Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Blaðsíða 6
Útigöngufólk og sitthvað fleira EIN AF nýjungum okkartíma er firringin. Orð þetta skilja fóir enda lítils metið af flestum, þótt það sé engu ómerkara en mengunin. Það býr hins vegar við þröngan kost, af því erfitt er að fóta sig ó því, enda hólt með afbrigðum og einatt notað af þrætu- listarmönnum. Samt er það svo með þetta blessaða vandræðaorð, að því skýtur æði oft upp í huga manns sé þessi velferðarveröld okkar augum barin. Hvarvetna má sjá þess merki, að fólk sé að fjar- lægjast eitthvað, sem áður var hluti af því og menn höfðu tam- ið sér að skoða sem óaðskiljan- legan hluta sjálfs sín. Það er rétt eins og ytri gæði þau, sem sósíal ískar mannúðarhreyfingar eins og verkalýðshreyfingin, börðust fyrir, hafi á engan hátt fært fólki auknari hamingju né vel- sæld og ósjaldan heyrir maður þær athugasemdir, að líklega hafi allt verið unnið fyrir gýg, hamingja manna hafi ekkert aukizt, mannlífið ekkert batnað. Þetta er uppgjafartónn og yfir- leitt heyrist hann aðeins hjá fólki í andartaks tryllingi þeim, sem grípur fólk, þegar það hætt- ir að vega og meta og hafnar skynsemistýrunni, sem vitaskuld verður að lýsa okkur meðan kost ur er. Þegar rýnt er djúpt í kjöl- inn, kemur fljótt í Ijós, að eng- inn vill hafna þeim ytri gæðum, sem hann hefur klófest. ★ Hippar Þess vegna fæst engin lausn á þeim vanda nútímafólks að höndla hamingjuna, þótt horfið sé til náttúrunnar að sið úti- göngufólks og hlaupastráka okk- ar tíma, hippanna. Enda er svo komið nú með flest skyni borið fólk í heimalandi hippa, Ame- ríku, að það er að ranka við sér og hefur tekið mark á mörgu því, sem hippar hafa öðrum mönnum betur komið auga á. Að vísu er enn til slíkt fólk, að það afgreiði útigöngufólk með því, að það sé ekki annað en óðir kommúnistar, en slíkt fólk hefur alltaf brjálað sjálft sig og aðra með alhæfingum sem slík- um. Eitt af því, sem útigöngu- fólk hefur beint athygli manna að, er andleg leti og sinnuleysi. Útigöngufólk þetta hefur ekki fremur en annað þj óðbyltinga- fólk svarað neinum spumingum. Kostur þess felst fyrst og fremst í nýjum spurningum, sem það hefur vakið. Það kostar ekki kapps um að afgreiða allt með pennastriki, þótt vissulega megi á meðal þess finna réttlínufólk, sem með hitasóttarkenndum ákafa kaldhamrar klisjur sínar, oft fengnar að láni frá streitu- fólki, þýðversku, sem týndi sjálfu sér á bókasöfnum þýzkra háskóla. Slíkt fólk er þó góðu heilli í minnihluta meðal æsku- fólks og ástæðulaust með öllu að hrekja ungmenni með frunta- skap yfir til slíkra öfga. ★ Lýðræði Við skulum 'heldur rýna í sumt það, sem það 'hefur spurt um, svo sem eins og lýðræðið, sem tölvert 'hefur komizt á dag- skrá upp á síðkastið, meðfram vegna vamarmálanna. Ég nenni ómögulega að tala um varnar- málin, svo sjálfsögð sem þau virðast mér. Ég kem ekki auga á nema tvær leiðir: að herinn sitji hér áfram eins og verið hef- ur eða hann hverfi úr landi og við göngum þá um leið úr Nató, því ekki sé ég hvernig við meg- um halda andlitinu uppréttu, ef við rekum stríðsmenn í burtu, en heimtum um leið af þeim að þeir forsvari okkur gegn fárskap kommúnista. Það er önnur tegund lýðræð- is, sem ungt