Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.09.1969, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 26.09.1969, Blaðsíða 4
iiuiiujiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiimiimiiuiiiiiiiimiiiiiimummuuMJiuiiiiuiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiuiiiiuiiiiiiiiiiMiJiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiitiiiiMti 0M Ritstjórl: SIGORJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgeiandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Aigroiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9. II. hæð. sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.i., Akureyri ALÞYÐUMAÐURINN ..——s\V>----— •IMMMIMIMMIMIMIMIMIMIIMMMIIMIMMMIMMMMIMMMMIMIIIMIMMIIMMIMMIMMMIIIIMIIIMMIMIIMMIIIMMMMIIMlNi Sefjun og eilurbyrlun | EINHVERJUM kann að þykja fyrirsögn þessa leiðara j undarleg, en sannleikurinn er sá, að á tímum hinna | víðtæku fjölmiðlunartækja, þurfum við fáu að gjalda | meir varhug við en sefjun og eitrun hugarfarsins. | Þetta gildir á ótal sviðum skoðana, en hér skulum við | fyrst og fremst lialda okkur við það, sem við daglega I köllum stjórnmál, enda þótt mörk þeirra við önnur i mál séu ekki alltaf svo glögg. VIÐ íslendingar teljum okkur til lýðræðisþjóða og i viljum ugglaust flestir skoðast frjálslyndir og víðsýnir. | En ef við ætlum að halda þeim eiginleikum liátt á loft | með sóma, þurfum við vissulega að gæta okkar fyrir í sefjun og eiturbyrlun. Tökunr nokkur dæmi: i EKKI er langt síðan, að skóla- og kennslumál voru til- i tölulega lítið rædd og nánast aðeins áhugamál þeirra, | er mest þurftu um þau að fjalla vegna starfa sinna, | menntunar eða sérstakrar hneigðar að þeirn efnum. | Þetta var að vísu van. En svo gerbreyttist þetta. Dag- i blöðin, útvarpið og sjónvarpið flóðu af skólamálaspeki i kallaðra sjálfvitringa, þar sem allir voru innilega sam- § mála um eitt: að skóla- og kennslumál okkar væru í : stakasta ólestri. Menn átu hver eftir öðrum, og mest i þótti um vert að hafa sem hæst. Þetta er of. Að sjálf- f sögðu er sitthvað að, og jafnvel vitlausar umræður geta i verið betri en engar umræður. Samt sem áður megum | við ekki gera svo litlar kröfur til okkar sem þjóðar að i sætta okkur við aðra eins heimskusefjun og tröllriðið | hefir skrifum og ræðum síðustu mánuði um þessi mál. i Hver og einn verður að liugsa sínar skoðanir og til- | | lögur, ekki taka þær á færibandi ígiundunailaust frá f | öðrum. Annað dæmi: S S | FYRIR örfáum árum þótti engin goðgá að hafa setið | f lengi í starfi, ef talið var, að viðkomandi hefði rækt | | það vel. Ekki var lieldur um það spurt fyrst, hvaða f starfi hann gegndi, svo hann mætti koma nærri t. d. f stjórnmálum, heldur þótti nokkurs vert, að hann hefði f þótt nýtur í stöðu sinni eða atvinnu og öðru félags- | málastarfi. NÚ VEÐUR uppi í liverju ræðumannskoki og skrif- f | finnspenna, að ungur skuli maðurinn vera, því yngri, f því betra, en hvað hann hafi til brunns að bera eða f mála að leggja er nánast orðið aukaatriði. Þá hefir | j verið dregið rautt bannstrik um viss stöi'f. Gegni mað- f j ur þeim, má hann ekki koma nærri stjórnmálum að f | áliti þessara sefjuðu. Varðar engu, livernig starfið er f Í rækt. Það er „liættulegt“ starf. Og ekki má hann hekþ | Í ur gegna því nema sem stytzt. Ofan í þessa sefjunar- f Í lierferð er svo hellt eitri: Allir bændur eiga að vera i | búskussar og volaðir ríkisstyrkþegar. Allir útgerðar- I Í menn nánast þjófar og misindismenn, allir sem nærri | | verzlun og þjónustu koma fjárdráttarmenn, iðnaðar- f mannastéttin regluleg svindlarasamtök, allir læknar | I svívirðilegir okrarar, embættismannastéttin illgjarnir f | letingjar upp til hópa, allir bankastjórar atkvæðaveið- f I5 arar gegnum útlán og stjómendur landsins lrreinir til- f ræðismenn við heill almennings og sjálfstæði lands og j þjóðar. NÚ SEGIR einhver: Þú málar fjandann á vegginn, | vinur sæll. Sem betur fer, tala og rita ekki allir svona, f (Framhald á blaðsíðu 2) s •MIMMIIMIMIMMMMMMMIlMMMMMMItMMMMIIMMMMMMMMMMMMIIMMIMIMMMIMMMIMMIIMIIIIMMMIIIMMMMIl£ S FORMALI. Eftirfarandi pistill átti að birt ast í síðasta blaði en skorti þá rúm fyrir hann, en hann mun enn vera í sínu fulla gildi. ENN UM SAMKOMUHÚS OG DANSSTAÐI. Ég hefi orðið var við von- brigði hjá mörgum hve Iítið eðaj sumir segja ekkert hafi komið fram í spjalli okkar bæjarfógeta í síðasta blaði um reglur er hljóta að gilda um sanikomu- staði — og ég skal fúslega viður kenna að þetta er rétt. I reglu- gerð um skemmtanaskatt hljóð- ar 3. gr. svo: „Undan þiggja má skemmtanaskatti dansskemmt- anir með eða án minniháttar skemmtiatriða, enda sé vín ekki haft um hönd á skemmtunum. Undanþágan tekur ekki til skemmtana sem haklnar eru í danshúsum, en í þessu sam- bandi teljast danshús sam- komu- eða veitingahús, sem LÖGGILT eru fyrir 300 gesti eða fleiri.“ Sjálfstæðishúsið, Alþýðuhús- ið, Freyvangur og Laugarborg, svo dæmi séu- nefnd, hljóta að vera LÖGGILT sem dans- og samkomustaðir — og því hljóta að vera fyrir því ákveðnar regl- ur live heimilt sé að selja mörg- um inn á dansstaðina — og því skal ekki trúað fyrr en skjallegtj plagg berst AM, er sanni það svart á hvítu að engin lög né reglugerðir meini umráðamönn um dansstaða að hleypa inn í hús sín ótakmarkað líkt og þá er bændur reka fé sitt í rétt að göngum loknum. I reglugerð um gisti- og veit- ingastaði stendur: „Landlæknir hefur yfirumsjón með rekstri hótela, veitinga- og gististaða.“ Ég mun senda honum þetta blað — og einnig þau hin önnué þar sem minnst hefur verið á þessi mál og biðja hann um lið- s== veizlu að í máli þessu komi sannleikurinn í Ijós, úr því að svo virðist sem engin svör fáisti viðhlítandi hér norður á Akur- eyri. En áður en ég Iýk þessari klausu vil ég koma að leiðrétt- ingu. A síðasta Alþingi var vín- veitingaaldur lækkaður niður í 20 ára aldur, eða um 1 ár. Einnig tel ég mig hafa fullar sönnur fyrir því að engin kæra hafi borizt frú Dúa Björnssyni síðan hann tók við starfi eftir- litsmanns vínveitingahúsa á Akureyri. s. j. HEYHT EN MEIRA f SAMBANDI VIÐ SJÚKRA- OG ÖRYGGISMÁL. Er slökkviliðsstjóri aflienti undirrituðum grein sína bar ýmislegt fleira á góma — og orðrétt sagði slökkviliðsstjóri. „Þegar einn maður þarf að fara í sjúkraflutninga, er oft enginn fyrir hendi til hjálpar