Alþýðumaðurinn - 08.12.1976, Page 1
Um eignarráð yfir landinu, gögnum
þess og gæðum - síá Kaidbak
Stefán Jónsson umpólast í eignarráðs-
hugmyndum sínum
— Sjá Ieiðara
ALÞÝÐUMAÐURIN
1ANGUR . AKUREYRI, MIÐVIKUDAGINN 8. DESI
ÁRAIMGURSRÍKU
ÁSf ÞIMGI LOKIÐ
Björn Jónsson endurkjörinn form. sambandsins
33. þingi Alþýðusambands íslands er nýlega lokið í Reykjavík
og var Björn Jónsson endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins.
Mörg mál lágu fyrir þinginu og voru afgreidd og ber þar hæst
stefnuskrána, en hún er sú fyrsta sem Alþýðusambandið hefur
eignast síðan aðskilnaður varð milli Alþýðusambandsins og Al-
þýðuflokksins. Blaðið leitaði frétta hjá Ólöfu Jónasdóttur, sem
var meðal fulltrúa á Alþýðusambandsþinginu.
— Þetta er fyrsta ASÍ-
þingið sem þú situr?
— Já og það var mikil
reynsla fyrir mig að sitja svo
fjölmennt þing og stórt í snið
um og að flestu leyti ánægju-
legt, en þó fannst mér stund-
um heldur mikið um pólitíska
flokkadrætti. Ég verð þó al-
gerlega að neita því sem sagt
hefur verið að samningamakk
hefði mikið farið fram í
skúmaskotum á þinginu, en
hjá stórum hópi sem þarna
var saman kominn eru skoð-
anir eðlilega skiptar og finnst
mér eðlilegt að þegar uppá-
stungur eða tillögur koma
fram frá vissum aðilum, fái
viðsemjendur að taka ákvörð-
un og senda sitt svar. Þess
vegna stóð ég að svari frá Al-
þýðuflokknum, þar sem við
neituðum útilokunartillögu
Alþýðubandalagsmanna. Mér
finnst sjálfri ólýðræðislegt að
útiloka fulltrúa frá störfum,
bara vegna þess að þeir hafa
ekki sömu stjórnmálaskoðanir
og ég.
— Hver voru helstu mál
þingsins?
— Stefnuskrármálið var
vafalaust meðal merkustu
máta þessa þings. Miklar um-
ræður urðu um það og komu
fjölmargar breytingartillögur
fram við drög þau, sem send
höfðu verið til félaganna til
umfjöllunar. Stefnuskrár-
nefnd lagði til að frumdrögin
yrðu látin gilda út næsta kjör
tímabil, en milliþinganefnd
starfi að því ásamt sambands-
stjórn að taka til meðferðar
þær breytingartillögur, sem
fram hafa komið og skili hún
áliti fyrir næsta þing. Var
þessi tillaga samþykkt.
— Þá hafa kjaramálin einn-
ig verið í brennidepli að
vanda?
— Já, um þau voru umræð-
ur undir kjörorðinu „Varnar-
baráttunni lokið. Sóknarbar-
áttan hafin“ og var mikill ein
hugur ríkjandi um þessi mál.
— En frumvarpið um breyt
ingar á vinnulöggjöfinni, var
það ekkert rætt á þinginu?
— Jú, það var nokkuð rætt
og kom fnam einhuga and-
staða þingfulltrúa við frum-
varp þetta, sem samið hefur
verið án þess að nokkurt sam-
ráð væri haft við verkalýðs-
hreyfinguna.
— Hvaða önnur mál gæt-
irðu nefnt?
— Fræðslumál voru ofar-
lega á baugi og átti ég sæti í
nefnd sem um þau fjallaði. Ég
er mjög ánægð með að áhugi
fólks í verkalýðshreyfingunni
á þessum málum er að vakna.
Þá vann nefnd sú sem fjallar
um vinnuvernd, trygginga- og
Framhald á bls. 3.
Veturinn er nú loksins kominn í öllu sínu veldi, börnum
og skíðamönnum til óblandinnar ánægju, en nokkrar sam-
göngutruflanir hafa orðið vegna snjókomu. Þessi mynd
af Akureyrarkirkju minnir á það, að jólin nálgast nú mjög
og væntanlega leggja margir Akureyringar leið sína
þangað hátíðisdagana.
