Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.09.1969, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 26.09.1969, Blaðsíða 2
Akureyri á ú verða bær skíðaíþróttarinnar á íslandi, sem laðað gæti hingað þúsundir erlendra ferðamanna árlega um ókomin ár Grein eftir Óskar Jónsson framkvæmdastjóra AM ÞAKKAR höfundi fyrir grein þessa, er blaðinu barst ekki alls fyrir löngu. Jafnframt þakkar AM vinarkveöjur Ósltats til blaðs- ins. Svo skal gefa höfundi orðið. Það munu fáir eða engir stað ir á íslandi liggja jafn vel við útivetraríþróttum eins og Akur eyri, skíðabrekkurnar rétt stein snar fyrir ofan bæinn og vanir skíðamenn hafa sagt mér að þær séu sérlega vel fallnar til allskonar skíðaíþrótta og þar er snjórinn nokkuð árviss, ekkert líkt því, sem er á skíðasvæði Reykvíkinga, því þar vantar iðu lega góðan skíðasnjó og hefir oft orðið að aflýsa skíðamótum á vetrum vegna þess að vantað hefir góðar skíðabrekkur, m. ö. o. það hefir vantað snjóinn. Það er talað um að auka megi ferðir erlendra ferðamanna til íslands og hefir líka sú orðið raunin á undanfarið, en þó ekki nógu ört. Ég held að Akureyri geti dregið að sér erlenda fei'ða menn öðrum stöðum fremui' hér á landi vegna þess að þar er nægur og góður snjór alla jafna á ágætu skíðasvæði. Fyrir nokkrum árum var ég á fei'ð út í Noregi ásamt fleir- um. Borðuðum við máltíð á það sem ég kalla fjallahóteli og grenslaðist ég eftir starfsemi þessa staðar yfir vetrarmánuð- ina. Sagði einn þjónninn mér að staður þessi væri árið um kring fjölsóttur, en mest sóttui' yfir vetrarmánuðina og væru mán- uðirnir janúar—apríl beztu mánuðirnir. Ég spurði hvaðan gestirnir kæmu aðallega, og sagði hann mér að flestir þeirra kæmu frá suðlægari löndum. Auðvitað væri þar alltaf tals- vert af Norðmönnum líka. Hann sagði mér að síðustu árin hefði verið ágæt aðsókn frá Argentínu og Brasilíu. T. d. sagði hann mér frá bankastjóra frá Argentínu, sem kæmi einn síns liðs ár eftir ár og bætti við að það væri góður viðskipta- Skíðalyftan í Hlíðarfjalli. vinur. Taldi þjónninn að bezta afkoma þessa fjallahótels væri vetrartíminn, þ. e. a. s. eftir jóla hátíðina. Hótel þetta var mjög gott og gat boðið upp á lúxus herbergi og allt niður í miðlungs vistar- verur. Ég hugsaði heim til gamla Fróns og datt í hug að þarna gætum við mikið af lært. Norðmenn selja mikið af salt- fiski til S.-Ameríku, og skildist mér að vegna þeirra viðskipta hefði verið hafin auglýsingaher ferð í blöðum og tímaritum og með aðstoð norsku sendiráð- anna þar syðra hefði ferða- mannastraumurinn frá þessum suðlægu löndum stóraukizt ár frá ári. Gætum við íslendingar ekki farið svipaða leið og frændur okkar Norðmenn? Við höfum víða á íslandi mikinn og góðan skíðasnjó og einnig víða góðar skíðabrekkur. Ekki truflar skóg urinn hér skíðafólkið, eins og víða í Noregi. En hitt er óumdeilánlegt að þarna getur Akureyi'i boðið bezt skilyrðin, en auðvitað þarf góð hótel og bæta að einhverju leyti aðstöðuna á skíðasvæðun- um, en um það skal