Sumargjöfin - 23.04.1925, Blaðsíða 4

Sumargjöfin - 23.04.1925, Blaðsíða 4
4 SUMARajOFIN Jcg á mömmu íninni næst Guði að þakka fyvir heilbvigða sál i hraustum líkama. 10 boðorð mæðra. Boöorðin eru gömul, en sígild. 1. Sjáið barninu fyrir ró og næði. Líðið engum að hampa því, rugga, róa með það og sussa við það. Ungbarni er lífsnauðsyn á kyrð. Gráti það, þá reynið að finna ástæð- una og bæta úr henni. Munið, að barnið er ekki leikfang, heldur guðleg vera, sem yður er trúað fyrir. 2. Kennið barninu snemma að hlýða. Hlýðnin er undirstaða uppeldisins. Byrjið kenslu í hlýðni, þegar barnið fer að rjetta hendur eftir hlutum, þá er það oft n.I. 10 mánaða gamalt. Byrjið um fram alt að banna barninu, áður en það er um seinan. Allar skipanir verða að vera hóværar og mildar, en þó ákveðnar. Reynið um fram alt að fá barnið með góðu til að hlýða hverri skipun. Gleðjið barnið á einhvern hátt, hvenær sem það sýnir hlýöni. 3. Verið vandar að fóstru barnsins og fje- lögum. Hver maður, sem umgengst barnið, er kennari þess. Alt, sem það sjer og heyrir, mótar sálarlíf þess. Vakið yfir því, að þar sje ekki sáð til illgresis, heldur fræjum dygða og dáða. 4. Kennið barninu reglusemi. Byrjið þá kenslu á því, að næra barnið og hagræða því í vöggunni á vissum tímum. Þegar það kemst á legg, þá látið það jafnan hátta á sama tíma og svo snemma, að það fái næg- an svefn, á því er börnum meiri lífsnauðsyn, en margan grunar. Ætlið námi, máltíðum og leik vissan tíma, og leyfið sem fæstar und- anþágur. Að venja barnið snemma á reglu- semi er undirstaða að hamingjusömu lífi barnsins, og sparar móðurinni mikið angur og mörg áhrifalaus orð síðar. 5. Kennið barninu snemma að hjálpa sjer sjálft. Gerið ekki barnið að ósjálfstæðu ómenni með því að láta það bíða eftir hjálp annara með hvert smávik. Heill sje þeirri móður, sem vakir yfir barninu eins og al- valds auga, er athvarf þess og trúnaðar- vinur, en varast þó kúgun, óþarfa afskifta- semi og mest af öllu nauð og nöldur, sem drepur bæði virðingu barnsins og lífsgleði. 6. Kennið barninu að láta á móti sjer og hjálpa öðrum. Látið börnin snemma fá tæki- færi til að njóta gleðinnar af að gefa, ekki síður en af að þiggja. Það eru siðferðileg banaráð að venja barnið á nautnasýki með sífeldum skemtunum og nýjum og nýjum leikföngum. 7. Talið við börnin og bendið þeim á það sem fagurt er í sögum og Ijóðum og í nátt- úrunni. Fagrar hugsanir skapa fagra sál. Móðir má aldrei eiga svo annríkt, að hún gefi sjer ekki tíma til að svara spurningum barnsins síns og líta á það sem það vill sýna. Enginn getur uppalið barn nema með því móti að verða að barni sjálfur. 8. Hrein sál í hreinum likama. Verið vandar að því að venja barnið á andlegan

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.