Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 4

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 4
NYJA STUDENTABLAÐIÐ Um heimsmeistaramót stúdenta í skák Eins og kunnugt er, f ór IV. Heims- meistaramót stúdenta í skák fram hér í Reykjavík, dagana 11.—26. júlí s.l. Var mótið vel undirbúið og var framkvæmd þess okkur íslendingum til hins mesta sóma. Að undanförnu hefur þess nokkuð gætt að Vökumenn hafa viljað eigna sér heiðurinn af því að mótið var haldið hérlendis. Þess vegna er á- stæða til að rekja hér lítillega for- sögu málsins. Það var í maímánuði 1955, sem fyrst kom til tals að halda mótið hér- lendis. Varpaði Jón Böðvarsson þess- ari hugmynd fram í viðtali við full- trúa I.U.S., Danielsen og Chandra, sem hér voru þeirra erinda að ganga frá aðild stúdentaráðs að I.U.S. Voru upphaflega taldar litlar líkur til að úr þessu gæti orðið sökum þess, hversu kostnaðarsamt það yrði. Var bent á að mjög fá stúdentasamtök í Evrópu hefðu efni á að senda skák- sveitir hingað, enda leiddu athuganir í ljós að ekki fengist samþykkt fyrir þessu, nema því aðeins að íslenzkir aðilar greiddu mestan hluta ferða- kostnaðar frá meginlandinu til Is- lands og aftur til meginlandshafnar. Stúdentaráð fól Jóni Böðvarssyni að athuga, hvort nokkur tök væru á að afla nægilegs fjár til þess að unnt væri að ráðast í að halda mótið. Tókst að fá vilyrði fyrir fjárstyrkj- um frá ríkisstjórn og bæjarstjórn Reykjavíkur og eftir ýtarlegar um- ræður samþykkti stúdentaráð að senda tilboð um að halda III. Heims- meistaramót stúdenta í skák í Reykjavík 1956 og kaus þriggja þriggja manna undirbúningsnefnd. 1 henni áttu sæti: Jón Böðvarsson, form., Axel Einarsson og Björgvin Vilmundarson. Nefnd þessi sneri sér þegar til I.U.S., en fékk þau svör, að FIDE (Alþjóðaskáksambandið) hefði þeg- ar ákveðið að taka boði Svía um að halda mótið í Uppsölum. Hins vegar kvaðst I.U.S. mundu beita sér fyrir því að Islendingar fengju að halda mótið 1957 ef þeir óskuðu og buðu stúdentaráði að senda mann á sinn kostnað til Uppsala til samninga um þetta mál. Þessu boði var tekið og varð að ráði að senda Jón Böðvars- son. I Uppsölum kom í ljós að þeir að- ilar, sem skipuleggja þessi mót, Al- þjóðaskáksambandið og IUS höfðu vantrú á því að íslenzku stúdenta- samtökin hefðu bolmagn til að taka á sig þær f járhagslegu skuldbinding- ar, sem nauðsynlegar voru og settu það skilyrði að Skáksamband íslands yrði formlega sá aðili, sem fram- kvæmd mótsins hvíldi á. 1 Uppsöl- var gerður bráðabirgasamningur, þar sem áveðið var: 1. að mótið skyldi haldið í júlímán- uði 1957, 2. að fulltrúar frá FIDE og IUS skyldu koma til Islands í október 1956 og skyldu þá teknar endan- legar ákvarðanir í málinu. Sumarið 1956 var að frumkvæði stúdentaráðs sett á laggirnar 7 manna undirbúningsnefnd til að sjá um framkvæmd mótsins. Áttu þar sæti 2 fulltrúar frá stúdentaráði, tveir frá Skáksambandi íslands, en einn frá hverjum þessara aðila: Há- skólaráði, ríkisstjórn Islands og bæj- arstjórn Reykjavíkur. Eftir stofnun þessarar nefndar hafði stúdentaráð ekki lengur með höndum undirbúning mótsins. I október komu hingað til lands þeir Jaroslav Saitar, varaforseti FIDE og Kurt Vogel, fulltrúi IUS og sömdu við áðurgreinda nefnd um framkvæmd mótsins. Gengu samn- ingar greiðlega, þegar búið var að tryggja stuðning opinberra aðila. — Fulltrúar stúdentaráðs í þessari nefnd voru Jón Böðvarsson og Bjarni Felixson. Þannig var f ramgangur þessa máls þegar tryggður, er Vaka náði meiri- hlutaaðstóðu í studentaráði á síðasta hausti. Núverandi stúdentaráð hafði þau ein afskipti af undirbúningi mótsins, að staðfesta kosningu Jóns Böðvars- sonar og Bjarna Felixsonar í fram- kvæmdanef ndina og að lána nef ndinni kr. 5000,00. Framan af vetri var lítið aðhafzt, en þegar undirbúningsstörf hófust fyrir alvöru hætti fulltrúi Vöku- manna öllum störfum og lét ekki sjá sig á fundum nefndarinnar. Urðu Vökumenn loks að skipta um mann í nefndinni. Störf framkvæmdanefnd- ar voru ólaunuð. Hins ber að geta að Vökumenn höfðu á boðstólum bæði mikið lið og frítt, þegar að því kom að ráða þurfti launaða starfsmenn til mótsins. Stóðu þeir sig vel í ýmsum störfum og áttu sinn góða þátt í því hve mótið f ór vel f ram. En aðalatriði í málinu eru þessi: 1. Fulltrúi Félags róttækra í stúd- entaráði flutti tillöguna um að mótið skyldi haldið hérlendis. 2. Sami fulltrúi vann einn að því að FIDE og IUS samþykktu að Heimsmeistaramót stúdenta í skák skyldi haldið í Reykjavík. 3. Sami fulltrúi tryggði f járhagsleg- an styrk opinberra aðila til móts- ins, kr. 40 þús frá ríkissjóði og kr. 20 þús. frá bæjarstjórn Reykja- víkur. 4. Sami fulltrúi vann að stofnun framkvæmdanefndar, sem tók við undirbúningi mótsins af stúd- endaráði. Af þessu er Ijóst að það er fyrst og fremst Félagi róttækra stúdenta að þakka, að a) síðastliðnu sumri fór fram í Reykjavík fyrsta alþjóðlega stúdentamótið og fyrsta alþjóðlega skákmótið sem hér hef ur f arið f ram. HEIMDALLUR EÐA VAKA? Vökupiltarnir hafa löngum reynt að draga gæru yfir úlfsásjónu sína, en nú bregður svo við, að Heimdellingar skipa flest sæti listans. Stendur þetta í nokkru sambandi við „hörkuna" í stjórnarand- stöðinni?

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.