Heimilið og KRON - 01.06.1940, Blaðsíða 7
HEIMILIÐ OG KRON
tvennskonar gífurleg máttarvöld og tak-
ast á um skipulag í stjórnarháttum þjóð-
anna. Annars vegar einvaldarnir á megin-
landi Evrópu, sem hafa nú brotið undir
sig ráð flestra Evrópuþjóða; hins vegar
Bretar með nýlendur sínar og Bandaríkin
að bakhjalli. Styrjöldin hefir verið rekin
með nýjum stórvirkari tækjum og þvílík-
um hraða, sem auðkennir öngþv.eiti það og
æsihugsanir, sem að baki standa. Má og
telja, að hver dagur, sem upp rennur yfir
hið hrjáða mannkyn, flytji því ógnanir um
ný og ný stórslys, hefndarverk og tortím-
ingu.
Hversu sem kann að fara um úrslit
þessara átaka og hversu sem með fullum
rétti má deila á einræðið og á lýðræðið,
eins og því hefir verið háttað og er háttað
enn í dag, þá fer það ekki á milli mála,
að frumskilyrðið til einstaklingsþroskunar
og þroskunar mannkynsins alls er frelsið,
athafnafrelsi, skoðanafrelsi, ritfrelsi og
málfrelsi. Enginn maður tekur nokkurn-
tíma nýtilega ákvörðun fyrir sjálfan sig,
sína nánustu eða fyrir sína þjóð, án þess
hann eigi full ráð á sínum eigin huga og
megi sjálfur stjórna sínum athöfnum.
Ég hefi talið þennan formála nauðsynleg-
an inngang að þeim kjarna málsins, sem
ég vildi biðja þetta rit að flytja lesendum
sínum. En hann er sá, að skipulag sam-
vinnunnar er fyllsta lausnin, sem enn hefir
fundist á þeim stórkostlegu vandræðum,
er mennirnir frá öndverðu hafa átt við að
stríða í sambúðinni á þessari jörð. Undir-
staða og kjörorð samvinnustefnunnar er
hið gamla, einfalda kærleiksboðorð Jesú
Krists: „Það sem þér viljið að mennirnir
geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“
Samvinnan, hvort heldur er í verzlunar-
málum eða í atvinnu- og framleiðslumál-
um byggist á því að unna náunga sínum
þess hins sama hlutar og hver og einn
óskar sjálfum sér til handa. Samvinnan er
réttlætið í framkvæmd, hún er náungans
HEIMILIÐ OG KRON
Útgefandi:
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis.
Ábyrgðarmaður: Guðm. Tryggvason.
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 12. — Sími 1727.
Áritun: „Heimilið og Kron“, Skólav.st. 12.
Verð kr. 1,00 árg.
Prentsmiðjan Edda h.f.
L----—-----— ----—.—------—.—.—-----
kærleikur í raun, hún er vörn gegn of-
beldi og arðsviftingu, og hún er sókn á
hendur æfagömlu ranglæti og villimennsku
í sambúð mannanna. Skipulag samvinn-
unnar er fyllsta skipulag lýðræðisins. Það
er ekki lýðræði í orði kveðnu, sem hefir
þessa helgu hugsjón aðeins að yfirvarpi og
til misbeitingar, til þess að afla sjálfum
sér valda og til þess að kúga og ofsækja
hvern þann mann, er þykir í vegi standa,
hún er ráð til raunverulegrar kærleiks-
sambúðar á jörðunni.
Lesendur góðir! Að þessu sinni læt ég
nægja það, sem hér er ritað, og ég bið yður
að íhuga þessar línur. Ég hefi ritað og
hugsað um þessi mál um tvo tugi ára og
öðlast óbifanlega sannfæringu um yfir-
burði samvinnustefnunnar framyfir allar
aðrar tilraunir mannanna til bættra sam-
búðarhátta. Ég trúi ekki á byltingar. Með
þeim er unnt að breyta ástæðum í bili, en
þær hafa ekki í sér fólgin skilyrði til raun-
verulegs mannkyns-uppeldis. Þroski ein-
staklinga og þjóða fæst aðeins með sam-
starfi, þar sem fylgt er hinu áðurnefnda
boðorði: „Það sem þér viljið að mennirnir
geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“
Jónas Þorbergsson.
Mnnið
5% í pöntiin,
tckjnafgaiigar efíir árið.
55