Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 2

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 2
% 2 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ Árið 1954 skipaði háskólaráð prófessorana Ármann Snævarr, Bjöm Magnússon, Júlíus Sigur- jónsson, Leif Ásgeirsson og Þor- kel Jóhannesson í nefnd til að semja frumvarp til nýrra laga um Háskóla fslands, en árið eftir skip- aði þáverandi menntamálaráð- herra, Bjami Benediktsson, nýjan formann, dr. Benjamín Eiríksson. En í stað prófessoranna Leifs Ás- geirssonar og Þorkels Jóhannes- sonar kvaddi háskólaráð til starfa prófessorana Finnboga R. Þor- valdsson og Steingrím Þ. Þor- steins. Þessi nefnd sendi fmmvarp sitt öllum deildum Háskólans til umsagnar svo og stúdentaráði. Þá er því var lokið, var fmmvarpið lagt fyrir þingið nokkuð breytt. Stúdentar höfðu lengi búizt við nýju frumvarpi til laga um Há- skóla íslands, og var heldur uggur í mönnum, að nú yrði tækifærið notað til að skerða akademiskt frelsi. En afístaða stúdenta var ekki einungis til að halda fomum réttindum. Þeir vildu einnig hljóta sem að ofan em greind, nema nr. þrjú, og var það allmikill sig- ur, — sem ekki má vanmeta. En þannig breytt fór frumvarpið fyrir þingið. Nú reyndi fyrst á stúdenta hversu samtaka þeir væm og ötul- ir að sannfæra þingmenn. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir efri deild. Sannaðist þegar, að þingmenn Alþýðubandalagsins voru fyrst og fremst málsvarar stúdenta. Þeir fylgdu öllum tillög- um stúdentaráðs og höfðu samráð HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON, 'stud. mag.: Háskóla- frumvarpið Þáttur stúdenta oq (Dingmanna ný. Lengi hafði það verið ósk stúdenta, að öðlast rétt, eins og Óslóarstúdentar höfðu haft, til þátttöku í stjórn Háskólans. Til að vinna að þessum málum og mörg- um öðmm, sem til hagsbóta voru fyrir stúdenta grandskoðaði stúd- entaráð fmmvarpið og lagði fram ítarlegar breytingartill. Helztu at- riði þeirra voru: 1. að tryggja akademiskt frelsi 2. að krefjast aðildar stúdenta að stjórn H. 1. 3. að hindra að menn án stúdents- prófs öðluðust rétt til náms við H. í. 4. að koma í veg fyrir takmörkun fjölda stúdenta í einstakar deildir. Auk þessa vom ýms smærri at- riði sem oflangt er upp að telja í stuttri grein. Ekki tókst stúdentaráði að koma fram öllum þeim atriðum, við fulltrúa róttækra og formann stúdentaráðs mn öll atriði máls- ins. Hins vegar sýndu þing- menn annarra flokka á þeim lít- inn áhuga eða mæltu gegn þeim. Þegar við 1. umræðu hélt Alfreð Gíslason læknir ræðu og mælti harðlega gegn því ákvæði í 21. gr., að háskólaráði væri heimilt að tak- marka aðgang að vissum deildum. En menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason vildi halda ákvæðinu og sagði, m. a., að háskólinn mundi aldrei grípa til þessarar heimildar nema í fullu samráði við ríkis- stjórnina. Að frumkvæði Alfreðs Gísla- sonuar og með atkvæðum Alþýðu- bandalagsins og flestra Sjálfstæð- ismanna var þó samþykkt þessi krafa stúdentaráðs: Nú er til umræðu á fundi há- skólaráðs mál, er varðar sérstak- lega stúdenta háskólans, og skal rektor þá kveðja á fundinn einn fulltrúa stúdenta, sem stúdenta- ráð nefnir til. Hefur fulltrúinn þar málfrelsi og atkvæðisrétt." En aðrar tillögur Alfreðs stúdentum til hagsbóta voru felldar með at- kvæðum Framsóknar- og Alþýðu- flokksmanna. Fór nú frumvarpið til neðri deildar, og þar höfðu þingmenn Al- þýðubandalagsins enn forystu um að fylgja fram breytingatillögum stúdentaráðs við frumvarpið. Þannig voru þeir raunverulega fulltrúar stúdenta á Alþingi og mun skeleggari en íhaldsfrúin, eins og þeir vita gerzt, sem fylgdust með málinu. Aðrir þingmenn voru ýmist hálfvolgir eða á móti. Þannig klofaði klofnaði mennta- málanefnd um 23. grein frumv., sem er um heimild til handa próf- essorum að hafa eftirlit með tíma- sókn stúdenta. Sem framsögumað- ur menntamálanefndar beitti Ein- ar Olgeirsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins öllum áhrif- um sínum til að fá framanskráða grein fellda. Þetta var eina tillaga Einars í málinu, sem ekki náði fram að ganga að þessu sinni. Einnig mælti hann mjög fram með því, að rýmka ákvæðin með verkfræðideildina. Að lokum má nefna, að Einar Olgeirsson beitti sér fyrir því að setja þau bráða- brigðaákvæði, er nú verða greind: Stúdentar þeir, er hófu nám í skóla Apótekarafélags Islands haustið 1955 skulu hafa sama rétt og nemendur Lyfjafræðingaskóla Islands til að taka próf við lækna- deild í lyfjafræði lj^fsala, er veiti þau atvinnuréttindi, sem hingað til hafa fengizt við fyrrihlutapróf." Hefðu þessi ákvæði ekki verið sett, hefðu stúdentar þessa skóla ekki rétt til að taka próf í þeirri námsgrein, sem þeir hafa stundað sumar sem vetur um tveggja ára skeið. En þingmenn Framsóknar og Alþýðuflokksins héldu fast við þá skerðingu akademisks frelsis og með þeirra atkvæðum var áður- nefnd 23. gr. frv. lögfest. Og lítt

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.