Alþýðumaðurinn - 17.08.1967, Page 7
- Heyrt, spurt...
(Framhald af blaðsíðu 4).
er í heinisókn í dag, ja, því er
nú andskotans ver að íslending
ar eiga ekkert kóngafólk, þá
þyrlaðist ekki framan í mann
liversdags rykstybba á degi
hverjum jafnt við dyr KEA og
Landsbanka“ Svo var hann rok
inn, en ég stóð eftir þenkjandi
á gljáfægðu KEA-torgi og sjá
það varð Ijós. Kóngsmaður
sagði hann, já, og KEA og
Landsbanki og ég fann lausnina
næstu ár hvað fegurð og hrein-
leika Akureyrar snertir í náinni
framtíð. Jú, lausn mín var
þessi: VÉR AKUREYRINGAR
KJÓSUM JAKOB OG SÓL-
NES fyrir kóngsmenn og hyll-
um Jakob á KEA-torgi þennan
sunnudag en Sólnes við Lands-
bankann aftur hinn og svo koll
af kolli og vitaskuld getum við
um leið blessað liandleiðslu fyrr
nefndra manna á Esso og Sana.
P. S. Mér er alvara og í ennþá
meiri alvöru skal tekið fram að
ég fagnaði komu Haralds Ólafs
sonar frá Noregi, því að hann
hafði vissulega góð áhrif á feg-
urðarskyn akureyrskra bæjar-
yfirvalda. Snobbmennska er
ágæt ef hún virkar svona já-
kvætt. Þannig endaði ALÞÝÐU
MAÐURINN Á AKUREYRI til
skrif sitt.
XSKRIFAR. Nú er farið að
halla á seinni hluta sumars
ins og ekkert bólar á malbik-
unarframkvæmdum í bænum.
Mér finnst sem mörgum öðrum
íbúum þessara bæjar að það
gangi grátlega hægt að breyta
götum bæjarins úr hálfgerðum
öræfaslóðum í viðunandi götur.
Ég vil mælast til þess að hátt-
virt bæjarstjóm og verkfræðing
ar hennar yrðu kostaðir af okk-
ur bæjarbúum í reisu til Þórs-
liafnar í Færeyjum, en Þórs-
höfn er svipuð að stærð og Ak-
uréyri og erindi hinnar virðu-
legu sendinefndar okkar væri
að telja malargöturnar í Þórs-
höfn. Það er ákaflega létt verk.
Þeir hljóta að hafa tölur yfir
malargöturnar í höfuðstað Norð
urlands. Ég vona að þeir komi
heim með svolítinn kinnroða úr
reisunni.
BORGARI kom að máli við
blaðið og kvað að til lítils
væri fyrir íbúa bæjarins að
mála hús sín eða snyrta lóðir
sínar, þar sem bæjaryfirvöldin
legðust á móti fegrun bæjarins.
Ætti hann við sjóausturinn á
götur bæjarins, því að saltið
væri á góðum vegi með að
drepa allan trjágróður við um-
ferðargötur í bænum og nefndi
hann garð sinn því til sönnunar,
og sagði hann að tré sem stæðu
næst götu væru orðin illa út-
lítandi og sum nakin og teldi
liann það óhikað saltaustrinum
á göturnar að kenna. Rykmett-
að saltið á götum bæjarins sem
smýgur um allt og allt ætlar að
kæfa og aldrei hefir verið
meira, er að verða ein mesta
plága þessa bæjar og hann spyr
hvað ætlar bæjarstjóm Akur-
eyrar lengi að láta við svo búið
standa. Við sem einu sinni gát
um verið stoltir af bænum okk-
ar hreinum og með fallegum
gróðri, verðiun að horfa upp á
að allt verði skítugt af ryki og
jafnvel eyðileggist af salti með
sí aukinni umferð um götur
bæjarins en algjörri fornaldar
gatnagerð. Hann spyr einnig:
Hvers vegna er ekki notað vatn
á göturnar? Eða gerir það
kannski ekkert til þótt fegurð
gróðurs sé misþyrmt og borg-
urum bæjarins 'er vilja að,' bær-
inn sé fagur refsað fyrir þá við-
leitni.
AM tekur undir þessi um-
mæli borgarans og vill einnig
benda á að saltið er einnig skað
valdur allra þeirra ökutækja er
leggja leið sína um höfuðstað
Norðurlands.
Skipaður borgarfógeti
í Reykjavík
ORSETI ÍSLANDS hefur
hinn 9. þ. m., samkvæmt til
lögu dómsmálaráðherra, veitt
Sigurði M. Helgasyni, aðalfull-
trúa, Akureyri, embætti borgar
fógeta við borgarfógetaembætt-
ið í Reykjavík, frá 1. október
n. k. að telja, en um embættið
sóttu auk hans Gísli Símonar-
son, Sigurður Sveinsson og Þór
hallur Einarsson, fulltrúar yfir-
borgarfógeta.
(Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið, 11. ágúst 1967.)
- KREPPUÁSTAND
(Framhald af blaðsíðu 8).
minni en að undanfömu. Sömu
sögu er að segja úr Axarfirði,
t. d. á hinum svokölluðu Sands
bæjum er kal gífurlegt. Veit ég
að bændur þar hafa keypt hey
frá Akureyri úr Gróðrarstöð-
inni og er það eina heyið, sem
komið er í hlöður þar.
