Alþýðumaðurinn - 06.03.1970, Side 2
ÞROTTIR IÞROTTIR IÞHOTTIR IÞROTTIR IÞROTTIR
HOLL ÍÞRÚTT 06 ÞROSKANDI
Segir SVANDÍS HAUKSDÓTTIR íslandsmeistari
á skíðum - og er liíin j)ó aðeins 14 ára að aldri
Norðurlandsriðill í handknattleik:
Tveir leikir í II. d. m helgina
KÁ-Þór eg Þór-Dalvíkingar
Á MORGUN, laugardag, kl.
17.30, leika KA og Þór síð-
ari leik sinn í Norðurlands-
riðli í handknattleik, 2.
deild, í íþróttaskemmunni
og verður eflaust um tvísýna
keppni að ræða, því þetta
getur orðið úrslitaleikurinn í
riðlinum.
Á sunnudag kl. 1 e. h.
leika svo Þór og Dalvíking-
ar sinn fyrri leik, því fyrri
leikur félaganna var talinn
ógildur og samþykkt að leika
hann að nýju. — Dómarar
verða Oli Ólsen og Óskar
Einarsson frá Rvík. Búist er
við spennandi keppni.
Y etraríþróttahátíðin
SVANDÍS HAUKSDÓTTIR
gerði AM þann greiða að vera
gestur blaðsins í sambandi við
Vetrarhátíð þá í íþróttum er nú
stendur yfir þessa viku á veg-
um ÍSÍ. Hún kom ekki til að
tíunda afrek sín eða þá sigra,
er hún hefur unnið, heldu'r sem
fulltrúi þeirrar æsku er margir
kasta nú steini að og kalla glat-
aða æsku. Undirritaður hefur
fylgzt með sigrum Svandísar
Hauksdóttur á undanförnum
árum — og hafði löngun til að
þekkja hana í sjón — og kynn-
ast viðhorfi hennar til þessarar
dásamlegu íþi'óttar, sem var
minn unaður í æsku þótt út-
búnaður væri þá aðeins léleg
tábönd úr teygjanlegu leðri og
í þann tíð var eigi um annað að
ræða en bera skíðin upp brekk-
urnar í dásamlegu skíðalandi,
sem Skíðadalur hefur vissulega
upp á að bjóða.
í stórhríðinni sl. miðvikudag
leit Svandís ipn til mín, prúð
14 ára stúlka, rjóð í kinnum,
látlaus og fallegur unglingur er
uppfylla vildi bín mína, sem sé
að vera fulltrúi AM á Vetrar-
hátíð ÍSÍ.
Hvenær byrjaðir þú að
stunda skíðaíþróttina Svandís?
Ég man það varla, en ég tók
þátt í Skíðalandsgöngunni 1962.
Þá hefur þú verið 6 ára. Og
svo síðan Svandís?
Ég held að Magnús Guð-
EINAR HELGASON
ÞJÁLFAR VÖLSUNGA
EINAR HELGASON, sem lengi
hefur verið þjálfari ÍBA-liðsins
á Akureyri, hefur nú verið ráð-
inn þjálfari Völsunga á Húsa-
vík. íþróttasíðan óskar Völs-
ungum til hamingju með ráðn-
ingu Einars. Hann mun ugg-
laust ekki liggja á liði sínu sem
þjálfari Völsunga — og fá þeir
þar góðan liðskraft.
NÝLEGA lauk sveitahrað-
keppni B. A. Sigurvegari varð
sveit Halldórs Helgasonar,
hlaut 2467 stig. Auk Halldórs
eru í sveitinni Ármann og Jó-
hann Helgasynir, Alfreð Páls-
son, Guðmundur Þorsteinsson
og Baldvin Ólafsson. AUs tóku
11 sveitir þátt í keppninni.
Röð efstu sveita er þessi:
1. Sv. Halldórs H. 2467 stig
2. — Harðar St. 2373 stig
3. — Mikaels J. 2249 stig
4. — Páls Pálss. 2235 stig
5. — Guðm. Guðl. 2202 stig
6. — Soffíu G. 2167 stig
mundsson skíðakappi hafi fyrst
og fremst stuðlað að því að
kynna mér dásemd skíðaíþrótt-
arinnar, en ég sótti námskeið
er hann hólt um áramótin 1967
—1968. Ég á Magnúsi mikið að
þakka.
En hvenær tókstu þátt í
fyrstu keppninni?
Það var árið 1968.
Og hvernig gekk?
Ja, ég sleppti úr einu hliði,
segir Svandís og brosir, en ég
held að það hafi mest verið að
Meðalárangur er 2160 stig. —
Vegna íþróttahátíðar ÍSÍ hér
á Akureyri var spiluð tvímenn-
ingskeppni að Bjargi sl. þriðju-
dagskvöld. Sigunægarar urðu
þeir Baldur Árnason og Ragnar
Steinbergsson, sem hlutu veg-
lega veggskildi í verðlaun.
Bridgemenn af Dalvík komu til
þátttöku á mótinu.
Á sunnudaginn 8. marz kl.
1.30 verður svo sveitahrað-
keppni að Bjargi. Á þriðjudag-
inn hefst einmenningskeppni
B. A. Öllu spilafólki er heimil
þátttaka.
þakka Frímanni Gunnlaugssyni
að ég fór að keppa, hann hvatti
mig — og fyrir það er ég hon-
ui.m þakklát — og ég hefi yndí
og ánægju að vera á skíðum,
hvort sem um keppni hefur ver
ið að ræða eða bara að njóta
yndisslunda upp í Hlíðarfjalli.
