Sumargjöfin - 23.04.1925, Qupperneq 8
8
SUMARGjOFIN
vel og að ala þau upp í guðsótta og góðum
siðum.
Þarna voru börn frá efnuðum heimilum,
en þó fleiri frá fátækum heimilum. Nokkur
voru tekin meðgjafarlaust, með öðrum var
borgað fult, einnig voru þar nokkur börn,
sem borgað var með eftir efnum og ástæð-
um. Full meðgjöf var 30 kr. um mánuðinn
fyrir barnið, sem var allan daginn og 15 kr.
fyrir þau sem komu kl. 1.
Ef dæma ætti árangurinn eftir því, hvernig
fólkið yfirleitt talaði um breytingu þá, sem
orðið hefði á börnunum á dagheimilinu, þá
væri útkoman ákjósanleg.
Gagnlegt og gott væri það, ef fjelagið gæti
haft slíkt dagheimili hjer áfram og gert það
íullkomnara með ári hverju, þannig að börn-
unum liði þar ágætlega andlega og líkam-
lega, og bæði þeir, sem notuðu það og þeir,
sem kyntust því mættu gott af því læra. En
þó svo færi að fjelagið breytti til og byrji á
einhverju öðru, sem verða mætti uppeldi
barna til bóta, þá fer þar það fólk með völd,
sem treysfa má fil að gefast ekki upp við
fyrstu raun.
Jóna Sigurjónsdóttir.
Börnin og Rauði krossinn.
Eitthvert yngsta fjelagið, sem stofnað hefir
verið hjer á landi, er Rauði krossinn. Skiftar
munu skoðanir manna á því, hvort nauðsyn
bæri til að bæta við fjelagi, svo mörg sem
þau eru orðin og nærri plága í okkar fá-
menna þjóðfjelagi. En forgöngumenn, sem
á stuttum tíma geta safnað saman í fjelag
þúsund manns eða meira, í ekki stærri bæ
en Reykjavík, eru líklegir til að geta látið
mikið gott af sjer leiða í slíkum fjelagsskap.
Rauði krossinn starfar, eins og kunnugt er,
í flestum löndum heims, og er starf hans
mest og best, er ófriður lierjar löndin og
þörf er á hjúkrun og annari líknarstarfsemi
meðal hermanna. Rauði krossinn hefir fyrir
löngu hlotið viðurkenningu fyrir starf sitt á
stríðstímum, og sömuleiðis fyrir verk þau, er
hann vinnur á friðartímum, en þá er sjer-
staklega unnið að almennum heilbrigðismál-
um og líknarstörfum. Eigi er mjer kunnugt,
hverskonar starf Rauði krossinn hugsar sjer
hjer á landi, og því vil jeg leyfa mjer að
beina því fil þeirra, er þar hafa völdin, hvort
ekki myndi viturlegt fyrir þá að byrja á byrj-
uninni: að byrja á því að efla heilbrigði barna
hjer á landi. Heilbrigðisskýrslur sýna, að
ástandið er ekki sem glæsilegast, og kunnugt
er, að þó að börn fæðist heilbrigð og virðist
dafna vel fyrstu vikurnar, eru þau mörg hver,
áður en langt um líður, orðin veikluð, og
stafar það oftast af illri hirðingu eða skorti
einhverskonar. Vanhirðingin kemur oft af van-
þekkingu á því, hvað börnunum er fyrir bestu,
eða þá af því, að móðirin er ein með stóran
barnahóp, og kemst ekki yfir alt það, er gera
þarf fyrir heimilið.
Fljer er því mikið og þarft verk fyrir hönd-
um, að veita heimilunum nauðsynlega aðstoð
og fræðslu um meðferð ungbarna, og stuðla
þannig að því, að upp vaxi í landinu hraust
kynslóð. Hjer er ekki rúm til að fara ítar-
lega út í það, hvernig svona viðleitni skuli
fyrir komið, en góðar fyrirmyndir eru til, svo
sem á Finnlandi, Englandi og víðar. —
Darnavinafjelagið Sumargjöf hefir á stefnu-
skrá sinni það, að reyna að stuðla að því,
að upp verði komið slíkri hjálparstöð og veitt
fræðsla og hjálp í þessum efnum, en þar
sem fjelagið er bæði ungt og fjelífið og verk-
efnin mörg, teldi jeg það mjög æskilegt, að
Rauði kross Islands beitti sjer fyrir þessu
heilbrigðisstarfi. I Svíþjóð vinnur Rauði kross-
inn fyrir börnin, og mætti í þessu, sem svo
mörgu öðru, taka sjer Svía til fyrirmyndar.
Laufey Vilhjálmsdóttir.