Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.09.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 12.09.1969, Blaðsíða 8
Staðreyndir með bros á vör RITSTJÓRI AM hefur beðið mig að koma eftirfarandi orð- sendingu til kaupcnda og ann- arra velunnara AM. 1. Frá 1. september hækkaði prentunarkostnaður um 30%. Það þýðir að útgáfa AM er ótryggari en nokkru sinni fyrr. 2. Vegna hins hækkaða prent unarkostnaðar er útgáfustjórn AM tilneydd að hækka áskrift- argjald úr 200 kr. í 300 kr. og nú þessa dagana er verið að senda póstkröfur til áskrifendn um land allt og er það von og ósk útgefenda að þið bregðist vel við og leysið út kröfurnar strax og þær berast ykkur í hendur. 3. Þið sem viljið AM lengri líf daga, getið hver og einn veitt því lið með söfnun nýrra áskrif enda. 4. s. j. við AM, en svo ein- kennir ritstjóri AM skrif sín án lítilla undantekninga, heitir persónulega á liðveizlu æskunn ar. Hvers vegna mun e. t. v. sumt æskufólk spyrja — og ég skal svara. Einfaldlega vegna þess að jafnaðarmenn hafa treyst æskunni bezt — og að frumkvæði þeirra er kosn- ingaaldurinn kominn nú nið ur í 20 ár, en takmark jafn- aðarmanna er 18 ár — og sá áfangi næst ef æskan fylkir sér um Alþýðuflokkinn. Ég átti að vera stuttorð og vona að ég hafi nógu vel skýrt frú er ritstjóri AM bað mig að koma á framfæri. Jú, eitt er eftir, að sökum veikinda s. j. kemur blaðið ekki út í næstu viku. Þetta bið ég les- endur að athuga. Svo átti ég að biðja ykkur gæfu og gengis og flytja ykkur vinar kveðjur með bjartsýnni ósk um góðar undirtektir. — Ég vona að ég hafi komið þessu til skila með brosi á vör. AM HEFUR löngun til að í blaðinu birtist af og til þáttur er beri yfirskriftina ,Æskan hefur orðið“, þar sem ungt fólk komi fram og tjái sín hugðar- og vandamál — og er ætlunin að svið þáttarins verði frjálslegt í sniðum, þar sem æskufólk geti hazlað sér völl, ófeimið og ómyrkt í máli, þar sem það getur einnig skorinort sagl skoðanir sínar á samtíð sinni og viðhorfi til framtíðar. AM hefur þáttinn í dag með spjalli við piltana í hljómsveitinni Geislum, sem er eins og kunnugt er skipuð ungum mönnum, sem ekki er ein- ungis þekkt hljómsveit hér á Akureyri heldur um land aUt. Geislamenn taka mér að vísu ágætlega er ég ber upp bón mína, en láta lítið yfir sér — og telja að starf sitt á tónlistar- sviðinu sé lítt frásagnarvert. Þið liafið ferðazt strákar all vítt um landið nú í sumar og haldið dansleiki? Já, það er fyrsta flokks sann- leikur. Og hvernig hefur ykkur verið tekið eða hljómlist ykkar? Það er ekki nein blekking að okkur hefur verið tekið frábær- 75% É STARFSLIÐ sjúkrahússins i 1 á Akureyri hefur sýnt lofs- f i verðan áhuga um 200 m — i 1 keppnina undir forustu for- f 1 stöðukonu — fyrr íþrótta- i i kennara. Hefur þar verið f i komið á keppni milli ýmissa i i deilda og árangurinn hefur i i ekki látið á sér standa — um i í 75% alls starfsliðs hefur i i synt — og enn haldið vel f | áfram! É É Mættu aðrir taka sér til f i fyrirmyndar. i Komið og syndið! Framkvæmdanefndin. i lega vel. Við höfum ferðazt um landið allt frá 17. júní helginni og höfum leikið má segja um land allt nema Norðurland — og það verður að segjast eins og er, að þótt við séum ungir að árum erum við orðnir all þreytt ir eftir allt ferðalagið og vorum búnir að fá alveg nóg í bili. Annars eins og fyrr segir, hlut- um við frábærar móttökur hvar vetna, hvar sem við komum. En er ckki dálítið misjafnt að leika fyrir fólk í hinum ýmsu landshlutum. Ja, það sem kom okkur mest á óvart var hvað fólk á öllum stöðum út á landi fylgist vel með tímanum og þeim breyt- ingum, sem eiga nú sér stað í pop-heiminum. Mesta athygli vakti út um land tvímælalaust blues, er var okkur nokkur ný- dönsunum og við viljum gjam- an taka það