Alþýðumaðurinn - 17.08.1967, Síða 8
Eru stundaðar ólöglegar veiðar
á Eyjafirði og Þistilfirði?
/WANALEGA mikill ýsuafli
" var í Eyjafirði nú fyrir
stuttu og fregnir berast um
óvenju mikinn þorskafla í Þistil
firði. Almannarómur segir óhik
að, að liér sé stunduð rányrkja
algerlega ólögleg lögum sam-
kvæmt. Notaðar séu til veið-
anna gamlar síldarnætur, sem
leyfðar væru að vísu við ufsa-
veiðar, en algerlega bannaðar á
þorsk og ýsu. Samkvæmt lög-
um verða þorsk- og ýsunætur
að vera að möskvHstærð 110—
120 mm., en þessar síldarnætur
munu vera með helmingi minni
möskvastærð, og er altalað að
bátarnir hafi fengið allt niður
í smáseiði í nótina. Ef þetta er
sannleikanum samkvæmt finnst
Örslif í getraun AM um úrslit
alþingiskosninga 1967
\1INNINGA fyrir réttustu
" tölu hjá hverjum lista
hlutu: Ingólfur Jónsson Hóla
vegi 1, Dalvík, fyrir 1360
atkv. hjó A-lista. Jón G.
Grétarsson Aðalstræti 18,
Akureyri, fyrir 4520 atkv.
hjá B-lista. Magnús Aðal-
hjörnsson Byggðavegi 95,
Akureyri og Unnur G. Jó-
hannsdóttir Laxagötu 3, Ak-
eyri, fyrir 2999 atkv. hjá D-
Iista og Vignir Jónasson
Grenivöllum 12, Akureyri,
fyrir 1568 atkv. hjá G-lista.
Fyrir réttustu tölur hjá
öllum listum hlaut vinning
Ilulda Stefánsdóttir Kletta-
horg 3, Akureyri, með 1362
atkv. hjá A-lista, 4537 atkv.
hjá B-Iista, 2990 atkv. hjá
D-Iista og 1570 atkv. hjá G-
lista.
Vinninga skal vitja hjá
Kolbeini Helgasyni í Kaup-
félagi Verkamanna.
Frímann Guðmundsson
deildarstjóri fimmtugur
TjANN 24. ágúst n. k. á Frí-
mann Guðmundsson deild-
arstjóri í Járn- og glervöru-
deild KEA fimmtugsafmæli.
Hann er fæddur að Vestara-
Landi í Axarfirði og ólst þar
upp hjá móður sinni. Hann
Frímann Guðmundsson.
stundaði nám við Alþýðuskól-
ann á Laugarvatni og við Sam-
vinnuskólann. Fyrsta septem-
ber árið 1939 réðst hann starfs-
maður til KEA og hefur starfað
þar síðan, fyrst í Nýlenduvöru-
deild, síðan' forstöðumaður
Alaska og árið 1957 varð hann
deildarstjóri í Járn- og gler-
vörudeild KEA.
Frímann kvæntist 11. maí
1940 Soffíu Guðmundsdóttur
frá Sýðsta-Mói í Skagafirði og
eiga þau hjón 5 börn, 4 syni og
eina dóttur. Frímann mun
dvelja á afmælisdegi sínum á
Mallorka á Hótel Plava de
Palma, en þar nýtur hann nú
. sumarleyfis síns.
AM úrnar Frímanni heilla í
tilefni afmælisins og vill undir-
ritaður þakka honum kynnin
síðan hann tók við auglýsinga-
söfnun fyrir AM. Frímann hef-
ur aldrei dregið á svari hvort
sem svarið hefur verið já eða
nei og það er ómetanlegt manni
sem er í tímahraki og því hefur
nei Frímanns aldrei sært til
þessa, og fáir verið dásamlegri.
AM vonar að Frímann uni glað
ur á afmælisdegi sínum undir
suðrænni sól. AM skal trúa les-
endum sínum fyrir því að Frí-
mann hefur heitið undirrituð-
um viðtali, þá er hann kemur
heim frá Spániá. Lifðu svo lengi
enn heill og glaður Frímann, og
hafðu heila þökk fyrir kynnin.
s. j.
AM hér svo alvarlegt mál -á
ferðum, að eigi megi þegja yfir
slíku, og skorar hér með á
Eggert G. Þorsteinsson, sjávar-
útvegsmálaráðherra að hann
láti fara fram rannsókn í þessu
máli hið fyrsta. AM fullyrðir
að enn muni sjávarútvegur
verða aðalatvinnuvegur íslend
inga um langan aldur,þrátt fyr-
ir tilkomu „áls“ og „gúrs“ og
því hljóti og verði þjóðin að líta
það alvarlegum augum ef rán-
yrkja á sér stað á uppeldis-
stöðvum aðal nytjafiskja okkar.