Fall er fararheill Svandís.
Eftir fyrstu- keppnina hefur þú
verið sigursæl?
Já, heppnin hefur verið msð
mér oftast nær, en að sigra er
aukaatriði, ánægjan er bara að
vera á skíðum finnst mér núm-
er eitt.
Ég finn að Svandís er ekkert
um það að ég fari að telja upp
afrek hennar á sviði skíðaíþrótt
arinnar til þessa og því sleppi
ég því hér, enda þeir sem unna
þeirri íþrótt kunnir sigrum
•hennar.
Stunda margar jafnöldrur
þínar skíðaíþróttina?
Mér finnst þær vera allt of
fáar, það er mín skoðun að tóm
stundum sé vart betur varið en
skreppa á skíði, það er bæði
holl og hressandi íþrótt — og
ef ég væri nokkurs megnug þá
myndi ég vilja hvetja sem flesta
að kynnast yndi þeirrar íþrótt-
ar.
Það gnauðar stórhríð við
glugga en gestur AM í sam-
bandi við Vetrarhátíð ÍSÍ orkar
sem sólskin. Þessi fallega 14 ára
stúlka hefur eigi ofmetnazt af
sigrum sínum. Mínar beztu
hamingjuóskir skulu fylgja
henni í keppni í skíðabraut og
á öðrum vettvangi lífsins. — s.j.
VETRARHÁTÍÐ ÍSÍ hefur stað
ið yfir þessa viku. Eigi er þó
hægt að segja að veðurguðirnir
hafi verið sérstaklega hliðhollir,
þó hefur 'hátíðin að mestu geng
ið snurðulaust til þessa. Að vísu
þurfti að fresta henni um einn
dag, sökum óhagstæðs veðurs.
En sl. sunnudag var hún sett á
íþróttavellinum af Jens Sumar
liðasyni formanni fþróttaráðs
Akureyrar, og þar fluttu ávörp
Gísli iHalldórsson íprseti ÍSÍ,
Bragi SLgurjónsson forseti bæj-
arstjórnar Akureyrar, Þórir
Jónsson formaður SKÍ og Þor-
steinn Einarsson íþróttafulltrúi
ríkisins. Heillaóskaskeyti barst
frá forseta íslands, dr. Kristjáni
Eldjárn.
í tilefni hátíðarinnar hefur
verið gefið út fyrsta dagblaðið,
sem út hefur komið á Akur-
í SAMBANDI við Vetraríþrótta
hátíð ÍSÍ er haldið 'hér á Akur-
eyri skákmót og er hinn ungi
og efnilegi skákmaður Guð-
mundur Sigurjónsson þar með-
al keppenda. Þessu skákmóti er
nú að verða lokið því aðeins er
eftir ein umferð. Staðan fyrir
lokaumfei'ðina er þessi:
1. Guðmundur Sigurjónsson
með 6 v., 2. Guðmundur Búa-
son 3V2 v. og 1 biðskák, 3. Jón
Björgvinsson 3 v., 4. Hjálmar
Theodórsson 2V2 v. og 1 bið-
skák, 5.—6. Árni Sigurjónsson
og Viðar Stefánsson 2V2 v.,
7. Jón Ingimarsson 2 v. og 8.
Jóhann Snorrason með 1 v.
í fyrsta flokki eru efstir og
eyri (sumir segja annað) undir
dugmikilli forystu Haraldar M.
Sigurðssonar íþróttakenara. Þar
sem þetta myndarlega dagblað
hefur vonandi komið fyrir sjón-
ir allflestra bæjarbúa og ná-
granna rekur AM hér eigi
úrslit í keppnisgreinum, heldur
birtir hér á síðunni stutt spjall
við Svandísi Hauksdóttur, en
við það nafn munu allir kann-
ast, sem áhuga hafa fyrir skíða-
íþrótt.
Mótsstjóri varðandi skíða-
keppni er Hermann Sigtryggs-
son, en skautakeppni Skjöldur
Jónsson.
Margan fróðleik má finna í
þessu fyrsta eða öðru dagblaði,
er gefið er út á Akureyri —og
vill AM hvetja lesendur sína að
kaupa og lesa það sér til fróð-
leiks og skemmtunar.
jafnir í 1.—3. sæti Atli Bene-
diktsson, Bragi Pálmason og
Örn Ragnarsson með 4 v., í
4.—5. sæti Áskell Kárason og
Sveinbjörn Sigurðsson 3V2 v.,
6. Hafsteinn Ágústsson 3 v.,
7. —9. Tryggvi Pálsson, Friðgeir
Sigurbjörnsson og Stefán Ragn
arsson 2V2 v. og 10. Benedikt
Sigfússon með V2 v.
Lokaumferðin verður tefld að
Hótel Varðborg á laugardaginn
kl. 13.30.
Hraðskák verður á sunnudag
kl. 13.30 og er öllum heimil þátt
taka. Þátttakendur eru beðnir
að skrá sig að Hótel Varðboi'g
á laugardaginn milli kl. 2—6.
Skákstjóri.
Guðmundur Sigurjónsson skákmeistari.
Svandís Hauksdóttir. Ljósm.: Myndver.
Mikil gróska í starfi
BriclgeféL Akureyrar
Staðan í skákmótinu á Akureyri