Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.03.1970, Side 7

Alþýðumaðurinn - 06.03.1970, Side 7
Pálmi Friðriksson MINNING Aldrei verSur að öllu vitað ævi langferða manns. Liggur þó á hans víðavangi, vegurinn kærleikans. Öi'laga þræði enginn rekur alla í hendi sér. Drottinn gefur og drottinn tekur. Drottinn sé með þér. Þessi orð úr eftirmælum um þingeyskan bónda koma mér í hug er ég minnist Pálma Frið- rikssonar, Gránufélagsgötu 5 á Akureyri. Hann kom úr sinni síðustu sjóferð mánudaginn 16. febrúar sl., þá lagði hann bátn- u'm sínum í hinzta sinni. Nafni hans og dóttursonur kom til móts við hann, vafalaust hafa afabörnin oft verið búin að bíða hans í fjörunni og fagna honum, þegar hann kom af sjónum, svo náið var samband Pálma, þessa góða manns, við niðja sína. Heima var honum fagnað að venju, því Pálmi Friðriksson var svo mikill gæfumaður að njóta hins sanna kærleika ást- vina sinna til hinztu stundar, og stundin var komin, hún kom að kveldi síðasta starfsdagsins, mild og hljóðlát kvaddi hún far mann til ferðar án tafar, án mikilla þjáninga. Umvafinn kærleika sinnar góðu konu kvaddi Páhni Friðriksson þenn an heim eftir starfssamann og farsælan ævidag, þessi hóværi og hlédrægi maður var sannur gæfumaður. Pálmi Friðriksson var fædd- ur að Naustum við Akureyri 29. okt. árið 1900. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Guðmunds son frá Teigi, hinn mesti sæmd- armaður, og Anna Guðmunds- dóttir, bæði voru þau af ey- firzkum ættum. Anna var göfug kona, trúuð og bænrækin. Þau hjón bjuggu í Arnarnesi og fleiri bæjum í Arnarneshreppi, þeim varð 6 barna auðið, dóttur misstu þau unga, hin náðu full- orðinsaldri og' lífið brosti við þessum gjörvilega systkinahóp. En örlagaþræði enginn maður rekur, annar ræður þeim. Bræð urnir þrír, Jónas, Andrés og Guðmundur, deyja allir á bezta aldri, miklir efnismenn. Frú Sigríður 'kona Stefáns Ág. Kristjánssonar forstjóra er nú ein eftir af börnum Önnu og Friðriks Guðmundssonar. Pálmi Friðriksson fluttist með foreldrum og systkinu|m til Akureyrar árið 1925. Þar varð á vegi ‘hans ung og falleg stúlka, Guðrún Jóhannesdóttir frá Patreksfirði, þau gengu í hjónaband 18. desember 1926. Skömmu síðar fluttu þau í Gránufélagsgötu 5 og bjuggu þar síðan. Þau eignuðust fjögur börn: Jóhönnu Maríu, gifta Matthíasi Einarssyni lögreglu- þjóni, Andreu, gifta Bjarna Jónssyni bifreiðastjóra, Guð- bjöngu, hjúkrunarkona og hús- freyja í Revkjavík, maður henn ar er Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, yngstur er Jóhannes er les lög við Há- skóla íslands, kvæntur Jóhönnu Árnadóttur. — Barnabörnin eru tíu. Pálma var það mikil ham- ingja að eignast svo ágæta konu, sem frú Guðrún er, hún stóð við hlið hans, fagnaði heim komu hans hverju sinni, bjó honum og börnum þei.rra hið fegursta 'heimili, þvi svo verk- hæf kona er Guðrún, að segja má að allt leiki í höndum 'hennai'. Sameiginlega vöktu þau hjón yfir velferð og þroska barna sinna og barnabarna. Börnin öll bera það með sér að hafa hlotið hið bezta uppeldi á menn ingarheimili, þai' sem foreldr- arnir og hin góða amma vöktu yfir velferð þeirra, báðu fyrir þeim og vísuðu til vegar. Það er trú mín að sú leiðsögn nái lengra en til barnabarnanna, þau munu kenna sínum böm- um og þannig rætast fyrirheitin og bænir trúaðra. Pálmi Friðriksson var fríður maður og vel á sig kominn, það var mikil hýra í svipnum, hann var gamansamur, smá glettinn en hlédrægur og naut sín bezt heima, þar var allt sem hann unni. Pálmi var kvaddur hinztu kveðju frá Akureyrarkirkju 24. