Heimdallur

Tölublað

Heimdallur - 30.04.1933, Blaðsíða 8

Heimdallur - 30.04.1933, Blaðsíða 8
4 IIEIMDALLUR Laugaveg 78 Siinar: 1834 — 2834 Sláturhús, Lager, Frystihús á Klapparstíg 8. Kaupir og selur kjötafurðir íslenzkra bænda. Sláturhús starfandi frá 20. júlí —15. nóvember. Vinnustofan á Laugaveg 78 Framleiðir: Medistarpylsur, Kjötfars, Vinarpylsur, Fiskfars, Ruliupylsur, Bjúgu, Saxað kjöt, Tólg í l/i—l5kg. stk. Aliskonar álegg. Seljum einnig: Nýjan Lax, Frosinn Lax, Reyktan Lax. Góðar vörur og sanngjarnt verð. íslenzkir starfsmenn. Slippféiagið í Reykjavík Sfmar: 2309 - 2909 — 3009 — Símnefni: „SLIPPEN“ Tökum skip á land alt að 600 smálesta þunga. Framkvæmum allskonar TRÉAÐGERÐIR. SMÍÐUM BÁTA af öli- urn gerðum. Höfum ávalt miklar birgðir af ailskonar efni, svo sem: EIK — TEAK — BRENNI — LERK — SAUM til skipa og húsa o. m. fl. Eik frá 10 kr. pr. teningsfet. Allar tegundir af málningu til skipa og húsa. Höfum einkaumboð fyrir hina þekktu HEMPELS málningu. LEITIÐ TILBOÐA HJÁ OSS ÁÐUR EN ÞÉR GERIÐ KAUP ANNARSSTAÐAR. Hlutaf élaglð Trolle & Rothe Reykjavík. Það var áríð 1909, að danskur sjóliðsforingi. C. Trolle að nafni, sem við dvöl sína iiér við land á dönsku herskipum, liafði kynnt sér viðskiftalífið Iiér á landi og komisl að raun um, að meðal annars var hér ónumið land á svæði þeirrar greinar viðskftanna, sem snert- ir vátryggingarstarfsemi, þar sem svo mátti segja, að íslend- ingar yrðu jjá að mestu leyti að sækja viðskifti þessi til ann- ara landa. Capt. C. Trolle, sem þá var orðnn nokkuð roskinn maður og jafnfram þreyttur á hinu erfiða sjómannslífi, afrjeð þá, að hætla þeim störfum og sett- ist að hér á landi og stofnsetti vátryggingarskrifstofu eftir fyr irmynd slikra skrifstofa i öðr- um löndum. Þetta var upphaf reglulegrar vátryggingarstarf- semi á Islandi. Skrifstofa þessi annaðist ýms- ar tegundir vátrygginga og kom fljóttt í ljós, live mikil þörf var l'yrir slíka skrifstofu hér á landi og urðu viðskifti hennar ótrú- lega mikil þegar á hinu fyrsta starfsári. Enda veitti skrifstof- an viðskiftamönnum sínum stór- um betri kjör, en þeir áður höfðu átt að venjast, er þeir voru neyddir til að fela erlend- um umboðsmönnum sínum að annast fyrir sig allar sínar vá- tryggingar. Árið 1915 voru viðskiftin orð- in svo viðtæk, að Trolle tók sér til félaga stafsbróður sinn, sjó- liðsforingja R. Rothe og varð þá um leið nafni firmans, sem áður hét Capt. C. Trolle, breyt í Trolle & Rothe og árið 1918 var firmanu breytt í hlutafélag undir nafninu h.f. Trolle & Roliie og var Carl Finsen, sem verið hafði starfsmaður firm- ans næstum frá stofnun þess, ráðinn framkvæmdarstjóri hins nýja lilutafélags og er hann það enn. Auk þeirra C. Trolle og R. Rotlie, sem voru aðaleigendur liins nýja hlutafélags urðu nokkrir íslendingar hlutaeigend- ur í íelaginu. Árið 1927 voru þeir Trolle og Rothe báðir látnir og varð j)á sú hreyting á hlutaeign þeirra í félaginu, að þeir Carl Finsen og Vigfús Vigfússon, sem verið hafði starfsmaður firmans i Kaupmannahöfn, keyptu hluta- eignir þeirra og varð þannig hlutafélag þetta, sem að mestu vti hafði verið eign útlendra manna, örðið að alíslenzku fyr- irtæki. Hin margþætta starfsemi fé- lagsins er þegar orðin landskunn þar sem svo má að orði kveða, að það hafi nú um næstum aldarfjórðung fullnægt hinum ströngustu kröfum hinna fjöl- mörgu viðskiftamanna um land ./ alt og mun tæplega finnasl þess dæmi að þeir nokkurntíma hafi leitað til félagsins um neitt það, ei lýtur að vátryggingum, án árangurs, jafnvel um hinar ein- kennilegustu áhættur. Auk vátrygginga, rekur fé- lagið einnig sjótjónserindrekslur (Uavariagentur) og hefir félagið einnig umboð fyrir hið alþekkla heimsfirma Lloyds í London, en það eitt út af fyrir sig, cr nægileg sönnun fyrir, livers írausts það nýtur út á við. Lipurð í öllum viðskiftum á hinum liðnu árum hefir leitl til þess, að félagið, þrátt fyr- ir alla samkeppni, sem stofnað hefir verið tií, hefir staðið með miklum blóma nú um næslum aldarfjórðung. Smjðrlíkisgerð ísafjarðar, ísafirði. Smjölíkisgerðin á ísafirði er ennþá aðeins á áttunda árinu. Var stofnuð í sept. 1925. Ald- urinn er því ekki hár. En hún hefir þegar sýnt það, að hún hefir verk að vinna og þar af leiðandi sinn tilverurétt, því að þrátt fyrir harða samkeppni, og ýmsa örðugleika, sem hún hefir átt við að striða, og þá sjerstaklega fyrstu árin, má segja að henni hafi farnast vel, og vinsældir liennar farið sí- vaxandi. Stafar það auðvitað fyrst og fremst af því að verk- smiðjan liefir alltaf frá byrjim kappkostað að vanda vörur sín ar svo sem auðið var. Fyrstu árin framleiddi verk- smiðjan hið góðkunna Sólar- smjörlíki, Sólarjurtafeiti og tólg. En á síðastliðnu ári byrj- aði hún að framleiða Stjörnu- smjörlíkið, sem ávann sér und- ir eins feikna hvlli fjölda við- skftavina. Þegar verksmðjan var stofn- uð var hyggt handa henni nýll hús, og útbúnaður allur hafður hinn fullkomnasti og af nýj- ustu gerð. Þá hefir og hreinlætis verið gætt í hvívetna og verk- smiðjan líka verið undir eflir- liti héraðslæknis. Verksmiðjan hefir altaf fylgst vel með í allri nýbreytni og framförum í iðngrein sinni, hæð hvað gæði og verð var- anna snertir. í því skyni var verkstjóri hennar fyrir skömmu fleiri mánuði utanlands til þess að kynna sér nýjustu framfar- ir á sviði smjörlíkisiðnaðarins. Þegar hráefnin lækkuðri á síðastliðnum vetri, varð verk- smiðjan fyrst til þess hér á Vestfjörðum að læka verðið á vörum sínum, þrátt fyrir það að hún um svipað ley'ti fór að blanda Sólarsmjörlíkið með rjómabúsmjöri og Stjörnusmjör likið með meiru af rjóma en áður hafði verið. Þetla jók vil- anlega vinsældir verksmiðjunn- ar nm allan helming.

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.