Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Blaðsíða 8
' I I í STJÓRNMÁLAUMRÆÐUM á íslandi ihefur sá leiði siður löngum verið við hafður að núa mönnum um nasir orð og athafnir fortíðarinnar. Þannig mótast eldhúsdagsumræður alla jafna af nuddi og nagi um það hvað þessi flokkurinn eða hinn hafi endur fyrir löngu gert eða lagt til mála. Sjaldan bregður fyrir málefnalegum umræðum, enda er ekki minnsti vafi á því, að andúð almennings á stjóm- málum og sú litla virðing, sem almenningur ber fyrir þeim og þeim, sem þau stunda, á að veru legu leyti rætur að rekja til þess hve djúpt er á heiðarleika í um ræðum manna með andstæðar skoðanir. Illgirni og smáborgaraháttur íslendinga, lestir , sem við losn- um sjálfsagt seint við, ráða miklu um það hátterni einstakra manna, að koma sér hjá mál- efnalegum umræðum, rökstuðn- ingi og slaðreyndaöflun. Þeim veitist miklu léttar, og vænlegra til árangurs um leið, að gera andstæðinga sína hlægilega og snúa út úr orðum þeirra og brengla vísvitandi það, sem þeir 'hafa sagt. Góð dæmi slíks mætti til tína, svo sem Austra Þjóðviljans og Staksteinahöfund Morgunblaðs- Ú R BÆJARLÍFINU Hús í smíðum j HAFIN ER smíði 44 íbúðarhúsa með 130 íbúðum á árinu, en / alls eru í smíðum 99 íbúðarhús með 263 íbúðum, og má ætla, / að þar af verði 23 íbúðarhús með 85 íbúðum skráð fullgerð um / næstu áramót. Auk íbúðarhúsa eru stærri byggingar í smíðum / um þessar mundir svo sem barnaskólinn í Glerárhverfi, 6 hæða verzlunarhús KEA við Hafnarstræti 95, afgreiðsluhús fyrir Skeljung h.f. að Hj alteyrargötu8 og hús skipasmíðastöðvar Narfa h.f. við Óseyri 16. Frá fyrri árum eru í smíðum nokkur hús, svo sem viðbótarbygging ílugstöðvar á Akureyrarflugvelli, og afgreiðslu- og verkstæðishús Norðurflugs á sama stað. Vega- gerð ríkisins er að ljúka byggingu fyrsta áfanga verkstæðis- og skrifstofuhúss við Miðhúsaveg og Olíuverzlun íslands hefur tek- ið í notkun hús sitt við Tryggvabraut. Só svarti senuþjófur! ÝMSUM HEFUR þótt nóg um „senuþjófnað“ Alþýðubandalags- ráðherranna í ríkisstjórn, enda svo komið að í augum lands- manna ber hún mun meiri svip af þeim Magnúsi og Lúðvík held- ur en Ólafi eða „kaðlameistaranum“ Hannibal. Framsóknarblöð- in hafa líka verið ófeimin við að auglýsa þá félagana. Þannig hefur Magnús Kjartansson vafalaust hingað til fengið meira rúm en nokkur annar ráðherra í fjölmiðlum og sennilega hefur Tím- inn eytt meira rúmi í hann en alla hina ráðherrana til samans. Annars er það eftirtektarvert hvað sumir ráðherranna eru dug- legir auglýsingamenn og mættu margir sj óbíssnessmenn af þeim læra í þeim efnum. Nú nýverið kom Magnús Kjartansson til Ak- ureyrar og hefur það sjálfsagt ekki farið framhjá neinum, svo rækilega sem hann var auglýstur, hins vegar virðist xriinna hafa verð gert úr því, að honum var hér haldin dýrleg veizla, sem mun vera fátítt þótt ráðherrar bregði sér bæjarleið. Slippstöðin á Akureyri NÚ ER svo komið málum Slippstöðvarinnar, að stöðin verður innan skamms að hætta störfum verði ekki bætt úr fjárhags- erfiðleikum hennar. Mönnum verður að vonum tíðrætt um þessi mál, svo miklu sem þau skipta bæjarbúa og falla dómar stund- um hvatvíslega um þá menn, sem þar eiga hlut að máli, en það er svo um þetta fyrirtæki eins og reyndar obbann af stærri fyrir- tækjum landsmanna, að það er meira og minna upp á ríkið kom- ið um rekstrarfé, enda ríki og Akureyrarbær stærstu ’hluthaf- arnir. Magnús Kjartansson hefur verið ódeigur við það undan- farin ár, að boða áætlnarbúskap og fyrirhyggju í fjárfestingu og yrði þar tekið mið af þjóðarhag, enda eðlilegt þar sem um er að ræða fyrirtæki, sem beint og óbeint eru rekin af ríkinu. Það kemur því mörgum spánskt fyrir sjónir, að gefið skuli leyfi til stofnunar nýrrar skipasmíðastöðvar hér á Akureyri. Er þetta áætlunarbúskapur iðnaðarráðherra ? r ■ ins, sem báðir tveir högglast við að herma upp gamlan blaða- mennskustíl aldamótanna, sem fylltu einatt ’blöð sín persónu- legu ’hnjóði og illmælgi. Enn hefur fólk gaman af þessum til- tektum, nýtur þess að lesa hnytti- lega samda