Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.11.1971, Qupperneq 6

Alþýðumaðurinn - 18.11.1971, Qupperneq 6
I i* etnu i annað HVENÆR eru friðartímar? Mörgum vefst tunga um tönn að svara þessari spurningu. Eru t. d. friðartímar nú? Mannskæð styrjöld geisar í Suðaustur- Asíu, Indverjar og Pakistanar standa gráir fyrir járnum hver andspænis öðr- um, annar aðilinn með stuðningsloforð Kínverja upp á vasann, hinn Rússa. Hvaða áhrif hefði það á heimsmálin, ef þessar fjöldaþjóðir taka að drepast á? Hvað um hið ríkjandi hernaðar- ástand milli Araba og ísraelsmanna með Rússa og. Bandaríkjamenn að baki sér? Og hvað segja t. d. íslendingar um hinn síaukna flotastyrk Rússa á Norður- Atlantshafi? HVERNIG halda menn, að tónninn væri nú í Tímanum og Þjóðviljanum, ef Al- þýðuflokkurinn færi með stjórn verka- lýðsmála og hefði hindrað í 3 mánuði beint eða óbeint, að lægstlaunuðu stétt- ir landsmanna hefðu fengið kauphækk- anir til jafns við fjölda annarra, sem fengu kaup sitt lagfært þegar sl. vor? ★ VÆRI EKKI fróðlegt fyrir Akureyrar- búa, að fá opinbera skýrslu um stöðu hafnargerðarinnar og hver störf hafnar- málastjóra bæjarins eru. Sömuleiðis laun. í leiðinni mætti fylgja upplýsing- ar um skipaeign Akureyrarhafnar og hver hagur er af þeirri skipaeign. ★ ÞÁ HEFIR Alþm. verið beðinn að afla upplýsinga um byggingu Iðnskólans. Hvaða fjármagn hefir til hennar runn- ið og hvort hæfa sé í þeim orðrómi, að lánsfé, sem til hennar hafi verið veitt, hafi ekki farið í Iðnskólabygginguna nema að hluta, heldur hafi bærinn tekið það í annað. Enn hefir Alþm. verið beðinn að spyrjast fyrir um skólabygginguna í Glerárhverfi, hvort satt sé, að þar hafi ekki verið enn gerður verksamningui við verktakanna? 41. órg. — Akureyri, fimmtudaginn 18. nóvember 1971 — 26. tölublað llndirshrif tír í orhumdlum BÓKMENNTAÞÁTTUR ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ hefur nýlega gefið út fjórar ljóða'bækur í smábókaflokki sín. um. í þetta sinn skulu aðeins tvær þeirra gerðar að umtals- efni, Óminnisland eftir Aðal- stein Ingólfsson og Hvísl eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur. Meðal bókmenntafræðinga hefur það um nokkurt skeið þótt fínn siður að tæta verk sundur í smáagnir. Ef þeir kynnu eitthvað fyrir sér í setningafræði og garmmatík og gætu talið fólki trú um ginn. helgi þeirra fræða, væru þeir vís ir til að búta skáldverk sundur eftir málfræðiformúlum. En guði sé lof fyrir að gagnrýnend- ur kunna ekki setningarfræði. Ágæt aðferð til þess að kynna sér hlut, fyrirbrigði eða verk er að bera saman við annað. Frá skynhyggjusjónarmiði séð, er Framhald á bls. 4. ALLAR líkur benda til, að kommúnistar ætli að knýja hið fræga „sáttatilboð“ landeigenda gegnum ríkisstjórnina. Verður þeim vart skotaskuld úr því að koma því í gegnum stjórnina, enda er stjórnin opin í báða enda eins og kunnugt er. Mikil hreyfing er að myndast núna þessa dagana meðal hins þögla meirihluta, sem hingað til hefur látið sér nægja að fylgjast með málum úr fjarlægð. Nú er hins vegar svo komið, að Norðlend- ingar láta sér ekki lynda gerræð. isleg vinnubrögð þeirra Her- móðs í Nesi og Magnúsar Kjart- anssonar. Á næstunni mega menn eiga von á miklum tiðind. um í þessum málum. Eru menn hvattir til að fylgjast vel með gangi þessara mála á næstunni. Ekki er ósennilegt, að stuðnings- menn virkjunarframkvæmda á Norðurlandi fari af stað með undirskriftasöfnun á næstunni. Heyrzt hefur, að töluverður und- irbúningur sé þegar hafinn, jafnt í Þingeyjarsýslu sem Skagafirði. 