Eins og kunnugt er, hafa bát-
ar frá Eyjafirði og Húsavík
mokfiskað í nót hér austurfrá
síðustu daga.
Sængurveradamask
hvítt og mislitt
STÓT og
styrkt LÉREFT í lök
Verzlun Ragnheiðar
0. Björnsson
Járn- og glervörudeild
I i
| Af alhug þakka ég stjúpbörnum minum, systkinum, a
| frœndum, vinum, félagasamtökum og stofnunum, sem *
ý heiðruðu mig og glödclu á margvislegan og ógleyman- ®
í legan hátt á sjötíu ára afmcelisdegi minum þann 3. f
£ júli sl. — Ég bið ykkur öllum blessunar Guðs. f
I f
| JÓN JÚL. ÞORSTEINSSON. |
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar,
sonar og bróður,
LENHARÐS HELGASONAR.
Helga Maggý Magnúsdóttir og böm.
Helgi Tryggvason og systkini hins látna.
ÚRVALSRÉTTIR
á virkum dögum
og hátiöum
A matseðli vikunnar:
STEIKT LIFUR
BÆJARABJÚGU
KINDAKJÖT
KAUTASMÁSTEIK
LIFRARKÆFA
Á hverri dós er tillaga
um jramreiðslu
. KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ.
Vélskóladeildin á Ákureyri
(Framhald af blaðsíðu 1-).
mjög svo hagkvæmu menntun-
ar, sem skólinn veitir, og ekki
hvað sízt nú tel ég þessa mennt
un nauðsynlega, þar sem vél-
væðingin hefur aukizt svo
mjög, bæði hvað viðkemur sjáv
arútvegi, landbúnaði og iðnaði,
og hlýtur það því að liggja í
augum uppi, að kynni af vélum,
byggingu þeirra, meðferð,
gæzlu og möguleikum í sam-
bandi við notkun þeirra, verður
æ snarari þáttur í daglegum
störfum hvers og eins, hverju
sem hann hefur framfæri sitt
af.
En það er ekki einvörðungu
mótorvélin sem kemur hér til,
heldur eru einnig kennd undir-
stöðuatriði hvað viðkemur smíð
um, rafmagni, fjarskiptafræði,
eðlisfræði og hvað við kemur
kæli- og frystikerfum. Ég vildi
aðeins benda á þetta, því ég er
ekki viss um að menn geri sér
þetta ljóst almennt og einnig
það, að hafi menn fullnægt sín-
um námsþroska hvað þessu við
kemur eftir þá fimm mánuði,
sem fyrsta deildin (námskeið-
ið) stendur yfir, þá geta þeir
þar með látið náminu lokið, en
að sjálfsögðu stendur skólinn
þeim opinn til frekara náms.
Hver eru inntökuskilyrði í
skólann?
Inntökuskilyrði í skólann eru
þau, að umsækjandi hafi lokið
tilskyldu barnaskólanámi, sé
fullra 17 ára, kunni sund, og
sýni heilbrigðisvottorð.
Mér er sönn ánægja að því,
að veita allar upplýsingar hvað
viðkemur námi og öðru viðvíkj
andi Vélskóla íslands.
Umsóknaffrestur »er útrunn-
inn.
Umsóknarfresturinn er að
vísu útrunninn, en ef menn
yndu bráðan bug að því að láta
skrá sig, þá er ekki alveg öll
nótt úti enn.
AM þakkar Bimi svörin og
væntir þess að margar umsókn-
ir berist um Vélskóladeild á
Akureyri næstu daga. s. j.
NEFNDAKJÖR
NÝLEGA var kjörið í bygg-
ingamefnd og hafnamefnd
Akureyrar. Byggingamefnd er
þannig skipuð: Haukur Haralds
son, Gunnar Óskarsson, Árni
Jónsson, Haukur Ámason, Stef
án Reykjalín og Bjarni Einars-
son bæjarstjóri, sem er formað-
ur nefndarinnar.
Hafnarnefnd: Stefán Þórarins
son, Tryggvi Helgason, Árni
Jónsson, Stefán Reykjalín og
Zophonías Árnason.
- Ekki fensið svar
o
(Framhald af blaðsíðu 5).
ir rísi þá a. m. k. úr dvala og
hyggi að hvað gjaldeyrisvara-
sjóður vor sé gildvaxinn. Þetta
virðist kannski útúrdúr fi’á við
talinu. Þá skal viðurkermast að
það er sök undirritaðs en ekki
Ármanns. s. j.
- H-DAGURINN
(Framhald af blaðsíðu 8).
vegum og götum um land allt
áður en kl. slær 6 að morgni
hins 26. maí.
Hafnar eru nú þegar breyt-
ingar á umferðarmerkjum og
eru ökumenn og aðrir vegfar-
endur beðnir að hafa það x
huga. Þá segja sunnanblöð að
búið sé að semja við Strætis-
vagna Akureyrar um gx'eiðslur
vegna breytinga á vagnakosti
, ,héi\ Úr því sem komið er þýðit
eigi að deila um nauðsyn á
hægri handar akstri á íslandi,
heldur hljóta allir að vera
ákveðnir í því að stuðla að því
að H-dagurinn verði án umferð
arslysa um láhd allt.
Steypu*
styrktarjárn
I I rii I lii I
mm
slippstodin
H.F.
PÓSTHÓLF 246 . SfMI (96)21300 . AKUREYRI
7