Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.03.1969, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 21.03.1969, Blaðsíða 7
Nýjungar 1 vinnslii sjávaraflans löndum keppinauta okkar. Út- flutningsgjald var nýlega hækk að hér og nemur nú sem næst 4.4% í stað 1.4% fyrir gengis- fellingu. Allt þetta getur riðið baggamuninn um það, hvort hægt verður að halda áfram niðursuðunni eða ekki. — Þótt ekki sé hér um stórar upphæð- ir að ræða, munar um minna, þegar gjaldeyi'í vantar í þjóðar búið. Auk þess er búið að leggja mikla vinnu í að vinna svo stór an hluta af brezka markaðin- um. Það gæti orðið okkur dýrt að missa hann einmitt nú og vei'ða að hætta. Eitt er víst, að það tæki lengri tíma að koma þessari vinnslu í gang að nýju einhvren tíma síðar. í niðursuðuna má auk þorsk- hrognanna nota ufsa-, löngu-, ýsu- og keiluhrogn, sem fram að þessu hafa lítið sem ekkert verið nytjuð. Væri hægt að tryggja okkur öruggan markað fyrir niður- soðnu hrognin á brezka mark- aðnum, yrði hægara um vik að finna aðra markaði og smábæta þannig við sölurnar. Þorskhrognakavíar er fram- leiddur, eins og ég sagði áðan, úr sykursöltuðum hrognum. Þar er um að ræða framleiðslu, sem er nokkuð vandasöm og oft ÞRIÐJI HLUTI staðbundin. Með því á ég við að hvert markaðssvæði kaupir aðallega kavíar með vissu bragði. Auk þess er þessi kaví- ar ekki soðinn, heldui' settur hrár í túpurnar með rotvarnar- efnum. Vöruna verður því að geyma í kæli. Þetta takmarkar mjög dreifingarmöguleikana. Hins vegar hefur verið rætt um það, hvort ekki mundi vera hægt að nota hrognin, einkum þau beztu, í barnamat. Það hef- ur aðeins verið framleitt lítið af barnamat úr fiski, og þá helzt úr túnfiski. Ástæðan er sú, að ekki kemur til greina að framleiða slíka fæðu úr vöru, sem í gætu verið bein. Hrognin eru því að sumra dómi tilvalin í þessa fram- leiðslu. Unnið er nú að því að kanna þessa möguleika, en allt of snemmt er að spá um úrslit- in. Reyndist það nú svo, að hægt væri að nota hrognin í barnamat, væri þar sennilega fundinn góður markaður fyrir megin hluta framleiðslu okkar af beztu hrognunum. Hins veg- ar verður þá um leið að minn- ast þess, að framleiðendur slíkr ar fæðu gera mjög strangar kröfur um allt hreinlæti og meðferð hráefnis, svo ekki sé minnst á gæðin. Þau mega ekki undir neinum kringumstæðum vera léleg eða vafasöm. Ég er þeirrar skoðunar, að ef hrognin væru nýtt sem barna- matur, mundi fást fyrir þau 'hærra verð, en nú fæst fyrir útflutt hrogn okkar, hvort sem þau yrðu seld fryst til vinnslu erlendis, eða soðin hérna heima. Þetta eru aðeins hugmyndir, sem ræddar hafa verið og ber að taka þær sem slíkar, meðan ekki liggja fyrir nánari upplýs- ingar. LIFUR. Prufur hafa verið gerðai' með niðursoðna þorsklifur. Hún er framleidd aðallega með tvenns konar bragði, þ. e. reykt eða aðeins með salti í til bragð- bætis. Framleiðsla þessi hefur ekki komið nægilega vel af stað og mun ýmsu um að kenna. Aðrar þjóðir framleiða tals- vert magn af niðursoðinni lifur svo sem Norðmenn, Danir og Rússar. Miðað við að bræða lifrina, eins og nú er gert, er um að ræða talsverða verðmætasköp- un. Einnig má bræða lifrina og vinna úr henni lýsið. Það sem þá verður eftir, þ. e. lifrarfót- urinn, er síðan notaður ásamt öðru í lifrarkæfu. — Rannsókn arstofnun sjávarútvegsins, eða öllu fremur fyrirrennari hennar Atvinnudeild Háskólans, vann að tilraunum