*
Ályktun bæjarstjórnar Húsavíkur um
móttökuskilyrði hljóð- og sjónvarps
Ályktun um móttökuskilyrði
fyrir hljóðvarpssendingar á
Húsavík, samþykkt á fundi
bæjarstjórnar 2. des. sl.
Bæjarstjórn Húsavíkur fagnar
endurbótum á dreifingu sjón-
varps til íbúa á Vestur og Norð
Fréttir f rá Ólafsfirði
Á Ólafsfirði hefur tíð verið
fremur slæm að undanfömu
að sögn Sigurðar Jóhannsson-
ar fréttaritara Alþýðumanns-
ins þar.
Frá Ólafsfirði eru gerðir út
tveir togarar og hefur annar
þeirra aflað sæmilega, en
hinn er um þessar mundir í
Reykjavík vegna viðgerðar á
flotvörpu. Afli smábáta hef-
ur verið mjög lélegur undan-
farið og rækjubátar hafa lítið
getað róið vegna veðurs.
Samgöngur við Ólafsfjörð
eru fremur erfiðar ekki síst
þegar Múlavegur lokast og
verður þá að treysta á ferðir
flóabátsins Drangs.
Framkvæmdir standa nú
yfir við flugvöll á Ólafsfirði
og stendur til að Norðurflug
hefji þangað reglulegar áætl-
unarferðir þegar hann kemst
í gagnið.
Félagslíf stendur með mikl-
um blóma á Ólafsfirði. Eru
þar meðal annars tafl- og
bridgefélag. Leikfélag starfar
á Ólafsfirði með miklum
blóma og hefur það nýlega
fest kaup á fullkomnum ljósa-
útbúnaði. Æskulýðsstarfsemi
stendur og með blóma á Ólafs
firði og má t. d. nefna að
reglulega er þar „opið hús“
fyrir unglinga með líku sniði
og í Dynheimum á Akureyri
og er það í félagsheimilinu
Tjarnarborg.
urlandi, vestan Vaðlaheiðar
með tilkomu örbylgjusend-
inga. Jafnframt minnir bæjar-
stjórnin á, að þessar endur-
bætur koma sjónvarpsnotend-
um á Húsavík og þar í grennd,
að takmörkuðu gagni meðan
örbylgjukerfið nær aðeins til
Vaðlaheiðar og því eru mót-
tökuskilyrði fyrir sjónvarp á
Húsavík ennþá léleg, t. d. er
texti tvöfaldur.
Á fundi bæjarstjórnar Húsa
víkur í desember 1973 var
samþykkt harðorð ályktun
vegna ófremdarástands á út-
sendingum hijóðvarps frá end
urvarpsstöðinni á Húsavík.
Nú að þrem árum liðnum er
ennþá notast við sama send-
inn, sem er venjulegur talstöðv
arsendir, sem fær dagskrárefni
eftir símalínu, sambærilegri
við venjulega talsímarás. Af
þeim sökum eru tóngæði í al-
gjöru lágmarki, eins og Sigurð
ur Þorkelsson, forstjóri radíó-
tæknideildar Landsíma Is-
lands tók réttilega fram í sjón
varpsþættinum Kastljósi föstu
daginn 26. nóvember 1976.
Bæjarstjórn Húsavíkur
skorar á samgöngumálaráð-
herra, sem æðsta yfirmann
fjarskipta á íslandi að beita
sér án frekari tafar fyrir eftir-
farandi úrbótum á útsending-
um hljóðvarps og sjónvarps á
Húsavík:
1. Komið verði á næstu mán
uðum upp FM sendi á Húsa-
vílcurfjalli fyrir hljóðvarp, en
þar er nú þegar fyrir hendi
raforka, hús, og mastur fyrir
fjarskipti.
2. örbylgjukerfi fyrir sjón-
varp verði framlengt að sjón-
varpssendi á Húsavíkurfjalli.
Bæjarstjórn felur þingmönn
um kjördæmisins að fylgja
þessari áskorun eftir af fullum
þunga.
NOROLENZK
fyrirNorölendinga
RAÐHUSTORG! 1
AKUREYRI
SÍMI 21844