Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.12.1972, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 02.12.1972, Blaðsíða 3
£3 snjódekk LAUGAVEGI 178 — SÍMI 86-700 HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN iRíKisiNS áœirnrn EINDAGINN 1. FEBRÚAR 1973 FYRIR LÁNSUMSÓKNIR VEGNA ÍBÚÐA í SMÍÐUM Húsnæðismálastofnunin vekur athygli aðila á neðangreindum atriðum: 1. Einstaklingar, er hyggjast hefja byggingu íbúða eða festa kaup á nýjum íbúðum (íbúðum í smíð- um) á næsta ári, 1973, og vilja koma til greina við veitingu lánsloforða á því ári, skulu senda lánsumsóknir sínar með tilgreindum veðstað og tilskildum gögnum og vottorðum til stofnunar- innar fyrir 1. febrúar 1973. 2. Framkvæmdaaðilar í byggingariðnaðinum, er hyggjast sækja um framkvæmdalán til íbúða, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári, 1973, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður að berast stofnuninni fyrir 1. febrúar 1973, enda hafi þeir ekki áður sótt um slíkt lán til sömu íbúða. 3. Sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og fyr- irtæki, er hyggjast sækja um lán til byggingar leiguíbúða á næsa ári í kaupstöðum, kauptúnum og öðrum skipulagsbundnum stöðum, skulu gera það fyrir 1. febrúar 1973. 4. Sveitarstjórnir, er hyggjast sækja um lán til ný- smíði íbúða á næsta ári (leiguíbúða eða sölu- íbúða) í stað heilsuspillandi húsnæðis, er lagt verður niður, skulu senda stofniminni þar að lút- andi lánsumsóknir sínar fyrir 1. febrúar 1973, ásamt tilskildum gögnum, sbr. rlg. nr. 202/1970, VI kafla. 5. Þeir, sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofnuninni, þurfa ekki að endurnýja þær. 6. Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. janúar 1973, verða ekki teknar til meðferðar við veitingu lánsloforða á næsta ári. Reykjavík, 31. okóber 1972. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453 Fró Mæðrastyrksnefnd Að þessu sinni munu skátar ekki ganga í hús til þess að safna fyrir nefndina. Hins vegar skal bæjarbúum vinsamlegast bent á, að á flestum vinnustöðum í bæn- um munu söfnunarlistar liggja frammi. Nefndin hefur aðsetur í íþróttavallarhúsinu og verður tekið þar á móti fatnaði. Enn fremur verður fatnaður sóttur heim ef óskað er. Opið verður 4.—7. desember kl. 20—23, sími 2-15-88. Smábótaeigendur Akureyri Að gefnu tilefni skal tekið fram að óheimilt er að leggja bátum í smábátadokkinni við dráttarbraut- ina eða í Sandgerðisbót, nema með tilskyldum leyfum. Eftir 5. desember n.k. verða þeir bátar, sem lagt hefur verið í óleyfi, fjarlægðir úr dokk- unum á ábyrgð og kostnað eigenda. Hafnarstjóri. ALÞÝÐUMAÐURINN — 3

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.