Nýja stúdentablaðið - 13.05.1933, Blaðsíða 1

Nýja stúdentablaðið - 13.05.1933, Blaðsíða 1
-k 1. árg. _ 2. tbl. — 13. maí 1933 — NÝ]A STÚDENTABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF „FÉLAGI RÓTTÆKRA HÁSKÓLASTÚDENTA" Fassisminn Stundarsigur fassismans i Þýzkalandi hefir nú haft þau áhrif, að flokkur manna hefir risið upp hér heima og tekið að boða stefnu Hitlers og Mussolinis. Starfsemi þessara manna er að yisu ekki í því fólgin að skýra fass- ismann og sýna á þann hátt fram á ágæti hans — nei hún fer fram með illyrtum skömmum á aðra flokka og þá fyrst og fremst „marxistana". Hyert er hið „positiva" innihald íassismans? „Forráðamenn" hreyfingarinnar hér heima virðast helzt sækja „fræðilegu rökin" fyrir tilveru sinni til naz- ismans þýzka. Það virðist því helzt fyrir að leita í skrif- um þýzku nazistanna, til þess að fræðast um, hvaða rök tassisminn færir fyrir tilveru sinni. Hvað er það þá, sem hefir vakið traiist sliks fjölda nianna á fassismanum, sem raun er á orðin þar úti? Hvert er programm þýzku nazistanna? Við lestur þess og ann- ara fassistiska bókmennta fæst bér um bil þessi bugmynd :um stefnuna. Þeir ætla fyrst og fremst að slá niður marxistana og stórkapitalistana. Tákn fjendanna eru Moskva - Wall Street. Það, sem stendur heiminum 'fyrir' þrifuih, er hinn al- þjóðlegi hugsunarháttur, bið alþjóðlega auðmagn, hin alþjoðlega, objektiva visindaslarfsemi og náttúrlcga hinn alþjóðlegi niarxismi. Sem fulltrúar hins alþjóðlega auð- magns eru skoðaðir kaupsýslumenn af gyðingaætt, „die Börsenjuden", og móti þeim persónulega snýst sú agita- tion, sein fassistarnir telja sig beina gegn kapitalisman- um. Þessi barátta er þannig alls ekki róttæk. Hún nær ekki til orsaka þess, sem aflaga fer. Flokkur Hitlers snýr fyrst og fremst máli sínu til millistéttanna. Loforð Hitlers um framtíðarríkið eru þar af leiðandi samantíndir dravunar og óskir smáborg- arans. Skuldugum smáborgurum kemur vel að beyra talað um uppgjöf skulda. Þess vegna hefir Hitler lofað þeim því í programmi sínu. Bankaauðmagnið, stórkapitalistarnir þjaka skuldugar niillistéttirnar með vöxtum, sem svipta þær tekjum sín- um jafnótt og þær myndast og velta smáborgurunum siðan í brönnum niður til öreiganna. Þess vegna cr fass- isminn tálvon smáborgarans í orði kveðnu á mótí stór- kapitalistum og vaxtaþrælkun, en vill þó viðhalda einka- eignarrctti á framleiðslutækjum sem öðru. Að útiloka vaxtatöku meðan hægt er að leggja fé sitt í fyrirtæki og fá þar arð af því, er auðvitað alveg óliugs- andi, enda befir Hitler sennilega aldrei meint þetta al- varlega. Að minnsta kosti Iiefir hann ekkert reynt í þessa átt, síðan Iiann komst til valda. En það er einmitt svona, sem skuldugán smáborgara dreymir. Þess vcgna befir Hlller sett þetta í programm sitt. Úrslit styrjaldarinnar síðustu höfðu slík ógnaráhrif á líf allrar alþýðu í Þýzkalandi, að allt, sem einhver stjórn- málaflokkur lofar að gera, til þess að bæta úr verkunmn slriðsins, lilýtur að falla í góðan iarðvcg hjá ölhun al- menningi. Þetta befir Hitler skilið. Eitt af stóru málun- um á stefnuskrá bans er þess vegna að fá eyðilagða frið- arskilmálana frá Versailles og St. Germain. Um þetta eru þýzku nazistarnir búnir að segja mörg orð og stór, og þau er víða bægt að lesa. Bökin fyrir því, að þetta geti tekizt, eins og Hitler er búinn að lofa, eru vandfundnari í naz- istiskum skrifum. En sem sé, þarna er leið til þess að „slá sér upp" við þýzka alþýðu. Þess vegna hefir Hitler sett þetta i pro- gramm sitt. Þegar svo er bætt við nokkrum sannfærandi orðuiu um ágæti og drottnunarbæfileika hins norræna kyns, ásamt tilsvarandi ókvæðisorðum um hina júðsku ætt, ýmsum háfleygum upphrópiuium ,sem svifa milli hirnins og jarð- ar og koma hvergi nálægt veruleikanum, þá vitum við, hvað fassismi cr. Sé þess gætt, að millistéttiruar, handiðnarnienn og sniá- bændur, hafa runnið á enda sitt skeið í þróunarsögu þjóð- félagsins og vikið sæti fyrir stórrekstri og samsöfnun auð- magnsins —- fyrir kapitalisma, þá hlýtur að mega draga þá ályktun, að loforð um að snúa þjóðfélagsþróun við, eigi sér enga stoð í veruleikanvim, sé algerlega út i hött. Til þess að hægt sé að bæta úr því, sem aflaga fer, þarf ekki einasta að sjá, hvað að er, heldur einnig, hvernig stendvir á göllunvim. í sínum 25 greinvmv hafa fassistarnir tínt saman ýmis samhengislaus atriði, sem allar stéttir þjóðfclagsins, nemá „Börsenjuden", geta fvindið i eitthvað fyrir sig. Þessar greinar eru algerlega samhengislausar. Bak við þær sést alls ekki skína í neitt skipulag. Þær eru ekki fundnar út með aðstoð þeirra lögmála, sem gilda um þróun þjóðfclagsins, þær eru avigsýnilega búnar til

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.