Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Blaðsíða 7
Fulltrúakjör Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar hefur ákveðið, að kjör fulltrúa félagsins á 12. þing Alþýðusambands Norðurlands, sem haldið verður á Hðsavík dagana 6. og 7. nóvember n.k., fari fram að viðhafðri alls- lærjaratkvæðagreiðslu. Framboðslistum með nöfnum 2ja aðalmanna og 2ja varamanna ber að skila til skrifstofu verkalýðsfélag- anna, Strandgötu 7, Akureyri, eigi síðar en kl. 12 á há- degi fimmtudaginn 28. október. Hverjum franiboðslista þurfa að fylgja meðmæli 25 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 18. október 1971. SJÓMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR. Námskeið s keramik og postulínsmálningu eru að hefjast. Kennarar eru, listamaðurinn Alfar Saari og Sigrún Jónsdóttir, sem kennir fleiri listgreinar, svo sem jóla- gjafamuni. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur í Iðnskólan- um og liefst 20. þ. m. Upplýsingar og innritun hjá Lilju Guðmundsdóttur, sími 1-22-28, Bergþóru Eggertsdóttur, sími 1-10-12, Guðrúnu Friðriksdóttur, sími 1-13-70 og í Iðnskólan- um kl. 2—5 og 8—11. HAGTRYGGING H.F. hefur opnað skrifstofu í BREKKUGÖTU 4 uppi. — Skrifstofan verður opin frá 5%—7 mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. HAGTRYGGING H. F. „OPIÐHÚS" íyrir unglinga 14 ára og eldri verður í Skátaheimilinu HYAMMI á miðvikudögum kl. 8—-10 e. h. Fyrirkomu- lag svipað og í fyrra, leiktæki, músik, veitingar. Aðgangur ókeypis, en góð umgengni áskilin. Opnað í kvöld, miðvikudag 20. okt., kl. 8 e. h. ÆSKULÝÐSRÁÐ AKUREYRAR. - Gagnrýni og Framhald af bls. 8. heimfæra upp á íslenzk stjórn- mál, þar hafa helzt til fáir orð- ið til þess að beita sig sjálfs- gagnrýni, endurmeta sig og við- horf sín, heldur láta tælast til fylgilags við þá flokka, sem í stað þess að efla fólk til hugs- unar, færa þeim fastmótaðar, glerharðar og óumbreytanlegar skoðanir, styrktar klisjum, sem alltaf má aftur nota, enda verð- ur fólk svo undarlega náttúrað sjálfsgagnrýni af fylgilagi við slíkar kreddu- stefnur, að það hættir smám sam an að hugsa sjálfstætt, vegur ekki og metur orð og athafnir heldur lætur stjórnast líkt og skynlausar skepnur af þeim, sem hæst hefur og mest ber á. Eina leiðin til meiri reisnar íslenzkra stjórnmála liggur að 'brautum sj álfsgagnrýni og gagnrýni flokk anna sjálfra. Stofnun nýs flokks hefur ekki fært íslenzkum stj órn- málum þá reisn, sem verðug væri. — IÐNGARÐAR Á ÁK. Framhald af blaðsíðu 1. reynum að leggja sem minnstan pening í vinnulaun, en gerum þetta mest sjálfir í frístundum okkar á kvöldin og um helgar, þótt sá tími vilji oft verða ódrjúgur. — Fáið þið einhverja jyrir- greiðslu frá hinu opinbera, vegna þessa hagkvœma bygging- arjyrirkomulags ? — Við eigum von á að fá lán úr Iðnlánasjóði, en það tek- ur langan tíma að afgreiða þau lán. Frá bænum fáum við enga fyrirgreiðslu umfram aðra, þótt hyggilega sé hyggt, og lóðir sparaðar. — Hafið þið möguleka á stœkkun? — Þetta er aðens fyrsti áfang inn og er gólfflötur hans um 570 fermetrar. Þar að auki höfurn við leyfi til stækkunar hússins til beggja enda og munum við notfæra okkur það með tíman- um. Við þökkum Guðmundi Ósk- ari fyrir svörin og óskum þeim félögum sem að þessari bygg- ingu standa alls góðs. Vonandi er að fleiri smá