3000« =s ÍBA í 2. DEILD NÚ HEFUR verið endanlega ákveðið af forustumönnum íþróttafélaganna, KA og Þórs, að ekki skuli skipta ÍBA-liðinu í knattspyrnu, eins og mjög hef- ur verið til umræðu eftir fall liðsins í 2. deild. IJndir ros Höíðinglegar gjaíir ÞANN 28. október sl. barst Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra, kr. 50.000.00 að gjöf til kaupa á lækningatækjum fyrir Endur- hæfingarstöð félagsins í Bjargi. Upphæðin er gefin af hjónun- um Guðfinnu Bjarnadóttur og Frímanni Pálmasyni, Garðs. horni, Þelamörk, til minningar um son þeirra Bjarna, sem lézt þann 10. maí 1970, ungur að árum. Einnig afhenti nýlega ónefnd kona á skrifstofu Sj álfsbj argar gjöf til félagsins kr. 10.000.00, sem hún óskaði að fylgdi orðið ASKA. Nú vill félagið 'hér með þakka af alhug gjafir þessar og þann hlýhug og skilning, sem gefend- ur sýna starfi félagsins með þessu móti. Sjálfsbjörg. Stefna Emils Jónssonar hlýtur staðfestingu VIÐ umræður á Alþingi í fyrravetur um útfærslu fiskveiðilandhelgi okk- ar og hvernig skynsamlegast væri að standa að víkkun hennar, lagði Emil Jónsson, þáverandi dtanríkisráð- herra, æ ofan í æ áherzlu á það, að varhugavert væri að binda útfærsl- una við einhvern tiltekinn dag, held- ur aðeins gera öðrum þjóðum full- komlega ljóst, að við stefndum ein- huga að henni sem fyrst, jafnframt því sem við kynntum málstað okkar sem bezt. Hann benti á, að allt benti til, að tímihn ynni með okkur og okk- ur væri afar mikilsvert að misstíga okkur ekki af óþarfa hvatvísi. Stjórn- arandstæðingar, sem þá voru, núver- andi stjórnarsinnar, létu hins vegar sífellt að því liggja, að Emil Jóns- son hefði engan áhuga á útfærslu landhelginnar né Alþýðuflokkurinn yfirleitt. Gráglettni forlaganna er liins veg- ar slík, að nú berst æ ofan í æ frá ut- anríkisþjónustunni staðfesting á orð- um Emils, að tíminn vinnur með mál stað okkar: fleiri og fleiri þjóðir og þjóðasamtök lýsa sig fylgjandi mikið víðari landhelgi en 12 mílum, og þeg- ar er orðið ljóst, að á væntanlegri hafréttarráðstefnu 1973, er engin hætta á, að 12 mílna reglan verði gerð að eins konar alþjóðareglu, eins og gamla stjórnarandstaðan hrópaði um í fyrravetur, en Emil kvað sig hafa ríka ástæðu til að álykta þveröfugt. Nú hlýtur rökvís ályktun lians daglega staðfestingu af fréttum. Gleymdu að spyrja nóttúru- verndarsamtökin FRÉTTIR herma, að svonefnd Veiði- félag Laxár- og Mývatnsbænda hafi á sl. vori keypt tugþúsundir laxa- seyða af klakstöðinni á Húsavík og sleppt í Mývatnsósa og efsta hluta Laxár, þar sem lax hefir aldrei ver- ið. Vitað mál er, að þessi seyði ganga aldrei upp í efri Laxá sem lax, nema gerður verði fiskivegur um Laxár- gljúfur, og verða þessi seyðakaup að óbreyttu þá fyrst og fremst til hags laxveiðibændum niður í Aðaldal Kannske r-efirnir líka til þess skorn ir, þótt annað sé látið í veðri vaka. En meðal annarra orða, voru nátt liruverndarsamtökin norðlenzku ekk ert um þetta spurð, þau sem látin voru lýsa yfir, að stífla í Laxár gljúfrum gæti truflað „lífkerfi“ efri hluta Laxár? Einhver gæti þó látið sér detta í hug, að laxagengd í róm- aða silungsá og silungsvatn, svo sem efri hluti Laxár og Mývatn hefir vev- ið um aldir, gæti að „lífkerfi“ trufl- azt við þetta. En það er ekki svo lít- ið, sem leggja skal á sig fyrir liugsan- legar skaðabótakröfur. Þær eru að verða býsna blómleg atvinnugrein.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.