Alþýðumaðurinn - 28.04.1976, Blaðsíða 5
Hvoð er til vamar fyrir íslend-
inga í fíkniefna- og áfengis-
málum ? —
Fyrir rúmu ári síðan skrifaði séra Árelíus Níelsson grein í dag-
blaðið Vísi og nefndi þá grein: „Hvað kostar það þjóðina“. Ég
hef fengið leyfi Árelíusar til að þessi grein verði birt aftur í
blöðum því hún er að mínu mati mjög athyglisverð og gæti
vakið fólk til umhugsunar um áfengismál og fíkniefnamál.
„HVAÐ KOSTAR ÞAÐ
ÞJÓÐINA?"
Árelíus Níelsson skrifar:
„Varla kemur svo blað um
bindindi eða öllu heldur áfeng
-ismál frá Ameríku eða Norður
löndum, að þar séu ekki birt-
ar ályktnair kannana á
neyzlu áfengis og afleiðingum
þeirrar neyzlu. Svipuðu máli
gegnir með tóbaksneyzlu,
éinkum vindlingareykingar.
Nýlegar þannanir vestra
leiddu til þeirrar fullyrðingar,
að nær tveir þriðju af sjúkl-
ingum, sem dvelja þar á
sjúkrahúsum, berjast við sjúk
dóma, sem beint eða óbeint
stafi af þessum „tilbúnu“
heilsuræningjum. En hér er
nú allt miðað við krónutölu
og stefnt að því að krónan
verði sem smæst og tölur sem
hæstar, einkum núllin. Það er
því ekki úr vegi, einkum fyr-
ir þá, sem finnst erfitt að
finna þráð milli orsaka og af-
leiðinga, að óska eftir vísinda
legri könnun nokkurra atriða
um þessi mál: 1. Hve mikið
kostar rekstur íslenzkra
sjúkrahúsa árlega? Sagt er að
það nemi víst eins sjúklings
17 þús. krónur á dag. 2. Hve
mikinn hluta sjúkdómsorsaka
og sjúkdóma má rekja til
neyzlu óþarfra og skaðlegra
eiturefna svo sem áfengis, tó-
baks, fíkniefna og alls konar
lyfja, sem gera ef til vill
skaða? 3. Hve mikið kostar
hver fangi í íslenzku fangelsi
almenning á dag? Þar með tal
ið rannsóknir saka, málarekst-
ur, dómtaka og allt „uppi-
hald“ með gæzlu. 4. Hve mikill
hluti afbrota á rætur að rekja
til áfengisneyzlu og drykkju-
tízku landsmanna og þess hve
margir leggja heila sinn „í
bleyti“ í þess háttar „fjörefn-
um“? 5. Hvað kostar lögreglu-
eftirlit og löggæzla — sem
sagt lögreglustarfsemin á ís-
landi? Og hve mikið mætti
fækka og spara í þeirri stofn-
un, ef unnt yrði að setja undir
áfengislekann? 6. Hve mikið
kosta niðurbrotin heimili, for-
sjárlausar fjölskyldur, slys,
árekstrar bifreiða, íkveikjur,
innbrot og alls konar skemmd
ir, sem orsakast af völdum
áfengis og tóbaks árlega hér á
landi? 7. Hve mikið kostar
eyðilagt mannslíf ágæts
drengs og góðrar manneskju,
sár, tár, harmar, skömm, glæp
ir og djöfulæði drykkjuskapar
ins hér á þessu annars ágæta
landi, með sinni gáfuðu og frið
sömu þjóð?
Erfitt verður sjálfsagt með
útreikninginn. En ekki skaðar
að reyna með öllum tölvum og
allri tækni nútímans. Gæti
ekki verið að gróðinn af álagn
ingu vínsölunnar næði
skammt til að borga þetta allt
— eða það sem vísindaleg
rannsókn leiddi í Ijós sem tap
og tjón? Það yrði allténd eitt
hvað til umhugsunar fyrir
fólk, „með fullu viti“.
Árelíus Níelsson.
AFBROT MÁ REKJA TEL
ÁFENGIS EÐA FÍKNIEFNA-
NEYSLU
Það fer ekki fram hjá nein-
um að við lesum ekki dagblað,
hlustum og horfum ekki á út-
varp og sjónvarp öðruvísi en
að ekki sé minnst á afbrot svo
sem innbrot, þjófnaði, árásir á
fólk og jafnvel morð. Núna er
verið að vinna að rannsókn
eins mesta glæpamáls sem
framið hefur verið á íslandi.
