Heimilið og KRON - 01.06.1940, Blaðsíða 4
HEIMILIÐ OG KRON
í forstjóratíð Hallgríms bróður hans. Og
þetta starf innti Sigurður af höndum um
margra ára skeið með frábærri eljusemi og
óbifanlegri trúmennsku. Og samvinnufé-
lögin héldu velli. En þegar svo giftusam-
lega tekst í baráttu hverskonar framsókn-
armálefna, sem horfa til menningarauka,
að þau fá staðizt jafnvel hin þyngstu á-
föll, bregst það heldur ekki, að sókn hefst
að nýju. Enda hafa samvinnufélögin í
landinu getað á síðustu árum fagnað mjög
auknum vexti.
Þá þykir í öðru lagi sérstök ástæða til
þess að minnast á það hér, að í forstjóra-
tíð Sigurðar Kristinssonar hefir orðið nýr
vaxtarkippur samvinnuhreyfingarinnar í
landinu með stofnun og starfi Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis, þar sem félögin
hafa markað sér nýtt sóknarsvið meðal
neytendanna í bæjum landsins, stórfelld-
ara en áður og með sigursælum aðferðum.
Um leið og þessu ber að fagna, ber og á
þessu merka afmæli Sigurðar, að tjá hon-
um þakkir fyrir þann skilning og þann
mikilsverða stuðning, sem KRON hefir átt
að mæta frá hans hendi.
Sigurður Kristinsson hefir átt að fagna
óvenjulegri lífshamingju. Um nálega hálf-
an fjórða tug ára hefir hann áfallalaust
átt kost á því að verja starfi sínu og neyta
krafta sinna í þágu göfugrar mannúðar-
stefnu, sem hefir lyft fyrst og fremst ætt-
arhéraði hans og miklum fjölda lands-
manna til aukinnar hagsældar og menn-
ingar. — Enginn maður er frásneyddari
hégómagirni og sníkjum eftir hrósi en
Sigurður Kristinsson. En slíkum mönnum
verður jafnan „raun lofi betri“, með því
að hrósgirnin og yfirlætið stelur jafnan
hálfri sæmd úr hverju starfi, ef ekki allri.
Og um það mun Sigurður eiga fágætustu
láni að fagna, að hylli sú og persónuleg
vinátta, sem hann við kynningu og sam-
starf hefir eitt sinn áunnið sér, bregst
honum aldrei síðan.
52
Jákvæð eða neikvæð
samvinna
Samvinnustefnan hefur sínar breytilegu
hliðar eins og flest í þessum heimi. Við
hittum menn í tugatali með ólíkar skoð-
anir á þjóðfélagsmálum, sem telja sig
vera samvinnumenn. „Allt getur þetta
nú passað,“ sagði kerlingin, en þá er
bara eftir að gera það upp, hvers eðlis
samvinnan á að vera til þess að hún stand-
ist það lífræna próf, sem heimta verður af
hverri stefnu, sem miðar að almennings-
heill. Maðurinn er tilkominn með sterka
einstaklingshyggju eða þá fámennishyggju,
sem hann hefur fengið í arf frá sínum
fyrri forfeðrum, kannske fjórfættum.
Þrátt fyrir þetta hefur maðurinn alltaf
verið að vaxa frá einstaklingshyggjunni
yfir til félagshyggju. Á þessu hafa allar
framfarir grundvallast og öll tækni vaxið.
Fjarlægðir, tími og rúm þurrkast út eða
menn verða þess ekki varir. Við t. d. erum
nú á okkar útskeri orðin miðpunktur á
milli hins unga og gamla heims. Allt er
þetta af rótum félagshyggju og samvinnu,
þó að mörg ský dragi fyrir sólu á þessari
leið. En eitt er víst, að við getum aldrei
aftur horfið til einstaklingshyggjunnar í
sinni fyrri mynd, heldur verður að hreinsa
til innan félagshyggjunnar svo að jákvæð
samvinna geti ráðið rás viðburðanna. Með
þessu er ekki meint, að einstaklingshyggj-
an eigi að hverfa. Nei, síður en svo. Hún er
afltaug lífsins. Sá maður, sem hættir að
hugsa um sjálfan sig hefur tapað öllu.
Listin er bara sú að láta einstaklings-
hyggjuna vaxa til félagshyggju á þann
hátt, að maður sjái sínum hag bezt borgið
í sambandi við þjóðarheildina. Þetta er
það, sem ég kalla jákvæða samvinnu. Við
erum allir sammála um það, að það er ekki
barizt um hvern bita og sopa vegna þess
að það sé ekki nóg til, heldur vegna þess,