Nýja stúdentablaðið - 13.05.1933, Blaðsíða 5

Nýja stúdentablaðið - 13.05.1933, Blaðsíða 5
1933 NÝJA STÚ D E NTABLAÐIÐ o á a‘ð éta, og þeir, sem Iiafa ráð á að éta, hafa ekki ráð á að eiga skoðun. Þá hrópa ég i örvæntingu: Á ég þá að kasta öllu því I frá mér, sem fyllt hefir liug minn, og loka augunum fyrir öllu ranglætinu, til þess að Iiafa ráð á að éta? Og rector magnificus svarar og segir: Amen, og undirtóku þeir, sem neðar sátu í stiganum: Amen, Amen. En það þýðir: .Tá, já, svo skal vera. En sumir segja, að draumar sén marklevsa. Sölvi H. Blöndal. Skoöanafrelsi! Mönnum er enn í fersku minni útvarpskveld mcnnta- skólans. Þar gerðust Jjeir athurðir, sem nrðn til þess að bregða ljósi yfir ástandið í skólanum. Fyrirlesarinn, er siðast kom fram, lauk erindi sinu með því að lýsa því yfir, að mynd sú, er hér væri gefin af skólalifinu, væri alröng, þar sem öll róttæk viðhorf væru útilokuð. Urðu út af þessu æsingar miklar í skólanum, og var boðað til almenns fundar um málið dagimi eftir. Það brá dálítið kynlega við, er drenglinokki, sem telur sig upprennandi leiðtoga alþýðunnar, krafðist með offorsi ( nokkru, að félaga hans yrði vikið úr skóla fyrir að hafa sagt sannleikann um útvarpskveldið. Þessi krafa er svo ósvífin og í alla staði ódrengileg, að mönnum blöskrar, ef þeir á annað borð trúa þessu. Aðaltilgangur útvarpskveldsins var að sýna rétta mynd af félagslifinu i skólanum, en þar sem það bróst, var yfir- Iýsingin i alla staði réttmæt og sjálfsögð, enda jjótt aftur- haldsklíkan í skólanum hefði ekki samþykkt hana. Hinn frjálslvndi socialdemokrati, sem krafðist þess, að skóla- félaga sinum yrði vikið úr skóla, opnaði útvarpskvöldið, enda þótl inspector seliolae hefði átt að gera það. En hann er kommúnisti, og þarf ekki að segja þá sögu lengra. En livað hafði nú þessi öryggisnæla fassistanna í menntaskólanum að flytja þjóðinni. Jú, liann sagði: „Gleðilegt sumar“. (lleðilegl sumar! Sumar, sem flokksmenn hans, verkamennirnir, horfa fram á með kvíða vegna atvinnuleysis, og vegna þess, að þeir vita, að þessi bjargræðistími hefir ekki annað að færa þeim en sult og eymd. (ileðilegt sumar! Ekki má heldur gleyma fagnaðarerindi Iians um þetta dásamlega kærleiksheimili, menntaskólann, þar sem allir ættu að tengjast sterkum höndum bróðernis! " Ekkert kom fram, sem gæfi til kynna, að í skólanum bærðist frjáls hugsun. En þegar svo einn nemendanna verður lil þess að fletta ofan af þessum blekkingum, þá rísa socialdemokratar og fassistar i skólanum upp og kvarta um, að hér sé vegið aftan að skólanum, og krefjast þess, að „gerræðismanninum“ sé þegar í stað vikið úr skóla. En þessar svefnpurkur geta þess ekki, að það var útvarpsnefndin, sem reyndi að vega aftan að skólafélög- um sínum og hlekkja útvarpshlustendur með því að gefa ranga mynd af skólanum. Útvarpskveldið átti vitanlega að kynna þjóðinni skóla- lifið, en ])ess var vandlega gætt að láta hvergi koma fram, að í skólanum væru margir nemendur, sem þyrðu að brjóta í bága við gamla og úrelta hleypidóma. Þessi þáttur skólalífsins kom hvergi fram. Skoðanir róttækra manna og borgaranna eru gerólákar, en á dagskránni var eingöngu heilaspuni horgaranna, og að þvi, er sagl var, ópólitiskur. En hvers vegna kalla menn skoðanir horgaranna ópólitískar, en allar róttækar lifs- skoðanir pólitískar? Er það vegna þess, að ríkisvaldið er í Iiöndum horgaranna? Alþýða landsins her að mestu kostnaðinn við skólann og á því heimtingu á að fá rétta mynd af honum, og þar af leiðandi var það siðferðisleg skylda nemandans, að leiðrétta þær hlekkingar, sem voru hafðar frammi. Út af þessum viðburðum var inspector scliolae sakaður um að vera of hlynntur sannleikanum, og var þvi settur af. Ennfremur lýsti fundurinn vanþóknun sinni á nem- anda þeim, sem „ódæðisverkið" framdi. Hnigu þeir til ])ess ráðs, er þeim tókst ekki að bola Iionum frá skól- anum. En þeir mega vera vissir um ])að, að með þessu athæfi sínu hafa þeir hakað sér stökustu íyrirlitningu 11111 Iand allt Gumiar ./. Cortes. Frá Oxfordstúdentum Atburðir, er gerðust i stúdentalífi Oxfordliáskóla seinni partinn í vetur, vöktu þá geysiathygli víðsvegar um heim, að mér finnst hlýða, að geta þeirra nokkuð hér í hlaðinu. Stúdentar frá Oxford, eldri sem yngri, hafa með sér félag, sem heitir: The Oxford Union. Aðalhlutverk fé- lagsins er að halda vikulega fundi um ákveðnar tillögur eða ályktanir, sem fram hafa komið. Yenjan er sú, að tveir tala með tillögunni og tveir á móti, en síðan er geng- ið til atkvæða. Allir siðir og fundarsköp eru sniðin eftir neðri málstofu enska þingsins, og fer því fundur að jafn- aði mjög hátíðlega fram. A fundi, son haldinn var í félagi þessu laust eftir miðj- an vetuf, var samþykkt ályktun um „að herjast aldrei fyrir konunginn eða föðurlandið“, með 275 atkv. gegn 153. I háskóla, sem hefir það hlutverk að ala nienn upp í lilýðni við ríkjandi skipulag, að ala menn upp, sem auð- sveipna yfirstéttarþjóna, er fullskiljanlegt, að meiri á- lierzla sé lögð á ytri siðfágun en ræktun og þroska liins innra manns. Það hefir því löngum farið svo í Oxford Union, að lylgi i atkvæðagreiðslum hefir meir verið liáð málskrúði og fögrum klæðahurði formælandans en rök- um hins rétta málstaðar. Starf félagsins liefir verið virk-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.