Nýja stúdentablaðið - 13.05.1933, Blaðsíða 4

Nýja stúdentablaðið - 13.05.1933, Blaðsíða 4
4 NÝ.JA STÚDENTABI.AÐIÐ 1933 Prófessorar og pólitík í vetur fórum við 37 stúdentar þess á leit við háskóla- ráö, að það leyfði okkur afnot einnar kennslustofu eina klukkustund á viku. Tilgangur okkar var að afla okkur fræðslu um liina efnalegu söguskoðun, og hafði Stefán Pétursson lofað að verða leiðbeinandi okkar. Háskólaráð neitaði okkur um húsrúmið, og ástæðan, sem gefin var fyrir synjuninni, var sú, að Stefán Péturs- son væri of yfirlýstur kommúnisti, til ]æss að háskólaráð gæti leyft þetta. Á sama tíma og háskólaráð neilaði okkur um liús- rúinið, þótti jafn yfirlýstur sjálfstæðismaður og Magnús .Tónsson guðfræðiprófessor hættulaus og boðlegur guð- fræðideildinni oft i viku, Guðm. Hannesson, sem mikið yndi hefir af þvi að lýsa yfir skoðunum sínum á stjórn- málum i kennslustundum, boðlegur og hættulaus lækna- deildinni, og Dr. Max Iveil iiélt, með velþóknun háskóla- ráðs, fyrirlestra í skólanum um pólitíska flokka, sem honum líkaði vel við og sem honum líkciði illa við. Skilningsleysi háskólaráðs á liinni erfiðu húsnæðislegu aðstöðu stúdenta upptendrast í allri sinn dýrð, þegar það svo lánar þingmönnum sjálfstæðismanna kennslustof- urnar til fundarhalda, og félögum utan háskólans, eins og Allianee Frangaise, en meinar um þriðjung liáskólastú- denta afnot einnar kennslustofu eina stund í viku. Nú spyr maður um hinn akademiska anda og hið aka- demiska frelsi — en það liefir kannske tapazt ofan í for- ina — eða er bara fyrir þá, sem eru á móti kommúnism- anum? Spyr sá, sem ekki veit. Félagslíf stúdenta við háskólann hefir aldrei þótt beysið, og um þess auvirðileik befir mörgum orðið tíðrætt. Deyfð og baráttuleti stúdenta lýsir sér bezt i unnnæl- um þeirra í fyrsta Stúdentablaðinu, sem kom út 1. des. 1924, en þar segir svo: „Blað það, sem hér birtist hið fyrsta sinn, er ekki stofnað lil þess að vinna fyrir neinar ákveðnar stefnur í félags eða menntamálum“. Og þar sem þetta þykir ekki taka af skarið svo sem vera heri, kemur siðar: „Því er ekki ætlað að ganga fram fyrir fylkingar i neinni baráttu“. Hvílíkar dásemdir. Og þessir menn eiga að verða „sall jarðar“ með þjóð vorri. Það verður víst ekki annað sagt en að þessi fyrirlieit Stúdentablaðsins frá 1924 hafi verið trúlega haldin. Stú- dentablaðið, sem stúdentaráðið gefur nú út i meiningar- lausri skrautútgáfu einu sinni á ári, er að mestu ekki annað en ferðasögur og humbúkk, sem enginn nennir að lesa og enginn kaupir af áhuga fvrir efni þess, heldur af góðmennsku, til þess að stvrkja stúdenta. En hvað, sem um þetta er, þá er hitt líka vist, að ef brjóta á upp á einhverju nýju, ef stúdentar rumska, þá fellur suinum betur svefn þeirra en vaka, og að þeir dauð- ans ráðleysingjar, sem „ekki ætla að ganga fram fyrir fylkingar í neinni baráttu“ eru betur liðnir en þeir, sem alltaf eru með einhvern „óróa og ófrið“. Engum sinnast við sauðkindina, sem bítur sitt gras með spekt i liaganum. Guðm. Hanncsson hefir i Stúdentablaðinu 1930 lýst ótta sínum við studentes novarum rerum — „mönnum, sem réru undir allar byltingar, í þeirri von, að hagur sinn kynni að batna“. Ja — liver skyldi lá vesalings mönn- unum. Hin frumræna angist gagnvart nýmælum ríður ekki við einteyming hér í skólanum frekar en annars- staðar. Stúdentar eiga að vera stilltir, rólegir og ánægðir. Bót- tækir stúdentar, sem með lífi og sál ganga upp í sínum áhugamálum og berjast fvrir þeim, óánægðir stúdentar og byltingarsinnaðir, það er lýður, sem skynsamir borgar- ar bafa litla samúð með. Má ég þá heldur fá: Sofðu, sofðu góði. Virðing stúdenta fyrir háskólaráði og þess ákvörð- unum er mikil. Dænnmi ekki, sagði Nazaretmaðurinn. En virðing stúdenta fyrir háskólaráði væri þó meiri, ef það vildi vera svo vænt að sýna ekki á eins áberandi liátt, eins og húsnæðissynjunin her vott um, livoru megin það er i pólitíkinni. Svo andvigt upplýsingu er háskólaráðið ckki, að ]iess vegna sé liúsrúmið ekki i té látið. Nei, hér er verið að loka dyrum musterisins fyrir „yfirlýstum kommúnista“, svo að þinghús lýðveldisins saurgist ekki af pólitík. .Ia — ]>að er mikið hvað hinn húsnæðislausi háskóli í þingliúsi lýðveldisins getur verið liræddur við pólitíkina. Stundum dreymir mig á næturnar. Enginn hneykslast á því, þótt maður segi Iionum draum sinn. Ég er staddur í anddyrinu á þingliúsi lýðveldisins. Há- skólaráðið situr i fleygfylking í stiganum gegnt mér. Beetor magnificus situr efstur i toppi, en hinir i tröpp- unum niður af, til beggja handa. Og ég stend frammi fyrir þessum dómstóli, en lians dýrð er mikil, og enginn mætir þar upp flibbalaus. Ég Iiorfi upp í tröppurnar og segi bljúgur: Þið eruð frjálslyndir menn, þið elskið þá æsku, sem á raust, þið undrist þann stúdent, sem i dag, þegar allur Iieimurinn er eins og marxismi i function, eins og lifandi mynd hinna óskeikulu lögmála Marx, skipar sér undir merki marx- ismans — undir merki kommúnismans. Þið dáið og skiljið hina byltingasinnuðu æsku, sem lítur með undr- un á „þá spottendur Guðs handarverka, sem leyfa sér að hða skort á þessari gnægtaríku jörð“, ]iá æsku, sem berst fyrir nýju og betra skipulagi, þar sem hvorki þekkist Iiungur né neyð. Gefið okkur, þessurn æskumönnum, uppörfun og hvetjið oss til kröftugri baráttu fyrii’ nýju og betra skipulagi og meira réttlæli. En rector magnificus svarar og segir: Slíka uppörfun fáið ]iið ekki bja oss, og undirtóku hinir neðar í stigan- um hver af öðrum: Nei, ekki hjá oss! Og ég verð dapur i bragði og spyr: Megum við ekki eiga skoðun og berjast fyrir henni? En rector magnificus svarar og segir: Sannarlega segi ég þér, þeir, sem hafa ráð á að eiga skoðun, hafa ekki ráð

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.