Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.09.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 05.09.1969, Blaðsíða 8
IAUGSYN: ÁLAFOSSGOLFTEPPIN endast, endasf og endasf AUGSYN HF. SÍMI 2-16-90 Möðruvellir, hið nýja skólahús Menntaskólans á Akureyri, er merkur viðburður í starfsögu skólans, ekki einungis fyrir Ákureyri, heldur fyrir allt Norðurland Á HÖFUÐDAGINN þann 29. ágúst átti sér stað merkur við- burður í sögu Akureyrarbæjar, sem gjarnan án skrummælgist hefur verið nefndur mesti skóla bær landsins. í upphafi vígsl- unnar rakti skólameistari bygg- ingarsögu hins nýja skólahúss- ins, en sökum naums rúms verð ur AM að stikla á stóru varð- andi forsögu hennar. Byggingarnefnd skipuðu Þór arinn Björnsson þáverandi skólastjóri, Ragnar Steinbergs- son og Steindór Steindórsson núverandi skólameistari, en við fráfall Þórarins Björnssonar var Aðalsteinn Einarsson skip- aður í nefndina. Verkið var boð ið út og var tekið sameiginlegu tilboði tveggja fyrirtækja hér í bænum, Smára h.f. (Þór Páls- son og Hörður Gíslason) og Aðalgeirs og Viðars (Aðalgeir Finnsson og Viðar Helgason) og var tilboð þeirra að upphæð 21.500 þús. kr. og miðaðist til- boðið við það að verktakar skil uðu húsinu fullfrágengnu að utan og innan ásamt lóð. Vegna mikilla verkhækkana mun hús- ið kosta fullbúið um 24 milljón- ir króna og með öllum húsbún- aði um 27 milljónir. Arkitekt byggingarinnar var Skarphéð- inn Jóhannsson í Reykjavík og hafði hann yfirumsjón með verkinu frá fyrstu hendi. Raf- lögn annaðist Raf h.f. hér í bæ. Aðalverkstjóri var Aðalgeir Finnsson, byggingameistari Páll Friðfinnsson, en eftirlitsmaður af skólans hálfu Haukur Har- aldsson tæknifræðingur. Múr- vinnu annaðist Dofri h.f., innan hússmálningu Kristján Bene- diktsson en utanhúss Jón Árna son. Pípulögn Júlíus Björnsson og fleiri aðilar en upp eru taldir hér lögðu hönd að byggingar- sögu hins glæsilega skólahúss. Húsið er 550 ferm. að flatar- máli og 6000 rúmm. Það er tvær hæðir og kjallari. Á hvorri hæð eru fjórar kennslustofur ásamt tækjageymslum og vinnuplássi fyrir kennara. Fjórar stofurnar eru sérstaklega búnar til verk- legrar kennslu, en tvær þeirra sem fyrirlestra og kvikmynda- stofur. Er til þess ætlast, að á neðri hæðinni verði kennd eðlis fræði og stærðfræði, en á efri hæðinni líffræði, jarðfræði og efnafræði. í kjallara er salur, 200 ferm. að flatarmáli auk lítils sviðs. Er hann í bili ætlaður til skemmtanahalds og félagsstarf- semi, en verður einnig notaður (Framhald á blaðsíðu 2) ALÞYÐUI 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 5. sept. 1969 — 21. tölublaS s Aðalfundur kjördæmisráðs í Norðurlandskjördæmi vestra Sauðárkróki 4. sept. J. K. LAUGARDAGINN 30. ágúst sl. var haldinn á Sauðárkróki aðal fundur kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Auk kjördæmis- ráðsmanna og allmargra gesta kom á fundinn formaður Al- þýðuflokksins, Gylfi Þ. Gísla- son ráðherra. Flutti hann mjög fróðlegt erindi um stjórnmálin í nútíð og framtíð. Einnig ræddi Jón Þorsteinsson alþingismaður stjórnmálaviðhorfið. Að lokn- um ræðum þeirra voru frjálsar umræðui' og tóku þátt í þeim tíu menn. Svaraði síðan ráð- herrann ræðumönnum. Stjórn kjördæmisráðsins var endurkjörin, en hana skipa: Jóhann Möller, Siglufirði, for- maður, Björgvin Brynjólfsson, Skagaströnd, ritari og Magnús Bjarnason, Sauðárkróki, gjald- keri. — Varastjórn skipa þeir Hörður Arnþórsson, Guðbrand- ur Frímannsson og Kristján Bernódusson. Við höium ekki tima til a3 þenkja um það.að vi8 séum i lífshættu SEGIR ARNGRÍMUR JÓHANNSSON FLIIGMM) UR FRÁ AKUREYRI í VIÐTALIVIÐ AM ARNGRÍMUR Jóhannsson flugmaður er stundað hefur lijálparflug til Biafra í sumar dvaldi hér í bænum nokkra daga — og sl. þriðju- dag hitti undirritaður Arngrím að máli og innti hann tíðinda af starfi sínu þarna syðra. Arngrímur kvað lítið að segja, en lét þó tilleiðast að verða við bón minni um smáviðtal, en eigi þarf að kynna fyrir lesendum þann viðbjóðslega hryllingsleik er átt hefur sér stað um árabil í Biafra. Arngrímur liefur skipað sér í liðsveit þeirra manna, er leggur líf sitt í hættu til að forða frá hungur dauða íbúum þessa fjarlæga lands. Hvenær lá leið þín frá Fróni Arngrímur? 