Heimilið og KRON - 01.06.1940, Blaðsíða 3
HEIMILIÐ og KRON
Sigurður
Kristinsson
sextugur
Sigurður Kristinsson, forstjóri Sambands
Isl. samvinnufélaga varð sextugur að aldri
2. júlí. Hann er kominn af kjarnmiklum
bændaættum eyfirskum og þingeyskum, og
koma mjög saman ættir hans og samvinnu-
frömuðanna þingeysku,þeirra Jakobs Hálf-
dánarsonar og Benedikts á Auðnum. Sigurð-
ur gekk í þjónustu Kaupfélags Eyfirðinga
26 ára gamall, árið 1906, gerðist fram-
kvæmdastjóri þess 1918 til 1923, að hann
tók að sér forstjórn Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, að Hallgrími bróður sínum
látnum, og hefir hann gegnt því starfi ó-
slitið síðan. Hann hefir því um nálega
hálfan fjórða tug ára helgað samvinnu-
málunum líf sitt allt og starf.
Tvennt er það einkum á vettvangi sam-
vinnumálanna í starfstíð Sigurðar Krist-
inssonar, sem ástæða þykir til að benda á
í þessum fáu línum. Það tvennt bar sam-
tímis að höndum, að Hallgrímur Kristins-
son, sem með eldmóði sínum og ósleiti-
legu starfi hafði orkað geysilegum vexti
samvinnuhreyfingarinnar í landinu, féll
frá og að félögunum hafði borizt á hendur
hinn mesti vandi í allri sögu þeirra:
vandi hins allsvarðandi viðnáms, sem
hófst með verðhruninu 1920 og 1921. Sókn-
arstarfið, þegar málefni horfa til vaxtar
og framgangs, er glæsilegt átakastarf og
að vísu háð þeim mikla vanda, að eigi sé
framar sótt en að varnir séu traustar.
Hins vegar er því nálega ávallt svo háttað,
að í vel heppnaðri vörn er fólginn sá eig-
inlegi sigur. Sigurður hlaut, umfram aðra
menn, þann vanda að stýra samvinnufé-
lögunum gegnum kreppuna og halda
fremstu sóknarstöðvum, sem unnist höfðu
51