Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.11.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 21.11.1969, Blaðsíða 5
Kennir Panamabúum núfímaveiðitækni á vegum FAO ,Eins og að fara á vertíð,4 segir Trausti Gestsson NÚ Á næstunni niun einn af okkar kunnu norðlenzku skipstjórum leggja land undir fót og liggur leið lians alla leið til Mið-Ameríku, til Panama, ráðinn starfsmaður hjá Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna. Af því tilefni fór undirritaður þess á leit við Trausta að hann spjallaði við hann áður en hann kveddi Frón( og tók Trausti því með mestu vinsemd, eins og hans var von og vísa. Því að síðan undirritaður tók við ritstjóm blaðsins hefur Trausti ávallt verið góður liðsmaður — og ætíð mun það verða niér minnisstætt hve dóttir hans, Stefanía, reyndist mér góður liðs- kraftur, sem alger sjálfboðaliði í orraliríð í síðustu alþingiskosn- ingum, þá ung að árum. En Stefanía stundar nú nám við Menntin- skólann á Akureyri. Þú ert ekki að flýja ísland fyrir fullt og fast, Trausti? Nei, engan veginn. Margir ís- lendingar á undan mér hafa gerzt starfsmenn FAO án þess að um neinn flótta frá íslandi væri að ræða — og munu nú fast að 20 íslendingar vera um þessar mundir starfsmenn hjá FAO. En hvar verður starfsvett- vangur þinn þama í Panama — og hvað ertu ráðinn lengi? Samningurinn hljóðar upp á 1 ár, en hægt er eflaust að fram lengja hann ef mér fellur vel við starfið. Starfssvið mitt verð ur að kenna sjómönnum í Panama nútíma veiðitækni, aðal lega á astiktæki, sem íslenzkir sjómenn þekkja mjög vel á, en í Panama, sem og flehi löndum eru þessi tæki óþekkt með öllu, og þar af leiðandi er þar stund- uð aðeins uppsjávarveiði, þ. e. sjómennirnir þurfa að sjá fisk- inn með berum augum ef þeir eiga von að öðlast nokkurn afla. En Trausti, hver er aðdrag- andi að þessari ákvörðun þinni? Ja, fyrh’ nokkru síðan hlust- aði ég á fyrirlestur er Hilmar Kristjánsson hélt í Reykjavík, en Hilmar er sem kunnugt er einn af forystumönnum FAO, þá skal getið í þessu sambandi að brezkur blaðamaður fór veiðitúr með okkur þá er ég var skipstjóri á Guðrúnu Þorkels- dóttur frá Eskifirði. Hann skrif aði síðan grein um veiðiferðina í hið víðlesna brezka blað Fish- ings News, þar sem hann rómar þekkingu og kunnáttu íslenzkra sjómanna í veiðitækni — og þetta ásamt fleiru hefur orðið þess valdandi, að ég hefi þegar samþykkt atvinnutilboð frá FAO varðandi kennslu á astik- tæki, er getur vonandi stuðlað að því að sjómenn í Panama verði færir um að veiða sér fisk í soðið utan grunnsævis, þar sem hann er séður með berum augum, heldur geti þeir líka leit að út á djúp hafsins og veitt með hjálp hinna nýju tækja. En þegar kallið kemur, ferðu þá beint til Panama? ■ Nei, fyrst mun leið mín liggja til aðalstöðva FAO í Róm, þar sem mér verða gefnar upplýs- ingar um kennslutilhögun og starfssvið, en þaðan mun leið mín liggja til Panamacity, þar sem heimili mitt verður a. m. k. í eitt ár, eða kannski lengur, ef um semst. En hvað er þér efst í huga á þessum tímamótum á starfsdegi þínum Trausti? Ja, þetta er eins og að fara á vertíð, en þó tel ég að þama í Panama verði ég í nánari tengsl um við fjölskyldu mína heldur en að stunda sjómennsku á fjar lægum miðum, er þýðir það að vera fjarvistum við heimili sitt svo mánuðum saman. Ég fei’ að vísu