AM skorar sérstaklega á sjó-
ínenn að hindra áframhaldandi
rányrkju, hvort sem er á ýsu
eða þorski úti fyrir Norðurlandi
eða á síld á miðum sunnanlands.
sCSXv:
=s
Bílveltur á Akureyri
og á Múlavegi
ASUNNUDAGINN valt
Skodabifreið frá Dalvík í
sjó fram sunnan Samkomuhúss
ins á Akureyri. Valt hún niður
hálfs annars metra bakka og
hafnaði hún á hliðinni í sjón-
um. Farþegar sluppu ómeiddir.
Þá valt Moskvitsbifreið frá
Olafsfirði á Múlavegi skammt
norðan Sauðaness aðfaranótt
sunnudags. Valt bíllinn fram af
nær 3ja metra háum vegkanti
niður í grýtta móa. Þrennt var
í bifreiðinni og slapp fólkið með
lítil meiðsli, en bíllinn er talinn
gjörónýtur.
ALÞYÐUmAÐURINN
XXXVH. árg. — Akureyri, finuntudaginn 17. ágúst 1967 — 23. tbl.
Einsöngur í Akureyrarkirkju
T KVÖLD, fimmtudaginn 17. AM hvetur lesendur sína til
A úgúst, klukkan 9 e. h. gefst þess að hlýða á hinn unga
Akureyringum kostur á að söngvara og þakka honum með
hlýða á ungan íslenzkan tenór- því á viðeigandi hátt fyrir kom
söngvara, Hrein Líndal, halda Una norður.
kirkjutónleika í Akureyrar-
kirkju.
Hreinn hefur stundað söng-
nám á ítalíu síðan árið 1960 og
lauk liann prófi frá Santa
Sicilía tónlistarháskólanum í
Róm árið 1964. Kennarar hans
þar voru Giuseppi Morelli !
hljómsveitarstjóri og Mario !-
Borrielle frægur baritonsöngv-
ari er hefur sungið við hina
frægu Scalaóperu í 15 ár. Áður
en Hreinn Líndal lióf söngnám
á ítalíu hafði hann verið tvö og
hálft ár við nám hjá Maríu
Markan söngkonu.
Þetta eru aðrir opinberu tón-
leikarnir er Hreinn heldur liér
á landi ,en í vetur hafði hann
tónlcika í Kristskirkju á Landa
koti. Á föstudagskvöld heldur
listamaðurinn tónleika í Húsa-
víkurkirkju. Hreinn Líndal.
■<\VV
Kreppuástand á Raufarliöfn
S
Raufarliöfn 14. ágúst. — G.Þ.Á.
ÞAÐ koma fáar góðar fréttir
frá Raufarhöfn núna og er
ekki ofmælt að kreppuástand
ríki í öllu atvinnu og fram-
kvæmdalífi í þorpinu og veld-
ur því að að síldin hefur brugð-
izt okkur það sem af er sumri.
í bræðslu hafa borizt aðeins
rúm 19000 tonn, en engin
branda á plönin sem öllum mun
kunnugt um.
Segja má, að hér sé atvinnu-
leysi. Einkum skortir marga
unglinga tilfinnanlega vinnu. —
Menn stunda hér handfæri og
hefur verið reytingsafli að und
anförnu og gæftir allgóðar síð-
ustu daga. Unnið hefur verið
við félagsheimilið og má segja,
að byggingunni sé senn lokið.
Byrjað var aðeins á einu nýju
íbúðarhúsi hér í sumar, en
unnið er við ein fjögur, sem
byrjað var á í fyrra.
Ekki er ástandið glæsilegra í
sveitum hér í kring. Er hey-
skapur stutt á veg kominn,
veldur því grasleysi, geysilegt
kal og ótíð. Fyrstu sæmilegu
þurrkarnir voru núna um helg-
ina og náðu bændur hér í
grenndinni ednhyerju upp. Ekki
munu það vera neinar ýkjur, að
heyfengur mun verða um 60%
(Framhald á blaðsíðu 7).
A\v
N
H-DAGURINN AKVEÐINN
ÞANN 26. MAÍ NÆSTKOMANDI
H-DAGUR, hvað er það? Jú,
það er dagurinn, þá er hin
umdeildu lög um hægri umferð
ganga í gildi á íslandi. Dóms-
málaráðuneytið hefur nú að til
lögu framkvæmdanefndar
hægri umferðar ákveðið að
breytt skuli í hægri umferð kl.
6 að morgni hins 26. maí n. k.
Ákvörðunin um hinn örlagaríka
dag var tekin samkvæmt upp-
lýsingum frá Valgarði Briem að
vel athuguðu máli. Skólar
verða þá yfirleitt búnir, en ráð-
gert er að kennarar og eldri
nemendur í framháldsskólum
aðstoði við breytinguna. Ákveð
ið mun vera að 10 mínútna um-
ferðarstöðvun verði á öllum
(Framhald á blaðsíðu 7).