þó ekki dæmt hér. En hitt er öruggt að hótelin verða að vera fyrir hendi með fullkomin þægindi miðað við að menn vilji borga mikið fyrir góðan viðurgjörn- ing og það myndu þeir gera vissulega. Ameríkanar myndu engu síð- ur koma hingað en til Noregs, ef ekki væru lakari skilyrði hér. Mér finnst að Akureyri sé ákjósanlegur bær til að hafa hér forgöngu. Það er nú líka svo að bæi'inn er aðlaðandi og sjálfui' bærinn hefir allra staða mest á íslandi tileinkað sér heimsborgarabrag. Viðmót af- greiðslufólks í búðum og greiða sölustöðum langtum betri en í sjálfri höfuðborginni með þó undantekningum hér sem alls- staðar annarsstaðar. Ég hefi tek ið eftir því að þegar ferðamaður inn kemur inn í sölubúð á Akur eyri, þá er afgreiðslumaðurinn þjónn viðskiptavinarins, en það verður tæplega sagt um verzl- anir í Reykjavík almennt. Allt svona, þótt lítið sé, laðar ferðamanninn að, en hrindir ekki frá sér. Þessar hugleiðingai' hér að framan hafa sannfært mig um að Akureyri hefir mikla mögu- leika — og meiri möguleika en flestir staðir nú á íslandi — til að laða útlendinga til landsins og það einmitt um vetrarmán- uðina. En það getur kostað í upphafi talsverða auglýsinga- starfsemi, en í það má ekki horfa, því t. d. hefði hvorki Loftleiðir eða Sölumiðstöð hrað frystihúsanna og SÍS náð slíkri öruggri fótfestu í Vesturheimi og víðar, ef horft hefði verið í allt það fé, sem þessi fyrirtæki hafa lagt út í því augnamiði að kynna sína vöru og starfsemi. Persónulega er ég sannfærður um að ef við hefðum góðar sam göngur inn á öræfin — jafnvel á vetrum — til hitasvæða, þar sem skíðalöndin bíða ósnortin og ef aðbúnaður til gestamót- töku væri fyrir hendi, þá yrði hægt að gera ísland að Paradís ferðamanna. Nútímafólk sækir meira en nokkru sinni fyrr frá stríðsbrjáluðum stórþjóðum, ysi og þysi stórborganna — það leitar friðar bæði fyrir líkama og sál — og óvíða fengi það slíkan unaðslegan frið, eins og inn á öræfum íslands. En það er fjárlægari draumur. En Akureyri sem ferðamanna bær fyrir þá, sem sækjast eftir vetraríþróttum í faðmi snævi þaktra íslenzkra fjalla, það er enginn framtíðardraumur, það er mál dagsins í dag. Óskar Jónsson. r IBA-a - Akranes-b Á MORGUN laugardag kl. 4 e. h. leika Akureyringar við B-lið Akurnesinga í Bikar- keppni KSÍ — og fer leikurinn fram á íþróttavellinum á Akur- eyri. ÍBA-liðinu hefur vegnað illa í síðustu leikjum sínum, en von andi hrista þeir af sér slenið á morgun. - AKUREYRAR APOTEK150 ÁRA (Framhald af blaðsíðu 1) hún flutt þangað árið 1862. Það hús stendur enn og er nú Aðal- stræti 4. Þar var Akureyrar Apótek til ársins 1929. Jóhann Pétur rak lyfjaverzlunina til haustsins 1864, en flutti síðar til Melbourne í Ástralíu þar sem hann andaðist árið 1911. Siðan veitti Carl Emil Ole Möller Akureyrar Apóteki forstöðu í nær eitt ár og Henrik Johann Peter Hansen lyfsali frá 1865—• 1885. Oddur Carl Thorarensen (1862—1934) var lyfsali frá 1885—1919. Hann var sonur Stefáns bæjarfógeta Thoraren- sens og konu hans Oliviu