róggrein, enda þótt alger rökleysa sé. Þannig taka menn þessir að sér hlutverk trúð leikara, en löngum hefur þótt brenna við í seinni tíð, að menn líti á stjómmálamenn sem slíka, ekki hvað sízt fyrir tilbeina slíkra skemmtanamanna. Þarna er á ferð býsna alvarleg þróun, sem hæglega getur opnað ævin- týraþyrstum upplausnarlýð greið ar götur til áhrifa vegna sinnu- leysis almennings. Þessu verður varla breytt nema til komi öflug gagnrýni í stjórnmálaflokkun- um sjálfum á ábyrgðarleysi þeirra, málefnaleysi og loddara- hætti, því eins og Maó formað- ur, sá mikli lífsfílósóf segir í kveri sínu: „Vér segjum, að her- bergi verði að hreinsa reglulega, ef ekki á að safnast þar fyrir ryk og vér verðum að hafa reglu á því að þvo oss um andlitið, ef það á ekki að verða kámugt af óhreinindum. Hið sama gildir um ’hugarfar félaga vorra og flokksstarfið, þar safnast fyrir ryk, þar þarf Iíka að sópa og þvo. Málshátturinn „rennandi vatn seymar ekki og hurðar- hjarir verða ekki ormétnar“ lýt- ur að því, að sífelld hreyfing er vemd gegn skaðlegum áhrifum gerla og annarra lífvera.“ Þessi orð Maós formanns má vissulega Framhald á blaðsíðu 7. SÍÐUSTU fréttir herma, að nú sé staðnæmzt við það að leysa læknaskortinn úti á landsbyggð- inni þannig, að Reykjavíkur- læknar þjóni læknislausum hér- uðum mánuð og mánuð, eftir því sem á stendur hjá þeim góðu mönnum og þeir hafa nenningu til. Þetta kann að vera lausn eitt ár eða svo, en engin frambúðar- lausn er þetta og mun verri en sú að skylda alla læknakandi- data til að gegna ’héraði um 6—12 mánaða skeið. Bæði er, að læknakandidötum væri það holl reynsla að dvelja í læknishéraði utan þéttbýlisstaða nokkurt skeið, og svo kynni af því að flj óta, að einn og einn þeirra fyndi ihjá sér köllun til að þjóna íbúum strj álbýlisins um nokk- urt skeið. Borin von er slíkt um hlaupalækna úr Reykjavík. Hitt er svo annað mál, að þessi vandi verður aldrei leyst- ur, ef ríkisvaldið og læknasam- tökin taka ekki á þeim af alvöru og óeigingimi, og þá má ekki horfa fram ’hjá þeirri staðreynd, að strj álbýlið verður að hafa lækna til dvalar hjá sér, það er þeim menningarleg og 'heilbrigð- isleg nauðsyn, og því verður að búa læknum aðstöðu til að svara þeirri nauðsyn. Þetta skyldu stjórnarvöld og almenn- ingur gera sér Ijóst, í sambandi við þær umræður sem um þessi mál hljóta að verða á næstunni, og þá leit að úrlausn sem fram- undan er. Varhugaverð fyrirœtlan RÍKISSTJÓRNIN hefir boðað, að hún muni beita sér fyrir því, að opinberir starfsmenn fái verkfallsrétt. Þetta er varhugaverð fyrirætlan. Við höfum nóg af verkföllum í okkar litla þjóðfélagi, þótt ekki færi að bætast við, og væri sönnu nær að setja ný lög um verkföll og vinnudeilur, sem auðvelduðu lausn kjaradeilu án verkfalla fremur en nú er. Menn skyldu hafa hugfast, að opin- berir starfsmenn eru þjónar almenn- ings, og verkföll hjá þeim mundu fyrst og fremst bitna á hinum almenna borg- ara, setja hann í vanda, sem hann fær þó litla sem enga aðild að að leysa. Þetta horfir við þegnunum. En gagn- vart hinum opinbera starfsmanni horf ir hitt: Hvað vinnur hann við verkfalls réttinn? Hann hefir þegar mjög sterka samningsaðstöðu, það hafa hundanfarn- ir kjarasamningar sýnt. Óánægja manna með þá beinist fyrst og fremst að sam- anburði innbyrðis, ekki út á við. Hinn opinberi starfsmaður á á hættu að skapa sér ýmiss konar óvinsældir, ef hann fer að auka á glundroða þjóðfé- lágsins með verkföllum, og loks skyldu menn veita því athygli, að þeir, sem undanfarin ár hafa mest orðið að beita verkfallsvopninu, hafa þó sífellt dreg- izt aftur úr um kaup miðað við aðrar stéttir, sem samið hafa um kaup sitt án verkfalla. Þetta bendir til, að verkföll séu að verða úrelt vopn við kjarasamn- inga. Vilji ríkisstjórnin vinna opinberum starfsmönnum til raunverulegra hags- bóta, sem vér vissulega vonum, þá ætti hún umyrðalaust að bæta kjör starfs- manna sinna í lægri flokkunum, en sleppa því að gefa eld vinnudeihia lausan á vettvangi opinberra starfa. Br. S.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.