einn til að byi-ja með, en þá er ég er búinn að korna mér fyrh’ þarna vestra mun kona mín ásamt 3 yngstu börnum okkar koma og vona ég að það verði ekki seinna en um næstu áramót. Stefanía verður eftir heima við nám sitt í Mennta- skólanum, Jörundur, elzti son- ur okkar, mun ef ekkert breyt- ist fara til Þýzkalands upp úr áramótunum, hefur hug á því að nema skipatæknifræði, en það er fjögurra ára nám. Og svo í lokin Trausti. Jú, ég vil endurtaka það, að ég er ekki að flýja landið, leið okkar mun liggja heim aftur eftir eitt qða kannski tvö ár. Ég vona að ég verði þeim vanda vaxinn, sem ég hefi verið ráð- inn til — og öllum vinum og kunningjum hér heima sendi ég beztu vinarkveðjur í von um að hitta þá alla heila, þegar við komum heim aftur. En svo langar mig til að koma að gagnrýni á hina svokölluðu landhelgisveiðinefnd er skammt aði úr hendi sér skikurn til tog- veiða innan fiskveiðilandhelg- innar. Hvað Norðurland snerti var hún norðlenzka togveiði- flotanum mjög neikvæð, svo ekki sé tekið sterkara til orða. Margir bölva og óttast hafísinn, en hinn mikli afli er barst hér á land norðanvert seinnihluta sl. vetrar, tel ég eingöngu að hafi - ATVINNUÁSTAND (Framhald af blaðsíðu 1) verða af mismunandi stærðum og verða seldar láglaunafólki með sömu kjörum og Breið- holtsíbúðirnar í Reykjavík. P. s. Sökum þess að AM hef- ur ekki komið út í hálfan mán- uð, er fréttabréf þetta orðið all síðbúið og biður blaðið frétta- ritara sinn á Sauðárkróki vel- virðingar á því. - ÁÆTLUNARFERÐIR (Framhald af blaðsíðu 8) sína. Vonandi bregðast þau sveitarfélög er hér eiga hags- muni að gæta fljótt og vel við með því að styðja við bak Gunn ars Jónssonar, svo hann þurfi eigi eftir langa og góða þjónustu að GJALDA þess að hann hefur fórnað bílum sínum í ófærð á sokknum vegi milli Dalvíkur og Akureyrar, jafnvel þótt örfáir farþegar hafi í hlut átt. Hvert er álit Hríseyinga? verið hafísnum að þakka. Hann bókstaflega hrakti togskipin á unda nsér inn á þau svæði er óheimilt var að stunda togveið- ar á. Þetta er staðreynd, sem ég tel ekki neitt leyndarmál, hvorki hvað snertir Landhelgis- gæzluna eða annarra. Sem sagt Trausti Gestsson. hafísinn stuðlaði að því að tog- skipin færðu björg í bú og bægðu frá dyrum margra at- vinnuleysisvofunni hér á Akur- eyri, Dalvík, Olafsfirði, Hrísey, Siglufirði og Sauðárkróki, til nógu margra heimila náði vof- an samt, sem tölur sanna, en tölurnar yfir atvinnuleysingja hefðu orðið svo margfalt hærri ef hafísinn hefði ekki knúið norðlenzka sjómenn er stund- uðu togveiðar með ægivaldi sínu til að fremjfa lögbrot. Þetta er staðreynd sem togveiðisjó- menn vita um og Landhelgis- gæzlan einnig — og því að dylja það á opinberum vettvangi. Haf ísinn í fyrravetur knúði okkur til að fremja lögbrot — en þau lögbrot færðu mai-gri vinnu- fúsri hendi í landi lifibrauð. En hvað mun ske nú í vetur, ef hafísinn, þessi landsins (0171! fjandi, svo að vitnað sé í orð skáldjöfurs, sézt eigi úti fyrir Norðurlandi í vetur? Munu tog veiðiskip verða dæmt miskunn. arlaust sem lögbi-jótar, ef þau sjást að veiðum, er á þeim svæð um er fyrrnefnd nefnd hefur úrskurðað sem algert bann- svæði hvað togveiðar snertir úti fyrir Norðurlandi? Norð- lendingar vilja bjarga sér og nýjasta dæmið um það er fram- tak Hofsósinga og nágranna. Þeir hafa látið byggja