Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 7

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 7
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 7 LJÚS í MYRKRL Einhvern tíma í fyrravetur kom út bæklingnr, sem nefndist Vaka, rit lýðræðissinnaðra stúdenta. Félagið Vaka boðar þar trú sina — ekki aðeins Háskólastúdentmn, heldur landslýð iillum. Vökumenn uppgötvuðu nefni- lega allt í einu, að Háskólinn væri ekki nógu stór vettvangur ltinna göf- ugu bugsjóna sinna, heldur þyrfti þjóðin öll að þekkja frelsi og menningu í skuggsjá Vöku. — Aðeins undrar oss, hvernig íslenzka þjóðin skuli hafa komizt af, unnið bókmenntaafrek, fært sér frelsi og sjálfstæði án þess að liufa fyrrnefnt rit að leiðarljósi. — — Það verður þó ekki ráðið af þessu fyrsta hefti, hvorir munti mega sín meira Aristóteles og Plató eða Jón Isberg; en allir þessir eru liklegir til að auka hróður ritsins. — Þá ntá og geta þess, að menn biða hugfangnir eftir framhaldi á greininni „Ef frelsið glatast, er menningunni hætt" eftir Jón ísberg. Næsta ritsmið hans gæti t. d. borið hcitið: Menningunni er hætt, ef frelsið glatast. Ekki má láta hjá líða að átelja þá framkomu Garðltúa, er þeir fengu áður- nefnt rit upp í hendurnar, að það var skemmtileikur þeirra og um leið aflraun að leggja saman sem flest eintök ritsins og rifa síðan sundur i tvennt. Varð þar mestur Karl frá I.augarvatni, því hann fyrirkom sex án þess að roðna, en Jón Isberg gekk af hólmi. Þrevja Garðstúdentar nú mjög næsta heftis. DOTTANDI RÁÐ. Þuð hafa heyrzt raddir unt það, að fyrrverandi stúdentaráð liafi ekki reynzt eins fúlmannlega lélegt og sumir óttuðust í fyrra. Ekki er nema rétt og skylt að viðurkenna það, sem vel er, og má segja, að þetta ráð hafi leyst hin lítilfjörlegri störf vammlítið af hendi að telja. Svo brcgður oft við, er lágfleygar sálir eiga í hlut, að þeim finnst gaman að nostra við smá- munina, en klífa aldrei fjallið. Það kvað líka vera ærið margt, sem betur hefði mátt fara, ef skoðað er i kistur stúdentaráðs. Því hefur t. d. ekki tekizt að hrinda í framkvæmd þeirri tillögu Garðstúdenta að leggja niður cmbætti Garðprófasta, þar sem störf þeirra eru engin orðin, en þcir lifa eins og lýs á stúdentum. — Stúdentaráð er komið vel á veg að drepa tímaritið Garð. Og enn má nefna, þótt fátt sé hér tint til, þá svívirðilegu vanhelgun og þá stórkostlegu sköinm, sem ráðið bakaði stúdentum 1. desember í fylra. Verðtir sú saga ekki rakin hér, en þeir minntir á, sem gleymt hafa. að undanskildum, er hafa sósíalismann virkilega að markmiði, alþýðuflokka. Þetta á svo að sanna skyldleikann á við meðal hlóðprufu. Tíminn fer sér öllu hægar í skrifum sínum, enda hefur Framsóknarflokkurinn liingum tvístigið svo milli hægri og vinstri, að hann hefur staðið uppi ráðvilltur. íslenzka ríkisstjórnin og málgögn hennar hafa fullkomlega látið ánetjast af þeim áróðri, sem nú er rekinn af slíku ofttr- kajtpi í blöðum auðvaldsins um allan heim. Það er líka óneitan- lega hvalreki á fjörur hennar að geta vent sínu kvæði í kross og herjað í austurveg að hætti norrænna víkinga, er hún stendur uppi ráðþrota og náðþrota gagnvarl sínumeigin afglöpum. Það ætti líka að opna augun á íslenzkum stúdentum fyrir því, hverjum þeir eiga að fela forræði sitt. En þeirra er mátturinn að velja a laugardaginn kemur. Flosi Sigurbjörnsson. ORATOR II. Einn laugardag fyrra hluta októbermánaðar ltafði verið boðaður fundur í stórráði Vöku. En áður en sá fundur hófst, var settur fundur í Stúdenta- félagi Háskólans; Ásgeir Péturss., stórráðsfulltrúi, var þá formaður Stúdenta- félagsins. Það var því ekki undarlegt, þótt heiðarlegum mönnum yrði bilt við, er þeir komu á hinn síðarnefnda fund, því að nálega einungis Vöku- piltar sátu þar eigandalegir í salnum. Héldu sumir utan-Vökumenn, að þeir hefðu nú lent í verri staðnum. — Á þessum fundi gerðist lítt mark- vert, en formaðtir bar fram tillögu um breytingu