Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.12.1972, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 02.12.1972, Blaðsíða 4
y. 1 Æ Útgefendur: Kjördæmisráð Al- ar“*'Ý, jl\V 1 þýðuflokksins á Norðurlandi T--T . 11- BárSur Halldimon, ébyrgSarmaSur ALÞÝÐUMAÐURINN nNNN Þingmál Alþýðuflokksins TILLAGA til þingsályktunar um að lýsa hálendi landsins og óbyggðir alþjóðar eign hefur verið flutt af þingmönn- um Alþýðuflokksins tvö undanfarin þing á Alþingi, en ekki náð afgreiðslu. Meginatriði þessarar þingsályktunar- tillögu, sem Bragi Sigurjónsson hefur átt stærstan þátt í að móta og má segja að sé höfundur að, er á þá leið, að ríkisstjórnin láti sérfróða menn semja frumvarp til laga um eignarráð yfir landinu — gögnum þess og gæðum. At- riði þau, sem lagt er til, að frumvarpið verði reist á, eru þessi: HÁLENDI OG ÓBYGGÐIR SÉU LÝST ALÞJÓÐ- AREIGN. STEFNT SKULI AÐ ÞVÍ AÐ ALLT LAND VERÐI MEÐ TÍMANUM ALÞJÓÐAREIGN (Þ. E. f EIGU RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA), EN BÚJARÐIR MEGI GANGA KAUPUM OG SÖLUM TIL BÚREKSTRAR, MEÐAN BÆNDUR KJÓSA ÞANN HÁTT Á, FREMUR EN HAFA LÖND SÍN Á ERFÐAFESTU. STÖÐUVÖTN f AFRÉTTUM OG ÖLL FALLVÖTN VERÐI LÝST AL- ÞJÓÐAREIGN, ÞAR f FALINN VIRKJUNARRÉTTUR. RÍKIÐ EITT GETI LEYFT OG LEIGT FISKIRÉTTAR- OG VEIÐIRÉTT, SVO SEM VIÐKOMANDI SVEITAR- FÉLÖGUM OG ÖÐRUM FÉLAGSLEGUM SAMTÖKUM, EN GREIDDUR SÉ ARÐUR TIL LANDEIGEND A SAM- KVÆMT ARÐSKRÁ. Allur jarðvarmi, sem aðstoð hins opinbera þarf til þess að unninn verði, sé í alþjóðareign. Öll verðmæti í jörðu, á landi og landgrunni, sem finnast fyrir atbeina ríkisins eða Ieyfi ríkisins þarf til að leita eftir, skuli teljast ríkis- eign og háð valdi þess. Kveði skal á um umgengnisskyld- ur við landið og viðurlög við spjöllum. Svo sem fram kemur í þingsályktunartillögunni er hér um stórmerkilegt mál að ræða og eitt af grundvallarmál- um sósíalista á öllum tímum. Þess er því að vænta, að þeir flokkar, sem öðrum fremur hafa nuddað sér utan í þá stefnu, leggi þessu máli lið. Bragi Sigurjónsson flutti fyrir skömmu lög um kostnað við námsflokka, þar sem ríkinu er gert að skyldu að standa straum af kostnaði við námsflokka samkvæmt skólakostnaðarlögum líkt og er um barna- og gagnfræða- skóla. Námsflokkar eru nú reknir á þremur stöðum á land inu utan Reykjavíkur, þ. e. í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Nú sem stendur stunda rösklega tvö hundruð nemendur nám við Námsflokka Akureyrar og er sýnilegt af þeirri aðsókn, að þörfin fyrir fullorðinnafræðslu er orð- in brýn í okkar þjóðfélagi. Flest það fólk, sem stundar nám í Námsflokkunum, er komið á fullorðinsaldur og er úr öllum stéttum þjóðfélagsins og leggur stund á hinar margvíslegustu greinar. Þetta fólk hefur með sköttum sín- um og skyldum um langan aldur staðið undir skólakostn- aði langskólafólks. Þegar svo þetta fólk á þess nú kost að sækja sér menntun, verður það að greiða fyrir menntun sína stórfé á sama tíma sem öll önnur menntun er ókeypis og einmitt fyrir tilstilli þessa fólks. Allir þeir, sem eitthvað vilja sjá annað heldur en ójafnaðarmál austur í álfum og hagvöxtinn í Timbúktú, hljóta að koma auga á, að hér er um stórkostlegt jafnréttismál að ræða. Það er nógu illa komið fyrir íslenzkum almenningi, sem orðið hefur að leggja á sig langan vinnudag nú áratugum saman til þess að skapa velferðarþjóðfélagið og LIGGJA UNDIR STANZ LAUSRI HROKAHRÍÐ SKÓLABÝLÍFISFÓLKS, þótt þessi almenningur — launafólk landsins og skattburðar- fólk — njóti í þessum efnum sömu réttinda og annað náms fólk. Það er annars undarlegt í þeim átökum skólafólks við ríkisvald seinni árin, að aldrei skuli þeir hugprúðu og fórnfúsu riddarar, sem geystst hafa fram undir fána jafnréttis og andstöðu við forréttindi og afætuhátt, hafa hvarflað augum að menntun fullorðinna, áð lánakjörum iðnnema, að aðstöðu vélskólanema og stýrimannaskóla- nema, að skattafrádrætti iðnnema o. s. frv. Allur tími þessa krossferðarfólks hefur farið í baráttu við vind- myllur — baráttu við andstæðinga, sem ekki voru til og nú er svo komið, að menntamenn,.sem enn eru í skólum, hafa á sér meira yfirbragð forréttinda og afætuháttar en nokkur önnur stétt þjóðfélagsins. Það er kominn tími ti' þess að fólkið í landinu og samtök þess — launþegasam- tökin — setji niður fyrir sér hvað skólakerfið kostar og hvort ekki sé þar þörf róttækra úrbóta og betri nýtingar. B. H. Bókmenntir og listir langan tíma. Tómas Guð- mundsson skáld bjó nýju út- gáfuna til prentunar, breytti efni hennar smávæfilega og lagaði stafsetningu að nútíma hætti. Tómas ritar einnig eftir mála bókarinnar og segir þar m. a.: „Um þessar mundir eru þrjá tíu og sex ár liðin síðan Indriði Einarsson gaf út endurminn- ingar sínar, Séð og lifað. Ekki kann ég nein deili á upplags- stærð bókarinnar, en víst er um það, að hún seldist snemma upp og hefur nú um áratuga skeið verið meðal torfengn- ustu bóka íslenzkra frá þess- ari öld. Ætla má, að persónu- legar vinsældir höfundarins, sem vissulega voru óvenju- miklar, hafi að upphafi átt þar hlut að máli, en jafnvel þótt engum slíkum bakhjarli hefði verið til að dreifa, mundi bók- in vafalaust hafa reynzt þess umkomin að sjá fyrir sér sjálf. Að minnsta kosti er ég ekki einn um þá skoðun, að Séð og lifað sé fyrir margra hluta sak ir í fremstu röð þeirra minn- ingabóka, sem íslendingar hafa látið eftir sig, og tvímæla laust er hún skemmtilegust þeirra allra. . . . Framhald á bls. 7. - ÍÞRÓTTIR - BLÖÐ OG BLAÐAMENN 1773—1944 eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Um þessar mundir gefur A1 menna bókafélagið út bókina Blöð og blaðamenn 1773— 1944 eftir Vilhjálm Þ. Gísla- son fyrrv. útsvarpsstjóra. Bók in er saga íslenzkra blaða frá upphafi 1773, þegar Islandske Maaneds Tidender komu fyrst út, og fram að lýðveldisstofn- un 1944. í bókinni er getið um meira en 250 tímarit, íslenzk og er- lend. Sagt er frá einkennum og áhrifum blaðanna, mál- flutningi, stíl og tækni og frá sambandi þeirra við helztu þætti þjóðarsögunnar. Þá er þar einnig greint frá blaða- mönnum að því er varðar blaðamennsku þeirra. Höfund ur getur þess í formála, að bókinni sé þó ekki ætlað að vera skrá um blöð og blaða- menn. Bókin er rituð af mikilli þekkingu höfundarins á við- fangsefni sínu, en hann hefur víða leitað fanga við efnisöfl- un. Styðst hann þó einkum við blöðin sjálf en einnig við önn- ur prentuð og óprentuð gögn, reikninga yfir rekstur blað- anna, ævisögur, skýrslur og prentuð og óprentuð bréf sam tímans. Vilhjálmur Þ. Gísla- son hefur lengi fengizt við þessi efni og skrifað um þau greinar eða haldið um þau er- indi, m. a. þegar Blaðamanna skólinn hófst. í upphafi fór stjórn Blaðamannafélags fs- lands þess á leit við Vilhjálm, að hann ritaði þessa blaðasögu og ætlaði að standa að útgáfu hennar, en úr því varð ekki. Blöð og blaðamenn 1773— 1944 er 378 síður í stóru broti og skiptist 1 29. kafla. í bók- inni eru birtar myndir af 32 blaðhausum og titilsíðum. Þar er skrá yfir heimildir og til- vitnanir, skrá yfir nöfn blaða og tímarita og mannanafna- skrá, en tvær síðar nefndu skrárnar samdi Sveinn Sig- urðsson. Bókin er prentun og bundin í ísafoldarprentsmiðju, en Torfi Jónsson teiknaði kápu. Skemmtilegust allra ís- lenzkra minningabóka: SÉÐ OG LIFAÐ eftir Indriða Einarsson. Almenna bókafélagið hefur nýlega sent frá sér bókina Séð og lifað, endurminningar Indriða Einarssonar, leikrita- skáld og hagfræðings. Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundsson ar gaf þessa bók út 1936, en hún hefur verið ófáanleg um HANDKNATTLEIKUR Um síðastliðna helgi kom hér á vegum K. A. 1. deildarlið Vals í handknattleik. Á föstu- dagskvöldið léku K. A. og Val- ur. Valsmenn höfðu yfir allan leikinn, nema K. A. komst í 1:0 á fyrstu mínútum leiksins. Á síðustu 15 mínútum leiksins tókst K. A. þó að vinna upp forskotið og jöfnuðu 19:19 úr aukakasti eftir að leiktíma var lokið. Þar var Halldór Rafns- son fagurlega að verki. Með liði K.A. leika þeir söfnu og undanfarin ár, en þar að auki hefur félaginu borizt góður liðsauki, þeir Hörður Hilmarsson, áður Val, og mark vörðurinn Ómar Karlsson, sem áður lék með Haukum. K.A.- menn mega hrósa happi að fá þessa ágætu leikmenn í sínar raðir. Leikur K.A.-liðsins var afar góður miðað við síðastliðið leiktímabil. Sóknarleikurinn var taktfastur, fumlaus og vel útfærður. Sama er að segja um varnarleikinn, baráttugleðin og viljinn allsráðandi. Mark- varzla Ómars var ágæt, en markvarzla hefur einmitt ver- ið einn aðal höfuðverkur K.A. undanfarin ár. Sem sagt, ef marka má þennan eina leik, er liðið traustvekjandi. Á laugardaginn léku síðan Þór og Valur. Þessi leikur varð aldrei eins virkilega spenn- andi og kvöldið áður. Vals- menn komust strax yfir og höfðu yfirleitt fimm marka forystu og sigruðu 26:19. Með Þórsliðinu léku allir þeir sömu og undanfarin ár. Sóknarleikur Þórsara virtist ekki eins traustvekjandi og hjá K.A. kvöldið áður. Varnar leikur liðanna er aftur á móti mjög ámóta. Eftir að hafa séð þessi tvö Akureyrarlið leika, virðist sem festan í handknattleik hér sé að aukast. Liðin eru mjög ámóta að getu og verða efalaust í toppbaráttunni í 2. deild. Fyrsti leikurinn hér í 2. deild verður n.k. sunnudag, 3. desember, milli K.A. og Þórs og verður efalaust um hörku- baráttu að ræða. ESS KÖRFUKNATTLEIKUR Körfuknattleikur hefur átt all miklu gengi að fagna hér á Ak ureyri undanfarin ár. Þar hef- ur hæst borið lið Þórs, sem leik ið hefur í 1. deild nokkur ár. Nú í ár hafa orðið allmiklar breytingar á liði Þórs. Liðið saknar nú þriggja leikmanna frá_J fyrra, þeirra Guttorms Ólafssonar, Alberts Guðmunds sonar og Jóns Héðinssonar, sem voru uppistaðan í leik liðsins síðastliðið leiktímabil. Vitanlega munar um minna, en vonandi tekst Þórsurum að byggja upp gott lið í vetur og komandi framtíð, og ekki sizt leggja ötula rækt við yngri aldursflokka. Þór hefur aðeins leikið einn opinberan leik í vetur, gegn Val, sem Valur sigraði 79:56. Ekki virtist mér leikur Þórs traustvekjandi. Aðal gallinn fannst mér þó ekki vera á tæknilegu sviði leiksins, held- ur brást úthaldið, en það er galli sem má auðveldlega og fljótt ráða bót á. Efalaust fáum við Akureyr- ingar a sjá fjöruga leiki í körfu knattleik í vetur, sem fyrri ár. Fyrsti leikurinn í 1. deild fer fram laugardaginn næst- komandi, 2. desember, og mæta þá Þórsarar Njarðvík-, ingum í fþróttaskemmunni hér á Akureyri. ESS 4 — ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.