Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Side 2

Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Side 2
IÞRÖTTIR IÞROTTIR II*ílOTTIIi NORÐURLANDSMEISTARAR 1971, ósamt Albert Sigurðssyni keppnisstjóra, sem er lengst til vinstri, þó Har- aldur Sveinbjörnsson, Jóhannes Sigvaldason, GuSmundur Guð'laugsson, sveitarforingi, Mikael Jónsson og Sveinn Tryggvason. Á myndina vantar Holldór Helgason. Ljósm.: Frímann. Sveit Gnðmnndar Gnðlaugs sonar á Akureyri sigraði Morðnrlandsmoímu i bridgre nýlokið UM síðustu helgi lauk Norður- landsmóti í bridge, er haldið var á Hótel KEA á Akureyri. Átta sveitir tóku þátt í keppn- inni, tvær frá Siglufirði, tvær frá Húsavík, tvær frá Dalvík og nágrenni og tvær frá Akureyri. Mótsstjóri var Albert Sigurðs- son og fór keppnin mjög vel fram svo að til þess var tekið. Sigurvegari varð sveit Guð- mundar Guðlaugssonar, Akur- eyri með 99 stig, en auk hans eru í sveitinni Haraldur Svein- björnsson, Jóhannes Sigvalda- son, Sveinn Tryggvason, Mikael Jónsson og Halldór Helgason. Önnur í röðinni varð sveit Guð- jóns Jónssonar frá Húsavík með 98 stig, þriðja varð sveit Páls Pálssonar, Akureyri, með 93 stig, fjórða varð sveit Björns Þórðarsonar frá Siglufirði með 62 stig, fimmta varð sveit Boga Sigurbj örnssonar, Siglufirði, með 61 stig, sjötta sveit Stefáns Landsliiii f btrðtennis leðiur dAk. N.K. SUNNUDAG, 24. október, leikur íslenzka landsliðið í borð- tennis við félaga úr T.B.A. í íþrótaskemmunni á Akureyri. Keppnin hefst kl. 1 e. h. ís- lenzka landsliðið er á förum til Oslóar og tekur þar þátt í Norð- urlandamóti í borðtennis. Allir landsliðsmenn eru úr Reykja- vík, 3 úr Erninum og 1 úr Ár- manni. Ekki er að efa að bæjar- búum leikur mikil forvitni á að sjá keppni í þessar íþrótta- grein, og er þetta fyrsta stór- mótið sem fram fer hér á Akur- eyri, og einnig í fyrsta skipti sem íslenzkt landslið leikur sem held. Fimm Akureyringar leika við landsliðsmennina, 3 starfsmenn Landsbankans, Vöggur, Her- mann og Örn, og Ólafur Hall- dórsson og Gunnar Jóhanne3- son, verkfræðingur. Félagsmenn í B.T.A. eru milli 50 og 60. Formaður félagsins er Gunnar Jóhannesson, verkfræð- ingur. Formaður Badminton- deildar er Sævar Hallgrímsson, kj ötiðnaðarm., en form. Borð- tennisdeildar er Örn Ingi Gíslas. Jónssonar, Dalvík og nágrennis, sjöunda sveit Jóns Árnasonar frá Húsavík og áttunda varð sveit Klemenzar Vilhjálmssonar frá Dalvík og nágrenni. Næsta Norðurlandsmót verð- ur haldið á Húsavík að ári. ÁRSÞING Í.B.A. sem halda átti sl. vor hefur nú verið ákveðið 4. nóvember n.k. Á þinginu leggja sérráð Banda- lagsins fram reikninga sína og skýrslur um störf sín, þá skýrir- sljórn ÍBA einnig frá sínum störfum og leggur fram reikn- inga. — Trúlega verður á þessu þingi rætt alvarlega um málefni íþrótahreyfingarinnar í bænum. Hduhor sigruðu bsði í TILEFNI af komu handknatt- leiksliðs Hauka frá Hafnarfirði, var efnt til hraðkeppni í hand- knattleik sunnud. 10. þ. m. með þátttöku liða frá Þór, KA og Haukum. Fyrsti leikurinn í hraðkeppn- inni, milli Þórs og Hauka, var mjög ójafn frá upphafi til enda. — Haukunum hafði tek- izt að skora 6 mörk áður en Þórsurum tækist að svara fyrir sig, og mestur varð munurinn 14:4. Staðan í hálfleik var 7:1, en lokatölumar urðu 16 mörk gegn 8. HAUKAR SIGRUBU K.A. Ilandknattleikslið HAUKA frá Hafnarfirði kom í keppnisheim- sókn til bæjarins í boði Hand- knattleiksdeildar KA helgina 9. og 10. þ. m. Léku Haukarnir við lið gestgjafanna á laugardag inn. Leikurinn var oft á köflum spennandi