Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.06.1969, Page 7

Alþýðumaðurinn - 23.06.1969, Page 7
- Heyrt, spurt... (Framhald af blaðsíðu 4). þökk fyrir — og sérstaklega vil ég færa því þökk fyrir þátt sinn um frelsishetjuna okkar góðu, Jón Sigurðsson, í ágætri fram- sögn Eiðs Guðnasonar. Hins veg ar varð ég fyrir vonbrigðum, live sjónleiknum Manni og konu var þröngur stakkur skor inn, þ. e. mikið niður fellt, og mætti sjónvarþið vel um bæta síðar. En þétta er útúrdúr. Dag- skrá þjóðhátíðar á Akureyri var ekki eins þjóðleg og dagskrá sjónvarpsins. Hvers vegna þurftu söngvarar danshljóm- sveita að kyrja á ensku daginn þann? Já, og mig langar til að bæta við. Var nauðsyn að fá skenimtikrafta úr Reykjavík, eflaust dýrselda? — og í lokin skal spyrja og hverfa til Sjó- mannacfagsins síðasta. Er það rétt að Jörundur Guðmunds- son, Akureyringur í æsku en nú Reykvíkingur, hafi uppskorið 10 þúsund kr. frá Sjómanna- dagsráði Akureyrar fyrir það að mæla fram vatnsmengaða brandara um stundarfjórðungs- skeið auk frírra ferða fram og til baka? Ef þeíta er rétt vil ég fullyrða að korters brandarar Jörundar hafi verið næsía of- borgaðir cg tel ég mig ekki ein- an um þá skoðun. SVO ER ÞAÐ SANA. Það var víst fyrir sumarmál að góður Akureyringur spurði eftir hverjir skipuðu stjórn Sana, fyrir liönd Akureyrar- bæjar og ríkis, því sem alkunna er, er Sana að mestu nú orðið þjóðnýtt fyrirtæki. AM minnist þess ekki að fréttatilkynning hafi borizt blaðinu um stjórn hins endurfædda fyrirtækis, en hefur hins vegar fregnað það af skotspónum að prokuruhafi ölgerðarinnar sé nú Ásmundur Jóhannsson fulltrúi bæjarfógeta Akureyrarkaupstaðar. OKURSALA Á AKUREYRI ÞANN 17. JÚNI. Eins og undanfarin ár, var útisala á Akureyri 17. júní og fylgdi þeirri aíhöfn sama okur- álagið, sem venja er liér á Akuii eyri. Sem dæmi má nefna að valashflaska kostaði kr. 15.00 en kostar í öllum búðum kr. 7.50 með fullri álagningu. Þarna er lireint og beint stolið af hverj- um kaupanda kr. 7.50. Eða með öðrum orðum að kaupandinn greiðir tvær flöskur af valash á kr. 15.00 sem er hámarksverð, en fær afhenta aðeins eina flösku. Verðlag á öðrum vörum á þessari frægu göíusölu mun Iiafa verið svipað og á valashn- um, að vísu kostuðu pylsur ekki nema kr. 20.00 en þær voru líkai kaldar og hráar. Sígarettur, sem hámarksálagning er á og hvergi á landinu má selja á hærra verði en kr. 39.50—44.00, voru þarna seldar á kr. 50.00. Mörg- um blöskraði verðlagið og full- yrtu margir að hvergi á landinu nema á Akureyri væri þjóð- hátíðardagurinn notaður til að okra á almenningi, og svo látast þau félög er fyrir þessari okur- sölu standa vera að vinna góð- verk með því að okra á fólki. Getur það verið, að svona fjár- 7dráttur blessist? Væri nú ekki nær að lofa kvöldsölunum að hafa opið þennan dag og selja með réttu verði, eða þolir okrið ekki samkeppnina. Annars var BSO opið fyrripart dagsins, en var lokað með lögregluvaldi þegar á daginn leið. Líklega hef ir verðið á vörunum þar verið of lágt. Þá mun hafa verið opin verzlun á bæjarklósettunum til kl. 02 og margur maðurinn mun hafa náð þar í vörur á réttu verði. Líka var opin verzlun í Umferðarmiðstöðinni. Nú langar okkur nokkra bæj- armenn sem liér erum