Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.11.1971, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 18.11.1971, Blaðsíða 1
Stshha W Minjasafnið ií Ahureyri Húsavík 12. nóv. í DAG mætti Jón Armann Héð. insson alþingismaður á fundi í Alþýðuflokksfélaginu. Hann ræddi gang þingmála og stj órn- málaástandið í landinu almennt. Var gerður góður rómur að máli hans, auk þess sem 'hann svaraði fjölda fyrirspurna. Gætir hafa verið stirðar að undanförnu og afli tregur þegar gefið hefur. Þó hefur vinna ver- ið nokkuð stöðug í frystihúsinu, þar sem nokkur koli hefur borizt og er seinunninn. Þrír nýir þil- farsbátar hafa bætzt í flotann á árinu 11—12 lestir. Þeir eru: Aron ÞH. Eigandi Aðalbjörn Hólmgeirsson. Hafrún ÞH. Eigandi Bjarni Elíasson. Ásgeir ÞH. Eigendur Þórður Ásgeirsson og Magnús Andrés. son. Þá er í smíðum 30 lesta bát- ur á Skagaströnd fyrir Hinrik Þórarinsson o. fl., sem áttu m/s Hagbarð, sem sökk við Langanes sl. sumar. Bátur þessi á að verða til síðari hluta vetrar. Fjárskaðar urðu miklir í Mý- vatnssveit í hretinu um daginn og hafa þegar fundizt 26 dauðar kindur á hænum Baldursheimi og nokkurra er saknað enn. Húsvíkingar eru nú búnir að vera tannlæknislausir í rúmt ár og er það mjög bagalegt. Hefur verið mikið um að fólk færi bæði til Akureyrar og Reykja- víkur til að fá þessa þjónustu. Nýlokið er Sveitahraðkeppni hjá Bridgefélaginu með þátttöku 7 sveita. Urslit urðu: 1. Sveit Þóru Sigmundsdóttur 694 stig. 2. Sveit Guðjóns Jónssonar 693 stig. 3. Sveit Jóns Árnasonar 682 4. Sveit Aðalsteins Guðmunds. sonar 667 stig. Vetur konungur hefur heilsað lands- mönnum með frosti og fannkomu og fannst okkur því tilvoliS a3 birta þeSso mynd, sem tekin var ó Torfu- nefsbryggju. Mynd: Árni. í sveit Þóru, spiluðu auk henn ar, Auður Helgadóttir, Halldór Þorgrímsson og Óli Kristinsson. Formaður Bridgefélagsins er Þorgerður Þórðardóttir. Aðalfundur Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. verður haldinn n.k. föstudag. Afkoma félagsins sl. ár var góð og má vænta verulegra fisk- verðsuppbóta til sjómanna. Framkvæmdastjóri félagsins er Tryggvi Finnsson, sem reynzt hefur mjög vel í starfi. FYRIR allmörgum árum hófst 'hreyfing hér á landi að koma upp minjasöfnum, helzt í hverri sýslu. Hafa mörg héröð þegar komið upp myndarlegum söfn. um og reist yfir þau ágæt hús, önnur eru að reisa söfnum sín- um húsnæði af miklum myndar- brag. Það hefir allstaðar verið reynsla, að þegar eitt sinn er haf- izt handa, vaxa söfn þessi furðu fljótt, enda geyma þau margt, sem Þjóðminjasafn landsins rúm ar ekki, einkum er snertir héröð- in sjálf, og það er löngu ljóst, að byggðasöfn þessi eru hinar merkilegustu menningarstofnan- ir, og eiga þó eftir að verða það enn meir, er fram líða stundir. Fyrir um 20 árum var hafizt handa um stofnun minjasafns hér á Akureyri og stóðu að því Akureyrarbær, Eyjafjarðarsýsla og Kaupfélag Eyfirðinga. Ekki skal stofnsaga safnsins rakin hér. Eins og kunnugt er var húsið Kirkju'hvoll keypt fyrir safnið, og síðan hefir það vaxið jafnt og þétt, svo að húsið er löngu of lítið, þótt hugkvæmni og lagni safnvarðar, hafi komið þar ótrú- lega miklu fyrir á smekkvísan hátt. Svo er komið, að geyma þarf muni, er safninu hafa áskotnazt hingað og þangað í bænum. Ekki er unnt að bæta við nokkrum stórum hlut, og er það einkum hagalegt vegna þess, að ekki verða geymd þar áhöld og munir, er snerta atvinnuvegi héraðsins, og sýnt geta hina stór felldu breytingu, sem þar hefir orðið, en slíkum munum er ein. mitt oftar fleygt en flestu öðru, þegar hætt er að nota þá. Það er ekki unnt að taka við minjasöfn- um eða muna um einstaka menn, sem mörg 'hver eru hin merki- legustu, ekkert húsrými er til fyrir mynda. og filmusafn, hvorki til að raða því né skrá- heimsótti flokksfélögin á Húsa- vík og Akureyri um liðna helgi, en sökum þess hve seint réðist um ferð, var ekki hægt að boða saman nema trúnaðarráð félag- anna hér á Akureyri. Á báðum stöðum ræddi Jón gang þing- mála og stjórnmálaástandið al- mennt. Er sagt í stuttu máli frá fundi hans á Húsavík á öðrum stað í blaðinu. Báðir fundirnir voru vel heppnaðir og var mörg- um fyrirspurnum beint til þing- setja, og þannig mætti lengi telja. Flest það, sem hætist nýtt, verður að geyma í hirzlum, þar sem enginn fær skoðað það. Þegar svona er komið hlýtur safnið að staðna, og síðan hefst afturförin. Það verður sjálft forngripur, eða öllu heldur stein runnin stofnun, í stað þess sam- kvæmt eðli sínu að vera í lífræn. um tengslum við samtíð sína, jafnfrámt því, sem það heldur uppi minningu liðins tíma. Safninu stjórnar framkvæmda Framhald á bls. 4. mannsins, sem svaraði þeim skýrt og skorinort. Þá voru ýmis mál kjördæmisins rædd og þing. manninum gefnar upplýsingar um viðhorf flokksmanna til þeirra. Að lokum gaf þingmaðurinn stutt yfirlit um horfur í af- greiðslu fjárlaga, landhelgismál- ið og saitíbúðina á stjórnar- heimilinu nýja, eftir því sem hún kæmi fram í daglegum viðbrögð um í ýmsum málum. . ■V.V/.vrfAví*V.W u// AÍ *í \ S \ VWVV Wtf .A WW S Jón Armann Uéðiisnn, aUrnigtsm. Leiðarinn: Mólefni Slippstöðvarinnar ALBERT SÖLVASON - Minning - Bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.