Heimilið og KRON - 01.06.1940, Blaðsíða 13

Heimilið og KRON - 01.06.1940, Blaðsíða 13
HEIMILIÐ OG KRON Laxinn eða silungurinn er hreinsaður og skorinn í 2 cm. þykkar sneiðar. Raðar á rist eða bakka og salti stráð yfir. Soðið við gufu í 15—30 mín. Áður sagði ég, að eins mætti nota leifar. Laxinn er kældur. Smjörið brúnað á pönnu og laxsneiðarnar brúnaðar þar í við mikinn hita. Raðað eftir endilöngu heitu fati. Þar yfir er raðað sítrónusneiðum. Öðru megin er raðað salatblöðum, þar á allskonar soðnu grænmeti, hinum megin kartöflum, sem fyrst eru soðnar, skornar í sneiðar og steiktar í tómu smjöri (engum sykri). Þar í kring er raðað smá hörpudiskum, sem í er salat. Salatið er búið til úr mayonnaise. í það er bland- að sýrðum rauðrófum og rifnum, smáum gulrótum. Það á að vera ljósrautt. Smjörið er borið með í sósukönnu. Auðvitað má sleppa salatinu og grænmetinu með þessu. Einnig má sleppa að sjóða laxinn áður, bara steikja hann. Eggjakaka með grænmeti effa fiski. 2 egg, 4 matsk. rjómi eða mjólk, % tesk. salt, 1 matskeið smjör, soðið grænmeti eða fiskur. Eggin aðskilin og rauðurnar hræðar með salti og mjólk. Hvítan er stífþeytt og blandað saman við rauðurnar. Smjörið ljósbrúnað á pönnu og eggjajafningnum hellt þar á. Steikt við hægan eld, þar til það byrj- ar að stífna. Þá er annað hvort soðið grænmeti, kartöflur eða soðinn fiskur, sett ofan á, en það verður að vera heitt. Látið stikna við mjög hægan eld, þar til það er alveg stíft. Þá er kakan lögð tvöföld og sett á steikarfat. Borðað strax til kveldverðar. Síldarbúðingur. 1 stór síld eða 2 minni, % kg. hráar kartöflur, 1—2 laukar, pipar, 2 matsk. smjör, 1 matsk. brauð- mylsna, smjör og brauðmylsna í mótið. Síldin er hreinsuð, roðflett og beinin tekin úr. Liggi í vatni í 2 klst. Þerruð með línklút og skorin í 6—8 bita. Kartöflurnar þvegnar og skomar í þunnar sneiðar. Laukurinn saxaður. Eldfast mót er smurt með smjöri og þar yfir stráð brauðmylsnu. Kartöflur, síld og laukur lagt í lög í mótið. Ofan á er smjörið látið í smábitum og þar yfir stráð brauðmylsnu. Bakað í heitum ofni I 35—40 mín. Síld í kryddsósu. 1 kg. sild, 1 1. vatn, 1 matsk. edik, 5 piparkorn, 4 lárberjalauf, 25 gr. laukur. — Sósan: 15 gr. smjör- líki, 15 gr. hveiti, % 1. síldarsoð eða mjólk, 2 tesk. kapers, ef til er, soðnar kartöflur. Bezt er að nota nýja síld. Sé hún söltuð, er hún afvötnuð vel. Soðin í vatni. Sé síldin ný, er hún sóðin með öllu kryddinu. — Sósan: Smjörlíkið brætt og hveitið hrært út í, þynnt út með síldarsoðinu, sé það nýtt. Ef síldin er söltuð, er notuð mjólk. Allt krydd sett eftir smekk. Borðað með síldinni og soðnum kartöflum. Síld með glóðarbökuðu rúgbrauði. Síld í ediki, gaffalbitar, síldarrúllur og fleiri teg- undir, ef til eru af síldarréttum, er látið á diska, smáskálar eða hörpudiska. Smjörkúlur látnar í eina skálina og skreytt með steinselju. Saxaður laukur eða graslaukur er látinn í eina skál. Hafi maður smá ísmola, eru þeir lagðir hjá sildinni í edikinu. Rúgbrauðssneiðar eru glóðarbakaðar (nota má gamalt brauð), hver sneið skorin í tvennt og hver partur á ská. Öllum skálunum er raðað á bakka, sem pentudúkur er á — eða fat. Á mitt fatið er smjörskálin sett með hníf í og hrökkbrauð og glóð- arbakað rúgbrauð í bunkum inn á milli skálanna. Smágafflar eru settir í síldarréttina. Borðað til kveldverðar eða sem fyrsti réttur til miðdegisverðar. Helga Sigurðardóttir. Kartöflur og skyr. Kartöflubirgðir eru nú meiri landinu en nemur venjulegri neyzlu. Þykir því ástæða til að hvetja menn til að auka neyzluna. Þeirri áskorun ætti að taka vel, bæði af hagsýnisástæðum og heilbrigð- isástæðum. í því sambandi skal hér bent á, að marðar kartöflur (sama er um gulrófur), hrærðar saman við skyr, er bæði góður og hollur matur. Magn af hvoru fyrir sig má hafa eftir ástæðum og smekk. Með því að nota kartöflur og skyr þannig saman, má auka neyzlu hvorutveggja, en spara að- flutt erlend matvæli. H. Lax nýr og reyktur, I'.tsí alltaf í buðuni KROIV. 61

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.