Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.12.1972, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 02.12.1972, Blaðsíða 6
f 11* bæjarlifina Framhald af bls. 8. of Scandinavia Ltd. Skipulagsnefnd felur Gesti Ólafssyni að benda á heppilegan stað í miðbænum. Ósköp er þetta eitthvað leyndardómsfull bókun. Hvers konar bréf barst? Hvað stóð í því bréfi? Hvers konar stað á Gestur Ólafsson að benda á? FRÁ RAFVEITUSTJÓRN. Borizt hefur beiðni frá verktaka við byggingu raðhúss í Gerðahverfi, um að Rafveita Akureyrar kosti og sjái um lýsingu við húsið. í þessu tilefni samþykkir stjórn Rafveitu Akureyrar eftirfarandi: Rafveita Akureyrar mun sjá um rekstur og viðhald lýsingar á opnum svæðum við fjölbýlis- og raðhús i bænum, að því tilskyldu að eigendur húsanna kosti og sjái um uppsetningu þessara lýsinga. ATVINNUMÁLANEFND 3. NÓVEMBER 1972 Ár 1972, föstudaginn 3. nóvember kl. 4 eh. kom atvinnu málanefnd saman á Hótel KEA ásamt fjölda iðnaðar- manna á Akureyri auk Sveins Björnssonar forstjóra Iðn- þróunarstofnunar íslands og sérfræðingum frá Sameinuðu þjóðunum, sem nú vinna að gerð iðnþróunaráætlun fyrir ísland til 1980. Bjarni Einarsson, bæjarstjóri setti fundinn og skýrði frá því að hann væri fyrst og fremst boðaður til skrafs og ráðagerða um gerð áðurnefndrar iðnþróunaráætlunar. íS Sveinn Björnsson, forstjóri Iðnþróunarstofnunar ís- lands tók þá til máls og kvað ætlunina að hlýða fyrst og fremst á mál heimamanna um iðnaðaráform þeirra. Hann rifjaði upp aðdraganda að gerð iðnþróunaráætlunar og sagði að á áfallaárunum 1967—1968 hefði mönnum orðið ljóst að þörf væri á að breikka grundvöll útflutnings- framleiðslunnar. Á árinu 1969 hefði því verið sótt um það til Sameinuu þjóðanna að fá tækniaðstoð við gerð iðn- þróunaráætlunar, sem miðaði að auknum almennum út- flutningsiðnaði. Sveinn sagði að gengið væri út frá því að árið 1980 störfuðu 20.000 manns í iðnaði en nú störfuðu þar 13 til 14.000 manns. Þá minnti hann á þörfina á fram- leiðni aukningu og sagði að hvort tveggja mannafla- og framleiðniaukningin hefðu sennilega í för með sér þre- földun iðnframleiðslunnar fyrir 1980, ef þessum mark- miðum væri náð. Þá ræddi Sveinn um misjafnan aðbúnað atvinnuveg- anna frá hálfu ríkisvaldsins. Olle Rimer tók því næst til máls og benti á að iðn- þróunaráætlunin fæli ekki í sjálfu sér iðnbyltingu. Hún væri tæki fyrir stjórnmálamenn og þó fyrst og fremst iðn- rekendur til þess að byggja iðnaðinn upp á skipulegri hátt en clla væri hægt og til þess að ná þeim markmiðum sem sett væru fram í áætluninni. Hann ræddi um framleiðni í íslcnzkum iðnaði og taldi hana allt að helmingi minni í sumum tilvikum en hjá nágrannaþjóðunum. Því væri ekki í raun og veru um mannaflaskort að ræða í íslenzkum iðnaði ef vinnuaflið væri betur notað. Sem svar við fyrirspurn fundarmanna sagði Sveinn Björnsson að í upphafi hafi áætlunin fyrst og fremst átt að miðast við útflutningsiðnað en við nánari athugun hefði það þótt of þröngt og væri nú áætlunargerðin miðuð við allan iðnað. Rætt var á víð og dreif um vandamál iðnaðarins og framangreinda áætlunargerð. Bókun lokið. Sigurður Hannesson, Lárus Jónsson, Bjarni Einarsson. HVAÐ Á ÞETTA AÐ ÞÝÐA? Þriðjudag 14. nóvember kom íþróttaráð saman og sendi þá frá sér neðanritaða bókun. í tilefni þessarar bókunar hljóta að vakna með mönnum þær spurningar, hvernig bæjarstjórn haldi á málum, því að auðvitað nær það ekki nokkurri átt, að Akureyringar kasti milljónum króna í skíðaveg á sama tíma sem Reykvíkingar fá sinn skíðaveg greiddan af ríkisfé. Bæjarstjórn er til þess kjörin að hún standi vörð um hagsmuni bæjarbúa. Það er léleg varð- staða, ef henni tekst ekki að láta ríkisvaldið standa straum af sams konar og sömu framkvæmdum hér eins og í Reykjavík. íþróttaráð vill hér með vekja athygli bæjarstjórnar á því, að samkvæmt upplýsingum íþróttafulltrúa bæjarins, hefur ríkissjóður borið allan kostnað við vegalagningu í Bláfjöll, hinum nýja skíðastað Reykvíkinga. Heildarkostnaður við vegalagninguna í Hlíðarf jall, skíðaland Akureyringa, mun verða rúmar 7 milljónir króna en af þeirri upphæð hefur Fjallsvegasjóður aðeins greitt 2,2 milljónir króna og er það eina framlag hins opinbera til þessarar vegagerðar. íþróttaráð vill hér með vekja athygli bæjarstjórnar á þessu misræmi og væntir þess að hún hlutist til um að til- svarandi fyrirgreiðsla fáist til skíðahótelsvegarins og vegarins í Bláfjöll. Sýnishorn af rannsóknardýrum frá