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Þó Pálmi Friðriksson sé horf- inn sjónum þá geymist mynd hans og minning hjá ástvinum hans öllum og vinum. Æðruleysi dugur og dreng- skapur er arfurinn dýri, sem ekkert fær grandað og það er góð arfleifð. - HEYRT - SPURT - SÉÐ - HLERAÐ ... (Framhald af blaðsíðu 4). kcma út seinnipart vikunnar, t. d. á föstudögum, birtu sjón- varpsdagskrána í heild fyrir næstkomandi viku og ætti sjón varpið aS hafa ráð á að greiða blöðunum vel fyrir. Blöðin fengju þá líka eitthvað af þeim auglýsingum, sem hin óstund- vísa og ruglingslega sjónvarps- dagskrá hefir frá þeim tekið. Það sem mest er þó um vert, er það, að með þessu móti fengju menn dagskrána borna i húsin með blöðunum. Einn af mörgum. P. s. Orðið er laust hér í þætt inum ef óskað verður. — s. j. TVÖFÖLD ÚRSLIT. Bæði Tíminn og Dagur birta tvennskonar úrslit varðandi prófkjör Framsóknar á Akur- eyri. í báðum útreikningum sézt Alúðarþakkir til allra þeirra, er sýndu okkur sam- úð og heiðruðu minningu PÁLMA FRIÐRIKSSONAR, Gránufélagsgötu 5, Akureyri. Guðrún Jóhannesdóttir, Jóhanna M. Pálmadóttir, Matthías Einarsson, Andrea Pálmadóttir, Bjami Jónsson, Guðbjörg Pálmadóttir, Gunnar M. Guðmundss., Jóhannes Pálmason, Jóhanna Ámadóttir, barnabörn og systir hins látna. EH að sigurvegari Framsóknar í síðustu kosningum, Arnþór Þor steinsson, er fallinn kandidat í herbúðmn maddömunnar, en Stebbi okkar Reykjalín er sagð ur í 4. sæti í fyrri klásúlunni, en í öðru í þeirri seinni. Spurn- ing AM er: Hvers vegna er maddaman að leika tveim skjöldum? Því að enginn mun trúa því, að stjórnendur próf- kjörsins hafi eigi sett ákveðnar reglur varðandi talningu. AM hélt að núverandi formaður Framsóknarflokksins á Akur- eyri kynni betur á lykil áróðurá tækninnar. TVÖFÖLD FRAMKVÆMDA- STJÓRALAUN. Hver eru laun framkvæmda- stjóra Slippstöðvarinnar, ásamt fríðindum? Mér skilst nú að valdarúinn maður eigi að njóta sömu kjara varðandi kaup og hlunnindi. Er nokkuð óréttlátt að spyrja eftir þessu? — Akur- eyringur. -AXARSKAFT EÐA... (Framhald af blaðsíðu 2). þeirra smekklegur og öruggur. Að lokum er rétt að tjá bæjar- búum það, að ef þá grípur löng un til að hlæja hjartanlega, þá eiga þeir erindi á sýningu Menntaskólanema. Leikurinn er bráðskemmtilegur frá upp- hafi til enda og óvíst að betur hafi tekizt til í leikstjórn Jór- unnar frá Sörlastöðum. Með þökk fyrir sýninguna. SJÖB. - Stokkað upp í Slipp (Framhald af blaðsíðu 1). ólfi Árnasyni og Þorvaldi Jóns- syni: „Bæjarstjórn Akureyrar sam þykkir að starfsmenn Slipp- stöðvarinnar h.f. tilnefni annan stjórnarmann Akureyrarbæjar í stjórn Slippstöðvarinnar h.f. og varamann hans.