Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.04.1976, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 28.04.1976, Blaðsíða 1
ALÞYÐUMAÐURINN Fjárhagsáætlun bæjar- stjórnar Húsavékur 1976 46. árgangur - Akureyri, miðvikudaginn 28. apríl 1976 - 15. tbl. Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkti á fundi sínum þann 13. apríl fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs og bæjarfyrirtækj'a fyr- ir árið 1976. Rekstrartekjur nema um 392 mkr. en rekgtrargjöld 247 mkr. Útsvör eru áætluð um 109 mkr. Helstu gjaldaliðir bæjar- sjóðs eru: Yfirstjórn kaupstaðarins um 21.5 mkr. Almennar tryggingar og fé- lagshjálp 18.0 mkr.' Fræðslumál 16.4 mkr. Vextir 11.6 mkr. Hreinlætismál 9.6 mkr. s Æskulýðs- og íþróttamál 7.5 mkr. Til eignabreytinga frá rekstri eru samtals um 145 mkr., en þar við bætast lán- tökur og framlög svo samtals eru um 214 mkr. til eigna- breytinga nettó. Helstu framkvæmdir eru sem hér segir: Gatnagerð um 51.0 mkr. Bygging leiguíbúða um 50.6 Þorskstofninn í gífurlegri hættu Fiskiskipaflotann á aðrar veiðar hið bráðasta „VERÐUM AÐ HEFJAST HANDA“ heitir grein í nýj- asta Ægi, blaði Fiskifélags ís- lands, þar sem segir að milli- þinganefnd Fiskifélagsins hafi lagt fram tillögur um það, hvernig skuli að málum stað- ið í stórum dráttum til að minnka sóknina í þorskinn og beina henni á aðrar veiðar. 5—6 skip fari á loðnuveiðar fyrir Norðurlandi strax í byrj un júlí segir nefndin og bygg- ir þá framkvæmd á því, að í fyrra hafi 2—3ja ára loðna verið búin að ná 8—10% fitu á þeim tíma þrátt fyrir átulít- inn sjó og sjávarkulda. 3—4 skip verði látin reyna rækju- veiðar á djúpmiðum á þessu ári og verði rækjan soðin og fryst um borð í þeim skipum. Þá leggur nefndin til að skel fiskveiðar verði auknar og þær rannsóknir, sem þar að lúta. Einnig vill nefndin að leitað verði eftir leyfum til veiða á makríl og brislingi í Norðursjó, sem landað yrði í bræðslu í Danmörku. Loks leggur nefndin til að 3—4 skip verði látin reyna kolmunna- veiðar. Norðmenn eru sagðir mjög áhugasamir um að auka sókn í þennan fiskistofn, og ÞEIR hafa ekki látið sitja við orðin tóm. Það, sem gildir í þessu efni fyrir okkur, er að komast sem fyrst að raun um það, hvort við getum ekki náð að veiða kolmunna á hrygn- ingartímanum, en þá er hann veiðanlegastur. Það getur ver ið að við verðum að fara nið- ur undir Færeyjar í mars/ apríl, en von manna er að eitt- hvað af kolmunna hrygni nær landinu. Þá má bæta því við framan sagða grein úr Ægi, að fleira kemur þarna til greina svo sem grálúðuveiðar fyrir Norð- urlandi og einnig er talið að eitthvað verði leyft að veiða af Suðurlandssíld í haust, og nokkur skip geta stundað veiðar á fjarlægum miðum. Ef röggsemi væri í aðgerðum til verndar þorskstofninum væri hægt að skipuleggja veiðar fyrir mikinn hluta fiskiskipa- flotans á aðrar veiðar út allt þetta ár og þar með að fara ekki fram úr því marki, sem fiskifræðingar okkar hafa sett gagnvart þorskinum. En dæmalaus aumingjaskapur sjávarútvegsráðherra og ríkis stjórnarinnar hefur komið í veg fyrir, að ekki hefur enn verið hafist handa um einar eða neinar rannsóknir um- fram það, sem við öll þéklcj- um. .................. S ökuferð Lán að ekki fór verr Um kvöldmatarleytið síðast- liðið mánudagskvöld varð bif reiðaárekstur á mótum Hrafna gilsstrætis og Eyrarlandsveg- ar. Rákust þar saman Ford- fólksbíll (leigubíll af BSO) og jeppabifreið. Skipti það eng- um togum, að jeppinn kastað- ist fram af brúninni, sem þarna er austur af, og rúllaði á hjólunum niður allt gilið og hafnaði síðan á hliðinni á þaki viðbyggingarinnar við húsið Sjónarhæð. Einn maður var í jeppanum og sakaði hann ekki, en það má furðulegt telj ast að þarna varð ekki stór- slys, því leiðin, sem jeppinn fór er líklega um 150—200 metrar niður snarbratt gilið. Tveir menn voru í fólksbíln- um og hlutu þeir minni háttar meiðsli við að kastast í fram- rúðuna. Verið að hífa jeppann af slysstað. mkr. Bygging barnadagheimilis 17.2 mkr. Bygging dvalarheimilis aldr aðra 9.0 mkr. Bygging gagnfræðaskóla 7.5 mkr. íþróttamannvirki 7.0 mkr. Bygging steypustöðvar 5.6 mkr. Framlag til atvinnuaukn- ingar 5.0 mkr. Helstu framkvæmdir við Húsavíkurhöfn eru þessar: Frágangur á Þvergarði 12.0 mkr. Hlutafé til byggingar ver- búða 2.5 mkr. Hitaveita Húsavíkur fyrir- hugar að leggja stofnæð upp Þverholt og er kostnaður við það verk í ár áætlaður 3.7 mkr. Rafveita Húsavíkur áætlar að verja um 3.4 mkr. til undir búnings að flutningi aðveitu- stöðvar og byggja auk þess spennistöðvar fyrir um 4.3 mkr. Iðnnemar í Slippnum leggja niður vinnu Undanfarinri hálfan annan mánuð höfum við iðnnemar í Slippstöðinni h.f. staðið í málaþófi út af kjörum okkar. Ástæðan er sú að samningar I.N.S.Í. frá 1. mars sl. tákna stórfellda kjaraskerðingu (tvö fyrstu árin beina krónulækk- un!). Þessum samningi var samhljóða hafnað á almenn- um fundi iðnnema, enda hafði I.N.S.Í. ekki aflað sér neins samningsumboðs iðnnemafé- lagsins hér. Slippstöðin bauð þá kjör Framhald á bls. 3. Ertu að byggja? Alltaf eitthvað nýtt. FASTEIGNASALA - LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Þarftu að bæta? Viltu breyta? Terelin-buxur — Faco snið. IbCðin KT FOPATRA Steindór Gunnarsson, lögfræðingur. TRYGGVABRAUT 22. - SÍMI: 2-24-74. Strandgötu 23. — Sími: 2-14-09. Ráðhústorgi 1. — Sími: 2-22-60.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.