iðn- fyrirtæki sjái þarna byggingar- fyrirkomulag við sitt hæfi og komi sér þannig upp varanlegu húsnæði á ódýran og hentugan hátt. Árni. — BREYTINGAR . . . Framhald af bls. 1. sem utan Reykjavíkur gerist, auk þess, sem blöð þessi eru nauðsynleg til gagnrýni þeirra mála, sem hvert byggðarlag snerta sérstaklega. Um leið og blaðið kemur nú út að nýju ‘hafa orðið á því þær 'breytingar, að enginn ritstjóri er ráðinn að blaðinu. Sigurjón Jó'hannsson, sem verið hefur um langt árabil ritstjóri blaðsins, fer nú frá blaðinu um stundar- sakir að minnsta kosti. — Fyrirhugað er, að blað- ið komi reglulega út fram til áramóta og komi þá út á mið- vikudögum. Um leið og þessar breytingar á útkomu eiga sér stað, verður blaðið prentað í Prentsmiðju Bjöms Jónssonar. Arni Sverrisson mun sjá um að fylgja blaðinu eftir í prent- smiðju, auk þess sem 'hann hef- ur fastan þátt um íþrótta- og æskulýðsmál. Jóhanna Þráins- dóttir mun sjá um söfnun aug- lýsinga og viðtöl fyrir blaðið. Ritnefnd mun stjórna blaðinu um stundarsakir, en í henni eiga sæti: Bárður Halldórsson, Freyr Ófeigsson, Hreinn Pálsson, Kol- 'beinn Helgason og Þorvaldur Jónsson. A T V I N N A STARFSSTÚLKUR óskast í eldhús Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Upplýsingar hjá ráðskonu. Sími 1-12-94. TILKYNNING FRÁ Skjaldborg sf. Það tilkynnist hér með að fyrirtaeki okkar, SKJALD- BORG S.F., hefur keypt eignir Prentsmiðju Björns Jóns- sonar h.f., hús og vélar, og munum við eftirleiðis, eins og undanfarin 3% ór, reka prentsmiðjuna undir sínu gamla nafni: Prentsmiðja Björns Jónssonar, en prent- smiðjan mun vera elzta iðnfyrirtæki ó Islandi, stofnuð 14. apríl 1852. — Við viljum nota þetta tækifæri til að þakka hinum fjölmörgu viðskiptavinum vorum ó Akureyri og annars staðar ó landinu fyrir ónægjuleg viðskipti þann tíma, sem við höfum rekið prentsmiðj- una og væntum þess að njóta hinna ógætu viðskipta ófram. Þó bjóðum við nýja viðskiptavini velkomna, en við leysum af hendi vinnu ó hvers konar prentverk- efnum, svo sem: Bókum, blöðum, tlmaritum og smó- prenti alls konar. Við höfum þó ónægju að tilkynna núverandi viðskipta- vinum okkar og væntanlegum viðskiptavinum, að fró og með næstu óramótum getum við boðið band ó þeim bókum, sem prentaðar eru hjó okkur, vegna tilkomu nýrra bókbandsvéla. Sýnishorn verða fyrirliggjandi um miðjan nóvember I prentsmiðjunni. Að lokum viljum við geta þess, að við getum einnig boðið viðskiptavinum okkar upp ó útlitsteikningar af prentverkefnum, ef óskað er. Virðingarfyllst, SVAVAR OTTESEN, HARALDUR ÁSGEIRSSON. Plflsttonnir oj brto Höfum til sölu nokkurt magn af plasttunnum og brúsum. — Upplýsingar gefur HJÖRLEIFUR HAFLIÐASON, sími 1-27-44. ULLARVERKSMiÐJAN GEFJUN Utvegrs I I enn Höfum fyrirliggjandi dragnætur ó hagstæðu verði. NÓTASTÖÐIN ODDI H. F. Símar 1 14 66og 1 21 39 — Akureyri Ensknkennsla íer fram á vegum Námsflokka Akureyrar á vetri kom- anda. Síðari innritun hefst fimmtudaginn 21. október (kl. 6—7 í iðnskólahúsinu). Nánari upplýsingar veita: Irene Gook Gunnlaugsson, sími 1-25-10. Pafricia Jónsson, sími 1-24-06, og Jón Sigurgeirsson, sími 1-12-74 eða 2-16-62. ✓ Kennsla í öðrum greinum verður væntanlega aug- lýst í janúar n.k. Akureyri, 11. október 1971. NÁMSFLOKKAR AKUREYRAR. ALÞÝÐUMAÐURINN — 7

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.