“ Tillagan var felld með 8 at- kvæðurn gegn 3. Bæjarfulltrúi Jakob Frí- mannsson bar fram ósk um, að kosningu varamanna í stjórn Slippstöðvarinnar h.f. yi'ði frest að til næsta bæj arstj órnarfund- ar. Forseti tók ósk þessa til greina án þess að mótmælum væri hreyft. Þá var óskað eftir tillögum um stjórnanmenn, og komu fram eftirtaldir þrír listar, sem forseti auðkenndi með bókstöf- um: A-listi: Bjarni Einarsson, bæjarstjóri og Jón G. Sólnes, bankastjóri. B-listi: Alfreð Möller, for- stjóri og til vara Árni Magnús- son. C-listi: Birgir Þórhallsson, skipasmíðameistari. Við atkvæðagreiðslu féllu at- kvæði þannig: A-listi hlaut 7 atkvæði. B-listi hlaut 3 atkvæði. C-listi hlaut 1 atkvæði. Forseti lýsti réttkjörna sem aðalmenn í stjórn Slippstöðvar- innar hi. þá Bjama Einarsson og Jón G. Sólnes.“ Á næsta bæjarstjórnarfundi voru þeir Stefán Reykjalín og Tómas Steingrímsson kjörnir varamenn bæjarins af sama meirihluta. Á öðrum stað í blaðinu eru birt nöfn þeirra er nú skipa stjórn Slippstöðvarinnar h.f. Eftirmáli AM. AM hefur hér á ' undan birt hlutlausa bókun úr dagskrá bæjarráðs og bæjarstjórnar um mál þetta, lesendum til fróð- leiks — og einnig til utmhugs- unar. AM mun eigi gagnrýna að 'bæjarstjórinn skyldi af hálfu bæjarins vera kjörinn í stjórn hins nýja hlutafélags um Slipp- stöðina h.f., en vill gagnrýna og draga í efa að kosning Jóns G. Sólnes sé lögleg, ef taka á mark á bankalögum þeim, sem í gildi eru. Jafnframt ætlar AM í engu að vanmeta starf Skapta Áskelssonar — og kemur það sjónarmið einnig skýrt fram í tillögu jafnaðarmanna og Ing- ólfs Árnasonar, en telur það nokkra ofrausn af hálfu bæjar- félagsins, um leið og hann er gerður valdalaus að tryggja honum há fram’kvæmdastjóra- laun, auk fríðinda, einhliða, áður en hin nýja stjórn fyrir- tækisins er fullskipuð. En íhald og Framsókn virðast vera í inni legum faðmlögum um þessar mundir — og er það allgóður vegvísir fyrir kjósendur bæjar- ins í bæjarstjórnarkosningun- um í vór. Þó finnst blaðinu það gegna enn meii'i furðu að verka lýðsforinginn Jón Ingimarsson skyldi hlaupa til hjálpar hinu tvíhöfða íhaldi í 'bænum til varn ar því, að annar starfsmaður í Slippstöðinni yrði valinn úr hópi starfsmanna Slippstöðvar- innar — og vill AM spyrja hann í fullri vinsemd hvort hann 'hafi haft samráð við frú Soffíu tón- listargagnrýnanda Dags hvað þetta snertir. Nýkomið! Eldhúshnífasett Steikarsett Flöskuopnarar Tertuspaðar Ostaskerar Kökuföt o. m. fl. af búsáhöldum KAUPFÉLA6 VERKAMANNA KJÖRBÚÐ Akureyrardeild KEA heldur AÐALFUND sinn að Ilótel KEA íinimtu- daginn 12. marz.og hefst hann kl. 20.30. Kosnir verða á fundinum: 1. Deildarstjóri til þriggja ára. 2. Tveir menn í deildarstjórn til þriggja ára og tveir varamenn til eins árs. 3. Einn maðtir í félagsráð til eins árs og einn til vara. 4. Áttatíu og níu fulltrúar á aðalfund KEA og þrjátíu til vara. Listum til fulltrúakjörs ber að skila til deilda- stjórna í síðasta lagi mánudaginn 9. marz n.k. DEILD ARST J ÓRNIN.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.