myndar- legt fiskiskip, sem um er getið nú fyrir nokkru, en ég bið guð að hjálpa þeim, án rýmkunar á togveiði úti fyrir Norðurlandi er þetta fyrirtæki dæmt til dauða, ef fyrrnefnd nefnd eða hafís stuðlar ekki að því að togveiðar úti fyrir Norðurlandi sé gerð næsta óframkvæmanlegar mið- að við aðra landshluta. Ég vil minna á þessar staðreyndir. At- vinnuleysi á íslandi er enn stað reynd — og hvers eiga Norð- lendingar að gjalda, þá ei' nefnd alh'a stjórnmálaflokka í landinu sameinast um að Norðléndingar skulu hornreka vera varðandi togveiðar innan 12 mílna land- helgi íslands. Þetta skulu vera lokaorð mín núna. Svo óskar AM Trausta og konu hans og bömum velfarn- aðair í hinu fjarlæga landi. s. j. STAKAN I okkar 1 ; FYRSTU tvær vísurnar eru ! eftir tlr. Richard Beck, er hann sendi AM ásamt mjög : hlýlegu bréfi — og er það ann ! að bréf doktorsins til blaðsins ; síðan leiðir lágu saman í sum- ! ar. í bréfi sínu segir höfundur. ; „Þetta er nýort Ijóð. Það ber ! eðlilega merki þess umhverfis, ; sem ég lifi og hrærist í, hér í ; Victoriuborg spölkorn frá ! sjávarströndinni, umkringdur ; skógarlundum og háum trjám. ! En vitanlega gæti þetta líka ; átt við ykkur á Akureyri“. ! AM þakkar dr. Richard ; Beck fyrir liðveizluna og end- ! urtekur vinarkveðjur til hans ; og konu hans er birtust í síð- : asta blaði. Hér heyrið þið Ricliard Beck. Nefnir hann vísur sínar Haustnætur. ! Dökkva slær á djúpin blá, ; dimmar liaustsins lengir ; nætur. ! Grænna lunda bliknar brá, ; blöðum rúin eikin grætur. ; En þegar húmnótt hnígur nær, himinn dýrð oss brosa lætur, stjörnuljós þar loga skær, liðins sumars harmabætur. Nú nýverið leit inn til mín Skagfirðingur og auðheyrilega vinur AM. Við skulum nefna hann X X. Hann tjáði mér, að þá er hann kynntist fyrst AM hefðu myndir af fallegum stúlkum fylgt áróðri og til- kynningum blaðsins. Af því tilefni varð þessi vísa X X til. Væri bezt að vorri hyggju, verndaði frá miklu tjóni, að koma strax á Kvíabryggju, kvennamanni Sigurjóni. S. J. þakkar höfundi inni- lega fyrir stökuna. Maður á fimmtugsaldri og piparsveinn í þokkabót fyllist kannske „herbersku“ sjálfsáliti og vænt ir þess að kvenhylli sé á næsta leiti líkt og kollegi minn Her- bert hjá íslendingi-ísafold tel ur sig prinsinn, sem laða muni að Sj álfstæðisflokknum aukið kjörfylgi í bæjarstjórnarkosn- ingunum í vor. En minn góði X X, ég treysti á loforð þitt, liðveizlu AM til handa um nýja og trausta áskrifendur að AM í þínu þyggðarlagi. f síðasta stökuþætti var eigi farið rétt með Raufarhafnar- vísur Egils Jónassonar á Húsa vík, en vonandi birtast þær orðréttar í næsta blaði. Svo kemur hér haustvísa eftir Kristínu Jóliannesdóttur frá Syðra-Hvarfi. Fjöllin livítu falda í dag, fuglar Ieita í skjólin. Allt er nú með ömurbrag, ei skín blessúð sólin. STEIKARPÖNNUR - MEÐ LOKI. POTTAR - MARGAR GERÐIR. KAUPFÉLAG VERKAMANNA KJÖRBÚÐ Landssími Íslands AKUREYRI, óskar eftir geymslu- og vinnuplássi nú þegar, ca. 100 m2. UPPL. f SÍMA 1-10-10. Aðalfundur ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR verður haldinn n.k. sunnudag að Strandgötu 9, II. hæði, og hefst hann kl. 2 e. h. D a g s k r á : Venjuleg aðalfundarstörf. Rætt um vetrarstarfið. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna. STJÓRNIN.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.