Alþýðumaðurinn - 02.12.1972, Blaðsíða 1
42. árg. — Akureyri, laugardaginn 2. des. 1972 — 17. tölublað
Slökkvilið Akureyrar kveikir í gamla frystihúsinu. Þetta var
mjög léleg bygging og ónýt.
s
Lshnamál í mestu Mu
Aðförin að Fjorð
II iig««aftiitökiiiii
N or ðlending:a
Ólafsfirði 19. nóv. 1972. — Hér
í Ólafsfirði hefur veðráttan
verið með versta móti síðan
um mánaðamót og sjósókn því
lítil sem engin hjá minni bát-
um, en aflabrögð togbátanna
mjög léleg, og segja sjómenn
mjög fiskilaust hér, og hefur
svo verið í allt haust.
Hér er verið að bora eftir
heitu vatni í landi Skeggja-
brekku en borun gengur mjög
stirt vegna þess hve bergið er
hart. Holan er orðin 97 m djúp
og hiti á 76 m dýpi var 40° en
vatn hefur ekkert fundizt enn
sem komið er. Áætlað er að
bora niður á 300 m dýpi og
bindum við hér miklar vonir
við árangur þessara borana,
því okkur vantar tilfinnanlega
meira heitt vatn, svo hægt sé
að sinna þörfum bæjarbúa í
þeim efnum.
Læknamál okkar hér eru í
Framhald á bls. 7.
SVO SEM kunnugt er hefur
Alþýðubandalagið frá fornu
fari og vegna langrar hefðar
verið andvígt hvers kyn lands
hlutasamtökum og jafnvægi í
byggð landsins. Hefur flokk-
urinn frá fyrstu tíð og undir
öllum sínum nöfnum haft mið
stjórn — miðvæðingu valda
og fjármuna sem burðarás
stefnu sinnar og starfs. Það
kom því engum á óvart, sem
sátu Fjórðungsþing Norðlend-
inga, að Ragnar Arnalds „for-
maður“ Alþýðubandalagsins
skyldi stíga upp í ræðustól og
hvetja til klofnings Fjórðusgs
sambandsins. Hann gerði það
vafalítið í þeirri von, að und-
irtektir fulltrúa úr kjördæmi
hans yrðu góðar. Það hefur
vafalítið komið honum á óvart,
að enginn þeirra fulltrúa, sem
töluðu á eftir honum skyldu
taka undir . orð hans, heldur
þvert á móti ítreka stuðning
sinn við Fjórðungssamband
Norðlendinga og brýna fyrir
þingfulltrúum mátt samheldn-
innar. f nýútkomnum „Mjölni“
skrifar Ragnar mikinn lang-
hund um sama efni og reynir
að fá íbúa Norðurlandskjör-
dæmis vestra til þess að stofna
ný landshlutasamtök á þeim
forsendum að hagsmunum
þeirra sé betur borgið með því
móti. í þessari grein heldur
Ragnar því fram, að á áður-
nefndu Fjórðungsþingi hafi
forystumenn „Nokkrir forystu
menn Fjórðungssambandsins
af Norðurlandi eystra brugðið
við hart og talað um það voða
verk að ætla að kljúfa og
sundra samtökunum. Og það
einkennilegasta var,“ segir
Ragnar, „að jafnvel úr hópi
fulltrúa af Norðurlandi vestra
heyrðust hjáróma raddir af
svipuðu tagi.“ (Leturb. mín.)
Sannleikurinn er sá, og geta
allir þeir, sem þingið sátu bor-
ið honum vitni, að flestir þeir,
sem töluðu um málið voru úr
kjördæmi Ragnars Arnalds og
réðust allir að honum fyrir
málflutning' hans. Það er því
ekki nema von að honum hafi
sárnað.
Ragnar veit sem er, að í
Norðurlandi vestra eru til
menn, sem af skammsýni og
héraðaríg hafa haft horn í síðu
Akureyrar og talað um Akur-
eyrarvald í stjórn og starfsemi
Fjórðungssambgndsins. Hann
reynir því að læða inn í fólk
öfund og afbrýði í von um að
hægt sé að kljúfa fylkingar
Norðlendinga. Honum tókst
það ekki á Fjórðungsþingi og
ég hef enga trú á öðru en að
gifta Norðlendinga sé slík, að
þeir muni starfa einhuga sam-
an að sínum hagsmunamálum.
Á Fjórðungsþingi náðist gagn
merk samstaða um orkumálin
og samgöngumálin, sem valdið
höfðu nokkrum flokkadrátt-
um meðal fjórðungsbúa. Ragn
ar er hins vegar svo lítt sigld-
ur í ólgusjó stjórnmálanna og
ónæmur á andrúmsloftið, að
hann skyldi ekki, að vonlaust
var um allt klofningshjal að
afloknu því samkomulagi, sem
á þinginu náðist. Hann átti þar
stuðnings von, en hún brást.
Öllum þeim, sem fylgzt hafa
með skrifum Alþýðubanda-
lagsblaðsins hér er ljóst hvað
fyrir honum vakti. Þar býr
engin von um meiri hagsæld
til handa íbúum Norðurlands
vestra að baki. Þar er engin
fastmótuð stefna í byggðar-
málum höfð að bakhjarli —
þvert á móti er gamla ryð-
flaugin — miðstjórnarstefnan
— ennþá rekin fast á kaf í
heilabú kommúnista. Hvernig
ætti svo sem kommiseri mið-
stjórnarvaldsins að tala —
sjálfur stjórnarformaður
Framkvæmdastofnunarinnar?