með gerð kæfunn ar og reyndist hún í alla staði hin bezta. Þá hefur sama stofnun einnig framleitt mjög bragðgóða kæfu úr hrognum og lifur. Þessi kæfa hefur þá ágætu eiginleika, að hægt er að krydda hana á næst um óteljandi vegu, allt eftir smekk hvers og eins. Send hafa verið út nokkur sýnishorn, en flestum fannst hún of feit. Það er þó atriði, sem auðvelt ætti að vera að lagfæra. — Þá kom og fram sá galli, að eftir að búið var að opna dósirnar, varð helzt að ljúka úr þeim, annars mynd- aðist brún skán á kæfunni. Þetta mætti lagfæra með því að sjóða kæfuna í túbum með skrúfuðu loki. «mmiHimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii!iiiiitiiimiimiiiMiiiimmimiiMiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii‘ | - TIL UMHUGSUNAR | (Framhald af blaðsíðu 4). i 1 við strjálbýlið. Þeir hafa uppi rök eins og þessi: Við 1 i höfum að vísu ýmsa þjónustu frain yfir strjálbýlisbú- i | ana, en við greiðum hana okkar verði með yfirleitt | Í mun lværri sköttum og skyldum. Eigum við nú líka i \ að taka á okkur auknar kvaðir fyrir þá sem búa í = Í strjálbýli og njóta af því ýmissa kosta, sem aldrei eru i Í verðlagðir neitt á móti þéttbýliskostunum? Hér þurfa l i báðir aðilar ugglaust að endurskoða viðhorf sín. Hér \ Í eins og víðar liggur sanngimin oft á milli tveggja and- i | stæðna. Við viljuin t. d. minna þá á, sem ógnar kostn- | Í aður ríkis við barnaskóla- og mið- og gagnfræðaskóla- I \ byggingar víða úti um land nú, að drjúgur hluti þeirr- i Í ar fræðslu, sem í strjálbýlinu er leyst af hendi, er í i Í reynd fyrir þéttbýlið unnið að óbreyttum flutningum \ Í fólks. Nýlega hlustuðum við á athugun oddvita eins á \ i Vestfjörðum, sem tekið hafði sig til og kannað búsetu i Í fæddra og uppalinna manna í byggðarlagi hans af ár- i Í göngum, sem nú eru 25—40 ára. Lét nærri, að 10 af \ \ hverjum 12 í árgangi voru horfnir byggðinni, og í \ Í langflestum tilfelhun til liöfuðborgarsvæðisins. Þessi \ I byggð, sveit og sjávarþorp, hafði þannig verið nánast i Í aðeins uppeldisstöð fyrir íbúa þéttbýlissvæðisins. Hafa i | stjórnvöld landsins fest nógu vel sjónar á þessu? «H ■IIíMIIIJIIIMIIIIIIIIIIII!IMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIHIIIIIIIIIIIIIIIHIMIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIMMIIMIMIMIIIMMI|I||||7 Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, rnóður, dóttur, syst- ur og mágkonu RÓSU KRISTÍNAR JÓHANNSDÓTTUR Ólafur Eyland, Erna María Eyland, Jóhann Gísli Eyland, Aðalbjörg Helgadóttir, Jóhann Jónsson, Jón Jóhannsson, Kristín Einarsdóttir. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför eiginmanns rníns SÆMUNDAR KRISTJÁNSSONAR frá Hjalteyri. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Þorgerður Konráðsdóttir. Sæmundur Kristjánsson frá Hjalteyri Fáein kveðjuorð. ÞANN 6. marz sl. andaðist að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur eyri Sæmundur Kristjánsson frá Hjalteyri, nær níræður að aldri. Með honum er genginn mætur maður, einn af kjörvið- um aldamótaæskunnar, þeirrar kynslóðar er vann hörðum höndum og sótti fram í hljóð- látri sókn til fullveldis og sjálf- stæðis þjóðarinnai'. „f svari hins seintekna bónda og sagnfáa verkamanns og sjómannsins svarakalda, býr saga þessa lands“. Svo kvað eitt af listaskáldum þjóðarinnar. Hver mun rengja að skáldið góða liafi hér sem oftar mælt sannleika fram í ljóðstöfum sínum. Sá