Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 6

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 6
6 NVJA STÚDENTABLAÐÍÐ Pólitísk viöhorf Ég vil strax taka það fram til þess að fyrirbyggja allan mis- skilning, að ég mun hér eigi ræða um neilt mól sérstaklega, heldur verður þetta aðeins eins konar rabb um daginn og veg- inn í hinum pólitíska heimi bæði innanlands og utan. Þar eð enn er svo skammt liðið frá lokum síðustu heimsstyrjald- ar, ætti mönnum að vera í svo fersku minni ógn hennar og áþján, að allir kep])tu eftir beztu getu að þvi að fyrirbyggja, að slík liörmungarsaga endurtakist. En svo er að sjá sem ýmsir virðist gleymnir á þá hluti, a. m. k. margir þeirra, er eigi hafa staðið í eldlínu vígstöðvanna og fundið hafa af eigin sjón og raun, hvaS í raun og veru gerist, er styrjöld er háð. Mér er ekki vel Ijóst hið andlega ástand þeirra manna, er í ró og spekt geta rætt um næstu heimsstyrjöld og athugað sigurmöguleika þeirra aðila, er þeir búast við, að þar muni berast á banaspjót. Ymsir, og þeir ekki allfáir, ræða þessi mál jafnrólega og væru þeir að tala um væntanlegan knattsj)yrnukap])leik uppi á íþrótta- velli næsta dag. Já, og meira en það. Andi forheimskunarinnar virðist hafa tekið hug þeirra og hjarta svo fangin, að þeim finnst ekki eingöngu óumflýjanlegt, heldur jafnvel æskilegt, að styrjöld brjótist út innan skamms milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna. En þeir eru þó eigi svo skyni skroj)|)nir, að þeim sé eigi fullkomlega Ijóst, að eitthvað þurfi til að réttlæta slíkar aðgerðir. Og nú skulum við athuga lítillega, hvernig leikið er á skákborði heimsstjórnmálanna, meðan enn drý]>ur dreyri úr henjum }>jóða og einstaklinga eftir síðustu heimsstyrjöld. — Nú er þannig umhorfs, að auðvaldspressa alls heimsins hefur skor- ið upp herör og hafið heilagt stríð gegn sósíalismanum hvar sem er í heiminum. Hún kallar það reyndar ekki sósíalisma, heldur skellir hún öllum frjálslyndari öflum í eitt númer og nefnir þau hinu skelfilega nafni kommúnisma. En við skulum ekki láta slíkan hugtakarugling blekkja okkur. Orðið kommúnismi er nefnilega miklu hræðilegra orð en sósíalismi og miklu líklegra til að skjóta saklausum lesendum skelk í bringu eða fylla þá heilagri gremju. En það þarf enginn að ganga að því gruflandi, livar bezt er blásið að glæðunum né hvert ferðinni er heitið, frá vestri til austurs liggur leiðin, frá Bandaríkjunum til Sovét- ríkjanna og nágrannaþjóða þeirra. Og hvernig er svo farið að því að réttlæta þennan boðska]) og tilreiða jarðveginn fyrir bann? Það er nú svo sem enginn vandi: Kommúnismi og allt það hafurtask, sem honum fylgir, er einræði, kúgun, arðrán, mannúðarieysi og menningarleysi. Ég vil ekki deila við þá herra um það, að ýmislegt hefur mistekizt og farið verr en skyldi í hinum sósíölsku ríkjum, en þeir ættu að líta sér nær. Sósíalismi er ekki framkvæmdur í einu vetfangi, og sízt af öllu, þar sem engu er að mæta nema fullum fjandskap hjá þeim ríkjum, er reisa stjórnskipulag sitt á öðrum grundvelli. En til þess að leggjandi sé út í heilagt stríð gegn sósíalisman- um, þarf annað og meira en úthrójia hann og ófrægja. Það þarf að benda á ágæti andstöðu lians og tilfæra. livaða öf! það eru. sem hann berst á móti. Það þarf einnig að fara í stríð gegn heil- brigðri skynsemi og réttlætiskennd fólksins. Það þarf að endur- laka nógu oft og í nægilega mörgum blöðum sömu ósannindin og blekkingarnar. Með því á að reynast auðvelt að friða eigin samvizku og slæva heilbrigða skynsemi meðal fólksins. Auð- valdið hefur líka hin ákjósanlegustu skilyrði til alls þessa með öllum þeim blaðakosti, sem það hefur yfir að ráða. Og með því að nudda sér utan í orð eins og mannúð, frelsi, lýðræði, kristindóm og kirkju hefur svo auðvaldið lagt upp í hina miklu krossferð tuttugustu aldarinnar. En liver árangur hennar verð- ur, mun framtíðin skera úr. En trú mín er sú, að þessir kross- farar muni fyrr eða síðar komast að raun um, að belra hefði verið heima að sitja. Bárur þeirra munu hrotna á ströndum heil- brigðrar skynsemi almennings. En ekki er nóg með það, að auðvaldið hafi hafið herferð sína í öllum þeim málgögnum, er það hefir yfir að ráða. Það hefir einnig tekið hnefaréttinn í þjónuslu sína og beitt honum ósj)art svo sem dæmin sýna bæði í Suður-Ameríku og víða annars stað- ar. Það er jafnvel farið að setja kommúnista út af sakrament- inu, en það mun fremur verða til að hrosa að en taka það al- varlega. Það er eigi allsendis ófróðlegt að skyggnast um hér heima og athuga, hvernig jslenzku borgarablöðin hafa brugðizt við binni hetjulegu krossferð alheimspressu auðvaldsins gegn komm- únismanum. Eins og búast mátti við af Morgunblaðinu, bafa vart birzt svo miklar eða litlar lygar og blekkingar um bin sósíölsku ríki Evrópu og róttæka flokka annars staðar í heim- inum, að víðlesnasta blað landsins hafi ekki látið þær á þrykk út ganga með feitletruðum fyrirsögnum. En betra hefði ritstjóra þess háttvirta blaðs verið að slá upp í landafræðinni, áður en bann staðsetti Belgrad sem höfuðborg Búlgaríu. Svo mikið var óðagotið og æðisgangurinn að bera lygasúpuna á borð fyrir les- endur blaðsins, að ritstjóranum hefur eigi unnizt tími til að leita til einhvers fróðari, er betri skil kunni á höfuðborgum Evrópu. Engan þarf reyndar að furða á þessum skrifum Morg- unblaðsins, því að það hefur löngum verið fyrirmynd þeirra í fréttaflutningi, er belzt hafa kosið að hampa ranghverfu sannleik- ans, og er þá mikið sagt. Afstaða Vísis hefur verið svipuð, og mun ég ekki gera hana frekar að umtalsefni. Meiri furðu munu skrif þess blaðs, er kennir sig við alþýðu landsins, vekja meðal bugs- andi manna. Þau ítök, sem Alþýðuflokkurinn enn á meðal al- þýðu manna, munu einkum byggjast á tvennu: nafni hans og minningu um forna frægð. Og mér er ekki grunlaust um, að margir ágætir vinstri sinnaðir menn fylgi honum fremur af göml- um vana en sannfæringu. En þótt orðið sósíalismi sé orðið for- kólfum Alþýðuflokksins eins fjarrænt hugtak og austrið er vestr- inu, gefast þeir ekki upp á því að telja fólki trú um, að flokkur þeirra sé framfaraflokkur. Eitt dæmi þess vil ég nefna, en það er að kalla alla umbótasinnaða flokka að kommúnistum auðvit-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.