Ég hed að í öllum eða flestum
tilfellum, sem að afbrot eru
framin megi rekja til áfengis
eð faíkniefna. Það stóra glæpa
mál, sem verið er að rannsaka
í dag og margir þættir þess
máls hafa komið fram, í fjöl-
miðlum hafa slegið óhug á
margan landann. Hvað skyldu
þessir glæpir hafa kostað
mörg tár, sár og harma? Þar
á ég sérstaklega við aðstand-
endur þess fólks, sem misst
hefur ástvini sína og einnig að
standendur þess fólks, sem á
ættingja og vini lokaða inn í
fangelsi, en þeir eru lokaðir
inni vegna þess að þeir hafa
villst svo langt af leið vegna
áfengisbölsins.
Ég get nú ekki státað mig
af því að vera algjör bindindis
maður. En ég álít nú samt að
hægt sé að styðja stúkurnar
og bindindishreyfingarnar al-
mennt í landinu þótt fólk sé
ekki starfandi félagar sem slík
ir. Þetta mikla glæpamál, sem
ég hef verið hér að fjalla um
hefur vakið mig verulega til
umhugsunar um það, hvað
áfengisbölið er orðið alvarlegt
á íslandi og hygg ég að það
hafi vakið fleiri íslendinga en
mig til umhugsunar.
HVAÐ ER TIL VARNAR?
En hvað er hægt að gera
þessu til varnar?
Mér hefur dottið sú hug-
mynd í hug að ef allar stúkur
í landinu og allar bindindis-
hreyfingar í landinu tækju
höndum saman og fengju alla
fjölmðila með sér til að berjast
við þennan mikla vanda, að þá
vil ég leyfa mér að vera svo
bjartsýnn að það sé hægt að
sigrast á vandamálunum. Og
ekki þarf að efast um að prest
ar þessa lands muni ekki
leggja þessum málum lið. Þeir
hafa beðið fyrir drykkjusjúk-
um mönnum í kirkjum lands-
ins. Bænin er sterk og vafa-
laust hefur hún hjálpað mörgu
fólki. Prestar hafa oft sagt í
viðtölum að langflestir hjóna-
skilnaðir stafi af áfengis-
neyslu. Ég vil minna á að þeg-
ar fjölmiðlar héldu hátt á lofti
baráttu gegn reykingum, að
það hafði ekki svo lítil áhrif á
fólk. Alveg eins tel ég að þá
leið megi fara í sambandi við
áfengisbölið og það sem ég hef
verið að fjalla um hér nú.
Ég álít einnig að það muni
hafa góð áhrif á fólk, sem hef-
ur fyllst ótta vegna þessara
voða glæpa, sem verið er að
koma upp um. En það er vitað
mál að það eiga fleiri þjóðir
en íslendingar við sama vanda
að etja. En ef við tökum upp
þá baráttu, sem ég gat um og
ef að okkur tækist að gera ís-
lensku þjóðina að bindindis-
þjóð, gætu þá ekki fleiri ríki
tekið okkur íslendinga til fyr-
irmyndar? Það er hægt að
hugsa sér baráttuna án tillits
til kynþátta, þjóðernis, trúar,
stétta eða stjórnmálaskoðana.
LOKUNIN VAR TIL GÓÐS
í síðasta verkfalli lét dóms-
málaráðherra loka áfengis-
verslunum landsins og einnig
vínveitingahúsum. Og hver
var árangurinn af því? ENGIN
SLYS. ENGIR GLÆPIR. RÓ-
LEGIR DAGAR HJÁ LÖG-
REGLU O. S. FRV. Og það
urðu mikil umskipti þegar
opnað var aftur og þá sönn-
uðu vínveitingahúsin ógagn
sitt, stóðu höllum fæti. Fyrir
stuttu héldu félagar laganema
við Háskóla íslands ráðstefnu
Orators um síbrotamenn. M. a.
kom það fram að vistin á
Litla-Hrauni bætir engan
mann. Bent var á að 2/3 hlut-
ar þeirra manna sem væru
sendir á Litla-Hraun til betr-
unarhúsvistar, kæmu þangað
aftur. Jafnframt var bent á, að
það væru fá dæmi þess að ekki
væri hægt að rekja orsakir af-
brota hjá unglingum til erf-
iðra heimilisástæðna, svo sem
drykkjuskapar, skilnaðar for
eldra o. fl. Umferðaráð hefur
gefið út skýrslu um kærur
vegna ölvunar við akstur árið
1975. Þar kemur fram, að ölv-
aðir ökumenn voru valdir að
39 slysum. Aukningin er því
0.4% miðað við árið 1974. Fyrr
í vetur kom út skólablað M. T.,
Andríki, sem veitir upplýsing-
ar um niðurstöður atferlis-
rannsóknar í einum skólanna í
Reykjavík. Þar segir m. a.