fram að við viljum einnig.ná til hinna eldri með leik okkar. Þið eruð allir ungir menn, en viljið þið trúa mér fyrir hvert sé álit ykkar á þeim unglingum, sém nú eru á gelgjuskeiði? Unglingarnir eru ágætir en það er því miður alltof lítið gert fyrir þá, t. d. hér á Akureyri er fátt eða lítið gert, en þó er Hvammur spor í rétta átt. Fyrir nokkrum árum var stofnað í bænum ungtemplarafélag er nefnist Fönn, er virtist koma til með að hafa mikil og góð áhrif, en því miður hefur því (Framhald á blaðsíðu 7) - Æskan hefur orðið - lunda eftir reynslu okkar hér á Akureyri og nágrenni. Kannski stafar það af því að enginn er spámaður í sínu föðurlandi bæta Geislamenn brosandi við. — Já, og svo sóttist fólk mikið eftir rokkinu og einnig gömlu 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 12. sept. 1969 — 22. tölublaðj Við viljum einnig ná til hinna eldri með leik ckkar segja piltarnir í hljómsveitinni Geislum Verkið lolar meislarana Enginn barlómur - fremur bjartsýni. í SÍÐASTA blaði var skýrt ýtarlega frá vígslu Möðru- valla, hinnar glæsilegu bygg ingu raunvísindadeildar Menntaskólans á Akureyri, er telja má að sé eitthvert stílhreinasta hús er byggt hefur verið yfir menntastofn un á íslandi til þessa. Möðru vellir ber arkitektinum Skarphéðni Jóhannssyni fag urt vitni — og eigi má gleyma hlut aðalverktak- anna, Smára og Aðalgeirs og Viðars, sem eru tiltölulega ung fyrirtæki hér í bænum, en hafa augljóslega sannað hvers þau eru megnug. Á vígsludegi Möðruvalla hitti AM lítillega að máli þá Aðal geir Finnsson og Þór Páls- son, forráðamenn hinna tveggja aðalverktaka. Báðir voru þeir glaðir og ánægðir, hve'vel hefði til tekizt. Aðal- geir tjáði AM að hjá sínu fyrirtæki ynnu nú 25 manns. En hvað um framtíðina? spurði ég Aðalgeir. Víst má líta óvissu framundan, en ég tel barlóm bjartsýni verri — og mun ég láta í ljósi trú á framtíðina, þótt mörgum finnist nú dökkt í álinn í byggingariðnaðinum, er horft er fram á komandi vet- ur. Svipað var svar Þórs (Framhald á blaðsíðu 6). Vinsamleg ábending til stjórn- enda Akureyrarkaupstaðar A Akureyri að vera „kaldur bær“ í framtíðinni ÓLAFSF J ARÐ ARK AUPST AÐ UR, þótt telji aðeins rúmlega 1000 íbúa, hefur fyrir löngu gert Ólafsfjörð að „heitum bæ“, þ. e. beizlað jarðhitann til upphitun- ar kaupstaðarins. Hið sama hafa Sauðárkróksbúar gert — og nú eru Húsvíkingar og Dalvíkingar Geislar. Frá hægri: Ingólfur, Páll, Sigurður, Helgi og Erlingur. að beizla auðlindir jarðhitans og Siglfirðingar víla það ekki fyrir sér þrátt fyrir þrengingar og fólksfækkunar eða vegna síldarleysis síðustu ára að leggja út í kostnaðarsamar fram kvæmdir í því skyni að Siglu- fjörður njóti hitaveitu í náinni framtíð. Boranir í Skútudal lofa góðu — og eitt er AM viss um að Siglfirðingar munu halda vöku sinni í þessu efni. Varma- hiti mun vera nægur á umráða- svæði Akureyrar og nágrenni til þess að hitaveita geti orðið að veruleika í höfuðstað Norð- urlands. Borun á sínum tíma í klöpp við Glerá er enginn loka- punktur í þessu hagsmunamáli Akureyringa — óg það vona ég að bæjarstjórinn viðurkenni þá er hann heiðrar bæ sinn á ný eftir ferðareisu til Ameríku. Að lokum vill AM af einlægni spyrja sökum fjölda tilmæla frá Akureyringum. Ei-u olíufélögin neikvætt afl er sporna á móti með oddi og egg að hitaveita verði að veruleika á Akureyri? — og hefur Lárus Jónsson nú- verandi höfundur Norðurlands- áætlunar tekið hitaveitufram- kvæmdir á Akureyri inn á teiknikort sitt í áætlunargerð sinni? Ef svo er væntir AM þess að hann geymi ekki þær upp- lýsingar sem ,,bombu“ Sjálf- stæðisflokksins við bæjarstjórn arkosningarnar í vor. s. j. IAUGSYN: ÁLAFOSSGÓLFTEPPIN endast, endast og endast AUGSYN HF. SÍMI 2-16-90

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.