fólk veltir nú fyrir sér. Nokkurs konar vinnulýð- ræði. Það tekur sjálft eftir því, að það hefur firrzt vinnu sína, hvort 'heldur hún er í skóla eða á almennum vinnumarkaði. Það veit ekki hvers vegna, en lætur sér detta í 'hug að það kunni að vera af því það hafi ekki nægan skilning á því, sem það er að gera, því finnst það vanta for- sendur fyrir vinnu sinni. Þjóð- félagið 'hefur látið undan hávær- um kröfum þeirra á vitlausasta máta, sem hugsast getur. í stað þess, að þeir eldri og reyndari reyndu að hlusta á fólkið, tala við það og reyna að finna sam- eiginlega lausn frá vandanum hafa alls kyns félags- og sálfræð- ingar verið á sjó dregnir, auk þeirra manna, sem strax gáfust upp á kennslu og hafa síðan orð- ið vinnandi fólki til bölvunar með kennsluskrám og reglu- gerðafargani. í stað þess að reyna að bæta andrúmsloft hef- ur verið farið þannig að, jafnt í skólum sem á vinnustöðum, að fjármunum og lagabálkum hef- ur bókstaflega talað verið stráð yfir viðkomandi stofnanir. Unga fólkið hefur oft áfellzt lýðræðis- fyrirkomulag okkar fyrir það, að í því væri ekki nægilegt svig- rúm fyrir það, það ætti þess ekki kost að vera með, taka ákvarð- anir, stjóma o. s. frv. Hins veg- ar er rík tilhneiging hjá því til þess að skjóta sér undan ábyrgð þeirri, sem þeirri vegsemd fylgir að taka ákvarðanir í sjálfs sín og annarra efnum. Róftækni — vinnulýð- ræði Eitt er einkennandi fyrir rót- tæka æsku á íslandi og það er hvað hún er róttæk í munninum en íhaldssöm þegar upp fyrir munninn kemur. Þannig telja forsprakkar kommúnista það eina herlega lausn allra vanda- mála að skipa starfshópa í stað nefnda, auðvitað með þeim aug- Ijósu rökum, að starfshópar starfi en nefndir. svæfi. Auðvita- að gætu slíkir starfshópar orðið hið mesta þarfaþing, en það gætu nefndimar líka orðið, því í rauninni eru þær ekki annað en starfshópur. Aðalatriðið er ekki hvaða nafn við gefum þeim hópi manna, sem saman kemur til að leysa einhver mál. Hitt skiptir mestu máli, að hópurinn vinni sitt starf af skynsamlegu viti og réttsýni. En vafasamt er það og meira en það, að öll okk- ar ráð og nefndir hafi slíkt að leiðarhnoða við vinnu sína. Mér dettur í hug í þessu sambandi eitt stórt fyrirtæki í þessum bæ, sem nú berst í bökkum. Með það hefur verið farið svo, að það hefur fengið fjármunitil rekst- urs á þeim forsendum, að það sé þjóðhagslega séð hagstætt, hvað sem það nú þýðir. Hins veg ar 'hefur ekki farið fram nein könnun á allri starfsemi og ósjaldan heyrir maður að allri skuld er skellt á forstjóra, enda finnst mörgum það tryggast, því ófært er að móðga fjöldann. Ég skal fúslega viðurkenna, að ég er lítt kunnugur rekstri þessa fyrirtækis og ætla mér ekki að fella neinn dóm um það. Hins vegar hefur hvarflað að mér sá grunur, að þar geti verið að finna þá meinsemd, sem ég tal- aði um áður, þ. e. firringuna. Menn vinna þá störf sín meira og minna í tilgangsleysi oft sök- um þess, að þeir gera sér ekki grein fyrir að vinna þeirra er annað og meira en 'brauðstrit. Allir 'hljóta að viðurkenna, að manni hlýtur þá fyrst að líða vel á sínum vinnustað, að hann fái fullnægju í starfi sínu og hann finni að það beri árangur. Það er ekki hægt að ætlast til þess, hvorki