Fimmti hver menntaskóla-
nemi notar fíkniefni. 88.9%
nemenda við Menntaskólann
við Tjörnina nota vímugjafa.
(Áfengi eða fíkniefni.)
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
REIÐ Á VAÐIÐ
Oft hafa komið fram tillög-
ur til þingsályktunar á Al-
þingi um að fella niður vín-
veitingar í opinberum veislum.
En þær hafa aldrei náð fram
að ganga heldur verið svæfðar
í nefndum. Þó hafa þessar til-
lögur mælst vel fyrir og fólk
verið þeim fylgjandi langt út
fyrir raðir bindindismanna.
Þegar Vilhjálmur Hjálmarsson
varð menntamálaráðherra sum
arið 1974 ákvað hann að hafa
ekki vínveitingar í þeim veisl-
um, sem hans ráðuneyti stæði
fyrir meðan hann gegndi þessu
starfi. Þetta vakti talsverða at
hygli og mæltist vel fyrir. En
Vilhjámur er sjálfur bndindis-
maður og hefur alltaf verið.
Sagðist hann því ekki geta
hugsað sér að standa fyrir vín
veitingum. Ýmis félög gerðu
samþykktir og þökkuðu ráð-
herranum þessa skeleggu af-
stöðu gegn áfengisneyslunni.
Meira að segja bæjarstjórnir
og hreppsnefndir, þar sem all-
ir flokkar eiga fulltrúa. Not-
aði ráðherrann sérstaka skrif-
borðsskúffu fyrir þessar sam-
þykktir og eru þær þar geymd
ar. Þótti honum vænt um þess
ar kveðjur þar sem tekið var
undir þá ákvörðun, sem hann
hafði tekið. Ég vil því spyrja:
Væri þetta ekki öðrum ráð-
herrum og ráðuneytum þeirra,
þessi ákvörðun Vilhjálms, lær
dómsrík?
Mörg ráðuneytanna eyða
óhemju fé í drykkjuveislur.
Væri þeim fjármunum ekki
betur varið til vangefinna
barna, til fátækra ekkna eða
gamals fólks?
Ég vil að lokum óska öllum
bindindishreyfingum í land-
inu alls hins besta 1 baráttu
sinni.
Snælaugur Stefánsson.
Tilkynning
um aðstöðugjöld
Samkvæmt heimild í 5. kafla laga nr. 8/1972,
um tekjustofna sveitarfélaga, samanber reglu-
gerð nr. 81/1962, um aðstöðugjöld, hefur bæjar-
stjórn ákveðið að innheimt skuli aðstöðugjald í
kaupstaðnum á árinu 1976 samkvæmt eftirfarandi
gjaldskrá:
0,33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla.
0,65% af rekstri verslunarskipa og af fiskiðnaði.
1,0% af hverskonar iðnaðarrekstri öðrum.
1,3% af öðrum atvinnurekstri.
Með skírskotun til framangreindra laga og reglu-
gerðar er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi:
1. Þeir sem ekki eru framtalsskyldir til tekju-
og eignarskatts, en eru aðstöðugjaldsskyldidr,
þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til
aðstöðugjalds, fyrir 8. maí nk., samanber 14.
gr. nefndrar reglugerðar.
2. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig, að
útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjalda-
flokks samkvæmt ofangreindri gjaldskrá, þurfa
að senda fullnægjandi greinargerð um hvað af
útgjöldunum tilheyrir hverjum einstökum
gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar.
Framangreind útgjöld ber að gefa upp til skatt-
stjóra fyrir 8. maí nk., að öðrum kosti verður að-
stöðugjaldið, svo og skiptingu í gjaldflokka, á-
ætlað, eða aðilum gert að aðstöðugjaldið að öllum
útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er.
Akureyri 21. apríl 1976.
Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra.
ALÞÝÐUMAÐURINN - 5