og vel leikinn af báð- urn liðum. Haukarnir byrjuðu á að skora fyrstu mörkin, en er 10 mínútur voru liðnar af leiktímanum náðu KA-menn að jafna, 3:3. Og þeir komust yfir með 6 mörk um gegn 5. KA-liðið leiðir nú leikinn um stund, er yfir með 8:6 og er fyrra til að ná heilum tug, 10:9, en gera svo ekki fleiri mörk í fyrri hálfleik, en Hauk- ar hæta við sig þremur mörkum og lýkur því fyrri hálfleik með 12 mörkum gegn 10. í síðari hálfleik kemur hið mikla úthald og þjálfun Hauk- anna betur í ljós, og hafa þeir yfirhöndina allan leikinn út í gegn þótt aldrei væri marka- munurinn verulegur. Má hér nefna tölurnar 15:11 eftir 10 mín. leik, en minnstur varð mun urinn í síðari hálfleik tvö mörk, 16:14, en mestur varð hann 5 mörk 24:19. Leiknum lauk með sigri Haukanna, sem fyrr segir, þeir skoruðu 25 mörk gegn 21. Lið Haukanna er skipað mörg um skemmtilegum leikmönnum og þar á meðal fyrrverandi leik- mönnum úr KA, þeim Ólafi Ólafssyni og Hafsteini Geirssyni. Flestir hafa eflaust húizt við stærri sigri Haukanna en raun varð á, því liðið er þrautþjálf- að og hefur æft í allt sumar og leikið marga leiki í haust við ýms handknattleikslið syðra. Þá léku þeir lil úrslita um Islands- meistaratitilinn utanhúss. KA-liðið stóð sig vel í leiknum þótt ekki tækist því að sigra, enda varla hægt að ætlast til þess í fyrsta leiknum á keppnistíma- 'bilinu. Veikasti hlekkurinn hjá liðinu er markvarzlan. Mörk KA skoruðu: Halldór Rafnsson 8, Árni Stefánsson 6 mörk, Þorleif- ur Ananíasson 3, Jóhann Einars- son 2 og Sigurbjörn Gunnarsson og Hermann Haraldsson eitt mark hvor. P^rsta körfnbolta- keppnin 1 vetur NÆSTA laugardag, 23. október, kl. 4,00 e. h. verður hóður í íþróttaskemmunni fyrsti kapp- leikur vetrarins í körfubolta. Það er lið KR sem kemur norður og leikur við körfuboltalið Þórs og er leikur þessi liður í Bikarkeppni K.K.I. Ekki er að efa að hinir fjölmörgu unnendur körfuboltans munu skunda í skemmuna ó laug- ardaginn og sjó þennan fyrsta leik Þórs í vetur og hvetja liðið til dóða í leiknum við KR, en KR-ingar urðu númer tvö í íslandsmótinu síð- astliðinn vetur. r I Næst kepptu Haukar og KA og einnig f þessum leik báru Haukarnir höfuð og herðar yfir andstæðing sinn. Þó virtist KA- liðið í fyrstu ætla að standa í Taukunum, en er nokkuð var liðið á fyrri hálfleik brást út- haldið hjá KA-liðinu og allt spil liðsins varð stirt og mátt- leysislegt og kom nú greinilega í ljós þreyta frá deginum áður. í hálfleik var staðan 7:4 Hauk- um í vil, og í síðari hálfleik yfir- buguðu Haukarnir KA-liðið al- gjörlega og urðu lokatölumar 19 mörk gegn 6. Síðasti leikurinn í hraðkeppn- inni var á milli Þórs og KA. Oft hafa leikirnir á milli þessara bæjarliða verið spennandi og harðir. Ekki verður það þó sagt að leikur þessi hafi verið spenn- andi, þar sem Þórsararnir höfðu yfirburði í leiknum frá upphaf yfir þreyttu KA-liðinu. Harður var leikurinn í meira lagi, þótt talsverður munur væri á liðun- um, og álít ég að dómurunum hafi þar verið um að kenna, en þeir voru úr liði Haukanna og tóku dómarastörfin ekki mjög alvarlega. í hálfleik höfðu Þórsararnir gert 6 mörk, en KA-liðinu að- eins tekizt að gera tvö mörk. Síðari hálfleikurinn var harð- ari en sá fyrri enda farið að gætu þreytu einnig hjá Þórslið- inu. Tveim leikmönnum var vís- að út af í síðari hálfleik í tvær míntur hvorum og margir fengu áminningu. Leiknum lauk, svo sem fyrr segir, með sigri Þórs, sem skor- aði 12 mörk gegn 6 mörkum KA-liðsins. 2 _ ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.