Honum hefði verið miklu
sæmra að gera þingfulltrúum
einhverja grein fyrir hug-
myndum sínum um atvinnu-
uppbyggingu á Norðurlandi
vestra — fátækasta kjördæmi
landsins.
PÁSKASNJÓR heitir ný
Ijóðabók eftir Braga Sigur-
jónsson, sem nýlega er komin
úr nánar verður sagt frá bók-
ini í næsta blaði.
t
?
T
I
*f
?
*
4
t
4
*
4
?
I
t
*
t
t
t
t
t
t
t
t
t
4
4
4
t
t
t
.;„;„;„;„;..;„;„;„;„;„;„;„;„;„;„;„;„;„;„;..;„;„;„;„;„;„;„;„;„;„;„;„;„;„;„y.;„;„;„^ ;„;„;„y.;„^,;„;„;„;„;„;„;-;„;„;-;„;„;..;„M-:-:-:-:-:-:-:-:":-:**:-:-:-:**M":":":
Er Maanús Kjartansson til viðtals?
Á MIÐVIKUDAG hringdi á kennarastofu Mennta
skólans maður frá útvarpinu, Einar Karl Haralds
son, og kvartaði undan því, að norðanmenn væru
tregir til þess að rekja garnirnar úr ráðherrunum
í þætti, sem nefndist „Bein lína til ráðherra11.
Varð þyí að samkomulagi, að við Tómas Ingi
myndum leggja fyrir ráðherrann spurningar,
sem útvarpsmaðurinn vildi fá að vita um hvað
fjölluðu. Sagði ég honum, að þær myndu frá mér
snúast um raforkumál og heilbrigðismál, en Tóm-
as ætlaði að spyrja um iðnaðarmálin og togara-
smíðina. Talaðist okkur svo til, að útvarpið
hringdi í okkur heim til mín 1 kvöldmatartíma.
Þegar líða tók á kvöldmatartímann og þátturinn
langt fram genginn í meinlitlu röfli um brenni-
vínsmál og góðir kommar búnir að hringja og
leggja fram „hæglátar spurningar og prúðar“,
töldum við víst, að ekkert yrði úr því, að ráð-
herra svaraði spurningum okkar. Þá var hringt
og lagði Tómas þá fram spurningu sína, en út-
varpsmaður sagði að von væri á „Óþægilegum
spurningum um viðkvæm mál að nórðan“. Hins
vegar sleit hann sambandinu við mig, áður en ég
bæri spurningu mína fram. Ég nenni ekki að gera
útvarpsmönnum eða Magnúsi Kj. tilfinningar í
brjóst og læt því ósagt, hvað fyrir þeim hefur
vakað með að sleppa algerlega rafmagnsmálun-
um, nema hvað prúður kommi úr Stykkishólmi
þakkaði ráðherranum greið svör.
Spurningarnar, sem ég ætlaði að leggja fyrir
orkumálaráðherra voru þessar:
Hvernig stendur á því, að orkumálaráðherra,
sem í eina tíð lét sér mjög tíðrætt um „Alþingi
götunnar“ og sakaði viðreisnarstjórnina um að
taka ekkert tillit til vilja fólks í landinu, hefur
ekkert tillit tekið til vilja Norðlendinga?
Hvernig stendur á því, að orkumálaráðhcrra
hefur að engu ályktun, sem rösklegá þrjú þús-
und Akureyringar og nærsveitamenn skrifuðu
nöfn sín undir?
Hvemig stendur á því, að orkumálaráðherra
hefur að engu samþykktir Fjórðungsþings Norð-
lendinga, sem eru öflugustu heildarsamtök Norð-
lendinga?
Hvemig stendur á því, að orkumálaráðherra
neitar nýlega í bréfi til Fjórðungssambandsins að
skipa hlutlausa nefnd til þess að láta gera ath ’
un á valkostum í dreifingu og öflun rafmagns á
Norðurlandi?
Hvernig samræmist það lýðræðishugmyndum
orkumálaráðherra, að allt vald í orkumálum skuli
tekið úr höndum heimamanna og flutt til öflugra
ríkisstofnana í Reykjavík?
Er orkumálaráðherra tilbúinn að koma á opin-
beran borgarafund á Akureyri á vegum Hags-
munasamtaka Norðlendinga.
BÁRÐUR HALLDÓRSSON.
T
?
?
Y
T
?
y
I
I
&
x
y
y
t
?
?
*,*
y
t
y
y
?
r
T
X
y
*,♦
*f
T
y
T
T
y
i
,;..;„;„;..;..;„;..;..;..;..;„;..;..;..;„;..;..;„;..;..;..;..;..;..;..:..;..;„;..;;„;„X~M**:**:**M**:-:*.:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:-:**:-:**:**:**:-:**:**:**:**:**:**:**::**I"I"I**I"****"I**I"I"I"I"I"I"*"*****<"***I":*****:":":**:"I**:":**:**:":**:**í**I**:":":":"í
Leiðari: ÞINGMÁL ALÞÝÐUFLOKKSINS Nóttúrufræðistofnun Norðurlands, sjó bls. 5