Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 2

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 2
2 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ INGI R. HELGASON, slud. jur.: StjÓmmálabaráttan á Það, sem mest hefur einkennt stjórnmálabaráttuna á íslandi hin síðari ár, er hin stórkostlega efling verkalýðssamtakanna í landinu og þau áhrif, sem hún hefur haft á flestum sviðnm J)jóðlífsins. Stéttarmeðvitund hins vinnandi fjölda á Islandi hefur stórum þróskazt og verkalýðurinn skilið aðstöðu sína í hinu óvís- indalega stéttaþjóðfélagi kapítalismans. Hann hefur skynjað mátt einingarinnar og sameinazt í voldug stéttasamtök. í dag er hann orðinn að })ví afli í þjóðfélaginu, að fram hjá lionum verður ekki gengið, ef farsællega á að takast til um stjórn þessa lands. Hér er ekki rúm lil að ræða orsakir J)ess, að verkalýðshreyfingin á Islandi hefur vaxið svo að einingu og J)rótti sem raun ber vitni um, en aðeins á það bent, að hún hefur mótazt í vinnudeilum og haráttu við harðsvíraða yfirstétt og notið þar forystu reyndra sósíaliskra verkalýðsleiðtoga. Áhrif verkalýðssamtakanna á stjórnmálasviðinu eru aðallega fólgin í því, að línurnar í stjórnmálaátökunum hafa skýrzt, og hin gamla flokkaskipting í Iandinu er farin að losna í böndun- um. — Nú gildir það að vera með hinum vinnandi lýð eða á móti honum. — Sósíalistaflokkurinn styður verkalýðssamtökin af al- hug, enda er styrkur hans og pólitiskt vald fólgið í stéttarlegri einingu verkalýðsins. Borgaraflokkarnir, Alþýðuflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru allir klofnir í tvennt, í hægri- og vinstrisinna, þar sem hægrisinnarnir eru hinir eiginlegu andstæðingar launastéttanna, en vinstrisinnarnir hlynntir verkalýðnum, — enda margir vinnandi menn, — en skilja ekki, að Jæir lifa í stéttaj)jóðfélagi. 1 rauninni eru það þess vegna að- eins tvö öfl, annað hlynnt verkalýðnum, hitt fjandsamlegt honum, sem takast á í stjórnmálabaráttunni, þrátt fyrir ]>að að fjórir flokkar eru í landinu. Verkalýðshreyfingin berst fyrir bættum kjörum hins vinnandi manns. Að því beinist öll hennar jákvæða barátta, en ávöxtur- inn kemur í Ijós á sviði heilbrigðis- og menningarmála. Það er cinmitt íslenzka verkalýðshreyfingin, sem hefur skapað þjóð- inni J)au lífskjör, að möguleikar vinnandi fólks á íslandi til að setja börn sín til mennta eru nú orðnir allt aðrir og betri en áður fyrr. Og það er athyglisvert, að stúdentafjölgunin stendur í beinu hlutfalli við eflingu verkalýðssamtakanna. Stúdentar mega því ekki vanmeta Jænnan þátt, sem íslenzk alþýðiHBamtök eiga í |)róun menningarmála á íslandi. NÝSKÖPUNARSTJÓRNIN. Eins og fyrr segir, eru það aðeins tvö öfl, sem leikast á í stjórnmálabaráttunni. Stunduin finna þau jafnvægi, sem þó helzt venjulega skamman tíma. Þetta jafnvægi tókst að skapa 1944, Islandi hln síðustu ár |)egar nýsköpunarstjórnin var mynduð. íslenzku þjóðinni haiði áskotnazt mikill auður í erlendum gjaldeyri vegna dvalar erlendra herja í Iandinu þá um nokkur ár. íslendingar voru læknilega á eftir nágrannaþjóðunum einkanlega með stórvirkustu og þýðing- armestu atvinnutæki sín, togarana. Reið nú á að nota erlendu inn- stæðurnar til þess að endurnýja togaraflotann og kaupa önnur tæki til nýsköpunar í atvinnuháttum íslendinga. F.n til þess að svo mætti verða, urðu bæði hægrimenn og vinstrimenn að lækka seglin og styðja þá ríkisstjórn, sem framkvæmdi slíka nýsköp- un. Hatröm barátta milli stéttanna gat orðið til J)ess, að erlendu innstæðurnar allar yrðu að eyðslufé og kæmu lítt að gagni fyrir tæknilega nýsköpun í atvinnuháttum landsmanna, svo sem varð raunin á um það fé, sem ekki fékkst skráð á nýbyggingarreikn- ing strax í upphafi. Þetta var að vísu erfitt fyrir báða aðila vegna vaxandi dýrtíðar í landinu, en þjóðarheill krafðist þess, að landsmenn sameinuðust í því að efla tækniþróunina, því að framfarir í atvinnumálum og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar er undirstaða stjórnarfarslegs sjálfstæðis hennar. Samkomu- lag náðist svo um að leggja fyrir töluvert fé í þessu skyni, og nýsköpunarstjórnin hljóp af stokkunum, og vinnufriður hélzt í landinu. Störf þessarar ríkisstjórnar í J)águ íslenzkra atviniiii- vega verða aldrei ofmetin. Verkalýðssamlökin studdu þessa rík- isstjórn af heilum huga, en brátt fór að bera á svikum af hálfu hægri aflanna í landinu. Annar fulltrúi þeirra í ríkisstjórninni, sá ráðherrann, sem fór með fjármálin, sveikst jafnvel um að framkvæma mjög þýðingarmikil lagafyrirmæli, sem miðuðu að Jiví að tryggja áframhald nýsköpunarinnar. Hægri öflin, sem réðu Landsbankanum, gerðu líka sitt til að hindra framkvæmd nýsköpunarinnar og átökin innan ríkisstjórnarinnar hörðnuðu, en ekki olli það stjórnarslitum. Þá kom herstöðvamálið til sögunnar. Bandaríkin heimtuðu að fá að hafa hér á landi dulbúna herstöð. Hægri öflin í landinu vildu láta undan kröfum Bandaríkjamanna, en vinstri öflin vildu segja nei. Slúdentasamtökin stóðu með verkalýðssamtökunum gegn afsali landsréttinda og vildu leggja málið undir dóm þjóðarinnar, en |>að fékkst ekki. — Og ný- sköpunarstjórnin sprakk, þegar hægri öflin á Alþingi samjiykktu nauðungarsamninginn 5. október 1946. STEFAN'ÍA AFTURHALDSDÓTTIR. Alþingi var j)ar með komið í bobba. Innan |)ingsins voru kraftahlutföllin á milli hægri og vinstri aflanna önnur en þau voru meðal þjóðarinnar. Af þeim sökum var aðstaða þingsins til stjórnarmyndunar mjög erfið eftir flugvallarsamninginn. Meiri-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.