er þessar línur ritar var því miður ekki persónulega kunnugur Sæmundi. Hitti hann aðeins þrisvar á lífsleiðinni og í eitt það skipti naut ég þess að hlýja mér um stund við góðan heimilisarinn hans og Þorgerð- ar konu hans út á Hjalteyri. Síð an þá hefur það löngum verið ásetningur minn og löngun, að festa á blað örlítið brotabrot úr lífssögu Sæmundar og þó eink- anlega eftir það að örlög réðu svo til að ég gerðist blaðamað- ur hjá málgagni norðlenzkra jafnaðarmanna. En ég varð of svifaseinn. Nú er þessi óhvikuli og þróttmikli jafnaðarmaður lagður úr vör yfir móðuna miklu. Sæmundur Kristjánsson fædd ist að Brattavöllum á Árskógs- strönd 6. júlí árið 1879, sonur hjónanna Kristjáns Hallgríms- sonar og Þóreyjar Jónsdóttur frá Pálmholti. Faðir hans drukknaði þá er Sæmundur var ungur og oft voru höfð vista- skipti á bernsku- og unglings- árum. Árið 1913 réðst hann í vinnumennsku til Konráðs Kon ráðssonar bónda og útgerðar- manns í Bragholti og var í vist hjá honum í 6 ár. Þá lá leið Sæmundar fyrst á sjóinn á hákarlaskip og þess á milli á færabáta, en aftur síðar á síld- arskip. Þann 19. desember árið 1909 kvæntist Sæmundur eftirlifandi konu sinni Þorgerði Konráðs- dóttur frá Bragholti og fluttust þau þá strax í nýbyggt hús er Sæmundur hafði byggt á Hjalt- eyri og síðar byggði hann sér þar annað stærra hús og veg- legra, en á Hjalteyri skráðu þau hjón starfssögu sína unz þau fluttu til Akureyrar árið 1965, þar sem þau dvöldu saman á Elliheimili Akureyrar, unz leið ir skildu í bili þann 6. marz sl. Þá er Kveldúlfur hóf starfsemi sína á Hjalteyri gerðist Sæ- mundui' starfsmaður félagsins og var það æ síðan. Þeim hjónum varð 6 barna auðið, en 2 dóu í frumbernsku, en fjórir synir þeirra eru mætir og gegnir borgarar, Konráð, bú settur í Hafnarfirði, og Tryggvi, Geir og Ægir búsettir hér á Akureyri. Fyrir hönd allra norðlenzkra jafnaðarmanna leyfi ég mér að senda Þorgerði Konráðsdóttur og sonum hennar heilar vinar- kveðjur. Sæmundur Kristjáns- son var einn af hinum raun- sönnu og traustu jfanaðarmönn um, er stóð sem klettur þótt stormsveipar skyllu yfir. Þlrið var aldrei hægt að villa honum áttir. Ég vona að jfanaðarstefn- an á íslandi eigi ávallt slíka kjörviði sem Sæmundur á Hjalt eyri var, þá mun henni vel vegna. Blessuð sé minning þín, Sæ- mundur. Sigurjón Jóliannsson. - Þórsslúlkur (Framhald af blaðsíðu 2). reksfjörð með 40—0, og var af mörgum talið vera eitt bezta kvennaliðið, sem hér hefur komið fram. Þórsstúlkurnar mættu mjög ákveðnar til leiks og náðu strax í upphafi forskoti, sem þær smájuku, og endaði leikurinn sem fyrr segir með 17:9 Þór í vil. Glæsilegur sigur hinna ungu stúlkna sem með geysilegum áhuga og ástundun við æfingar hafa nú uppskorið verðug laun fyrir allt erfiði sitt. Verður gaman að fylgjast með þessu unga Þórsliði í framtíð- inni, en þær verða allar í 2. fl. aftur næsta ár. Beztu stúlkurn- ar og þæi' sem stjórna öllu spili liðsins eru þær Aðalbjörg Ólafs dóttir og Friðný Jóhannesdótt- ir, mjög skemmtilegar og kapp- samar stúlkur. Annars er liðið mjqig jafnt og samstillt og hvergi veikur hlekkur. Þá skal þakka snæfellsku stúlkunum fyrir komuna til Akureyrar, en þær lentu í nokkrum erfiðleikum á heim- leið, þá er bíll þeirra valt á Oxnadalsheiði, en sem betur fór sluppu þær allar ómeiddar þótt töluverðar skemmdir yrðu á bílnum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.