Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.11.1967, Page 1

Alþýðumaðurinn - 16.11.1967, Page 1
Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Súni 12820 annast ferðalagið Sími 1-29-50 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROM YNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 ALÞYÐUMAÐURINN XXXVII. árg. — Akureyri, íinimtudaginn 10. nóv. 1967 — 32. tbl. AM liarmar úrslit DIMMIR SKUGGAR YFIR ATVINNULIFI A AKUREYRI BEÐID UM RlKISAÐSTOD VEGNA ERFIÐLEIKA SlS VERKSMIDJANNA 1 NÆST SÍÐASTA bæjar- stjómarfundi var eftirfar- andi tillaga .frá atvinnumála- nefnd Akureyrar samþykkt sam hljóða: „Vegna þeirra erfiðleika, sem nú steðja að rekstri verksmiðja SÍS á Akureyri og með hliðsjón af liinni miklu þýðingu, sem verksmiðjurnar hafa fyrir at- vinnulíf bæjarins leggur at- vinnumálanefnd Akureyrar til við hæstvirta ríkisstjórn og lána stofnanir, að allt verði gert, sem nauðsynlegt og tiltækilegt er til þess að tryggja áframhaldandi rekstur verksmiðjanna. Kemur þar til greina m. a.: 1. Uppbætur á útfluttar ullar- og skinnavörur á svipaðan liátt og er með ýmsar aðrar greinar útflutningsframleiðslunnar. 2. Sérstök fyrirgreiðsla lána- sjóða og annarra lánastofnana vegna rekstrar eða hagræðing- ar. Viðræðumar án samkomulags Yerkalýðsfélögin boða vinnustöðvun 1. des. VIÐRÆÐUM 12 manna nefndar ASÍ og BSRB við ríkisstjórnina um efnahagsaðgerðir lauk því miður án samkomulags, og hafn- aði nefndin þeim breytingum er ríkisstjórnin tjáði sig fúsa að gera á efnahagsfrumvarpi sínu. Engu að síður voru viðræðurnar gagnlegar, og í fréttatilkynningu um þær er látið í það skína, að frekari viðræður skulu fara fram um þau mál er til umræðu voru. AM birtir hér á eftir opinbera fréttatilkynningu um viðræðurnar, er birt var fyrir síðustu lielgi. Einnig er vikið að þehn í leiðara blaðsins í dag. =>000^ EINN SOTTI UM GRUNDARÞING AÐEINS einn prestur sótti um Grundarþingaprestakall, séra Bjartmar Kristjánsson prestur að Mælifelli í Skaga- firði, en séra Bjartmar er sem kunnugt er bróðir séra Benja- míns Kristjánssonar er lét af prestsskap í Grundanþingi í haust. Tillögur 12 manna nefndarinnar „Að boði ríkisstjómarinnar hófust viðræður við 12 manna sameiginlega nefnd frá Alþýðu sambandi íslands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja hinn 24. oktöber sl. Á þeim fundi varð samkomulag um að laun- þegasamtökin skipuðu tvær starfsnefndir til að kynna sér umfang og eðli vandamálanna. Þegar nefndirnar höfðu lokið störfum, var haldinn annar fundur 12 manna nefndarinnar og fulltrúa ríkisstjómarinnar. Lagði 12 manna nefndin þá fram svohljóðandi svör: 1. Það er ófrávíkjanlegt af nefndarinnar hálfu, að vísitala á laun haldist óslitið. 2. Nefndin taldi, að auka mætti verulega tekjur ríkis- sjóðs með auknu skattaeftirliti og betri skattheimtu. 3. Þá taldi nefndin unnt að spara verulegar upphæðir á gjaldabálki fjárlaga. 4. Það var krafa nefndarinn- ar, að verðlagsákvæði yrðu gerð víðtækari og verðlagseftir lit bætt. 5. Þá lagði nefndin álierzlu á, að innlend framleiðsla yrði efld, til þess að auka atvinnu og vinnutekjur og þar með tekjur ríkissjóðs og til þess að halda jafnvægi í þjóðarbúskapnum út á við. í þessu skyni skyldi tak- markaður innflutningur á þeim (Framhald á blaðsíðu 5). Verksmiðjur SÍS eru einn stærsti vinnuveitandi á Akur- eyri með 500—600 manna starfs Iið. Væri það bæjarfélaginu óbærilegt áfall, ef dregið væri úr rekstri þeirra, eða þær lagð- ar niður. Mundi þá erfitt að framkvæma opinbera byggða- stefnu, sem byggist á vaxandi þýðingu Akureyrar.