saman konmir að fá upplýst hverjir standa fyrir þessu okurverðlagi og hverjir beri í raun og veru ábyrgð á því. Sumir okkar halda því fram, að það sé bæjar stjórnin sjálf sem þessu ræður, aðrir að það sé 17. júní-nefndin, en þarna álít ég að sé sami grautur í sönni skál, því bæjar- stjórn kýs nefndina. Og má þá með sanni segja, að það sé ekki í fyrsta sinn sem bæjarstjórn fer í gegnum sjálfa sig. Reyk- víkingar sem hér voru staddir segja að í Reykjavík þekkisi ekki svona fyrirkomulag, þar séu allar kvöklsölur og sölu- turnar opnar og selt á réttu verði, það er að segja á sama verði og aðra daga. Síðan er svo útisölu í tjöldum bætt við. Nú spyrjum við: Er ásetningur að ýta fólki svona smátt og smátt burtu héðan frá Akureyri vegna okurstarfsemi, og getur það ver ið, að forráðamenn bæjarins standi fyrir þessu ranglæti? Er ekki nóg að á okkur eru lögð hærri gjölcl en þekkist annars staðar? Við sem að þessu bréfi stöndum óskum eftir að nöfn okkar verði ekki látin uppi, af ótta við að útsvörin hækki þá á næsta ári, því þótt sumir okkar verði flúnir liéðan fyrir dýrtíð, þá verða vonandi einliverjir eft/ ir, en á þá bætast þá að sjálf- sögðu gjöld þeirra burtflúnu. Að lokum viljum við skora á alla sanngjarna Akureyringa að taka höndum saman og hrynda burtu okur-ósómanum úr bæn- um, og láta næsta 17. júní verða með sama sniði og venja er í Reykjavílc, þar eru allar búðir opnar, sem selja á almennu og venjulegu verði. Nokkrir Akureyringar. EIGI VELDUR SÁ, ER VARAR. Góði ritstjóri. Það er miður farið, að ábend- ing okkar varðandi gangbraut- ina við gatnamót Glerárgötu og Geislagötu skyldu fara svo í taugar umferðarnefndar og/eða lögreglu, að fyrsta framtakið eftir þjóðhátíðina var að mála 4 zebrastrik (að mínu áliti ASNASTRIK) utan akvegar þar, og svo ekki söguna meir! Þetta einstæða framtak (en önnur strik voru þá ekki mál- uð) verður að skilja sem svar við meinlausri ábendingu minni, byggðri á einróma áliti þeirra, sem fara þar yfir götu. í sumar má vænta mikillar umferðar bíla úr nær öllum bæj um og sveitum landsins. Hví vill ekki umferðarnefnd vinna að því, að þessir ferðamenn okk ar komist í gegnum bæinn al- lieilir af ákeyrslu á blindum gatnamótum? Aðkomufólk er vant stuttum gangbrautum, og því er ástæðulaust fyrir þá, sem vaka eiga yfir öryggi í umferð, að hrista hausinn yfir sanngjörn um ábendingum í máttvana stolti þess sjálfbirgingsskapar, sem nefndur hefur verið „VÉR EINIR VITUM“. Þessi viðbrögð gera bæjarbúum ekki eins mik- ið ógagn. Þeir sjá sjálfir, aÖ hættuminnst er að fara yfir götu, þar sem langt sézt til beggja átta. Bærinn okkar er fátækur og málning dýr. Því ætti ekki að eyða slíku efni í málningu asna strika utan akbrauta, heldur að eins þar, sem hún má að gagni verða og þjóna því hlutverki að draga úr slysahættu. Ég vona, að þú getir komið því til leiðar við samkrata þína í bæjarstjórn, að þeir neyti síns „vinstra“ sam starfs til að koma því fram, að umferðarnefnd verði launuð eins og flestar aðrar nefndir bæjarins, hvort svo sem laun hennar yrðu núðuð við funda- fjölda eða mæld eftir zebra- strikum (en lielzt ekki asna- strikum), og mætti þá ætla, að hún fengi fremur ástæðu til að taka þær ábendiugar venjulegra borgara til