18. marz sl. réðist ég sem radioviðgerðarmaður hjá hol- lenzka flugfélaginu Frans Ariva, lá leið mín gegn um Luxemborg, Belgíu og svo til Amsterdam, þaðan lá leiðin um Alsír og þaðan „niður til Sao Tome“, og þar starfaði ég sem radioviðgerðarmaður fyrst hjá hinu hollenzka flugfélagi en síð an hjá Flughjálp, sem íslenzka þjóðkirkjan ásamt fleiri aðilum stofnaði varðandi hjálparsterf- semi Biafrabúum til handa, en rétt er að geta þess að til að öðl ast fullkomin flugstjórnarrétt- ind skrapp ég heim til öflunar þeirra. Hvað myndir þú vera búinn að fara margar flugferðir til Biafra með vistir lianda svelt- andi fólki? Þær voru orðnar 18 áður en ég skrapp heim núna. Á morg- hættu með þessum flutningum ykkar? Við höfum vart tíma til að þenkja um þá hluti, en þá er skothríð Nígeríumanna lýsa upp myrkrið í kringum flug- vélina, er sú vitneskja óhugnan leg staðreynd, að á þessum jarð punkti er einskis svifist en bar- ist upp á líf og dauða. Við leggj um venjulega af stað um hálf 6 að kveldi, það dimmir mjög snöggt á þessum slóðum, og þá er við fljúgum yfir strönd Nígeríu um 6 leytið er orðið almyrkvað og þá er Uleflug- velli í Biafra er náð, er það eng in nýlunda að flugvélar Nígeríu manna sveima yfir flugvellin- um og demba niður skothryðj (Framhald á blaðsíðu 7) %\\v Heimsókn forsetahjóna í Þingeyjarþing Húsavík 23. ágúst. — G. H. EINS og lesendum er kunnugt kom ekkert blað út í síðustu viku sökum verkfalls prentara — og er því fréttabréf það er á eftir fert orðið allgamalt. Engu að isíður skal ljá því rúm og getur það orðið -kærkomið annálsbrot upp á seinni tíma, þeim er varðveita AM, um komu forsetaíhjónanna í ríki Þingeyinga. Að þessum formála slepptum gefum við fréttaritara AM á Húsavík orðið. Föstudaginn 22. ágúst kl. 1.15 eyjarsýslu. Á sýslumótum var e. h. komu forsetahjónin í opin- tekið á móti þeim af miklum bera heimsókn til Suður-Þing- fjölda fólks, m. a. sýslumanni \\\V N Verzlunarmenn þinga á Akureyri SJÖUNDA þing Landssam- bands íslenzkra verzlunar- manna var sett að félagsheimil- inu Bjargi kl. 2 í gærdag. Þingið sitja milli 50—60 fulltrúar hvaðanæva af landinu en með- limir sambandsins eru um 5100 og var það stofnað árið 1957. Formaður sambandsins, Sverr ir Hermannsson, setti þingið en auk þess ávörpuðu þingið Bragi (Framhald á blaðsíðu 7) Þingeyinga, bæjarstjóranum á Húsavík, bæjarfulltrúum, sýslu nefndarmönnum voru mættir þar ásamt konum sínum. Sýslu- maður, Jóhann Skaptason, bauð forsetahjónin velkomin og fylgd arlið þeirra til Þingeyjarsýslu, einnig flutti ávarp Jóhannes Laxdal sýslunefndarmaður á Svalbarðsströnd. Síðan var ekið til Húsavíkur og fór þar fram opinber mót- tökuathöfn kl. 4.15 í félagsheim ilinu, er hófst á því að Lúðra- sveit Húsavíkur lék nokkur lög við félagsheimilið. Ræður og ávörp fluttu Jóhann Skaptason sýslumaður, Björn Friðfinnsson bæjarstjóri og frú Kristjana í Grímshúsum, sem flutti forseta frúnni, frú Halldóru Ingólfþ- dóttur, kveðjur frá Kvenfélaga- (Framhald á blaðsíðu 7) Arngrímur Jóhannsson. un kveð ég Akur'eyri og held til Sao Tome aftur. En Arngrímur leggið þið flug mennirnir ykkur ekki í lífs- Ung listakona sýnir í Varðborg UNG akureyrsk listakona, Rósa Júlíusdóttir, mun næstu daga hafa málvcrkasýningu að Hótel Varðborg. Rósa hefur haldið eina sjálfstæða sýningu áður hér þótt ung sé að árum. Síðast liðinn vetur stundaði Rósa nám á ítalíu í listgrein sinni. Að þessu sinni sýnir hún 12 olíumálverk og bað listakonan blaðið að geta þess að engin formleg opnun færi fram i sam- bandi við sýningu sína, en allir séu þangað velkomnir. AM hvetúr lesendur sína að k.vnna sér verk Rósu — og lesa auglýsingu um málverkasýn- ingu hennar er birtist í blaðinu í dag. Flugvél hlaðin vistum til Biafra dokar við eftir myrkrinu svo að meiri líkur séu á að hún nái Uleflugvelli ósködduð.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.