Sumargjöfin - 23.04.1925, Page 3

Sumargjöfin - 23.04.1925, Page 3
^>©<r V) Bæn fyrir börnum landsins. Hvert sinn er Drottinn sál í heiminn sendi að sækja þroska í jarðlífs skóla sinn, hann dýran gimstein gaf i móðurhendi er geyma skyldi fagra dýrgripinn. En vandi er þeim, er slíkan gimstein geymir, þar gætni þarf og vit hins besta manns, þvl engan um þá dýrðarfegurð dreymir, sem dreifast má frá geislabroti hans. Gef hverri móður bæði vit og vilja, að vernda og fága sjerhvern gimstein þinn, og kenn oss öllum ábyrgð vora að skilja á auðnum mesta, barnavinurinn. Kenn hverjum skóla störf sln vel að vanda svo vaxi hverju hjarta ást til þín, og lát þau helgast blíðum bróðuranda, uns barnsleg gleði úr hverju auga skín. Kenn hverri bygð að elska æsku sína, svo öll þín smáa hjörð sje betur hirt. O, gef oss Ijós, svo dimman megi dvína og dýrsta skyldan sje ei lítilsvirt. Ó, veit þú Guð hver þjóð í veröld vakni til vits um skyldu þá, er hæst skal sett: Að enginn vilja, vits nje orku sakni að verja æskulýðsins helga rjett. S. A.

x

Sumargjöfin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.