Heimilið og KRON - 01.06.1940, Blaðsíða 8

Heimilið og KRON - 01.06.1940, Blaðsíða 8
HEIMILIÐ OG KRON Kaupfélagsverzlun eða kaupmannaverzlun Allt til þess tíma, er kaupfélög voru stofnuð, þekktist ekki annað form í verzl- unarmálum en það, að kaupmenn eða fá- menn verzlunarfélög, reyndar á stundum líka ríkisvaldið, annaðist allan verzlunar- rekstur. Almenningur hafði engin umráð um það, hvernig verzlunin var rekin, eng- in umráð um vöruval eða verðlag. Viðhorf almennings á þeim tímum var þá oftast það eitt, hvort verzlunin var það, sem í einu orði má tákna góð eða íll. Al- menningur hafði þá þann kost einan að kvarta, ef honum fannst verzlunin vera ill. En umráð hafði hann engin yfir verzl- uninni að einu né neinu leyti. Lengst um hefur það verið svo hér á landi, að verzlunarreksturinn var í hönd- um erlendra manna. Ofan á það, að verzl- unin var þá oftast ill og óhagstæð fyrir almenning, bættist það, að allur arður og ágóði af verzlunarrekstrinum rann út úr landinu. Og hann var oft og tíðum ósmár. Fyrir atbeina beztu manna þjóðarinnar, með stuðningi almennings, fékkst því á- orkað, að verzlunin fluttist inn í landið. En eftir sem áður voru umráðin í höndum einstakra manna eða fámennra félaga, sem höfðu það aðalsjónarmið, að hagnast á verzluninni sem mest, eftir því sem ytri ástæður leyfðu. Þann hagnað varð al- menningur að borga. Engum hafði þá til hugar komið, að þetta gæti öðruvísi verið. Fyr en hér var komið var það, að iðnað- arverkamönnum í Rockdale, smábæ í Skot- landi, kom í hug áður óþekkt form á verzl- uninni, — einfalt form og eðlilegt, sem furðulegt er, að mönnum skyldi ekki hafa hugkvæmst fyrir langa löngu. Hið breytta form var blátt áfram það, að almenningur tœki sjálfur umráðin yfir verzluninni í 56 sinar hendur. — Og þeir létu ekki sitja við hugsunina eina. Þeir komu henni þegar í framkvæmd. — Það var fyrsta kaupfélag- ið, fyrsta verzlun almennings. Aldrei hefur yfirlætislaus, hversdagsleg, alþýðleg hugsun haft meira gildi fyrir al- menna hagsæld. Segja má líka, að hún hafi farið sigurför um heim allan. Af henni er sprottin samvinnuhreyfingin í öllum sínum myndum. Upphaflega var hugmyndin aðeins bund- in við kaup og afgreiðslu á nauðsynjum félagsmanna. En brátt kom að því, að hún væri einnig látin ná til fleiri atriða, t. d. að selja framleiðsluvörur þeirra félagsmanna, sem voru framleiðendur, framleiðslu á iðnvörum og hrávörum bæði handa félags- mönnum og til sölu o. fl. Með þessu breytta formi á umráðum viðskiptastarfanna kom upp nýtt viðhorf í verzlunarmálunum, viðhorfið til þess, hvort hagnaðurinn af verzluninni ætti að falla til einstaklinga og félaga, sem vildu gjöra hana sér að atvinnugrein, eða hvort hann skyldi falla til almennings. Síðan verzlunin fluttist inn í landið, er þetta atriðið orðið aðalsjónarmiðið og að- aldeiluefnið í verzlunarmálunum. Um það er deilt, ekki aðeins sem hagsmunamál heldur einnig sem stefnumál. Með þátttöku sinni í kaupfélagi er hver félagsmaður orðinn handhafi að umráðum og arði verzlunarinnar í réttu hlutfalli við þátttöku sína í félagsskapnum. Með þátttöku sinni í kaupfélagi hefur hver félagsmaður lýst því yfir, hvoru meg- in hann stendur um það sjónarmið, hvar verzlunarhagnaðurinn á að lenda og um- ráðin, hvort heldur til einstakra manna (félaga) eða hjá honum sjálfum og al- menningi. Frh. H. S.

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.