á fyrirkomttlagi rússa- gildisins þannig, að menn pöntuðu sér sjálfir áfenga drykki, en hafa þá ekki innifalda í aðgöngumiðunum. Var atkvæðagreiðslan harðsótt, og kom svo, að tillagan var felld með atkvæði Jóns P. Emils. Og mó segja, að þar velti h'til þúfa þttngtt hlassi og illu. Kunnum vér þess fleiri dæmi í lslandssögunni. Þá var gengið til stjórnarkosninga. Má lieita, að þar hafi Vökumenn tekið sér til fyrirntyndar hið scinheppna afturhald i allri sinni dýpstu þröng- sýni. Þar fór Htið fyrir marglofuðu víðsýni og frjálslyndi Vökumanna! Var viðhöfð ólögleg stjórnarkosning (þó í Vesturevrópu væri), þar sem for- maour neitaði að bera ttndir atkvæði sttmar uppástungur félagsmanna, en úrskttrðaði sjálfur kosningttna lögmæta!! í stjórn voru á endanum kosnir 3 menn og aðrir 3 til vara, en 2 endurskoðendur, allir úr lögfræðideild. Er IIÚ helzt álitið, að stofna eigi ttýjan Orator undir forystu Barða Fvið- rikssonar til höfuðs Þorvaldi G. Kristjánssyni — eða þá, að báðir Orator- arnir eigi að koma fyrir kattarnef allri menningarlegri félagsstarfsemi i Háskólanttnt, en græða peninga á dansleikum. ÁFTURHALDIÐ SAMT VIÐ SIG. Fyrir nokkrtt kom til orða að hafa sameiginlega framboðslista þriggja vinstri félaganna svonefndu. Þegar tekið var að ræða grundvöll málefna- samnings, kom í Ijós, að kratar sáu margt annað fýsilegra en santeigin- legan lista. Þeir báru lielzt fyrir sig, að með þessu værum við að einangra Vöku. Ja, — það er eðlilegt þú verðir Itissa; rnaður vissi ekki, að tunglið væri svona nálægt jörðinni. Kratarnir virðast því aðeins ltafa flokk og félög til þess að fela kærleika sinn til ibaldsins. Þetta þttrfa stúdentar að niuna, er þeir ganga á kjörstað. — Hinir frjálslyndu voru léttir í lttnd, eins og oft áður, og kváðust sammála krötum, enda voru þeir þá á biðilsbttxunum eftir þeim, en þar ltefur nú hlýleikurinn farið út um þúfur, eins og skýrt er frá ó öðrum stað i pistli þessum. Það kom greinilega fram hjá fyrrnefndutn aðilum, að óráðlegt væri bandalag við róttæka, það væru svo margir, sem væru „bara á móti komnt- únistum", en hefðtt enga aðra pólitiska skoðttn. Þess vegna væri það lifs- spursmól þeirra „að vera á móti kommúnistum", því annars fylgdi þeim enginn. Athugið vitnisburðinn, setn yður er gefinn: Þér ltafið enga aðra pólitiska skoðun en „vera á móti koinmúnistum". Ilversu lengi ætlið þér að tvístíga — annaðhvort eruð þér á móti peningavaldi heildsalabarnanna i Vöku eða fylgið því? Róttækir stúdentar ertt þeir einu, sem þora að kotna beint framan að ófreskjunni og ráða niðurlögum hennar. LISTINN . VÖKU. Það hefiir sumttin þótt ofboðlitil upplyfting i deyfð skammdegisins, þeg- ar tilorðning Vöktt listans hefir ótt sér stað. Að vísu er það ekki óalgengt, að gárungarnir geri grin að mikilmennum þjóðarinnar, t. d. hafa sumir leyft sér að hlæja að Bjarna Ben., og má það telja dæmalaust. Okkar dr-itt- inhollu Vökttmenn í Háskólanum eru einnig háðir breyskleika mannanaa, enda voru hinir ódauðlegu gttðir á Olympos undir sömu sök seldir. — Það verður stundum skringilegt upplitið á sumum Vökumönnum, þegar þeir eru spurðir, ltvers vegna þcir sétt eiginlega Vökttmenn. Það liggur nefnilega ekki alltaf í augum uppi. Stintir eru Vökumenn af fjárgróðavon, aðrir af þvi þeir Italda að það sé fínt, og einhverjum finnst sjálfsagt „að vera á móti kommúnistum", en engir eru Vökumenn af kærleika né góðttm dygð- uin. Það hefur því löngum verið leikur Vöku að skipa forhertum ilialdssálum annars vegar á listann, en pólitiskum angurgöpum hins vegar. Þannig var það í fyrra, að þeir Guðlaugttr og Skúli voru til uppfyllingar í stúdentaráði. Nú eiga Bragi og Víkingur að leika þann leik. Það er ekki ætlunin, að beir láti til sin taka pólitisk mál, — aðrir rétttrúaðri eiga að sjá um þau. Það liefttr kvisazt, að samsetning Vökulistans ltafi gengið úr ltófi þung-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.