Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.08.1969, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 22.08.1969, Blaðsíða 4
WL Ritstjóri: SIGURJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri ALÞÝÐUMAÐURINN •miiMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiNng r r s | SÍBYLJA Framsóknarblaðanna um óstjórn og atvinnu I | leysi liefir orkað svo á ritendur þeirra og forsvarsmenn | | flokksins, að líkast er sem þeir greini orðið ekki dag | | frá nóttu. Þetta er sjóndepra, sem almenningur er far- i I inn að kalla í skopi Framsóknarblinduna. Hún lýsir f 1 sér í því, að ákveðnum staðreyndum er neitað, en | | menn gefa sér ósannar í staðinn og byggja síðan ádeilu | § sína á ríkisstjórnina á þessum grunni. Eitt af því, sem | i Framsóknarblindan neitar, er, að geysilegt framleiðslu i | fall varð í landinu frá 1965—1966 til 1967 og 1968. i Í Þjóðin — og þar með ríkisvaldið — hafði stórum minna i I fé til notkunar tvö síðari árin en árin 1965 og 1966. | | Þetta kom óvænt og kreppti alls staðar mjög að. Til | I er nefnd á vegum verkalýðshreyfingarinnar og ríkis- [ i valdsins, sem heitir Kjararannsóknamefnd. Fulltrúi i | Framsóknarflokksins í lienni er ritari flokksins, Helgi i | Bergs, svo að Framsóknarmenn ættu tæpast að væna i | nefndina um tölulega lygi í umboði lians. f nýkomnu i i hefti Fréttabréfs Kjararannsóknamefndar stendur m. i | a., að framleiðsluverðmæti landsmanna reiknað á fob. i | verði og meðalgengi 1969 liafi verið 2.600 millj. kr. | i minni 1967 en 1965 og 4.220 millj. kr. minni 1968 en i | 1966. Höfuðástæðan var snarminnkuð síldveiði, en | é einnig markaðsfall erlendis á fiskafurðum, og dettur j | víst engum heilvita manni í hug, að þessi eða önnur j | ríkisstjórn hefði getað afstýrt þessu höggi, þó um hitt i 5 geti menn deilt, hvernig mæta liafi átt þessu reiðar- | 1 slagi. Framsóknarblindan lýsir sér í því, að neita því, i j að þarna hafi nokkur alvaAegur vandi skapazt. 2 = | UPP á síðkastið eru hinir blindu predikendur famir | 1 að verða þess varir, að alþjóð rnanna skilur betur sam- | | hengi lilutanna en þeir, og þá skipta þeir yfir í þá orð- = | ræðu, að þeir hafi raunar alltaf séð þennan vanda fyrir | | og viljað láta mæta honum með fastri stjórn og áætl- i | unarbúskap. En einnig þá er brosað að þeim. Flestir | I muna vel, hve víðs fjarri fór því árin 1964—1966, að | | Framsókn styddi taumhald á fjárfestingu og eyðslu. | 1 Hún bókstaflega hamaðist fyrir útaustri síldargróðans = j í ýmiss konar fjárfestingu, sem allir liarma nú, svo sem i 1 byggingu æ fleiri síldarverksmiðja á Austurlandi, og | | studdi hverja þá kauphækkun, sem mönnum datt í i | hug að gera. Taumhald á fjárfestingu og áætlunar- I | búskap blés maddaman á þau árin. En þegar kreppti | | að, predikaði hún, að þeir með breiðu bökin ættu að i | bera skellinn, og var það vissuiega góðra gjalda verð | l kenning. Gallinn var aðeins sá, að öll bök urðu burð- f | arþolslaus í augum Framsóknar, þegar að byrðaburð- | f inum kom: Kaupsýslustéttin stundi undan of lágri f | álagningu (kaupfélögin), iðnaðinn var ríkisstjómin | I hreinlega að drepa, útgerðinni var að blæða út, sjó- f | menn, verkamenn og bændur liöfðu ekki til hnífs og i f skeiðar, og jafnvel flugmenn og lækna varð að styðja f | til kauphækkunar á hinu brjóstgóða Framsóknar- | f heimili. Eignatilfærslu mátti hvorki gera með niður- f | skurði vísitölu né gengislækkun, en þegar gengislækk- | f un var þó gerð, og það sýndi sig, m. a. hér norðan- f f lands, að hún hleypti nýju f jöri í útgerð og fiskvinnslu, f f svo að atvinna jókst verulega á því sviði, þá æpti Fram- jj | sóknarblindan hvað hæst um algert tómlæti í atvinnu- | | málum hjá ríkisstjóminni. S I | EN ÞEGAR ritendur Framsóknarblaða fundu, að al- | f menningur sá í gegnum þessar blekkingar, þá var tek- f I ið til við húsasmíðina og iðnaðinn kringum hana. | (Framhald á blaðsíðu 7) - f BMftMIIIIIMIIIIIIIIllllllllllllllllllllMIIIIIMIIIIIIIIIIIHHIIIIIIIIIIIIMMItllllllMMIIIIIIIIMMIHIIIMIIIIUIIIIIIMlMMIMMHS r-........ SÓÐASKAPUR — HREINLÆTI. AM hefur oft minnst á það að kvöldsölur sé sjálfsögð þjónusta í nútíma þjóðfélagi og vítt höml ur í því efni hér á Akureyri. Einn góður borgari í Akureyrar bæ kom að máli við undirritað- ann — og bað hann að ganga um hjá einni kvöldsölunni og sjá hvernig umleikis væri utan við þessa verzlun eftir sölu síðasta kvölds. Að sjálfsögðu varð ég við bón hans og labbaði mig á staðinn og þar var vissu- lega ekki fagurt um að litast, bréfarusl, baunir og annar óþverri út um allt, ekki aðeins fyrir framan kvöldsöluna, held- ur vítt og breitt um nærliggj- andi götu. Slíkan sóðaskap ber að víta og á eigi að Hðast, né það að íbúar í næsta nágrenni þoli ónæði á heimilum sínum sökum viðskiptavina kvöldsöl- unnar, sem aðallega eru úngl- ingar er eigi fátítt að baunaskot dynji á glugga í næstu íbúðar- húsum ásamt öðrum liávaða. Áðurnefndur sóðaskapur um- hverfis þessa kvöldsölu að morgni dags þá er forsetahjónin voru að yfirgefa bæinn, gaf mér tilefni til að hugsa til annarrar kvöldverzlunar, er ég þekki bet ur til, þar ríkir ávallt hreinlæti úti fyrir og oft hefi ég séð eig- anda þeirrar verzlunar tína jafn óðum upp umbúðir og bréfa- rusl, er sóðskir viðskiptavinir hafa fleygt á götuna. Sóðaskap hefi ég aldrei litið kring um þessa verzlun, heldur hreinlæti, er sýnir að eigandinn kann að -------ÝOó------------ aga sína viðskiptavini til hrein- lætis og snyrdmennsku í um- gengni — og ef eitthvað ber út af í því efni bregður hann sér út og þrifar til. Það eru svo sem andstæður varðandi kvöldsölur sem og á fleiri sviðum. s. j. S3PU3EÍT * SEÐ HLEBAB ER ÞAÐ RÉTT. AM vill spyrja, hvort rétt sé að dómsmálaráðlierra hafi skikkað sýslumenn og bæjar- fógeta til að fá sér nýja og skrautlega embættisbúninga áð ur en forsetinn fór í sína opin- beru heimsókn til Norðurlands — og að hver búningur liafi kostað um 60—70 þúsund kr. Hér er um 6 bæjarfógeía og sýslumenn að ræða og þýða því þessir nýju búningar nær hálfr- ar milljón króna útgjöld fyrir ríkiskassa Magnúsar. VINLAUST KVÖLD- VERÐARBOÐ. í kvöldverðarboði því er bæj- arstjórn Akureyrar og sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu hélt til heiðurs forsetahjónunum að Hótel KEA var vín eigi haft á ....