Heimilið og KRON - 01.06.1940, Blaðsíða 6

Heimilið og KRON - 01.06.1940, Blaðsíða 6
HEIMILIÐ OG KRON Framsóknarmenn, sósíalistar og sósíal- demókratar hafa allir samvinnuna sem einn stærsta lið á dagskrá sinni. Og sjálf- stæðismenn hafa aldrei haft eins mikið félagsmál með höndum og nú. Hvernig ætti það að spilla fyrir flokksáhrifum hvers eins að vera góður samvinnumaður. Ég vil leyfa mér að lýsa vantrú á þeim flokki, sem ekki getur notað krafta góðs samvinnumanns. Væri þá nokkur goðgá að tala um það, að félagsmenn í KRON tækju höndum saman til víðtækrar samvinnustarfsemi. Mín trú er sú, að tækjum við málin í einlægni með okkar hag og alþjóðar fyrir augum, þá mundu margir, sem nú láta sig málin litlu skipta, snúast til jákvæðrar samvinnu. Þeir, sem ekki hefðu félagshyggju til að geta skilið sinn hag í sambandi við aðra menn, sneru auðvitað frá, út í sín eigin andlegu myrkur. Við því er ekkert að gera. í stuttri blaðagrein er ekki hægt að koma með margar tillögur um hvernig þessu skal hrundið af stað. En til að byrja með þarf KRON að eignast einhversstaðar athvarf, bæði fyrir sumar- og vetrarstarfsemi, sem mundi verða með nokkuð ólíkum hætti. Sumarstarfsemin ætti aðallega að beinast að kynningarstarfi, sem er óhjákvæmileg- ur liður fyrir þá, sem saman eiga að vinna. Umfram allt má starfið ekki stirðna upp í fræðilegum formum og sparðatíningi, held- ur verður að samræma fróðleik og skemmt- un á þann hátt, að það verki á lifandi menn. Þar til leiðbeiningar mætti hafa það, sem drengur í mínu héraði sagði, þegar prest- urinn spurði hann, hvort maðurinn gæti lifað á einu saman brauði. „Það er ágætt að hafa mjólk með,“ svaraði drengurinn. Halldór Pétursson. FRAMHALD af grein Skarphéffins Jóhannssonar um húsgögn kemur í næsta hefti. 54 Lýðræðið og samvinnustefnan Deilurnar um einræði og lýðræði eru um þessar mundir efstar á baugi allra mála. Þegar djúpt er skoðað, mun nú orðið fáum eða engum vera ljóst, um hvað var í raun og veru barist í síðustu heimsstyrjöld. Bandamenn töldu sig að vísu berjast fyrir rétti smáþjóða. En upphaf þeirrar styrj- aldar virtist bera vott um það, að hún hlaut á að bresta vegna þess,að styrjaldarþjóðirn- ar höfðu með viðsjám og æðisgengnum vígbúnaði verið búnar að koma málum sínum og sambúð í slíkt öngþveiti, að ekki varð hjá því komizt að grípa til vopna. Við friðarsamningana voru Bandamenn að vísu þeim málstað trúir að rétta við hlut smáþjóða. Hins vegar keyrði áníðslan á hinni sigruðu stórþjóð svo langt úr hófi fram, og sundurlimun Austuríska keisara- dæmisins, að hvorttveggja hlaut fyrr eða síðar að draga til nýrra háskasemda í sambúð þjóðanna. — Þvert á móti því, sem var í síðustu heimsstyrjöld, fer ekki á milli mála um hvað er barist í styrjöld þeirri, er nú geysar. Það er barist um það, hvort takast muni gjörbylting í skipulagi og stjórnarháttum þjóðanna. Öngþveiti Þjóðverja og þján- ingar, síðan er friður var saminn í Ver- sölum, hefir gert þjóðina hugstola. Traust hennar á sjálfstjórn hvers borgara og rétt- læti þjóðkjörinna stjórnarfulltrúa er löngu horfið. Þess vegna hefir hún falið allt sitt ráð í hendur einum sterkum manni, sem hafði hug til þess að rífa Versala- samningana í tætlur og steita hnefana framan í fyrri óvini. En um leið hefir hún varpað fyrir borð frumskilyröum mann- legrar þroskunar, — frelsi einstaklingsins til þess sjálfur að taka ákvarðanir um líf sitt, breytni sína og sambúð við aðra menn. Og nú standa andspænis hvert öðru

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.