Juby. Oddur Carl tók allmikinn þátt í bæjar- og stjórnmálum, var einn af forystumönnum heima- stjórnarmanna á Akureyri, sat í stjórn Gránufélagsins, var for seti bæjarstjórnar í 2 ár og konsúll Norðmanna 1910—1924. Hann fékkst allmikið við fræði- störf í tómstundum sínum, helzt sagnfræði. Kona hans var Alma Klara Margrét Schiöth bakara- meistara á Akureyri og börn þeirra voru: Olivin, Henrik (læknir), Oddur Carl (lyfsali) og Stefán (lyfsali). Árið 1919 tók Oddur Carl Thorarensen (1894—1964) við lyfsölunni af föður sínum og alnafna, er áður var getið. Voru þá liðin rétt 100 ár frá því að langafi hans og nafni fékk fyrst ur manna lyfsöluleyfi á Akur- eyri. Oddur Carl lét reisa nýtt hús fyrir Akureyrar Apótek að Hafnarstræti T04 og þangað var starfsemin flutt árið 1929 og ,er hún þar enn. Auk lyfsölunnar stundaði Oddur margvíslegán annan verzlunarrekstur. Eftir- lifandi kona Odds er Gunnlaug Júlíusdóttir frá Hvassafelli í Eyjafirði og börn þeirra: Alma Anna læknir, Hólmfríður Lydia og Oddur Carl Thorarensen lyfjafræðingur. Á miðju ári 1963 fékk núverandi lyfsali, Oddur Carl Thorarensen (f. 1929) leyfi til að reka lyfjabúð á Akureyri. Hann er 6. lyfsalinn í Akureyrar Apóteki og sá 5. afkomandi Stefáns amtmanns á Möðruvöllum, er því starfi gegn ir. Kona hans er Margrét, dótt- ir Ingólfs fyrrverandi héraðs- læknis Gíslasonar. 14 manna starfslið. Akureyrar Apótek var eina lyfjabúðin í Norðlendingafjórð- ungi til ársins 1921, að leyfi var veitt til að reisa lyfjabúð á Sauð árkróki. Árið 1934 var svo stofn að annað Apótek á Akureyri, Stjörnu Apótek. Starfsfólk Akureyrar Apóteks er nú 14 manns, en margt fólk hefir að sjálfsögðu starfað þar um dagana. Lengst starf hefur þar að baki Sigurður Flóvents- son exam. pharm., en hann lét af störfum fyrir nokkrum árum og hafði þá starfað þar samfleitt í rúmlega hálfa öld. Elzti starfsmaðurinn nú, er Ey- þór Thorarensen exam. pharm., sonar-sonar-sonur Odds, fyrsta lyfsalans. Hefur Eyþór starfað hjá Akureyrar Apóteki í 47 ár og munu ekki margir íslending ar hafa starfað lengur við lyfja- verzlun en þessir tveir menn. I - SEFJUN OG EITURBYRLUN (Framhald af blaðsíðu 4) i \ eins og að framan segir. Og sem ;betur fer, láta ekki i f allir ánetjast svona áróðri, J)ótt honum sé beitt. En i I Jietta er ]jó að verða liáskaleg meinsémd í okkar mál- I i flutningi að höfða til hins illa, reyna að notfæra sér i I sefjun og eiturbyrlun. Ef við snúumst ekki gegn þess- i í um vinnubrögðum af manndómi og snerþu, getum i i við vaknað einn góðan veðurdag upp við |>að, að við | í séum ekki lengur frjálslynd og víðsýn J>jóð, heldur i Í Jjrælar sefjunar og eiturbyrlunar. i '"immmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmimmimimmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimT Pappa-GÓLFDÚKUR (LINOLEUM) í breiddum 67 - 9o - loo og 2oo cm n ý k o m i n n . BYGGINGAVÖRUDEILD Glerárgötu 36. — Sími 2-14-00. Ljósmynd: Gunnlaugur P. Kristinsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.