, að stofnað yrði samvinnubygging- arfélag, er sæi um byggingu á lóðxmum. Iðja myndi semja við stjórn félagsins um vei-ðlag á húsunum fyrirfram. Við mynd- um sjálfir flytja inn byggingar- efnið og selja það á kostnaðar- verði. — Hversvegna er það hætta fyrir Akureyrarbæ, að láta okkur gera tilraun til að lækka hinn geigvænlega bygg- ingarkostnað, sem er glottandi staði-eynd í dag? — Timbuihús eru ekki jafn varanleg og stein- hús, en leysa þó vissan vanda í sambandi við húsnæðismál. Játa skal, að timbui-hús ei-u engar milljóanvillur, en geta þó vei-ið notaleg og þægileg fyrir fólk, sem eigi er hald- ið snobb-mennskú eða stór- mennskubi-jálæði. Og má ég skjóta því hér inn í , segir Ár- mann, að þá er atvinnuleysi virðist ógna, þá gæti það verið alldýrmætt fyrir bæjax-félagið, ef Iðja gæti aukið starfslið sitt fi-emur en fækkað. En hvernig hefur gengið hjá ykkur við Mývatn? er loka- spurning mín. Það hefur gengið mjög vel, og ég tel óhikað, að þar höfum við öðlast dýi-mæta reynslu, er hefur gert okkur færari til framtíðarstarfa á þessu sviði, hvort sem er á Akureyri, Noi-ð firði éða Seyðisfii-ði, svo staðar nöfn séu nefnd. AM þakkar Ármanni fyrir spjallið, og væntir þess, að bæjarráðsmenn — hvort sem þeir tilheyra krötum, kommum, íhaldi eða „hinni leiðinni“ — lesi það, því að þeú -munu all- ir heils hugar vilja stuðla að því að vofa atvinnuleysis glotti ekki við bæjardyr Akureyringa á veturnóttum, þótt Iðjumönn- um hafi eigi verið svarað enn, eru þeir reiðubúnir í ráshol- um, að hefja framkvæmdir norðan Álfabyggðar, ef. bæjar- ráð lófar. Svo þakka ég Ár- manni sólskinið, er hann lét flæða inn á ritstjómai-kompu AM með komu sinni í gær- morgun, þá er þoka huldi sýn jafnt Landsbanka og KEA, „máttarstólpana“ í norðlenzkri höfuðbórg. UNGIR MENN, ER STJÓRNA IÐJU H.F. VIÐ KALDBAKSGÖTU VILJA GERA SITT TIL AG BÆGJA FRÁ DYRUM AKUREYR- INGA VOFU KREPPU OG ATVINNULEYSIS. — EN HVERT VERÐUR SVAR BÆJ ARRÁÐS? AM mun ef guð lof ar birta það ef hæstvirt bæjar- ráð bregður blundi, vonandi um sama leyti og ríkisstjóm vor. Spár segja að hún mxmi rísa úr dvala í september. AM treystir því að kratai-áðherrarn (Framhald á blaðsíðu 7). ABERNSKUSLÓÐUM í birtu vors nefnir St. G. þessa vísu: Lít ég vanginn ljósi skyggða, ljúf er angan, slóðir kunnar. Einn á gangi ofar byggða, er í fangi náttúrunnar. St. G. á einnig næstu stöku og heitir hún: í gestabók. Oft við kæran endurfund, og ástúð vina sanna, er sem hugur bregði blund, í bjarma minninganna. Næsta vísa er eftir J. S. ort á páskadag á liðnum vetrL J. S. lætur þennan foi-mála fylgja. Hann var kaldur páska dagur og fór ég út í kuldann klæddur margvíslegum föður landsbrókum, en var sái-kalt fyrir því. Mæti ég þá æði læra léttklæddri ungmey hreint ekki kuldalegri og varð þá þessi vísa til. Ég þurrkaði af mér tregatárin, og tautaði í huga mér. „Svona er að hafa æskuárin, öll að baki sér.‘ S. D. yrkir svo til Bakkusar Bjórdal. I Eitt er merki ólundar j aldrei góðu sinna, en ævinlega og allsstaðar að öllu nokkuð finna. Fyrir alllöngu skaut Sigfús Axfjörð eftirfarandi stöku að AM. Lágt er risið ljóst er það, leiðir flest til baga. Hvað er það sem amar að, AM(en) þessa daga? Og AM reynir að svara Sig- fúsi. Þröng er bagan, það ég finn, þinn er tregur óður. Með vorskúr skal ég vökva þinn, veika andans gróður. Við Ijúkum svo þættinum í dag með þessari voi-vísu eftir Þ. Þ. Þegar víkur freri og fönn fugla heyrist söngiu-. Græðir hugann gleði sönn, greiðist hagur þröngur. I Sælir að sinni lesendur. ;1

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.