~ boðstólum. AM telur þetta gotl fordæmi, sem gjarnan megi á lofti halda. DÝR BRÚÐKAUPSVEIZLA. AM hefur hlerað að nú ný- verið hafi verið haldin mjög veg leg brúðkaupsveizla hér í bæ sem kostað hafi um 70 þúsund kr. Bendir þetta til, ef rétt er, að ekki séu allir blankir þótt erfiðir tímar ríki. ENGIN SVÖR ENNÞÁ. Engin svör hafa ennþá borizt frá eftirlitsmanni vínveitinga- húsa og bæjarfógeta í sambandi við margítrekuðum spurningum blaðsins. AM veit fullvel að okk ar ágæti bæjarfógeti, Ófeigur Eiríksson, hefur verið önnum kafinn sökum heimsóknar for- setahjóna íslands í ríki lians og því mun AM ekki áfellast þögn hans við spurningum blaðsins nú, en þögn Dúa Björnssonar eftirlitsmanns vill AM gagn- rýna, þó í fullri vinsemd. AM hefur litið á Dúa sem góðkunn- ingja blaðsins og gerir það enn — og trúir eigi öðru en að hann svari eigi ósanngjörnum spurn- ingum blaðsins í næsta blaði, hvort sem yfirvofandi prentara- verkfall stöðvar útgáfu AM uni langan eður skamman tíma. MOLDARFLAGID SUNNAN SUNDLAUGARINNAR. Margir bæjarbúar liafa komið að máli við blaðið og einnig gest ir er bæinn hafa sótt og látið furðu og óánægju í ljósi yfir (Framhald á blaðsíðu 7) BRÚÐKAUP. Þann 16. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju Hólmfríð- ur Gísladóttír íþróttakennari, Oddagötu 15, Akureyri og Jakob Valdimar Hafstein nem andi í fiskiræktarfræði, Auð- arstræti 3, Reykjavík. Heimili þeirra verður í Svíþjóð. Ljósmyndastofa Páls. AKUREYRARPRESTAKALL. Næstkomandi sunnudag verð ur séra Pétur Sigurgeirsson vígður vígslubiskup í Hóla- stifti heima á Hólum. Þann sama dag verður hin árlega Hólahátíð. Af þessu tilefni verður efnt til ferðar frá Ak- ureyrarkirkju til Hóla. Lagt verður af stað kl. 11 f. h. Þeir sem hug hafa á ferð þessari eru beðnir að tilkynna þátt- töku sína til Umferðarmið- stöðvarinnar eða sóknarprest anna Akureyri fyrir föstudag. Messa fellur niður í Akur- eyrarkirkju n. k. sunnudag. — Sóknarprestai'. FRÁ Ferðafélagi Akureyrar. — 23—24. ágúst Laugafell. 24. ágúst, berjaferð í Fljót. SUMARDVÖL fyrir aldrað fólk við Vestmannsvatn. — Dag- ana 27. ágúst til 3. sept. n. k. verður í annað sinn í sumar efnt til sumardvalar fyrir aldrað fólk í Sumarbúðum ÆSK við Vestmannsvatn í Aðaldal í S.-Þing. Verður dvölin nú með líku sniði og sitt hvað gert dvalargestum til dægrastyttingar og upp- byggingar, en sumardvölin fyrr í sumar þótti takast vel í alla staði og var aldraða fólk- inu til hvíldar og ánægju. — Allur dvalarkostnaður er kr. 2.000.00 fyrir hvem dvalar- gest. — Þeir sem hug hafa á að nota sér þetta tækifæri, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til sóknarpresta hið allra fyrsta. BRÚÐHJÓN. Hinn 16. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Vigdís Skarphéðinsdóttir og Vilhjálmur Stefánsson Bald- vinsson prentnemi. Heimili þeirra verður að Hólabraut 18, Akureyri. FILMAN, ljósmyndastofa.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.