greina, sem fela eiga í sér aukið öryggi í umferöinni. Þakka þér birtinguna. J. Ó. P. HVAÐ HEFUR GERZT Á GEFJUN? Sú saga liefur grasserað um bæinn að undanförnu, að eigi sé þar alií með felldu. Stórfellt misferli hafi átt sér þar stað, m. a. þjófnaðir í stórum mæli, sem ýmsir starfsmenn fyrir- tækisins séu bendlaðir við. Þetta mál er svo alvarlegt, að óforsvaranlegt er með öllu að það sé þagað í hel af ráðendum verksmiðjunnar. Ef svo verður gert er verið að setja blett á alla starfsmenn fyrirtækisins, eins þeirra er telja ráðvendi og heiðarleik sinn aðal. Ég skora, og ég veit að ég mæli fyrir munn margra, að þegar í stað fari fram í þessu máli opinber réttarrannsókn og niðurstöður þeirrar rannsóknar verði gerð almenningi heyrunkunnar. MYNDI EKKI HAFA NÁÐ LANDSPRÓFI í STÆRÐ- FRÆÐI. Nú nýverið er ritstjóri íslend ings að bera það á krata, að þeir séu fjöllyndir — og tekur hann sem dæmi þá fullyrðingu að á þeim bæjarstjórnarfundi er kosnir voru forsetar bæjar- stjórnar, að þessir fjöllyndu kratar hafi ýmist hallað sér að Framsókn og annað veifið til Ingólfs Árnasonar, en stingur því hins vegar undir stól að skoðanabræður hans í bæjar- stjórn sýncli þá fjöllyndi að kjósa í fyrsta skipti Braga Sigur jónsson forseta bæjarstjórnar og hefði því Herbert líka átt að snúa geiri sínum til eigin flokka bræðra. En svo er það aftur annað mál, að ritstjóri íslendings-ísa- foldar, að honum verður líka það á að gata á þó mjög einföldu stærðfræðidæmi. Hann getur um þess í útreikingi sínum að „stóru flokkarnir“ hefðu einir haft möguleika á því að koma fulltrúum í 5 manna nefndir, úr því að Alþýðubandalagið var klofið. Þetta er alger misskiln- ingur, seln allir sjá að er vitlaus útreikningur. Jafnaðarmenn komu fulltrúa í allar 5 manna nefndir án liðveizlu frá öðrum. Hins vegar töldu jafnaðarmenn það ekki neitt fjöllyndi að fylgis menn Ingólfs Árnasonar, er skip uðu annað sæti á A-listanum, freistuðu gæfunnar við kandí- data íhaldsins er skipaði annað sæti, létu heppnina ráða í hlut- kesti um annað sætið. A-listinn var sigursæll í öllum þrem hlut kestunum, eins og kunnugt er. Þá tilviljun er vart hægt aJ kalla fjöllyndi, fremur harm- rænu ihalclsins. Vonar svo AM, að þessi staðreynd verði þess valdandi að Herbert vandi bet- ur útreikninga sína framvegis. LEITAÐ TIL TANNLÆKNIS TIL DALVÍKUR. AM hefur fyrir nokkru haft góðar heimildir um það að Ak- ureyringar hafi nú nokkrum sinnum þurft að leita til Sigur- björns tannlæknis á Dalvík til þess að hljóta tannviðgerðir. AM finnst þetta furðuleg þjón- usta af tannlæknuin bæjarins og biður þá að gera grein fyrir þessu máli. Orðið er laust og blaðið er opið fyrir athugasemd frá akureyrskum tannlæknum. F réttatilky muiig FJÓRÐUNGSMÓT HESTAMANNA í norð- lendingat'jórðungi verður að Einarsstöðum, Reykjadal, daagna 18,—20. júlí n.k. Þar verður góðhestasýning. Sýnd verða kynbóta- hross og þar munu fara frarn kappreiðar í eftir- töldum greinum: 250 m skeið 250 m folahlaup 300 m stökk 800 m stökk Keppnin fer fram á afmörkuðu'in hlaupabraut- um. — Þátttöku kappreiðáhrossa þarf að tilkynna dagana 25.—30. júní hjá Jóriási Egilssyni. síma 4-14-51 á Húsavík. UNDIRBÚNINGSNEFND.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.