“ TUNNUVERKSMIÐJAN VERÐI STARFRÆKT ÁFRAM Á sama fundi samþykkti bæj arstjórnin einnig samhljóða þessa tillögu atvinnumálanefnd ar: „Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarstjórn, að skora á Síld arútvegsnefnd að starfrækja í vetur tunnuverksmiðjuna á Ak ureyri á líkan liátt og sl. vetur. Atvinnumálanefnd leggur mikla áherzlu á þessa áskorun, þar sem rekstur tunnuverk- smiðjunnar hefur verið fastur liður í atvinnulífi bæjarins und anfarin ár, og þeir starfsmenn, sem þar hafa unnið munu flest- ir gera ráð fyrir vinnu í verk- smiðjunni 3—4 mánuði nú eftir áramótin.“ (Framhald á blaðsíðu 5). =S Enginn a!!i atvinnulíf Dalvík 14. nóv. T. J. GÆFTIR hafa verið mjög stirðar að undanförnu, en þótt bátar hafi komizt á sjó, hef ur afli verið sama og enginn — er því vægast sagt dauft yfir at- vinnulífi á Dalvík um þessar mundir og eftir horfum nú er allt útlit fyrir að atvinnuleysi ríki hér í vetur. Unnið er að pæklun þeirrar síldar er söltuð var 'hér í haust, og enn er ófar- in. í dag var allmikil snjókoma framyfir hádegi, og mun vera orðið þungfært fyrir fólksbíla innfyrir Hámundarstaðaháls. s KRISTNESHÆLI40 ARA Þann 1. nóv. sl. varð Krist- neshæli fertugt, og sama dag var afmælisins minnzt í Kristneshæli. í Degi skrifaði Jórunn Ól- afsdóttir frá Sörlastöðum merka grein, er greinir frá yfirlitssögu þessa heilsuhælis Norðlendinga. Dagur, undir ritstjóm Jónasar Þorbergssonar, var skær kyndill i baráttunni fyrir þessu þarfa máli. — AM árnar Kristneshæli hamingju og heilla á þessum tímamótum, þakkar öllum þeim vormönnum, er hafa lagt lið- veizlu sína fram í baráttunni við hinn „hvíta dauða“. Og í tilefni afmælisins sendir AM árnaðaróskir læknum, hjúkrunarliði, vist- mönnum og síðast en ekki sízt Eiríki G. Brynjólfssjmi ráðsmanni1 Kristneshælis, en hann hefur gengt því starfi frá upphafi. Ljós- myndin er fylgir þessari stuttu árnaðarósk AM er tekin af Jórunnj Ólafsdóttur formanni Sjálfsvamar í Kristneshæli, en Sjálfsvöm færði Kristneshæli að gjöf fagran ræðustól í afmælishófinu, en gjöf Berklavarnar á Akureyri var vandaður grammófónn. VARNARBARATTA ALÞÝÐUSTÉTTANNA Allslierj arverkf all 1. desember? Á RÁÐSTEFNU ASÍ er haldin var um síðustu helgi, var samþykkt ályktun þar sem eindregið er mælt með því við sambandsfélögin, að þau boði til verkfalls með nægileg- um fyrirvara fyrir 1. des. n. k. í tilefni þessa örlaga ríku ákvörðunar hafði A1 þýðublaðið í Reykjavík samband við Jón Sigurðs son formann Sjómanna- sambands íslands. Hann segir: „Verkalýðshreyf- ingin er ekki að fara fram á kauphækkun eða kjara bætur, heldur berst liún fyrir því að halda sömu launum og hún liefur haft. ÞETTA ER EKKI BARÁTTA FYRIR BÆTTUM K J Ö R U M, IIELDUR VARNAR- BARÁTT A.“ Núverandi ritstjóri AM gerir þessi orð Jóns Sig- urðssonar að sínum, og vill jafnframt vekja at- hygli á að allir jafnaðarmenn í forystusveit verkalýðshreyf- ingarmnar eru á sama máli og Jón, og í þeirri liðsveit er gott að vera. Það eru engin svik við jafnaðarstefnu á ís- lenzkri grund, vill AM fullyrða. Jón Sigurðsson. LEIÐARINN: GAGNLEG ATHUGUN Afmælisrabb við Sigurð Eiríksson, sjá bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.