Víkurbakka. Stækkað 1000 sinnum. Sýnishorn af rannsóknardýrum frá Víkurbakka. Stækkað 50 sinnum. Ranmóknostofnua NtrðirM Framhald af bls. 5. ur í Haganeslandi. Eðlilegt virðist, að stöðin verði nátengd Náttúrufræðistofnun Norður- lands og ef til vill hluti af henni. Tengsl Náttúrufræðistofnun ar Norðurlands við Náttúru- fræðistofnun fslands ættu að vera á grundvelli jafnréttis beggja stofnana. Eðlilegt er að ýmiss konar verkaskipting eigi sér stað milli þeirra og reynt verði að koma á sam- vinnu um stærri verkefni, svo sem um skráningu og útbreið- siu tegundanna í landinu. Hugsanlegt er að Náttúru fræðistofnun íslands geti um leið komið fram sem fjórðungs stofnun í suðvesturhluta lands ins. Á Austfjörðum og Vest- fjörðum munu hins vegar rísa fjórðungsnáttúrufræði- stofnanir, líkar þeirri, sem hér er rætt um, og er slík stofnun þegar í uppbyggingu í Nes- kaupstað. Þær stofnanir ættu einnig að hafa sömu réttindi og' Náttúrufræðistofnun fs- lands. Stjórnskipim. Náttúrufræði stofnun Norðurlands ætti ann aðhvort að vera sjálfseignar- stofnun, eða sameign sveitar- og bæjarfélaga (eða sýslusfé- laga) í fjórðungnum, og hugs- anlegt er einnig að ríkið verði einnig eignaraðili. Stjórn stofnunarinnar ætti að vera skipuð í samræmi við eignarhluta aðilanna, eða fram lög þeirra til reksturs, ef um sjálfseign er að ræða, en gæta skal þess að meiri hluti stjórn- arinnar verði jafnan skipaður af aðilum innan fjórðungsins. Fjárhagur stofnunarinnar ætti að byggjast að verulegu leyti á framlögum úr ríkis- sjóði, sem lögum samkvæmt skal standa undir grundvallar- rannsóknum á náttúru lands- ins. Aðrir styrktaraðilar myndu vera Akureyrarbær, og önnur bæjar- og sveitafélög á Norð- urlandi (ef til vill í gegnum Fjórðungssamband Norðlend- inga), en eðlilegt er að Akur- eyri standi að mestu leyti und- ir kostnaði við sýningar safns- ins. Niðurstaða þessara hugleið- inga verður óhjákvæmilega á þann Veg, að auðvelt sé að koma á fót náttúrufræðistofn- un fyrir Norðurland á Akur- eyri, enda eru þar fyrir hendi flestar mikilvægustu undir- stöður slíkrar stofnunar, sem sameina má eða samtengja í þessu skyni, auk ýmissa ann- arra stofnana, sem veita nátt- úrufræðistofnuninni mikil- vægan stuðning. Ætti að nota það tækifæri, sem nú gefst, við endurskoðun á málefnum náttúrugripasafn- anna í landinu, til að koma þessu í kring. Víkurbakka, 9. nóv. 1972. Helgi Hallgrímsson. Framhald af bls. 4. Indriði Einarsson átti til að bera þann sjaldgæfa hæfileika að geta í einni leiftrandi mynd, tilsvari eða setningu, brugðið upp heilli lífssögu, og vakið viðburði og aldafar upp frá dauðum. Menn, sem annars voru æði langt undan í tíman- um, eins og Konráð Gíslason, Gísli Brynjúlfsson, Hilmar Fin sen og Sigurður Guðmundsson málari, stigu svo ljóslifandi fram í frásögn hans, að engu var líkara en að hann væri fyrir einni stundu kominn af fuadi þeirra. Þessum einstæða hæfileika hélt Indriði Einars- son allt til þess, er hann lézt 88 ára, hinn 31. marz 1939, en þá mun líka mörgum hafa þótt sem öld mikillar sögu væri sviplega horfin í forsælu. Sú var líka að sjálfsögðu raunin, en því þakklátari megum við vera honum fyrir það, hversu hann hefur allt að einu skilað okkur miklu af sjálfum sér og samtíð sinni í þeirri merkilegu minningabók, sem hann nefndi Séð og Iifað.“ Séð og lifað er rúmlega 300 síður í stóru broti. Bókinni fylgir nafnaskrá, sem ekki var í fyrri útgáfunni. Bókin er sett, prentuð og bundin í prent smiðjunni Eddu, en Torfi Jóns son teiknaði kápu. Læknamál í óreiðu Framhald af bls. 1. hinni mestu óreiðu. Hér er enginn læknir og hefur ekki verið í alllangan tíma. Gauti Arnþórsson, yfirlæknir á Ak- ureyri, kom hér á fimmtudag, 16. nóv., og hafði viðtalstíma frá kl. 4—6 e. h. Einhver ádráttur hefur fengizt um framhald þessara heimsókna og er það vel. En samgöngur hamla þar verulega og væri okkur Ólafsfirðingum mikill stuðningur að góðum flugvelli, sem haígt væri að nota, þegar samgöngur á landi væru eng- ar. Engar vonir eru enn um, að hér komi læknir, sem sezt hér að, en von er á lækni um næstu mánaðamót en bara í stuttan tíma. Unnið er að þess um málum og vonum við allt það bezta. Atvinnuleysi er þegar farið að segja allverulega til sín hér í bæ og eru horfur á miklu at- vinnuleysi í vetur eins og und anfarin ár. Þó var hér enginn á atvinnuleysisskrá um síð- ustu mánaðamót. Snjór er hér allmikill mið- að við árstíma. 6 — ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.