til að aðstoða bílstjórann, t. d. þegar bera þarf hinn sjúka í sjúkrakörfu inn í bílinn — og þá köllum við lögregluna okkur til hjálpar. I sjúkrabílnum eru súrefnistæki, en það má hverj- um manni vera augljóst, að sami maður getur ekki bæði keyrt sjúkrabílinn og annast súrefnisgjöf." Slökkviliðsstjóri fullyrti að svona vandræðaástand væri ekki fyrir hendi i öðrum bæjum landsins. Ég spurði hann eftir hvað það myndi kosta bæinn að ráða 3 nýja fasta slökkviliðs- menn. Um milijón var svar hans. Ég spyr hæstvirt bæjar- yfirvöld, þótt 1 milljón kr. sé nokkuð há summa enn í dag, hvort þeim finnist sér ekki berá skylda til að gera betur en hingað til í þessu efni. Upplýs- ingar slökkviliðsstjórans, er blaðið birtir ættu ekki að koma þeim á óvart. Að síðustu ein spurning til bæjaryfirvalda til viðbótar. Hve hátt er metið mannslíf í dag — ekki í þjóð- félagi, sem morð eru daglegt hrauð, heldur í þjóðríki er gjarn an telur sig velferðarríki? s. j. EFTIRMÁLI. Þessi klausa átti að fylgja á eftir ritsmíð slökkviliðsstjóra í síðasta blaði, en rúm leyfði ekki. 25 KR. A IIÓTEL SÖGU, 110 KR. í SJÁLFSTÆÐIS- HÚSIÐ. Mér finnst vera æði mikill munur á Rðgangseyri á Hótel Sögu í Reykjavík og Sjálfstæðis húsinu liér á Akureyri, á laugar dags- og sunnudagskvöldum, þegar engin skemmtiatriði eru fyrir hendi fyrir utan dans- hljómsveitir luisanna. Á Hótel Sögu er aðgangseyrir aðeins 25 kr., en í Sjálfstæðishúsinu kr. 100 plús 25 kr. fatageymslu- gjald. Samtals 125 kr. Hver er ástæðan fyrir þessum mikla verðmun? Ég vænti refjalausts svars hið fyrsta. Kunnugur á báðum stöðum. VÖRUBÍLL MEÐ JÁRNARUSLI. Ég lield að um árabil hafi staðið óhreyfður stór vörubíll (Framhald á blaðsíðu 7) =s DAGBÓK AM AKUREYRARKIRKJA. Mess- að n. k. sunnudag kl. 10.30 árd. Sálmar nr. 536 — 433 — 353 — 366 — 684. — B. S. LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA. Messað kl. 2 e. h. á sunnu- daginn kemur. Sálmar nr. 579 — 528 — 366 — 454 — 196. Ferð úr Glerárhverfi kl. 1.30 e. h. — P. S. ÉSÖLUFÓLK óskast til að selja merki og blað Sjálfsbjargar á sunnu- daginn kemur, þann 28. þ. m. — Komið í Bjarg, að vestan, kl. 10 f. h. og hafið með töskur undir blöðin. Sölulaun. Þeir félagar sem eiga bíl og vildu keyra, eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna fyrir helgi. — Með fyrirfram þökk. — Sjálfsbjörg. HLÍFARKONUR! Verið aUar velkomnar til kaffidrykkju í Pálmholti kl. 15.30 á sunnu- daginn til að minnast 20 ára afmælis bamaheimilisins. — Stjórn Hlífar. BRÚÐHJÓN. Þann 20. sept. voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin stud. scient. Svava Þorsteinsdóttir, Skólastíg 13, Akureyri og stud. med. Stef- án Heiðar Brynjólfsson, Mána stíg 2, Hafnarfirði. FILMAN, Ijósmyndastofa. HJÓNAEFNI. Þann 4. sept. sl. opinberuðu trúlofun sina ung frú Ólöf Ólafsdóttir, Garð- stöðum í Ögurhreppi og Daníel Guðmundsson, Bald- ursheimi, Glerárhverfi, Akur eyri. BRÚÐHJÓN. Nýlega voru gef- in saman í hjónaband að Eið- um, ungfrú Sigríður M. Ingv- arsdóttir og Hrafnkell A. Jónsson. Heimili þeirra er að Klausturseli, Jökuldal. FILMAN, ljósmyndastofa.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.