í stóru fyrirtæki, skóla eða samfélagi manna, að öllu sé stjórnað „ofan frá“. Þar verður að virkja alla jafnt, hvert svo sem starf þeirra annars kann að vera innan stofnunar. ★ Atómsprengjan og tómstundirnar Svo ég víki þá enn að úti- göngufólki því, sem mér verður svo tíðrætt um, þá 'hefur það beint athygli yfirvinnufólks, sem við flest erum á íslandi, að því átakanlega tilgangsleysi, sem hrjáir okkur mitt í öllu velferð- ardóti okkar. Það er einnig sum part af þeirra frumkvæði, sem menn velta nú meira fyrir sér atvinnulýðræði og 'hvernig höndla megi meiri lífsuppfyll- ingu á vinnustað sem utan faans. Þórarinn heitinn Bj ömsson sagði eitt sinn, þegar mikið var rætt um atómsprengjuna: „Ég óttast ekki sprengjuna, en ég er dauðhræddur við tómstundirn- ar.“ Þetta er af miklu viti og speki sagt og fullkomlega sam- boðið slíkum húmanista sem hann var. Hann horfði með ugg á það, hvernig fólk var að ein- angrast frá samfélaginu, hvernig fór að gæta vaxandi upplausnar og menn fjarlægðust æ meir það, sem áður hafði verið fast- ur þáttur þeirra. Lýðræði okkar Ávnrib í DAG, 20. október, á Kristján Halldórsson á Klængshóli í Skíðadal 85 ára afmæli. Undir- ritaður þakkar Kristjáni fyrir hugljúf kynni allt frá bemsku- dögum. — Jafnframt læt ég þá ósk mína flakka — að ef auðna ræður geti ég spjallað við Kris- ján í ró og næði fyrir jólablað A. M. En ég leyfi mér, Kristján, að biðja blað jafnaðarmanna á AÐFARANÓTT sl. þriðjudags lézt að heimili sínu hér í bæ Emil Andersen, verðgæzlustjóri. Með Emil er til moldar hniginn mætur 'borgari fyrir aldur fram. Emil tók mjög virkan þátt í starfi templara og Sj álfsbj argar, en undanfarin ár einnig leik- starfsemi. með öllum sínum kostum og göll um er 'búin töluverð hætta af sinnuleysi og því tilgangsleysi, sem margir kvarta undan, þvi maður án marks og miða í lífinu er eins og skip án rár og reiða, hann rekur undan ofsafengnustu veðrunum og sterkustu straum- unum. Hann 'hlýtur því að verða öfgastefnum að 'bráð. ..—------------- Frá Sjálfsbjörg Okkar vinsæla FÉLAGSVIST 'hefst að Bjargi n.k. fimmtudags- kvöld kl. 8.30 (á morgun). Fé- lagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. i —— ——— Góð auglýsing gefur arð bcill A Akureyri fyrir heillaóskir mín- ar, þótt ég verði að uppljóstra því, að þú ert óforhetranlegur Framsóknarmaður. Beztu árnaðaróskir, Kristján — og ég flyt þér og konu þinni og dætrum beztu kveðjur. Lifðu 'heill, Kristján, og hafðu þökk fyrir allt liðið. A. M. sendir ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur og óefað munu vinir hans minnast hans nánar í næsta blaði. — Ég þakka Emil fyrir persónuleg kynni — og er þess fullviss að hans bíður góð heimkoma hand- an landamæra lífs og dauða. S. J. 6 _ alþýðumaðurinn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EMIL HELGI ANDERSEN, Byggðavegi 93, Akureyri, andaðist að heimili sínu 18. þ. m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Erla Hallsdóttir, Anna Halla Emilsdóttir, Björk Emihdóttir, Þröstur Emihson, . Sœmundur E. Andersen, Lillian Andersen, Margrét Emihdótir, Júlíus Thorarensen og barnabörn. Sigurjón frá Hlíð. N Mcetur borgari Idtinn

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.