Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 8

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 8
I 8 NYJA STUDENTABLAÐIÐ Fjórir eistu menn C-listans, Félags róttækra stúdenta Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Georgsson Sigurjón Jóhannsson Þorvarður Brynjólfsson C-LISTINN 1. Guðmundur Guðmundsson, stud. med. 2. Guðmundur Georgsson, stud. med. 3. Sigurjón Jóhannsson, stud. oecon. 4. Þorvarður Brynjólfsson, stud. med. 5. Kristinn Kristmundsson, stud mag. 6. Loftur Guttormsson, stud. philol. 7. Guðrún Helgadóttir, stud philol. 8. Gylfi Már Guðbergsson, stud. philol. 9. Eyvindur Eiríksson, stud med. 10. Óskar Halldórsson, stud. mag. 11. Héðinn Jónsson, síud. med. 12. Kristinn Jóhannsson, stud. jur. 13. Stefán Sigurmundsson, stud. pharm. 14. Ingólfur A. Þorkelsson, stud philol. 15. Guðmundur Pétursson, stud. med. 16. Hallfreður Örn Eiríksson, stud. mag. 17. Hörður Bergmann, stud mag. 18. Hjörtur Gunnarsson, stud. mag. MERARHJORTU Hersetan er mál sem hver vakandi maður hlýtur að taka afstöðu til. Afskiptaleysi á þessu sviði er hel- vegur, og hver sá, sem ekki hefur merarhjarta, hlýtur að láta skoðun sína í Ijós. Við vitum, að ef svo ólík- lega vildi til, að Vaka næði meirihluta í stúdentaráði, mundu fulltrúar henn- ar af öllum mætti láta mál þetta sem minnst bera á góma, en það er sama og leggja blessun sína yfir það. Burf með herinn! Framhald af 6. síðu. því fram, að þessar hræður þarna suður á Reykjanesi gætu varið landið ef til stríðs kæmi. sem að flestra dómi er talið útilokað. Enda gera þeir aðeins bölvun. Stúdentar um allan heim hafa á- vallt staðið fremstir í flokki, er þurft hefur að vernda sjálfstæði og frelsi lands þeirra. Vilja íslenzkir stúdentar vera eftirbátar annara og láta af- skiptalausa, eða jafnvel leggja bless- un sína á setu erlends hers á fóstur- jörð þeirra? Hersetan er ekki aðeins hættuleg þjóðernistilfinningu æskunnar, held- ur hefur hún stöðugt grafið undan heilbrigðu atvinnulífi og fjármálum þjóðarinnar. Það er algerlega óviðunandi á- stand, að á meðan íslendingar hundr- uðum saman selja vinnu sína til fram- dráttar hermangi á Keflavíkurflug- velli skulu íslenzkir atvinnuvegir verða að ráða til sín erlent vinnuafl. Stúdentar! Kjörorð vort er því: Burt með erlendan her af íslenzkri grund. C-LISTINN C-LISTINN Kosningaskrifsfola C-lisfans er að Tjarnargöfu 20, sími 17511 Vinnum ötullega að glæsilegum sigri C-Iistans — lista vinstri manna!

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.